Morgunblaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. des. 1947
%
Útft.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Fr&mkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Síldin og dýrtíðin
SlLDARAFLINN, sem borist hefur á land undanfarnar vik-
ur er óvæntur og þýðingarmikill fengur fyrir þjóðina. Fyrir
síldarafurðirnar fæst sá gjaldeyrir, sem okkur mest van-
hagar um. Við áframhaldandi síldveiði í vetur eru þess vegna
miklar vonir bundnar, ekki aðeins hjá hinu opinbera, held-
ur og fjölda sjómanna og útvegsmanna, sem illa eru á vegi
staddir eftir þrjár síldarleysisvertíðir. ,
Enn sem komið er hafa fjölda mörg skip naumast aflað
fyrir kostnaðinum við útgerð sína.
Þess misskílnings hefur sumsstaðar orðið vart að vegna
síldaraflans og þeirra auknu gjaldeyristekna, sem af þeim
hafa leitt, væri nú minni nauðsyn á því að snúast gegn
þeirri hættu, sem verðbólgan og dýrtíðin hefur í för með
sjer fyrir atvinnuvegi landsmanna og afkomu fólksins. En
sannleikurinn er sá, að síldveiðin hefur engan veginn dregið
úr þeirri nauðsyn. Framleiðslukostnaðurinn við þær atvinnu-
greinar, sem nú berast í bökkum, hefur ekki lækkað þrátt
íyrir komu síldarinnar í Hvalfjörð. Hraðfrystihúsin, báta-
útvegurinn og jafnvel togaraútgerðin eru ekki samkeppnis-
hæfari á erlendum mörkuðum þótt við eignumst nokkra tugi
milljóna króna í dollurum og pundum.
Á það má einnig benda að leiga hinna erlendu skipa, sem
fengin hafa verið til síldarflutninga, kostar mikinn erlendan
gjaldeyri. Er áætlað að fram til áramóta muni þessi leiga
nema um 3 milljónum íslenskra króna í dollurum og sterlings
pundum fyrir hin erlendu skip. En það var engu að síður
sjálfsagt að leigja þau. Það mun áreiðanlega borga sig fyrir
hið opinbera og ekki síður fyrir sjóm. og útvegsm. Það varð
heidur ekki umflúið að ríkissjóður tæki á sig þá áhættu, sem
felst í geymslu sildarinnar hjer í Rvík. Til þess bar brýna
nauðsyn að greiða á allan hátt fyrir því að veiðarnar gætu
gengið sem greiðast. En sú síld, sem lögð er upp til geymslu
hjer urrt skemmri eða lengri tíma, hlýtur að rýrna verulpga
eða jafnvel skemmist. Fram hjá þessari áhættu var ekki
hægt að komast, eins og allar aðstæður voru er hin óvænta
síldveiði hjer syðra hófst. En þess lengur sem hún stendur
þess meiri möguleikar skapast til þess að haga móttöku
hennar sem skjótast og örugglegast fyrir ália aðilja.
En einmitt þessi síldveiði sýnir, hversu við Islendingar
höfum nú mikla möguleika til þess að hagnýta okkur þá
miklu möguleika, sem mikil síldargengd að landinu býðu.r
upp á. Aukning bátaflotans og bygging hinna nýju síldar-
verksmiðja hefur stóraukið framleiðslugetu þjóðarinnar á
þessum verðmætu útflutningsafurðum.
Þessir möguleikar hljóta síður en svo að draga úr áhuga
almennings fyrir því að leggja fram sinn skerf til þess að
stöðva verðbólguna og treysta efnahagsgrundvöll framleiðsl-
unnar. Þeir sýna að þjóðin getur átt glæsilega framtíð í
vændum, ef hún aðeins vill líta raunsætt á málin. Til þess
að hún geri það þarf hún ekki að hefja upp neinn hrun-
stefnusöng. Á þetta bentu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í
umræðunum, sem útvarpað var frá Alþingi í fyrrakvöld.
Þjóð, sem hefur á örfáum síðustu árum stigið slík risa-
skref í framförum og umbótum, sem raun er á með okkur
íslendinga, getur ekki látið 328 vísitölustig, ríða efnahagslífi
sínu að fullu. Hún hlýtur þvert á móti að ráðast fneð sama
kjarkinum gegn dýrtíðarhættunni og hún áður sýndi í bar-
áttu sinni fyrir glæsilegum framförum og umbótum.
Það er þetta, sem hú er mests um vert. Þjóðin vérður að
heyja baráttuna við stundarörðugleika af kjarki og bjartsýni.
Bölsýni er ekkert bjargráð. Þess eru engin dæmi að nokk-
ur þjóð hafi sigrast á örðugleikum, sem að henni steðjuðu
með því að láta við það sitja að þylja kveinstafi. Það er ekki
að líta raunsætt á hlutina. Slíkt raunsæi er ekki það, sem við
þörfnumst í dag. Við þurfum aðeins að gera okkur það ljóst,
hvar við stöndum og síðan að taka upp baráttuna við örðug-
* u leikana.
