Morgunblaðið - 16.12.1947, Page 2

Morgunblaðið - 16.12.1947, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. des. 1942 1> Dýrtíðarráðsfafanir ríkisstjómarinnar Frli. af bls. 1. byrgð á verði fiskafurða og nið- urgreiðslu á innlendum vörum. Nemur söluskattur þessi 2% af heildsölu og umboðssölu, af smásölu l1/2% °g shíu iðn- fyrirtækja 1 l/z %. Mun það áform ríkisstjórnar- innar að ljúka afgreiðslu frum- varpsins fyrir jól. Einstök atriði frumvarpsins Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þessi mál er í 8 köflum og 49 greinum. Fjallar fyrsti kafíi þess um markmið laganna. Seg- ir þar að ákvæði laganna sjeu sett til að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð, tryggja áframhald- anda rekstur sjávarútvegsins, stemma stigu fyrir atvinnuleysi o gauka framleiöslu til gjald- eyrisöflunar. Eignaaukaskatturinn í öðrum kafla frumvarpsins eru ákvæðin um eignaaukaskatt. Eru þau í aðalatriðum þessi: Á árinu 1948 skal leggja sjer- stakan skatt á eignaauka, sem orðið hefur á tímabilinu frá 1. janúar 1940 til 31. desember 1947. Skal sá skattur renna í framkvæmdasjóð ríkisins. Skatt urinn skal lagður á þá skatt- þegna, sem 1. janúar 1948 eiga skuldlausa eign, er nemur yfír 100 þúsund krónum um fram skuldlausa eigna þeirra 1. jan. 1940. Undanþegin eignaaukaskatti eru: a. Eimskipafjelag íslands h.f. b. Fje það, sem fjelög og ein- staklingar, sem hafa sjávar- útveg að aðalatvinnurekstri, hafa lagt í vara- og nýbygg- ingarsjóði og ekki hefur ver- ið greiddur tekjuskattur af. c. Fje það, sem samvinnufjelög hafa lagt í varasjóði samkv. ákvæðum laga um samvinnu- fjelög eða tekjuskattur hefur ekki verið greiddur af. Skatturinn ákveðst þannig: Af 100—200 þús. kr. eignar- aukningu greiðist 5% af því, sem er umfram 100 þús. kr. Af 200—400 þús. kr. eignar- aukningu greiðist 5 þús. kr. af 200 þús. kr. og 10% af afgangi. Af 400—600 þús. kr. eignar- aukningu greiðist 25 þús. kr. af 400 þús. kr. og 15% af afgangí. Af 600—800 þús. kr. eignar- auknir.gu greiðist 55 þús. kr. af 600 þús kr. ög 20% af afgangi. Af 800 þús. kr. til 1 millj. kr. eignaraukningu greiðist 95 þús. kr. af 800 þús. kr. og 25% af afgangi. Af 1 millj. kr. eignaraukningu greiðist 145 þús kr. og 30% af því, sem er þar fram yfir. Eignaraukaskattur allra sam- vinnufjelaga svo og fjelaga og einstaklinga, sem hafa sjávarút- veg að aðalatvinnurekstri, reikn ast þannig: Eignaraukning allt að 100 þús. kr. er skattfrjáls. Af eignar aukningu frá 100 þús. kr. til 200 þús. kr. greiðist 5% af því, sem er umfram 100 þús. kr. Ef eign- araukning nemur yfir 200 þús. kr., greiðist 5000 kr. af 200 þús. kr og 10% af þeirri eig'naráukn ingu, sem þar er fram yfir. Éyrjunareign — Lokaeign Eignarauka skal finna með því að béra saman skuldlausa eign gjaldþegns 1. janúar 1940, sern nefnist byrjunareign, og skuldlausa eign hans 31. des. 1947, sem nefnist lokaeign. — Byrjunareign og lokaeign skal meta eftir skattaframtölum með leáðrjettingum skattanefnda og þeim breytingum, sem þessi lög gera ráð fyrir. Ef skattaframtal 1940 er ekki til, skal miða við aætlun skattanefnda það ár, nema sannað sje, að eignir hafi verið aðrar. Ef gjaldþegn átti ekki fyrir skuldum 1. janúar 1940 eftir skattaframtali, skal taka tillit til þess, hvort eigmr eru þar taldar með sannvirði. Ef skattanefndir telja vafa á því skulu þær leiðrjetta framtölin og hafa hliðsjón af vátrygging- arverði eigna og sennilegu söiu- verði. Ef skuldir verða þrátt fyr ir þær leiðrjettingar meiri én eignir, skal enga byrjunareign telja (byrjunareign = 0). Ef ekki er til skattaframtal 1948, skal miða við áætlun skatta- nefnda. Með eignum einstakl- inga skal telja eign þeirra