Morgunblaðið - 20.12.1947, Blaðsíða 10
10
MORGZJN BLAÐIÐ
Laugardagur 20. des. 1947
Fagri Blakkur fœst enn hjá flestum bóksölum.
Torgsölarnar
Torgsölurnar við Egilsgötu og Hringbraut og við Sunnu
torg í Kleppsholti verða opnar í dag og næstu daga til
jóla. Þar verður selt tilbúin jólatrje, blómakörfur og
skálar, jólabjöllur, skeyttar skrautgreinar. fslenskur
einir o. fl. Fjölbreytt og ódýrt úrval.
Eftir jskamman tima verða ekki til í •
bókabúðum nema fá ein eintök af Lýð-
veldishugvekiu um íslenskt mál, forláta-f
útgáfu. Þegar þau eru farin, verðurf
hún ófáanleg nema við þjóðminjaverði,f
og enginn veit, hversu hátt það kann<s
að verða. Nú er að grípa gæs, meðan<
hún gefst, og taka feng, þegar hann fæst.ý
Hugljúf og lærdómsrík
hók!
Árið 1877 kom hin lær-
dómsríka bók um hestinn,
sem kallaður var Fagri
Blakkur, fyrst út í Eng-
landi og öðlaðist þegar
, geysilega lýðhylli og afar
mikla sölu. Á þessum 70
árum, sem liðin eru, hef-
ir bókin haldið áfram að
koma út, upplag á upp-
lag ofan, og glatt kynslóð
á eftir kynslóð, og skiptir
eintakafjöldinn, sem út er
kominn, nú milljónum,
enda tungumálin orðin
. býsna mörg, sem þessari
hugljúfu bók hefir verið
snúið á.
Sagan um Fagra Blakk hefur nýlega verið kvik-
mynduð og verður myndin sýnd hjer bráðlega.. Myndin
hier að neðan er af aðalleikurunum í kvikmyndinni og
hestinum sem leikur Fagra Blakk.
Stöðugt unnið uð vörnvöndun
íslenska hroðírysta fisksins
Frásögn Bergsteins A.
Bergsteinssonar af nám-
skeiði og eftirlitinu
NÝLEGA er lokið námskeiði
fyrir freðfiskmatsmenn, er hald-
ið var hjer í Reykjavík.
Freðfisksmatsstjóri sá um fram
kvæmd námskeiðsins fyrir hönd
Atvinnumálaráðuneytisins en
Iðnaðardeild Háskóians, Sölumið
stöð hraðfrystihúsanna og Sam-
’oand íslenskra samvinnufjelaga
lögðu til mikla aðstoð við kenslu,
undirbúning o. fl. .
Námskeiðið var sett 15. nóv.
s.l., en var lokið 3 des s.l. og
sóttu það yfir 70 menn. Morgun-
blaðið heí:r snúið sjer til Berg-
steins A. Bergsteinssonar og feng
ið hjá honum eftirfarandi upp-
lýsingar um námskeiðið og ráð-
stafanir til vöruvöndunar hrað-
fyrsta fiskjarins.
Að þetta námskeið var ekki
haft lengra að þessu sinni, var
vegna þess, að það var sjerstak-
lega haldið fyrir þá menn, sem
unnið hafa undanfarið sem mats
menn eða verkstjórar í þessari
iðngrein og höfðu töluverða
reynslu. Hmsvegar munu næstú
námskeið verða lengri, því þá er
gert ráð fyrir að menn sem ekki
liafa reynslu á borð við þá sem
verið hafa í þessurn störfum áð-
ur, sæki námskeiðin.
Kenslutilhögunin.
Kenslutilhögun á námskeiðinu
var þannig að frá 9—12 daglega
var verkleg kennsla, og þar þar
kennd öll meðferð fiskjar frá því
hann kemur úr fiskibát og þar
til hann er fluttur úr landi sem
fullunnin vara. Sjerstök áhersla
var lögð á að kenna mönnum öli
grundvallaratriði sem rjett og
vönduð freðfisksframleiðsla bygg
ist á, og gera nauðsynlegt að hin
fjöldamörgu atriði freðfiskfram-
leiðslunnar sjeu rjett fram-
kvæmd, og einnig það, að kenna
mönnum að vinna verkin rjett
svo að þeir gætu aftur kennt
sínu verkafólki.
Verklega kenslan fór fram í
hraðfrystihúsinu Kirkjusandur
h.f. Reykjavík, en það frystihús
er nú sem stendur talið full-
komnast hjer á landi að öllum
útbúnaði, svo að menn kynntust
um leið þeim besta útbúnaði, sem
völ var á.
Munnleg kennsla fór fram í
fundarsal Landssmiðjunnar í
Reykjavík frá kl. 13,30 til 17 á
daginn.
Kennarar.
Kennarar námskeiðsins voru:
Hr. Gísli Þorkelsson forstjóri iðn
aðardeildar Atvinnudeildar Há-
skólans, Magnús K. Magnússon
ráðunautur S. H., Arnlaugur Sig
urjónsson ráðunautur S.I.S., Finn
bogi Arnason freðfisksyfirmats-
maður, Ólafur Arnason freðfisks
yfirmatsmaður og Bergsteinn A.
Bergsteinsson freðfisksmatsstj.
Hjer á eftir mun jeg skýra að
nokkru tildrög þau, að námskeið
ið var haldið.
