Morgunblaðið - 16.12.1947, Side 14
14
MORGUTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. des. 1947
1
A D A L U R
’Si d IL aga ^acL <-jCondo
n
'I
82. dagur
„Þjer eruð fljótur að læra“-
sagði hann. ,,Jeg sá það að vísu
undir eins að þjer voruð ekki
vanur að fara með plóg. En
þjer byrjuðuð alveg rjett, og
það gerir ekki einn af hverj-
um tíu. Og jeg fæ engan aðvíf
andi mann, sem afkastar jafn
miklu og þjer gerðuð þriðja
daginn. Þjer hafið það fram
yfir flesta aðra að þjer kunn-
ið að fara með hesta. Jeg gerði
það nú hálfgert af hrekk að
láta, yður aka umhverfis hlöð-
una fyrst. Þá sá jeg að þjer er-
uð fyrirtaks ökumaður".
„Iíonum þykir vænt um
hesta“, sagði Saxon.
,,'Já, en það er ekki nóg“,
sagði Benson og sneri sjer að
henni. ,.Hann hefir vald á þeim.
, Það er erfitt að útskýra í hverju
það liggur. Það er eitthvert sam
band milli manns og hests.
Nauðsynlegt er að mönnum
þyki vænt um þesta, en hitt
er nauðsynlegra að hafa rjettu
tökin á þeim. Það er nú tildæm
is þetta þegar jeg ljet hann
spreyta sig á því að aka með
fjórum umhverfis hlöðuna.
Hann hefði ekki getað gert það
einungis vegna þess að honum
þykir vænt um hesta. Það dugði
ekkert vegna þess hve vand-
farið. var þarna. Hann þurfti
að hafa vald á hestunum —
samband við þá. Og jeg sá að
hann hafði það um leið og hann
fór af stað. Hann var alveg hik
laus og hestarnir voru alveg
hiklausir. Það var einhver
leyniþráður milli þeirra. Þeir
vissu hvað til stóð og hvað þeir
áttu að gera. Og þeir fundu
til bess að herra þeirra hjelt
um taumana. Um leið og hann
tók í taumana hafði hann sam
band við taugar hestanna. Skilj
ið þjer það? Hann.hafði vald
á þeim. Og þeir voru eins og
þægt verkfæri í hendi hans,
beygðu, gáfu eftir,, tóku í eða
gengu aftur á bak, eins og þeir
fundu að hann vildi vera láta.
Það er sagt að hestar sjeu
heimskir, en það á ekki við um
alla hesta. Þeir finna undir
eins hvernig sá er sem um taum
•- ana heldur, þótt mjer sje það
hreinasta ráðgáta hvernig þeir
fara að því að finna það“.
Benson þagnaði. Honum
fannst víst að hann hefði raus-
að nokkuð mikið. Hann gaf
Saxon hornauga til þess að sjá
hvort hún skildi þetta. Og hann
varð svo ánægður þegar hann
sá svip hennar að hann skelli-
hló.
„Hestar eru mitt uppáhald“,
sagði hann. „Þjer trúið því ef
til víll ekki þar sem jeg ek í
þefillri bifreið. En jeg kysi
langt um heldur að þeysa á
gæðingi. Eina ástæðan til þess
að jeg ferðast í bíl er sú, að jeg
er fljótari í ferðum og bíllinn
finnur ekki til þótt honum sje
ofboðið“.
Svo fóru þau Saxon að tala
um a.lla heima og geyma. Fann
Saxon það fljótt að Benson var
einn af þessum framfara bænd
um og henni þótti vænt um að
hún hafði þegar lært svo mik-
ið að hún skildi það sem Ben-
son sagði henni um landbúnað.
Svo sagði hún honum frá fyr-
irætlunum þeirra Billy, hvernig
þeim hefði liðið í borginni og
í að þau æíluðu að byrja nýtt'
líf.
„Það lá að“, sagði Benson.
„Jeg gat síst skilið í því hvers
vegna jafn duglegur maður og|
maðurinn - yðar skyldi vera á '
flækingi“.