Islensk saga er full af baráttu. En það var vegna þess að
foringjar hennar og fólkið sjálft var bjartsýnt og trúði á
framtíð sína og lands síns, sem að sigur vannst. Þess er hollt
' áð minnast í dag.
\Jíbverji ábrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Bananar.
FYRIR einum tuttugu árum
gekk dægurlag eins og eldur í
sinu um allan heim, þar sem
viðlagið var: „Yes, we have no
bananas to day“ (Já, við höfum
enga banana í dag). Þetta þótti
ósköp fyndið dægurlag, svona
á borð við „Billy boy“ og alla
þessa helstu. — —
Við höfum getað sagt það
með sanni síðustu 8—9 árin, að
við hefðum enga banana. Það
tekur því varla að telja þessa,
sem kosta 10—12 krónur stk.,
sem framleiddir hafa verið í
gróðurhúsunum. Þeir eru eins
og vínberin íslensku, meira til
að sanna, að hjer sje ekki hægt
að rækta suðræn aldini, nema
sem lúxusvöru, en ekki til þess
að erta bragðlauka almúgans.
•
Venezuelafararnir.
ÞEIR, sem lásu „Brazilíufar
ana“ á unga aldri, undruðust
það hugrekki, sem þeir Islend-
ingar sýndu, er lögðu í hið
langa ferðalag til Suður-Am-
eríku. Ef einhver hefði sagt,
að ekki myndu líða margir
mannsaldrar, þar til íslending-
ar eignuðust farartæki sjálfir,
sem myndu skreppa frá Róma-
borg til Venezuela, með við-
komu á Islandi, á skemmri
tíma. en einni viku, hefði ver-
ið hlegið dátt að slíkum aul-
um og draumóramönnum.
En þetta er nú einmitt það,
sem skeð hefir í þessari viku.
— ,,Hekla“, Skymasterflugvjel
Loftleiða, er komin heim úr
einu slíku ferðalagi. — Og svo
segja menn í fullri alvöru, að
ekkert sje nýtt undir sólinni!
•
Aldini frá Suður-
Ameríku.
OG VENEZUELAFARARNIR
koma heim, ekki einungis með
frægðina, heldur með hlaðið
flugfar af aldinum frá Suður-
Ameríku.
Þetta kollvarpar að sjálf-
sögðu öllum hugmyndum þeirra
manna, sem árum saman hafa
alið þá von í brjósti, að ísland
yrði forðabúr Evrópu að suð-
rænum ávöxtum í krafti síns
hverahita.
Bananar frá gróðurhúsum á
íslandi verða bara hlægilegir
og allar vonir um fjöldafram-
leiðslu af appelsínum, tröllepl-
um (melónum) og jafnvel kó-
kos-hnetum verða að engu.
Þétta eru útaf fyrir sig sorg-
legar staðreyndir, en eigi að
síður holl lexía.
•
Ávextir fyrir fisk.
FLUGTÆKNIN hefir gert
Einbúan í Atlantshafi að heims
bor^ara. — Fjallkonan er orð-
in nábúi Jóns Bola, Mariönnu
’innar frönsku. Samúel frændi
er orðinn heimilisvinur hennar.
— Jafnvel Björninn rússneski
guðar á gluggann við og við.
Til góðs eða ills. Staðreynd-
irnar verða ekki umflúnar.
Samkvæmt Alþingissamþykt
eiga íslendingar að hafa sína
nýju ávexti á öllum tímum árs
og einu sinni vill svo vel til
að áróðurssamþykt þarf ekki
að vera nein bágbilja. Við get-
um flutt út fisk — besta fisk
í heimi — með flugvjelum og
fen"ið suðræn aldini í staðinn.
Hvort sem vil viljum frá Vene
zuela, Timbukto eða Sikiley.
,,Bara hringja, þá kemur
það“, sögðu Silli og Valdi —
,,og af ávöxtunum skulum þjer
þekkja þá“, bættu þeir svo við.
•
Fegurðarauki.
FYRIR nokkrum dögum var
stungið upp á því hjer í dálk-
unum, að vel væri til fundið,
ef einhver góð stofnun vildi
veita. verðlaun fyrir bestu
glu^jaskreytinguna árlega fyr
ir jólin.
Það var bent á, að fallegar
glu^gaskreytingar væru fegurð
arauki í bænum og þeir kaup-
menn ættu heiður skilið, sem
stuoluðu að slíka. ■—
En yfirleitt má segja, að þessi
hugmynd hafi fengið lítinn byr.
— Verslanir hafa ekki sjeð sjer
fært eða kært sig um, að slanda
í slíku.
. Ljósaskiltin hverfa.
FYRIR EINA tíð þótti það
ekki nein verslun, sem ekki
kom upp hjá sjer fallegu og
marglitu rafmagnsljósaskilti.
