Morgunblaðið - 16.12.1947, Síða 9
Þriðjudagur 16. des. 1947
MORGJJTSBLAÐIÐ
9
Vtinning hjónanna a
í DAG verða til moldar borin
að Reynivöllum í Kjós, hrepp-
stjórahjónin að Hálsi, en þau
fórust sem kunnugt er í Meðal-
fellsvatni 3. þ. m.
Það hefir verið dimt í hug og
sinni Kjósarmanna síðan þessi
atburður gerðist, því að segja má
að með fráfalli þessara sæmdar-
hjóna, er svo stórt skarð höggv-
ið, að seint mun verða bætt að
fullu, og á það jafnt við um þau
bæði, hvort á sínu sviði.
Þegar ekið er inn með Hval-
firði sunnan megin og komið inn
fyrir Laxá í Kjós, blasa við blóm
leg býli sunnan undir endanum
á Reynivallahálsi. Þetta eru býl-
in Neðri-Háls og Háls, og má
segja að þau standi við þjóðbraut
þvera. Þaðan er víður sjónhring-
ur og blasir margt við auga. Þar
ber meðal annars fyrir auga:
Esjan, Akrafjall, Evrarfjall, Með-
alfell og Reynivallaháls og
skyggja þau furðulítið hvert á
annað. Auk þess blasir við auga
meginhluti sveitarinnar. En til
að auka og fegra þennan sjón-
hring frá þessum býlum, liggur
Laxvogur fyrir fótum manns, og
Hvaifjörðurinn spegilsljett.ur með
hin auðugu fiskimið. Hefur sú
sjón heillað margan, sem hana
hafa augum litið, og Steingrímur
kvað um sitt fagra kvæði: „Ö,
fjörour væni, sæll að sýn í sumar
sólarloga“.
A þessum stað hafði Gestur
lifað sín bestu manndómsár, og
þar var starfssvið hans til hins
síðasta. Það var því að vonum,
að í slíku umhverfi mótaðist fram
gjarn unglingur til mikilla dáða,
því að þegar foreldrar Gests
fluttu að Neðra-Hálsi, var hann
nolckuð innan við tvítugsaldur.
Gestur gerðist snemma ung-
mennafjelagi í U. M. F. „Dreng-
ur“. Ljet hann brátt til sín taka
í fjelagsmálum, og var um eitt
skeið formaður þess fjelags, auk
fjölmargra annara starfa í þágu
þess fjelags, utan þess og innan.
Það á því á bak að sjá einum
sínum bestu fjelaga fyr og síðar.
Gestur var fæddur að Bæ í
Kjós árið 1904, sonur hjónanna
Ölafar Gestsdóttur og Andrjesar
Ölafssonar, hreppstjóra. — Þau
hjónin eignuðust 14 börn og eru
12 þeirra nú á lífi, 6 synir og 6
dætur.
Gestur tók við hreppstjórn að
föður sínum látnum árið 1931,
þá aðeins 26 ára að aldri. Var
ekki laust við að sumir teldu það
misráðið að ganga fram hjá eldri
og reyndari mönnum, en brátt
kom í ljós, að ekki mundi það
baga, þó að aldurinn væri ekki
hærri, og er mjer vel kunnugt
um að Gestur vpr cvenju fljótur
að setja sig inn í störfin, enda
var hann prýðilegr greindur og
skýr í hugsun, enda þótt hann
hefði lítt skólaveginn gengið fyr-
ir utan hina venjulegu barna-
fræðslu. En Gestur aflaði sjer
staðgóðrar þekkingar á annan
hátt, við lestur góðra bók og var
hann því prýðilega sjálfmentað-
ur maður.
A Neðra-Hálsi hafa búió hrepp
stjórar í full 70 ár samfleytt. —
Fyrst Þórður Guðmundsson full
50 ár, þá Andrjes 10 ár og Gest-
ur síðan til dauðadags.
Eftir að Gestur var orðinn
fireppstjóri, hlóðust brátt á
hann margþætt störf, bæði utan
sveitar og mnan. Hann yar.kos-
inn formaður Búnaðarfjelags
Kjósarhrépps eftir fráfall föður
síns, og hefur hann verið síðan
einn aðalhvatamaður stórfeldra
framfara í ræktunarmálum sveit
arinnar: Formaður Ræktunar-
sambands Kjalarnessþings frá
stofnun þess, í stjórn Mjólkur-
f jels'jjs Reykjavíkur, fræðslu-
nefnd, sóknarnefnd, stjórnarmað
ur í Lestrarfjalagi sveitarinnar,
formaður skattanefndar, virðing
armaður og í hreppsnefnd all-
mörg ár o. fl. Funtrúi fyrir sveit
sína í fulltrúaráði bænda, auk
margs annars, sem ótalið er, og
Gestur hefir unnið fyrir sveit
sína. Og er hann fór hina síðustu
ferð, var hann að vinna vegna
Ólafía Þorvaldsdóttir, Gestur Andrjesson.
hins nýja barnaskóla, sem hafin
var bygging á í vor.