„Hann sagði mjer að þjer
hefðuð sagt að hann mundi
vera góður rnaður, en hefði,
orðið fyrir einhverju óhappi“,
sagði Saxon.
„Það er satt, en þá vissi jeg
ekki að þjer voruð til“, sagði
Benson. „Nú skil jeg alt sam-
an, enda þótt það sje einsdæmi
nú á dögum að ung hjón taki j
skreppu á bak sjer og leggi af
stað fótgangandi til þess að
leita sjer að jarðnæði. Vel á
minnst“, sagði hann enn og
sneri sjer að BilLy. „Þið getið
bæði fengið vinnu hjá mjer.
Jeg á lítið hús heima, með
þremur herbergjum og það get-
ið þið fengið til að búa í. Þessu
megið þjer ekki gleyma“.
Saxon komst að því meðal
annars, að Benson hafði gengið
í landbúnaðarháskólann í Kali-
forníu. Hún vissi ekki fyr að
slík stofuun var til. Hún spurði
hann hvar þau mundu geta
fengið land hjá ríkinu.
„Ilíkið á nú ekki eftir önn-
ur lönd en þau, sem ekki borg-
ar sig að yrkja“, sagði hann.
„Ef þið skylduð rekast á gott
land þar sem þið hafið hug á
að fá hjá ríkinu, þá er það
vegria þess að samgöngur eru
svo slæmar þangað að ekki er
hægt að koma afurðum í verð.
Jeg held að engin járnbraut
sje bar í nánd“.
Nú fóru þau fram hjá Gil-
way og stefndu til Sargents.
„Bíðið við þangað til við
komum í Pajaro dalinn“, sagði
Benson. „Þá skal jeg sýna ykk
ur hvernig hægt er að rækta
jörðina. Það er ekki landbún-
aðarhaskóla kandidatar, sem
hafa gert það, heldur þekking-
arsnauðir útlendingar, serri hin
ir miklu Ameríkumenn henda
gys að. Jeg skal bráðum sýna
ykkyr hvernig þeir hafa farið
að. Það er hið merkilegasta,
sem er að sjá í þessu ríki“.
í Sargents varð hann að ljúka
einhverjum erindum og skildi
þau Billy og Saxon ein eftir
um stund.
„Þetta er dálítið annað en
• r (
ferðast á tveimur jafn fljot-
um“, sagði Billy. „Það er enn!
miður dagur og þegar hann J
skilur við okkur þá erum við ^
alv'ig ný af nálinni og geturm
gengið langan veg. Þó skal jeg
segia þjer það, að þegar við
höfum eignast eitthvað, þá ætla
jeg ekki að kaupa bíl, heldur
hesta. Það er fullgott fyrir mig
að ferðast í hestvagni".
„Já, bílarnir eru aðeins til
þess að ferðast í þeim þegar
manni liggur mikið á“, sagði
Saxon. „En ef við skyldum nú
verða rík---------“
„Heyrðu Saxon“, sagði Billy,
því að nú datt honum nokkuð
í hug. „Jeg er ekki deigur við
það lengur að útvega mjer at-
vinnu í sveit. En mjer var ekki
um þá tilhugsun fyrst. Þótt jeg
hefði ekki orð á því við þig.
Jeg segi þjer það satt að jeg
var dauðhræddur í San Lean-
dro. En nú get jeg valið um
tvo staði — hjá Benson og hjá
frú Mortimer — og það eru
ágaetir staðir. Það eru engin
vandkvæði á því að fá vinnu 1
sveit“.
„Það er nú ekki alveg rjett
hjá þjer“, sagði Saxon og
brosti. „Allir duglegir menn
geta fengið atvinnu í sveit.
Bændurnir taka ekki menn í
gustukaskyni“.
„Nei, auðvitað. Þeir reka
ekki landbúnað fyrir aðra en
sjálfa sig“, sagði Billy og hló.
,,Fn þeir vilja fá þig og það
sýnir að þú ert duglegur mað-
ur“, sagði Saxon. „Ekki er það
vegna annars. Hvað segirðu um
alla fiæking3na, sem við höf-
um -hitt á leiðinni? Enginn
þeirra getur komist í hálf-
kvisti við þig. Jeg sá það á
þeim. Þeir eru sljóir á sál og
líkama“.
