Morgunblaðið - 16.12.1947, Side 1

Morgunblaðið - 16.12.1947, Side 1
16 síður Fnmvarp ríklsstjómarinnar um dýrlíðarráðsiafanir: Vísifaian fest við 300 sfig og verð iandiiún- fii samræmis við bað Utanríkisráðherrafundur- inn í London fór út um þúfur LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ VAR ÁKVEÐIÐ á fundi utanríkisráðherranna í kvöld, að slíta fundinum að sinni og var ekki neitt ákveðið um hve- nær hann kæmi saman á ný. Eftir að hafa hittst 17 sinnum í ■ London "hefur utanríkisráðherrunum ekki tekist að koma sjer saman um framtíð Þýskalands og Austurríkis. Þar með hefur annar fundur utanríkisráðherra stórveldanna um Þýskalandsmálin farið út um þúfur. Það strandaði enn á Mo'lotovA Hann gat ekki samþykkt neinar ráðstafanir,- sem Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar höfðu liomið sjer saman um. — Hann heimtaði fullkomnar skaðabæt- ur af Þjóðverjum fyrir hönd Rússa og Pólverja og auk þess 2A af olíuframleiðslu Austurrík- ismanna. Ýmislegt fleira bar á nrjili. Rússar neita öllu samkomulagi Er fundur utanríkisráðherr- anna hafði staðið klukkustund lengur í kvöld, en venjulega og sjeð var að Molotov hafði ekkí neinar tillögur frekar fram að bera, til samkomulags við hina ráðherrana stakk Marshall upp á því, að fundi yrði frestað og lýsti því yfir: ,,Að Rússar einir neituðu öllu samkomulagi. Það væri því eng- in ástæða lengur til að halda fundum áfram“. „Sagan vitnar með oss“ í ræðu, sem Bevin, utanríkis- ráðherra Breta, hjelt, lýsti hann afstöðu stjórnar sinnar og sagði að lokum: „Sagan mun vitna með oss. Jeg efast um að funda- höld utanríkisráðherranna muni nokkru sinni framar verða fær að leysa úr vandamálunum“. „Vitni frá kommúnistasomkomu“ Allir þrír ráðherrarnir, Mar- shall, Bevin og Bidault, höfnuðu tillögu Molotovs um, að kölluð >i‘ði sem vitni 17 manna nefnd frá svokölluðu „þingi býs.ku þjóðarinnar“, sem kommúnistar hafa kallað saman. Skaðabótakröfur Rússa Marshall ræddi um skaða- bótakröfur Rússa á fundinum í dag. ..Það er sjeð, að við munum ekki geta komið okkur saman Frh. á bls. 9. A TIMABILINU frá klukkan 7—9 í kvöid, fara skátastúlkur og piltar um íbúðarhverfin í Mið- og Vesturbænum, til þess að afla fjár fyrir Vetrarhjálp- ir.a. Skátarnir verða auðkenndir þannig, að borði með áletrun Vetrarhjálparinnar bera þeir um handlegginn. Skátarnir gefa kvittun fyrir þeim pening- I um sem þeim eru afhentir. Ef einhverjir skyldu vilja gefa föt, þá skrifa skátarnir það í minnis bók sína. Fatanna verður svo vitjað síðar. Nú hafa Vetrarhjálpinni bor- ist rösklega 2000 umsóknir um fjárhagslega aðstoð. Má af þessu marka, að talsverða peninga verður Vetrarhjálpinni að é- skotnast, til þess að hægt sje að veita fólki þessu einhverja hjálp og gera þeim jólin að á- nægjulegri hátíð. Stighækkandi eignaaukaskattur, ríkis- ábyrgð á útflutningsafurðum, aðstoð- arláii til sðldarútvegsmanna sölu- gjald á viðskipti Ákyeðió eð lögin verði samþykkt fyrir jól RÍKISSTJöRNIN lagði í gær fyrir Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um dýrtíðarráðstafanir. Aðalatriði þess eru þau að frá 1. janúar 1948 má ekki miða verðlagsuppbót á hverskonar laun við hærri vísitölu en 300 stig. Verðlags- yfirvcldin skulu þegar eftir gildistöku laganna gera ráðstaf- anir til þess að færa niður verð á hverskonar vörurn, verð- mæti og þjónustu, í samræmi við lækkun vísitölunnar, þar á meðal er heimilt að leggja fyrir húsaleignefndir að færa nið- ur húsaleigu í húsum, sem reist hafa verið eftir 1. janúar um 10 af hundraði, svo og húsaleigu á eldri húsum, þar sem nýr leigumáli hefur verið gerður eftir árslok 1941. London í gær. STANLEY BALDWIN jarl andaðist í gær áttræður að aldri. Baldwin jarl var lengi for- ystumaður breskra íhalds- manna og forsætisráðherra ■íhaldsstjórna á árunum 1923— 1929 og 1935—1937. Hann var forsætisráðherra er hertoginn af