Gestur var hverjum manni
bóngreiðari, og fórnaði hann mikl
um tíma fyrir aðra, sem að vísu
töfðu hann mjög frá nauðsyn-
leguin heimilisstörfum, og
varð hann því oft að vinna nótt
með degi, til þess að inna af
hendi hin aðkallandi daglegu
störf. En kunnugir vissu, . að
heilsu hans var þann veg farið,
að hann gekk ekki heill til starfa
við erfiða vinnu. Hann hlífði sjer
hvergi og því síður, að hann
kvartaði á nokkurn hótt, en
hann átti dugmikla og góða konu
sem reyndi að ljetta honum störf
in eftir bestu föngum.
Arið 1935 giftust þau hjón. —
Bygði hann sjer nýbýli í Neðra-
Háls landi og nefndi það Háls.
Það þarf mikið átak til að reisa
sjer býli og byggja allt frá grunni
með lítil efni. Þetta tókst, að vísu
með nokkurri aðstoð systkina
sinna og móður.
Gestur var vel á sig kominn.
Karlmannlegur og dugmikill til
allra verka, prýðilega greindur
og skáldmæltur vel, enda ljett
um að flytja skoðanir sínar í
mæltu máli, og glaður í góðra
vina fundi.
Hjer hefir aðeins verið minnst
á það helsta af störfum Gests í
þágu sveitar sinnar, en af miklu
er að taka, því að Gestur var
löngu síðan orðinn þjóðkunnur
maður um ýmis mál.
Það verður ekki fram hjá því
gengið í þessu sambandi, að minn
ast á konu Gests, því að svo var
hún samhent manni sínum um
marga hluti og hugþekk sveit-
ungum sínum á alla lund, að á
betra varð ekki kosið, svo vel
kyntist hún hjer í sveit. Hingað
komhún alókunnug1, er hún flutti
að Hálsi fyrir um það bil tólf
árum síðan. Hún var fædd á Akra
nesi árið 1908. Voru foreldrar
þau hjónjn Sigríður Eiríksdóttir
og Þorvaldur ölafsson. Aður en
Ólafía giftist var hún símstöðv-
arstjóri á Akranesi og hafði hún
gegnt því starfi með mikilli prýði
og hefi jeg það fyrir satt, að
henni hafi verið hin mesta eftir-
sjá, er hún fluttist þaðan alfarin.
i Olafía var mjög hugþökk öllum,
' sem af henni liöfðu nokkur
kynni. Hún tólc mikinn þátt í fje-
lagsmálum í sveit sinni. Var ein
af aðalhvatamönnum um stofnun
Kvenfjelags Kjósarhrepps' og
var ritari þess frá byrjun og til
dauðadags og segja má, að hún
hafi verið sjálfkjörinn fulltrúi
þess út á við á ýmsum kvenna-
þingum. Var það sameiginlegt
með þeim hjónum, að þau voru
öðrum fremur kjörin til að starfa
fyrir aðra, Að mínum dómi var
hún fyrirmyndar húsmóðir, dug-
mikil og velvirk í alla staði.
Sveitin okkar hefur því við frá
fall þessara mætu hjóna, mist ó-
segjanlega mikið, að seint mun
bætt að fullu, og mun minning
þeirra lengi geymd og þeirra sárt
saknað, ekki einungis af nánasta
skylduliði, heldur af öllum, sem
áttu þess kost að kynnast þeim
nokkuð.
Það er vitað, að litli drengur-
inn, sem þau höfðu tekið sjer í
sonar stað, og hin fóstúrbörnin,
eiga örugt skjól og yfir heimili
þeirra verður vakað af móður
Gests og systkinum og öðru góðu
fólki. En þó að skammdegissólin
lýsi nú lágt og allra veðra sje
von, þá mun, sem fyr, aftur birta
og hin dimmu óveðurs ský hverfa
fyrir hækkandi sól, og ylgeislar
vorsins verma og græða hinn
mika missi nánustu ættingja og
vina þeirra hjóna.
Og með einlægri þökk og virð-
ingu eru þau kvödd af sveitung-
um sínum fyrir alt. og alt fyr og
síðar. Við biðjum guð og vaka
yfir heimili þeirra og nánasta
skylduliði og sendum því ein-
læga samúðarkveðju vegna frá-
falls þessara góðu hjóna. Jólahá-
tíðin nálgast nú óðum. Hátíð
barnanna, sem þeim var svo eig-
inlegt að gleðjast með. Bæði á
jólunum og endra nær. Þau eru
nú horfin sjónum okkar í bili, og
kölluð til æðri starfa, guös urn
geim, þar sem þeirra góðu hæfi-
leikar geta notið sín til fulls. En
jeg trúi því að andi þeirra búi
meðal okkar óg við megurh njóta
verka þeirra um ókomin æfi ár.
