Morgunblaðið - 16.12.1947, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.12.1947, Qupperneq 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxafiói: Sunnankaldi. Senniiega all- hvast þegar líður á daginn. Dálítil súid með köfium. DÝRTÍÐARRÁÐSTAFANIR ríkisstjórnarinnar. — Frásögtt á bls. 1 og 2. i Um helgina bárust nær 40 þús. mál síldar aBieyr Æpir frnntaleg ókvæðis- orð að ufanrðkisráherra SÁ FÁHEYRÐI ATBURÐUR gerðist í gærkvöldi á Alþingi er rætt var um dýrtíðarfrumvarp stjórnarinnar, að Einar Olgeirsson sleppti sjer algjörlega undir ræðu Bjarna Bene- diktssonar, utanríkisráðherra. Var ráðherra glögglega bú- inn að sanna fláttskap og óheiðarleik kommúnista í dýrtíð- arrnálunum, þegar Einar Olgeirsson stóð upp, svartur af vonsku og hrópaði: „Smyglarinn, sem er þjónn amerískra agenta, ætti að halda kjafti!“ Munu slík ókvæðisorð aldrei hafa heyrst á Alþingi. * r JO! hverfurí Forseti, Barði Guðmundsson, ^ hótaði að slíta fundi, en Bjarni Benediktsson bað forseta að sýna Einari ofurlítið meiri þol- inmæoi. Væri rjettara að líta á þennan vesaling.s þingmann, sem óþægan krakka en beinan illræðismann. Það sem gerði Einar svona ofsa.reiðan var að ráðherra upp- lýsti að hann hefði ólmur viljað kornast í fjárhagsráð, sem hann nú svivirðir daglega. Ennfrem- ur var þessi þingmaður mjög fús að verða fulltrúi íslendinga á þingi sameinuðu þjóðanna, en fjekk ekki. Hefði því þessi þing- • maður, sem mest svívirðir nú- verandi stjórn verið fús að ganga í þjónustu hennar. Að öðru leyti fj.etti ráðherra rækilega ofan af ,.tillögum“ kommúnista í dýrtíðarmálun- um, þar sem þeii tala manna mest um_dýrtíð, en engir væru tillöguverri í þeim rnálum. Væri það og eðlilegt, þar sem þessi flokkur sæi að verðbólga og dýrtíð væru bestu ráðin til að kollvarpa núverandi þjóðskipu lagi. Ráðherra taldi verulega á- vinnast með þessu frv. þar sem dýrtíðin yrði stöðvuð og byrjað að þoka henni niður á við. Ef menn hafna þess&ri leið liggur ekkert annað fyrlr en stórfeld gengislækkun. Og ef kommún- istar ætla að efna til fjandskap- ar gegn þessu frumvarpi þá eru þeir vísvitandi að vinna að gengislækkun, sagði Bjarni Benediktsson. Fyrsta umiæða um dýrtíðar- tillögurnar Fyrsta umræða um frumvarp ríkisstjórnsrinnar um dýrtíðar- ráðstafanirnar hófst kl. 3 í gær. Forsætisráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson hafði á hendi fram- sögu í málinu Flutti hann ýtar- lega ræðu og gerði grein fyrir efni. frv. Einar Olgeirsson tók næstur til máls og flutti tveggja klst. ræðu. Þá talaði .Jon Pálmason, sem gagnryndi ýms ákvæði frv. og þar næst Eysteinn Jóns- son. Síðan flutti utanríkisráðherra ræðu þá, sem fyr var getið. Næturfundur. Er ræðu hans iauk var gefið fundarhlje en funaur hófst aft ur nokkru eftir iriðnætti. Tók Lúðvík Jósefsson þá til máls. Hafði hann ekki lokið máli sínu kl. að ganga þrjú og fleiri þingmenn voru á mælendaskrá. Leit út fyrir að þingfundur mundi standa fram á morgun. Síldveföiskip strand- ar við Engey í GÆRMORGUN strandaði vjelskipið Auður írá Akureyri við Engey. M.s. Auður er eitt hinna mörgu skipa er þált taka í