„Já, það er Ijóti lýðurinn“,
sagði Billy.
Nú kom Benson og settist við
stýrið.
„Þetta er nú ekki heppileg-
ur tími til þess að skoða Pajaro
dalinn“, sagði hann. „En það
er altaf gaman að koma þang-
að á hvaða tíma árs sem er.
Þar eru tólf þúsundir ekra með
eplatrjám. Vitið þjer hvað
menn eru farnir að kalla Pajaro
dalinn? Dalmatíu hina nýju.
Þeir bola okkur burtu. Við
Ameríkumenn höldum að við
sjeum öllum fremri. Jæja, svo
koma hjer menn frá Dalmatíu
og sýna það að þeir eru okk-
ur fremri. Þettc eru einhverjir
allra ósjelegustu innflytjendur
— áttu ekki spjarirnar utan á
sig. Þeir byrjuðu á því að vinna
að uppskeru sem daglauna-
menn. Svo fóru þeir að kaupa
uppskeru. Og eftir því sem þeim
græddist fje, því meira keyptu
þeir. Syo fóru þeir að taka á-
vaxtagarða á leigu. Og seinast
keyptu þeir landið. Það verða
ekki mörg ár þangað til að þeir
eiga allan dalinn og seinasti
Ameríkaninn er rekinn þaðan
burtu“.
„Þetta er sama sagan og í
San Leandro“, sagði Saxon.
„Þeir, sem áttu jörðina upphaf-
lega eru horfnir. Og Portugal-
ar kunna að rækta jörðina. Það
er ekki um að gera að hafa
sem mest landrými, heldur að
nota hvern blet út í æsar“.
„Og • þó er það ekki nóg“.
sagði Benson.- „Menn verða Iíka
að kunna að selja. Þeir í Paj-
aro eru snillingar í því að selja
epli, eins og til dæmis Luke
Scurich. Þeir eru nokkrir þar
sem eiga miljónar fjórðung. Og
þar að auki þekki jeg tíu, sem
ekki eiga minna en hundrað og
fimmtíu þúsundir dala hvef.
Þeir kunna að fara með epli.
Það er alveg sjerstök gáfa. Þeir
þekkja trjen álíka vel og mað-
urinn yðar þekkir hesta. Þeir
þekkja hvert einasta trje, kunna
sögu þess utan bókar á fingr-
um sjer, vita um alt sem fyrir
það hefir komið og kunna skil
á einkennum þess. Þeir þreife
bókstaflega á lífæð þess, og þe!
geta sagt upp á hár hvort trjenu
líður betur eða ver í dag held-
ur en því leið í gær. Ef trjenu
líður illa þá vita þeir af hverju
það er og bæta úr því. Og með
an trje er enn með blímum,
þurfa þeir ekki annað en líta
á það til þess að sjá hvað það
rnuni gefa mikla uppskeru af
eplum — og ekki nóg með það.
He- dur getá þeir sagt hvort það
ber góðan ávöxt eða ljelegan.
’Swjsh
SILFURDEPILLINN
Eftir ANNETTE BARLEE
1
EF ÞÚ gætir fengið að sjá landabrjef ljósálfanna, mundirðu
sjá þjer til mikillar furðu, að það er alsett örsmáum silfur-
deplum. Eins og þú veist, eru borgir'nar á okkar landabrjef-
um auðkenndar með svörtum deplum, svartar rákir sýna
fljótin og einkennilegar brúnar klessur eru notaðar til að
tákna fjöll og hæðir.
Þessu er ólíkt farið með ljósálfana. Þeir vilja ekkert nema
falleg landabrjef, og þess vegna nota þeir silfurdepla til að
sýna smábæi, og gullstjörnur til að sýna stórborgir og bláar1
og gyltar rákir til að sýna læki og fljót.