í sam eignar- og samlagsfjelögum, og teljast slík fjelög ekki sjálfstæð- ir skattgreiðendur. Hlutabrjef skulu bæði í byrjunareign og lokaeign metin með nafnverði. Nú hefur maður fiutst til ís- lands á tímabilinu 1. jan. 1940 til 31. des. 1947, og skal þá eign hans. er hann fluttist til lands- ins, talin byrjunareign. Við ákvörðun eignarauka skal um einstakar eignir, sem skatt- þegn hefur átt óslitið frá 1. jan: 1940 til 31. des. 1947, miða við sama verð á byrjunareign og lokaeign, nema eignin hafi hækk að í verði vegna þess, að nota- gildi hennar hafi verið aukið verulega með endurbótum á eign inni eða viðaukum við hana. — Skal eignin þá í lokaeign hækk- uð í verði um það, sem skatta- nefndir telja verðgildi hennar hafa aukist vegna breytinganna að frádreginni hæfilegri fyrn- ingu endurbótanna. Þegai' búf je er metið til eign- ar, skal í byrjunareign og loka- eign leggja sama búfjármat til grundvallar, nema búfjármagn hafi aukist, þá skal aukningin á- kveðin eftir reglum, sem gilda um búfjármat við framtal á ár- inu 1948. Ef eignir hafa verið seldar Ef skattþegn hefur selt fast- eign eða skip, sem hann átti 1. janúar 1940, á tímabili því, sem gðtur í næstu grein hjer á und- an, án þess að kaupa aðra fast- eign eða annað skip í staðinn, skal leggja söluverð þessara eigna til grundvallar við ákvörð un byrjunareignar, enda sje ó- tvírætt sannað, hvert söluverðið hefur verið, og það í samræmi við gangverð á þeim tíma og stað, þegar salan fór fram. Liggi söluverð ekki fyrir, skal miða við fasteignamat að viðbættu sama álagi og segir í 6. gr., þeg- ar um kaup er að ræða. — Skip skulu þó talin með vátryggingar verði, þegar sala fór fram, nema sannað sje með mati dóm- kvaddra manna, að það hafi þá verið óeðlilega vátryggt. — Ef skattþegn hefur keypt aðra fast eign eða skip. í staðinn á tíma- bilinu eða samið um smíði skips, sem eigi er fullgert 1. jan. 1948, skal telja söluverð hinna seldu eigna í byrjunareign og svo miklu leyti, sem það gengur upp í kaupverð hinna nýju eigna. Ákvæði þessi um hámarks- verð eiga ekki við, þegar opin- ber aðili hefur verið kaupandi, og skal þá fara eftir samnings- vérði. Ef um er að tefla eignir, sem skattþegn hefur eignast á tíma- bilinu frá 1. jan. 1940 til 31. des. 1947, skal í lokaeign miða við það verð, sem hann hefur greitt fyrir þær að frádreginni fyrn- ingu í skattaframtali samkvæmt ákvæðum laga. Fasteignir og skip, sem skattþegn hefur eign- ast á tímabilinu, skulu ekki reiknuð með lægra verði en hjer segir, sbr. þó 2. óg 3. mgr.: 1. Jarðeignir með tilheyrandi húsum. Ef skattþegn hefur eignast jorðina árið 1940 eða 1941, skal telja fasteigna- matsverð með 25% álagi lág- marksverð, hafi hann eignast jörðina árið 1942, telst fast- eignamatsverð með 50% á- lagi lágmarksverð, árið 1943 með 100%' álagi, árið 1944 með 150% álagi og árin 1945 —47 með 200% álagi. 2. Fasteignir, aðrar en jarðir, í sveitarf jelögum með yfir 1000 íbúa. Ef skattþegn hef- ur eignast fasteignina árið 1940, telst fasteignamatsverð með 25% álagi lágmarksverð, árið 1941 með 50% álagi, ár- ið 1942 með 100% álagi, árið 1943 með 200% álagi, árið 1944 með 390% álagi, árið 1945 með 400% og árin 1946 —47 með 500% álagi. 3. Fasteignir, aðrar en jarðir, í sveitarfjelögum með 1000 í- búum og þar undir: — Ef skattþegn hefur eignast fast- eignina árið 1940 eða 1941, elst fasteignamat með 25% álagi lágmarksverð, árið 1942 með 50% álagi, árið 1943 með 150% álagi, árið 1944 með 200% álagi, árið 1945 með 250% álagi og árin 1946 og 1947 með 300% álagi. 