síld- veiðunum hjer. í gærmorgun lagði það af stað hjeðan úr höfn inni og ætlaði út á miðin. Verð- ur ekki annað sjeð en að skip- verjar hafi tekið ranga stefnu, því skipið strandaði á Engeyj- arrifi, að innanverðu við Ijós- baujuna. Skemdir munu ekki hafa orð- ið neinar, því rifið er mjög sand borið. Það losnaði aftur á flóð- inu milli kl. 3 og 4 í gær, og var því siglt hjer inn og tekið í slipp. HAFNFIRSKUR sjómaður, Hinrik Haraldsson Schou, Lang eyrarveg 7, hvarf s. 1. þriðju- dag í hafnarbænu.m Grimsby í Englandi. tlinrik var háseti á Hafnarfjarðartoguranum Júlí. Skipstjórinn á Jú.lí, Benedikt Ogmundsson, tilkynnti lögreglu borgarinnar þegar hvarfið. Var Hinriks leitað, en án árangurs. Talið er að hann hafi fallið í höfnina. Hinrik var um þrítug't. Hann var giftur. Lætur eftir sig konu og þrjú bcrn 13 ára, 11 ára og tveggja ára. verðar í Lista- mamiai SAMNINGAR standa nú yfir milli stjórnar Sjómannastofu Reykjavíkur og stjórnenda Listamannaskálarís, um að rek- in verði sjómannastofa í skál- anum nú um hátíðarnar og a. m. k. fram til 2. janúar. Horfur eru taldar góðar á að samningar takist og mun stjórn Sjómannastofunnar taka við skálanum á aðfangadag eða fyrsta dag jóla. Sjómannastof- an ætlpr svo að beita sjer fyrir jólafagnaði sjómanna bæði inn- lendra og erlendra. Fjelags- skapur sá í Danmörku er vinn- ur að sömu málum og Sjó- mannastofan hjer, hefir gefið hin"að stórt jólatrje og verður það sett upp í Listamannaskál- anum. Þess er vænst að bæjarbúar og nærsveitamenn sendi ein- hverja gagnlega muni, sem gefa mætfi hinurn erlendu farmönn- um, er jólahátíð fyrir þá fer fram, Prjónavörur, bækur og fatnaður gæti komið sjer vel. I . r AnnaiwsbíHina nr. 23161 DREGIÐ var á miðnætti í nótt í bifreiðahappdrætti Glímu fjelagsins Ármann, en vinning- urinn var Fordbifreið. Númerið sem kom upp er 23161. Eigandi bifreiðarinnar getur vitjað hennar til Jens Guð- björnssonar í Fjelagsbókband- inu. Hikil veiði í HvaHlrði og á Kleppsvík EINN MESTI AFLADAGUR síðan síldveiðamar hófust, var. í gær. Síldin heldur sig nú bæði í Hvalfirði og Kleppsvík. Svo mikil var veiðin, að þess voru dæmi í gær að skip hafi fyllt sig á fáeinum klukkustundum inn á Kleppsvíkinni. Frá því um kl. 3 í gær og til kl. að verða 11 í gærkvöldi bárust hingað 20,350 mál. Frá því á laugardag hafa borist því sem næst 39,700 mál. Kleppsvík. í allan gærdag og í gærkvöldi voru um 30 síldveiðiskip að herpinótaveiði á Kleppsvíkinni. Flest skipanna voru á móts við spítala byggingarnar og alt inn undir Elliðaárósa. Var veiðin svo mikil að sum skipanna fylltu sig á fáeinum klukku- stundum. Ilvalfjörður. Sömu sogu er að -segja af aflabrögðum í Hvalfirði. Þar var í gær hinn mesti fjöldi skipa. í allan gærdag meðan bjart var, voru menn af síld- veiðiskipunum í bátum og aðr- ir voru að háfa úr köstum. Var svo enn þegar liðið var langt fram á kvöld. Höfnin. Síldveiðibátarnir voru stöð- ugt að koma inn í allan gær- dag. En mestur skriður komst þó á cr á kvöldið leið. Komu þá bátarnir inn með aðeins fárra mínútna millibili. Von var á mörgum bátum er þetta er skrifað. í gærkvöldi