Síðan hafa tímarnir breyst og
mennirnir með, illu heilli. —
Víða um borgina má sjá rúst-
ir bessarar stefnu. — Gömul
og máð rafmagnsskilti, þar sem
aðeins sjest helmingur nafns-
ins, sem einu sinni lýsti björt-
um rafstöfum.
En þetta kemur í tísku aftur
og bað er gleðilegt að sjá, að
enn eru til menn, sem hafa trú
á því að það þorgi sig að minna
á sig, og gera götulífið litauð-
ugra. —
Fvrir nokkrum dögum er
komið upp þetta líka fína Ijósa
skilti á verslun Marteins Ein-
arssonar við Laugaveginn. Og
þar er nú ekki kotungsbragur-
inn á.
•
Yrkisefni.
HÚSBYGGINGAR og luktar-
stólpar, sólskinsgeislar á Aust-
urstræti, víxlar komnir að falli
og Arnarhólstúnið, hafa orðið
góðskáldum vorum yrkisefni,
eins og Tómas sannar. —
En hvað eru neonljós nútím-
ans annað en sólargeilsar t
skammdegisins?
Það er hættulegur leikur að
spá, en þó skal það gert hjer.
Og spáin er sú, að nú að af-
loknu járnsmiðaverkfalli og
með nýrri íoppstöð við Elliða-
ár fjölgi neonljósum bæjarins
til muna, ef Fjárhagsráð og síld
in í Sundunum leyfir, en góð-
skáldin setjast við og yrkja um
ljósadýroina.
MEDAL ANNARA ORÐA . ...
.. - - - - j Eftir G. J. A.
Hempyþjófur og ísienskur iélmmm
ÞAÐ ER ánægjulegt að koma
niður á skrifstofur flugfjelag-
anna þessa dagana, og sjá fólk-
ið, sem er að flýta sjer heim fyr
ir jólin. Margt af þessu fólki
er námsfólk, og sumt af því er
ósköp áhyggjufullt á svipinn,
vegná þess að þoka og súld hef
ur heft ferð þeirra til heima-
haganna.
Ymsir hafa komið frá útlönd
um — Norðurlöndunum einna
helst — til þess að dveljast hjer
yfir jólahátíðina. Einn af þeim
nýkomnu færði mjer teikning-
una, sem birtist hjer að þessu
sinni, og frjettina, sem hjer fer
á eftir um einhvern einkenni-
legasta þjóf Norðurálfu. Frjett
in kom í dönsku þlaði, og hjer
er hún:
• •
„SJERFEÆÐINGUR“
„ÞJÓFUR sá, sem við innbrot
sín í kirkjur og prestssetur um
land allt, einkum sækist eftir
prestshempum, hefur hrætt svo
marga prestana, að sumir
þeirra þora ekki að geyma
hempur sínar í kirkjunpi.
Prestahempuþjófurinn hefur
til þessa brotist inn í hvorki
meira nje minna en 43 kirkjur
í öllum landshlutum, og ennþá
hefur lögreglunni ekki tekist
að hafa upp á þessum einkenni-
lega ,,sjerfræðingi“.
• ©
GERIK PRESTANA
GRÁIIÆRÐA
Hans er þó leitað um land
allt. og yfirmaður ríkislögregl-
unnar hefur nú heitið hverjum
þeim 500 króna verðlaunum,
sem getur gefið upplýsingar,
sem leiði tii handtöku hans.“.
Svona er friettin, og það er
ekki laust við að ijnaður hafi
meðpumkun með aumingja
dönsku prestunum • einmitt
núna. þegar þeir mest bu.rfa.,á
hempum sínum að halda, en
geta :vo átt von á því á hverri
stuniu, að einhver ósvífinn
bófi steli öllum skrúðanum!
• •
TIL JÓLASVEINSINS
Jeg get ekki stillt mig um að
birta hjerna aðra frjett, en hún
var prentuð í Morgunblaðinu
29. desemþer síðastl. ár. Frjett-
in „sannar“ það, að enn eru til
jólasveinar, og að ekki eru þeir
síst höfðinglegir, = sem fæddir
eru og aldir upp hjer á íslandi.
Frieítin er svona:
© ©
BIRMINGHAM í
GÆRKVÖLDI
Lítil stúlka^ sem sendi brjef
til „Jólasveinsins, Norðurpóln
uir„ Islandi“, hefur nú fengið
jólaósk sína upþfyllta. Brjefið,
sem telpan skrifaði, án þess að
foreldrar hennar vissu af því,
var af einhverjum ástæðum
sent til Osló, en þaðan barst
svo svar frá einum af yfir-
mönnum pósthússins. I svari
sínu segir hann litlu stúlkunni,
að hann — jólasveinninn — sje
staddur í Noregi um þessar
mundir, og enda þótt hann hafi
mikið að gera, sendi hann jóla-
gjöfina, sem hún hafi beðið um.
Frh. á bls. 12.