4. Skip skal ekki reikna til eigna lægra verði en kasko- vátrygging þess nemur á þeim tíma, sem skattþegn eignaðist skipið. Þó skal telja með þann hluta verðmætis skips, sem samkvæmt virðing arverði vátryggingarfjelags er í sjálfstryggingu eiganda. Heimilt er skattþegni þó að sanna með mati dómkvaddra manna, að skip sje vátryggt of háu verði. Skattanefndir og skattþegn geta látið fara fram yfirmat. Ef skip er ó- vátryggt, skulu skattanefnd- ir meta, en bera má mat þeirra undir mat dómkvaddra manna. Miðað við fasteignamat 1942 Þegar miðað er viá fasteigna- mat í lögum þessum, skal leggja fasteignamatið frá 1942 til grundvallar. Ef fasteign eða skipi, sem skattþegn hefur eign- ast á fyrrgreindu tímabili, hef- ur verið breytt eða endurbætt þannig, að verðgildi þess hafi aukist verulega, eða eignin rýrn að verulega í verði, án Jiess að fasteignamati eða vátryggingai - verði hafi verið breytt, skulu skattanefndir meta breyting- una til peningaverðs í lokaeign. Sama gildir Um eignir, sem skatt þegn átti 1. jan. 1940, en seldi síðar. Áður en byrjunareign er á- kveðin, skal draga frá henni þá fjárhæð, sem skattþegn hefur greitt í útsvar, tekjuskatt, sam- virnuskatt, eignarskatt og út- hlutaðan tekjuafgang í sam- vinnufjelögum árið 1940. — Á sama hátt skal draga frá loka- eigr; útsvar, tekjuskatt, tekju- skattsviðauka, stríðsgróðaskatt, samvinnuskatt, úthlutaðan tekju afgang í samvinnufjelögum, greiddan á árinu 1948, auk tryggingariðgjalda samkvæmt 112. óg 113. gr. laga um al- mannatryggingar. Vísitalan bundin við 300 stig Þriðji kafli frumvarpsins fjall ar um verðlagsuppbætur o. fl. Er þar kveðið svo á að hvar- vetna þár, sem fjárhæð starfs- launa eða annara greiðslna er miðuð við verðlagsvísitölu, megi ekki miða verðlagsuppbót við hærri vítitölu en 300 meðan lögin sjeu í gildi. Ennfremur lækka heildarlaun fastlaunaðra manna, sem taka laun án þess að sjerstök grunn- laun hafi verið ákveðin, þegar eftir gildistöku laga þessara, hlutfallslega við lækkun vísitöl- unnar. Með þessum kafla eru einnig fídld úr gildi undanþága sjó- manna frá greiðslu skatta og út- svara af áhættuþóknun. NiSurfærsla vöruverðs Þá eru ákvæði um niður- færslu vöruverðs. Skulu verðlags yfirvöld, þegar eftir gildistöku laganna gera ráðstafanir til þess að færa niður verð á hverskonar vörum, verðmæti og þjónustu, til .samræmingar við niður- færslu vísitölunnar, þ.á.m. versl unarkostnaði, dreifingarkostn- aði, flutningsgjöldum, greiða- sölu, veitingum, skemmtunum, gasi og rafmagni. Ber að gæta þess að þeir kostnaðarliðir, sem stafa af vinnulaunum lækka a. m.k. í fullu hlutfalli við niður- fæislu vísitölunnar. Ríkisstjórninni er ennfremur heimilt að leggj\ fyrir húsa- leigunefndir að færa niður um allt að 10 af hundraði húsaleigu í húsum, sem reist hafa verið eftir árslok 1941, svo og húsa- leigu í eldri húsum, þar sem nýr leigusamningur hefur verið gerður eftir árslok 1941. Framleiðsluráð íandbúnaðar- ins skal þegar er lögin hafa öðlast gildi verðskrá landbún- aðarafurðir að nýju. Skal þá við það miða að laun þeirra, sem að framleiðslunni vinna, bænda og annara, haldist í sama hlutfalli við laun þeirra stjetta, sem við var miðað við verð- ákvörðun sumarið 1947, þangað til ný landbúnaðarverðlagsvísi- tala hefur verið ákveðin. Ríkisábyrgð á fisk- og kjötútflutningi. I fjórða kafla frumvarpsins eru ákvæðin um ríkisábyrgð vegna útflutnings fiskjar og kjöts. Samkvæmt þeim skal ríkis- sjóður ábyrgjast bátaútvegnum 65 aura verð á kg. útflútts fiskj- ar, miðað við nýjan þorsk og ýsu slægðan með haus, en hrað- frystihúsunum það, sem á kann að vanta að söluverð á þorsk- og ýsuflökum nái kr. 1,33 lbs. fob., þó þannig að ábyrgðin fari ekki fram úr 35 aurum á lbs. Skal verð annara fisktegunda vera samsvarandi Þá skal ríkissjóður einnig ábyrgj ast saltfiskútflytj