Þeir hafa líka silfurhringi til að auðkenna ætisveppaakra,
og rauða til að sýna hvar jarðarberin eru, og bláar stjörnur
til að sýna bláberjasvæðin, svo þú sjerð sjálfsagt, að litlar
likur eru fyrir því, að ljósálfabörn geti villst.
Ef Ijósálfar týnast á vorin, þurfa þeir ekkert annað að
gera en fijúga út á einhvern ætisveppaakurinn og hringjá
álfabjöllunum, sem þar eru. Þeim er þá bjargað á örfáum
sekúndum.
Nú vill svo til, að kvöld nokkurt, er jeg sat heima hjá
mjer og var að virða fyrir mjer uppdrátt af landinu, sem
jeg bý í, þá sýndist mjer jeg sjá silfurdepil og þyrpingu af
bláum stjörnum rjett við heimilið mitt.
Jeg sýndi einum vina minna landabrjefið og spurði hvað
þetta væri, en þá vildi svo einkennilega til, að hún gat ekki
sjeð þessi furðulegu inerki, og þegar jeg gáði aftur að, gat
jeg ekki hcldur sjeð þau, en það þóttist jeg þó vita, að þau
táknuðu eitthvað stórkostlega merkilegt.
Næsta kvöld leit jeg út um gluggann minn, til þess að
virða fyrir mjer fallega engið, sem allt var þakið blómum
og þar sem rauðar hænur og rauðskjöldótt belja hjeldu til á
hverjum degi.
Þegar jeg leit út um gluggann, fannst mjer eins og engið
hefði tekið hinum furðulegustu breytingum. Jeg gáði betur
að, og sá nú, að vissulega voru þarna hinir merkilegustu
hlutir að ske.
„Brauiina“, hrópaði skíða-
göngukappinn.
★
Hanna: — Hvað myndirðu
segja, ef jeg segði þjer að jeg
kyssi aldrei karlmenn?
Sjómaðurinn: — Vertu bless.
★
Lagleg stúlka kom inn í troð
fullan strætisvagn. Samstundis
stóð ungur karlmaður upp, en
stúlkan ýtti honum aftur niður
í sagtið um leið og hún sagði:
— „Þakka yður fyrir, en jeg
vil heldur standa“.
Ungi maðurinn sfóð nokkru
síðar aftur úpp, en stúlkan ýtti
honum aftur niður í sætið með
sömu orðum.
„Ungfrú“, hrópaði maðurinn
þá, „jeg er kominn marga kíló
metra frá þeim stað, sem jeg
ætlaði fyrst út úr vagninum,
vegna ofríkis yðar. Viljið þjer
segia mjer tilganginn?
★
Fötin skapa manninn, en
hvað konuna snertir er hlut-
verk þeirra að sýna, hvernig
hún er sköpuð.
Hótelgesturinn: — Eigið þjer
ekki mynd af yður, ungfrú?
Þjónustustúlkan: — Jú. jú.
Gesturinn: — Viljið þjer
ekki lofa mjer að nota speg-
ilinn. — Jeg þarf að raka mig.
...................
Til Íeigu ]
2ja herbergja íbúð í ný- |
legu húsi í Vesturbænum |
er til leigu, nú þegar til |
næstu 3ja ára. Fyrirfram- |
greiðsla æskileg. — Tilboð I
merkt: „Sólvellir — 280“ |
sendist afgr. blaðsins fyrir |
19. þ. m. I
^nlllll•ll••••••••••••••lM•••••••••m•••••••■•••••m,l,,,,,,,,,,,,
*iiiiiiiiiii>
llllllllll••lllll•••■•l•••llll••••,,,M•,,,,,,,,,,l,,,,,-,
5-7000 kr. lán j
óskast gegn góðri trygg- |
ingu. Þagmælska. Tilboð |
sendist Mbl. fyrir föstu- |
dag, merkt: „X.9 — 284“. |
a
Postulíns |
kaffistell ]
i
til sölu. Miðalaust. Til |
sýnis Langholtsveg 31.
3
*aiiiiiMiiuiiiiiimiiMiiiiiiiiitiiiiiiimiiiiiiuiiiiimiiiiiiil