Windsor afsalaði sjer völdum og var talið að hann hefði átt mikinn þátt í hvernig því, máli var til. lykta neitt. Baldwins jarls var minst í breska þinginu í gær og fund- arhlje hafði eftir spurninga- tíma. Ljet Attlee forsætisráð- herra svo ummælt, að Baldwin jarl hefði verið sá maður í and- stöðu við breska verkamanna- flokkinn, sem jafnan hefði skil ið hann best. Átía ára drengur verður fyrir bíi UM klukkan 6 á sunnudags- kvöld var lítill drengur, Karl Vignir Dyring, Kamp Knox 11, fyrir bíl á mótum Pósthús- strætis og Hafnarstrætis. Drengurinn, sem er átta ára gamall, missti meðvitundina og var hann flutiur í sjúkrahús. Kom í ljós, að hann hafði hlotið heilahristing og skrámast nokk uð. Bíllinn, sem drengurinn varð fyrir, er R-2640. fiski selt tl! Þýáaiands FYRIR nokkru tilkynnti utanríkisráðuneytið, að samninga- umleitanir stæðu yfir í London af hálfu ríkisstjórnar Islands og fulltrúa frá ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Bretlands um fisksölur til hernámssvæða þessara ríkja í Þýskalandi, segir í frjett frá utanríkisráðuneytinu. Nú hefur náðst samkomulag* í grundyallaratriðum um kaup af hálfu þessara stjórnarvalda á allt að 70.000 tonnum af fiski til neyslu á hernámssvæðum beggja ríkjanna á næsta ári. Síðar verður gengið frá sam- komulagi um einstök at.riði svo sem verð, afskipun, fisktegund ir, afhendingartíma o. fl. Hins- vegar hefur. verið gengið frá afskipunum á nýrri síld til Þýskalands nú þegar. Eplin vænianieg V ORUFLUTNIN G ASKIPIÐ Hvassafell, sem flytur hing'að jólaeplin frá Italíu og sítrónur, er væntanlegt hingað til Reykja víkur næstkomaJidi föstudag 19. þ. m. eða laugardag 20. Það stendur því glöggt að ávextirn- ir nái jólaborðinu hjer í Reykja vík og nágrenni. Aðkomusjómönnum boðið til jóla- fagnaðar Á AEIFANGADAGSKVÖLD ætlar Sjómannastofan í Reykja vík að bjóða aðkomusjómönn- um til jólaverðar í matsölunni Bjarg við Laugaveg. Hin kunna matreiðslukona Helga Marteins dóttir ætlar að matbúa jóla- matinn. Maturinn verður sjó- mönnum að kostnaðarlausu. Þeir sjómenn sem vilja taka þátt í glaðningnum skulu rita nöfn sín á lista í Sjómannastof- unni hjá Fiskhöllinni. Bíl sfolEð Á SUNNUDAGSKVÖLD var Renaultbíl 4ra manna stolið þar sem hann stóð fyrir utan Tripoli bíóið. Bíllinn var enn ófund- inn í gærkveldi. Bíl þenna á Finnur Sigmunds son landsbókavörður, og hafði hann farið í Tripolibíó. Á með- an var bílnum st.olið. Númer bílsins er R-5103. Þá er lagt til að lagður verði eignaaukaskattur á eignaukn- ingu, sem orðið hefur á tíma- bilinu frá 1. janúar 1940 til 31. desembér 1947. Fer sá skattur stighækkandi frá 5—30 af hundraði, eftir hæð eignaauk- ans. Undanþegið skattinum að meira eða minna levti eru Eim- skipaíjelag íslands, f je það, sem fjelög og einstaklingar, sem stunda sjávarútveg, hafa lagt í nýbyggingar- og varasjóði og f je þáð, sem samvinnufjelög hafa lagt í varasjóði, samkvæmt á- kvæðum laga um samvinnufje- lög eða tekjuskat-tur hefur ekki verið greiddur af. Aðstoð við útveginn Ríkissjóður ábyrgist bátaút- veginum 65 aura ver'ð fyrir hvert kgr. af nýjum fiski og hraðfr ystihúsunum það, sem ákann að vanta, aö söluverð á þorsk- og ýsuflökum nái kr. 1,33 lbs. og saltíiskútflytjendum kr. 2,25 fyrir kgr. fullsaltaðs stór- fiskjai'. Ríkissjóður ábyrgist kjötfram leiðendum ennfremur að verð á útfluttu kjöti verðlagsárið 1947 —1948 nái því verði, sem lagt- verður til grundvallar það verð- lagsár í verðlagningu lanbúnað- arvara. Þá er ríkisstjórninni heimilað að taka lán, allt að 3 milljónum króna, er varið skal til aðstoðar síldarútvegsmönnum árið 1947. Að lokum eru í frumvarpinu ákvæði um framlengingu tolla- hækkana þeirra, sem samþykkt- ar voru á síðdsta Alþingi og um álagningu söluskatts til þess að afla ríkissjóði tekna, vegna væntanlegra útgjalda hans af á- Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.