var talið að um 50 skip væru hjer í höfninni. Flutningaskip eru nú aðeins fá og hafa þau lítið burðarmagn. í nótt er Hel væntanlegt og Fjallfoss og byrja þau að taka síld eins fljótt og hægt er. Skipin scm komu. Frá því seint á laugardags- kvöld og þar til í gærkvöldi komu þessi skip: Sveinn Guð- mundsson með 900 mál, Elsa 800, Ingólfur og Geir Goði 900, Bjarmi 700, Björgvin GK 950, Freyia RE 800, Valur Ak 900, Hafdís RE 600, Gyllir EA 600. Ilafborg 800, Síldin 1200, Böðv ar 1050, Víðir SU 900, Haf- björg 700, Gylfi 650, Haukur I 1000. Birkir 600, Von 200, Fagri klettur 1800, Hrefna 650, Illugi 900, Alsey, er varð fyrir því óhenpi að nótin sprakk kom með 50 mál, Bragi GK 500, Kristján 500, Ingólfur GK 250, Skeggi 450. Þá fóru til Akra- ness Aðalbjörg 500 og Fram 600, Ásbjörn 500, Björn Jóns- son 1356, Mummi 200, Narfi 1100. Svanur 800, Olivette 450, Græðir 600, Særún 550, Grind- víkingur 1000. «----------------------------- * Myndarleg skemíim ungra SJálfstæðis- manna í Árnessýslu HIÐ nýstofnaða hjeraðs.sam- band ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu efndi s.l. laugardag til almennrar skemmtisamkomu á Selfossi. Var hún haldin í Sel- fossbío. Gunnar Sigurðsson í Selja- tungu, formaður sambandsins, setti samkomuna og stjórnaði henni. Sigurður Bjarnason, alþingis- maður flutti ræðu um stjórn- málaviðhorfið, Pjetur Jónsson söng einsöng við undirleik Fritz Weischappel og Vigfús Sigur- geirsson sýndi kvikmynd. Áður en skemmtunin hófst var haldinn fulltrúaráðsfundur fjelags ungra Sjálfstæðismanna í sýslunni og kosin þar vara- stjórn fyrir hjeraðssambandið, en aðalstjórn hafði áður verið kosin. í varastjóm þess voru þessir; menn kjörnir: ■Varaform.: Arnold Pjeturs- son, Selfossi og meðstjórnendur: Ólafur Jónsson, Selfossi, Krist- inn Bjarnason, Hveragerði, Egg grt Engilbertsson, Hveragerði, Jón Sigurðsson, Hjalla í Ölfusi, Einar Sigurjónsson, Selfossi og Haraldur Bacmann, Selfossi. Ríkir mikill áhugi meðal ungra Sjálfstæðismanna í Ár- nessýslu fyrir að efla samtök sín og var þessi fyrsta skemmti- samkoma hjeraðssambandsins hin myndarlegasta. Tvö innbrol UM helgina voru framin tvö minniháttar innbrot hjer í bæn- um. Annað þeirra var framið í brauðsölubuð Alþýðubrauðgerð arinnar við Bankastræti. Þjóf- urinn braut upp hlera á aust- urhlið hússins. Fór hann síðan inn þar og framm í búðina og tók þar peningaskúffu. Fór hann með skúffuna út í port og tæmdi hana þar. Voru í henni um 70 krónur í skiptimynt. Þá stal hánn einnig nokkru af sæl- gæti. Meir í gærkveldi. Andey EA 1200, Keflvíking- ur 200, Rifsnes 1600, Ásgeir 800, Sjcfn og Þorsteinn 1100. Kristján EA 1300, Fylkir AK 600. Guðbjörg 850, Akraborg 1500, Hafdís 800, Vöggur 400, Gylíi EA 400, Dagur 1100, Atli 200, Víkingur 100, Huginn I 600. Lán frá heimsbankanum BAGDAD — Utanríkismála- ráðuneytið hjer hefir tilkynnt að það sje að athuga möguleika á því að fá lánaða 73 miljónir dollara frá heimsbankanum. Hitt innbrotið var framið í geyrnsluskúr við húsið Laugar- veg 12A. Þar var fötum og karlmannsfrakka stolið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.