endum, það sem á kann að vanta að söluverð verði 2,25 fyrir kg fob. miðað við fullsaltaðan stórfisk, og skal verð annara flokka og fisktegunda vera samsvarandi. Sambærilegt verð skal ábyrgst fyrir hertan fisk sem útfluttur er. Ríkisstjórnin ábyrgist og kjöt framleiðendum verðlagsárið 1947 til 1948 það. sem á kann að vanta, og þeir fái fyrir út- flutt kjöt, sem til hefur fallið á því tímabili, það verð, sem lagt er til grundvallar í verð- lagningu landbúnaðarafurða það ár. Við samninga' um sölu ís- lenskra afurða skal þess gætt, að sem best heildarverð fáist fyrir þær. Seljist afurðirnar hærra verði en ábyrgðin nær ti! skal sá hluti andvirðis þeirra renna í ríkis- sjóð uns hann er skaðlaus orð- inn af ábyrgð á fiskafurðum. Þá er ríkisstjórninni heimiiað að ákveða verð á beitu. Getup hún bundið niðurfærslu beitu- verðs. því skilyrði að útvegs- menn geri þær ráðstafanir, sem hún telur heppilegar til að spará útgjöld til þessa útgerðarkostn- aðar. Ríkisstjórninni er enn- fremur heimilað að ákveða há- marksleigu fyrir verbúðir. Leita skal tillagna Landssam- bands ísl. útvegsmanna um verðlagningu sjávarafurða. Aðstoðarlán til síídar- útvegsmanna. í fimmta kafla frumvarpsins er ríkisstjórninni heimilað að taka allt að 3ja miljón kr. lán eða ábyrgjast jafnháa upphæð, er varið skal til aðstoðar síld- arútvegsmönnum árið 1947. Geta útvegsmenn, sem erfitt eiga um rekstur vegna afla- brests á síldveiðunum sótf um lán af þessu fje. Skulu umsókn- ir um þau send til 3ja manna nefndar, sem sjávarútvegsmála ráðherra skipar til þess að hafa lánveitingarnar á hendi. Láns- tími má ekki vera lengri en 5 ár og vextir skulu vera fimm af hundraði. Ekkert lán má á- kveða fyrr en ráðherra hefur veitt samþykki sitt til þess. ^isk veiðasjóður sjer um afgreiðslu lánanna og annast um bókhald og innheimtu þeirra. Lögin um tollahækkun framlengd. Sjötti kafli frumvarpsins fjallar um framlengingu laga- ákvæða þeirra um tollahækk- anir, sem sett voru á síðasta þingi. Er það gert til þess að afla ríkissjóði tekna til þess að standast væntanleg útgjöld vegna ábyrgðarinnar á útflutn- ingsvörum og niðurgreiðslu dýr tíðarinnar innanlands. Söluskattur á viðskipti. I sjöunda kafla frumvarps- ins eru ákvæðin um söluskatt,, sem einnig eru sett til þess að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir kostnaði við á- byrgð fiskverðs- og niður- greiðslu innlendra vara. Skulu einstaklingar og fjelög sem hafa með höndum skatt- skyldan atvinnurekstur greiða skatt í ríkissjóð af sölu ársins 1948. Söluskattur skal greiðast af heildarandvirði seldrar vöru og þjónustu, hverju nafni sem nefn ist, án frádráttar nokkurs kostn. aðar? þar með talið andvirði vöru scldrar í umboðssölu svo og tilboðasöfnun, úttekt eigenda úr sjálfs sín fyrirtæki og skipti gegn vöru eða þjónustu. Sala fasteigna, skipa, einkaleyfa, verðbrjefa, krafna eða annarra slíkra verðmæta og iðgjalds- tekjur vátryggingarfj elaga eru undanþegnar söluskatti svo og sala eigin vinnu Söluskattur greiðist hins vegar af andvirði vinnu, sem seld er með álagn- ingu (smíði, viðgerðir o. þ. h.), af andvirði vinnu, sem gjald- andi hefur umsjón með gegn álagningu (málun, raflögn, trjesmíði o. þ. h ), af greiðsl- um til verktaka, f iutningsgjöld- um og afgreiðslugjöldum, heild artekjum prentsmiðja, bókaút- gefenda, þvottahúsa, fata- pressna, rakara- og hár- greiðslustofa og þess háttar fyr- irtækja, af sölu klæðskeraverk- stæða og saumastofa, af mat- sölu og sölu veitinga- og' gisti- húsa, af aðgangseyri að skemmfc unum, sem skemmtanaskattur er greiddur af, og yfirleitt af heildartekjum þeirra fyrirtækja Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.