Sje þeirra mæta minning blessuð.
St. G.
Frh. af bls. 1.
um skaðabótamálið. Síðasta yfir
lysing Molotovs í því máli virð-
ist vera endurtekning á fyrri
víirlýsingu hans, sem við kqm-
uni okkur saman um að ekki
gæti átt neina stoð í veruleikan-
um.
Við höfum ekki getað komið
okkur saman um friðarsamn-
inga við Austurríki vegna þess
að R ' ssar krefjast þar hlunn-
inda og sjerrjettinda fyrir sig,
sem eru langt frá því að vera
sanngjörn og kröfu Sovjet-
i æru teknar til greina hlyti það
að vera á kostnað ^jálfstœöis
Austurríkismanna“.
Um skaðabótakröfur á hendur
Þjf'ðverjum, sem Rússar gera,
sagði Marshall, að þær næðu
ekki neinni átt. Rússar tækju
nú mest af framleiðslu Austur-
Þýskalands fyrir sig og ef geng-
ið yrði aö kröfum þeirra væri
sjeð, að þýska þjóðin yrði
bneppt í þrældóm, sem ekki að-
eins myndi eyðileggja þýsku
þjóðina, heldur og tefja fyrir
endurreisn Evrópu.
I DAG verður áttræð ein merk
asta kona þessa lands, frú Mar-’
grjet Jónasdóttir, móðir Jónasar
skálds Guðlaugssonar, og þeirra
mörgu landskunnu systkma. Af
sterkum stofni komin, þar sem
fyrst var kent að þakka bæri
Guði alt gott, standa styrkur í
næðingum lífsins, og láta eigi æðr
ast þótt á móti blj'esi. Þetta að-
alsmerki ættar sinnar hefur frú
Margrjet borið hæst þeirra er jeg
hefi kynst. Foreldrar hennar
voru þau srr Jónas Guðmunds-
son, mentaskólakennari, en síðar
prestur að Staðarhrauni og
Skarðsþingum í Dalasýslu. Hann
var annálaður gáfumaður, og
skáld. Það var hann sem orti, á
tólfta ári, er hann hlýddi á tal
móður sinnar og sóknarprests-
ins:
Ef sálin tr böli bæld
bilar oft hugurinn.
Afvega trúin tæld
telur á vankvæðin.
En ef jeg á í sæld,
, oft gleymast boðorðin.
Braut lífsins mönnum mæld,
mikið er vandfarin.
Móðir frú Margrjetar var Elin-
borg Kristjánsdóttir, kammerráðs
frá Skarði, landskunn fyrir mann
gæði, og læknishæfileika.
í slíku menningarumhverfi veit
ast veganesti, er aldrei þrjóta,
hvað sem fyrir kemur, og hversu
lengi sem líf endist.
I hinum fögru og sjerkenni-
legu bygðum Breiðafjarðar hafa
margar styrkar stoðir staðið. Við
getum deilt um orsakir þess að
svo virðist sem viss hjeruð eða
bygðir skari framúr um mann-
val, öld eftir öld. Má vera að
slíkt sje margþætt. Fegurð Breiða
fjarðarbygða er sjerstök. Auð-
legð frá hendi náttúrunnar mikil,
og það sem mestu máli skiftir
að mannval hefir búið þarna frá
öndverðu.
Skarð á Skarðsströnd er einn
fegursti staður þessa hjeraðs. Þar
hefur sama ætt dvalið frá land-
námstíð, mann fram af manni.
Þangað safnaðist mikill auður,
og þar var um langt skeið eitt
mesta menningarsetur landsins.
Frá Skarði er frú Margrjei ættuð,
og í þessu bygðarlagi var hún
prestskona um langt slceið, og
veitti umsvifamiklu heimili for-
stöðu.
Arið 1887 giftist frú Margrjet
sr. Guðlaugi Guðmundssyni, er
prestur vai í Skarðsþingum, og
síðar að Stað í Steingrímsfirði.
Var hann hið mesta gáfu og glæsi
menni, og svo skáldmæltur að af
bar.
Og þegar jeg minnist heimilis
þeirra, og margra annara presta
er jeg hefi kynst, þá veil jeg að
íslenska þjóðin, á prestum og
prestaheimilum mikla þök-k að
gjalda á liðnum öldum. A heimili
þeirra hjóna, sr. Guðlaugs og frú
Margrjetar, var menningarmið-
stöð sveitarinnar. Þangað sóttu
námfúsir unglingar, þahgað voru
sótt ráð í vanda, þangað var sótt
þuggun í hverskonar þrenging-
um. Og þangað var sótt gleði og
glaðværð ekki síst til húsfreyj-
unnar. Sá er línur þessar ritar
minnist margs frá þessu einstæða
heimili. Efni voru aldrei mikil
hjá þeim prestshjónunum, en þó
var ávalt ein og af gnægðum
væri tekjð, því bæði höfðu yndi
af því að fagna gestum, og r.kifti
engu máli hvort fátækan eða rík-
an bar að garði. Húsfreyjan var
einnig prýðilega skáldmælt, og
var daglega farið með hið feg-
ursta úr ísJenskum ljóðum, og
erlendum ljóðaþýðingum Maður
i minnist kveldanna þegar börnin
i möluðu kornið fram í bæjargöng
| unum, og visur voru þuldar. Oft
| bar prestinn að með smellið
| vísu upphaf, og þá var nú betra
1 að standa sig. Ætlast var til að
einhver viðstaddur gæti botnað
upphafið. Ösjaldan fór það svo
að besti botninn kom frá hús-
freyjunni. Elstur barn. nna var
JÓnas heitinn, ákaflega bráð-
þroska, og byrjaði að fella saman
vísur kornungur.
Börnin voru 12 að tölu, hvert
öðru mannvænlegra, og mátti
þegar í upphafi vænta mikils af
þeim. En skyndilega og óvænt
bárust miklir harmar að heimil-
inu. Fjórar efnilegar dætur veikt
ust, og dóu með skömmu milli-
bili, og að því afstöðnu, fregnin
þunga, að Jónas, augasteinn for-
eldranna, hefði að velli hnigið,
öllum að óvörum, aðeins 27 ára
að aldri, í fjarlægu landi. Þá
sýndi frú Margrjet þá stillingu
og þrek, sem aðeins býr í þeim
sem vel eru bygðir frá upphafi,
og hafa bjargfasta trú á fram-
haldi þess góða. Þá sem oftar
var hún bjargið sem alt hvíldi
á í slíkum raunum. Arið 1921
hætti sr. Guðlaugur prestsskap,
og fluttu þau hjónip þá til
Reykjavíkur. Það skygði á síð-
ustu árin sem sr. Guðlaugur lifði,
að hann misti sjónina, en ávalt
var hann hress og kátur, og ljet
fjúka í kviðlingum. Fáa menn
hefi jeg hitt sem voru jafn marg-
fróðir, og minnugir liðins tíma.
Af þessu stutta yfirliti sjest að
skifst hafa á skyn og skúrir á
æfi frú Margrjetar. Mikið lán
hefur verið hennar hlutskifti
þrátt fyrir alt. Hún var af góðu
bergi brotin, og heíur átt því láni
að fagna að vera samvistum við
mikið mannval og gott fólk. Gáf-
urnar voru miklar, og inní skap-
gerð hennar ofin mikil glaðværð,
samfara miklu viljaþreki og skap
festu. Hún lifir nú í skjóli sinna
góðu barna og barnabarna, nýt-
ur góðrar heilsu og vinnugleði.
I dag safnast frændfólk og vinir
að henni, og flytja henni hug-
heilar þakkir fyrir liðna daga, og
árna henni og börnum hennar
allra heilla á komandi árum.
Frændi.
SSfsavarnaflelagiið
r
björpnarafrek
STJÓRN Slysavarnafjelags-
ins samþykti á fundi sínum í
dag eftirfarandi ávarp til björg
unarmannanna á Látrabiargi:
„Slysavarnafjelag íslands
vottar björgunarsveit Slysa-
varnadeildar Bræðrabandsins í
Rauðasandshreppi og öðrum,
sem unnu að björgun skips-
hafnarinnar af breska togaran-
um „Dhoon“, hjartanegt þakk-
læti og aðdáun fyrir þetta frá-
bæra afrek, sem vafalaust er
hið frækilegasta, sem unnið hef
ir verið hjer á landi.
Jafnframt því að leggja líf
ykkar í mikla hættu. hafið þið
sýnt slíka hreysti og fórnfýsi,
að þið hafið með því aflað ykk-
ur sjálfum virðiiigar alþjóðar
og íGensku þjóðinni allri heið-
urs og velvildar út á við.
Stjórn Slvsavarnafjelags
ísl ands.“
Washington. — Chester W. Nim-
itz, flotaforingi í Kyrrahafsflota
Bardaríkjanna var leistur frá
störfumí dag. Hann verður í nokk
urn tíma í Sen Francisco, sem
sjerstakur ráðunautur John Sulli
vans, flotamálaráðherra.