Sem kunnugt er, hefir geysi-
mikið starf verið lagt í það sjer-
staklega s.l. 2 ár að bæta freð-
fisksframleiðsluna, og hefir þar
verið hin ágætasta samvinna
milli sölumiðstöðva hraðfrysti-
húsanna og S. I. S. annars vegar,
og freðfisksmatsstjóra hins veg-
ar, enda náðst mikill og góður
árangur þótt mikið þurfi enn þá
að»vinna.
Slíkt starf sem þetta verður
aldrei fullunnið að einhverju
ákveðnu marki, vegna þess að
framleiðsla sem þeesi er alltaf á
framfaraskeiði vegna sífeldrar
þróunar og aukinnar samkeppni
á heimsmarkaði.
Framfarir í vöruvöndun.
Aðalframfarir í vöruvöndun
svo og tæknilegurtL-vinnubrögð-
um í hyaðfrystiiðnaðinum hafa
átt sjer stað á tveim síðustu ár-
um, árunum 1946 og 1947, og
skal rekja það nokkuð.
A árinu 1946 var unnið að
samningu ijýrrar og mjog ítar-
legrar reglugerðar um mat á hrað
frystum fiski til útflutnings, og
var sú reglugerð gefin út af a-
vinnumálaráðuneytinu 10. jan.
1947. Reglugerð þessi var samin
með tilliti til þeirrar reynslu sem
við höfum fengið þau undanfárin
ár, frá því að hraðfrysting hófst
fyrst hjer á landi í því formi eða
svipuðu og nú er. í rcglugerðinni
var gert ráð fyrir að halda skyldi
námskeið í freðfisksverkun, ef
þurfa þætti, þá var og einnig gert
ráð fyrir að ráðnir skylau yfir-
matsmenn eins og nauðsyn krefð
ist, til eftirlits með framleiðsl-
Störf matsmanna.
Jeg vil fara nokkrum orðum
um starf þeirra fimm freðfisks-
yfirmatsmanna, sem starfað hafa
við freðfisksmatið síðan í árs-
byrjun 1947.
Starf þeirra hefir verið fólgið
í því, að ferðast stöðugt um á-
kveðin svæði, og leiðbeifta og
líta eftir framleiðslunni í hrað-
frystihúsunum.
Það hefir einnig verið þeirra
starf að vera um borð í þeim
kæliskipum, sem lesta hraðfryst-
an fisk, því á þessu ári hefir ekk
ert skip verið lestað nema ein-
hver af þessum yfirmatsmönnum
hafi verið þar um borð og gætt
þess að ekkert væri athugavert
við vöruna.
Frá áramótum siðustu til 1.
des. s. 1. hefir verið komið 1231
sinnum til eftirlits i 68 hraðfrysti
hús, eða um 18 sinnum í hvert til
jafnaðar. Þess skal getið að mis-
jafnlega margar ferðir koma á
einstök hraðfrystihús, og fer það
eftir ýmsu, svo sem því, að hrað-
frystihúsin voru ekki öll á sama
stigi í vöruyöndun, með mislang-
an framleiðslutíma o. fl. A sama
tíma höfðu verið lestuð 36 skip
með hraðfrystum fiski þar sem
yfirmatsmenn höfðu verið um
borð, og fer þá að skýrast að
nokkuð hefir verið starfað á þess
um 11 mánuðum sem liðnir eru
af þessu ári. A árinu 1946 varð
mjög vart við að hraðfrysti fisk-
urinn þornaði í geymslum hrað-
frystihúsanna.
Sjerfræðingar.
Arið 1946 rjeði S H. til sín sjer
fræðing í freðfisksframleiðslu,
Magnús K. Magnússon, sem þá
var nýkominn frá námi í Amer-
iku og hefir hann unnið mjög
merkilegt umbótastarf við þessa
framleiðslu.
S. í. S. hefir líka haft í þjón-
ustu sinni sjerfróðan mann, í
rúmt ár, Arnlaug Sigurjónsson,
og hefir hann unnið að endur-
bótum á framleiðslu hraðfrysti-
húsa þeirra, er S. í. S. hefur.
Samvinna freðfisksmatsins og
þessara aðila hefir verið mjög
góð og hefir því unnist á þess
vegna.
Mjer varð sjerstakega ljóst í
gegnum hina auknu starfskrafta
eftirlitsins, að mjög mikil þörf
væri á námskeiði fyrir þá menn,
er annast umsjón framleiðslunn-
ar í hverju frystihúsi og hafa þar
matsstörf með höndum.
Skrifaði jeg því Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Sr.mbandi ísl.
samvinnufjelaga, Fiskiðjuveri
ríkisins og svo atvinnumálaráðu-
neytinu í sumar er leið og benti
á nauðsyn þess, að slíkt nám-
skeið væri haldið. Allir þessir
aðilar brugðust' vel við málaleit-
an minni. Nefnd var skipuð, sem
ákveða skyldi tilhögun námskeiðs
ins og voru í hermi eftirtaldir
menn: Björn Björnason forstjóri
frá S. H., dr. Jakob Sigurðssoji
frá Fiskiðjuveri ríkisins, Helgi
Pjetursson fulltrúi frá S. í. S.,
og Bergsteinn Bergsteinsson freð
fisksmatsstjóri.
Náhskeið þetta var einn liður
í samstiltu starfi, til áframhald-
andi endurbóta í þessum iðnaði,
hraðfrystingu á fiski.
Það starf, sem miðar að því, að
afla hraðfrysta fiskinum álit í
markaðslöndum, er ekki unnið
fyrir gýg, og það fie, sem er veitt
í að efla vöruvöndun hans kem-
ur margfalt aftur, því þetta er
orðinn stærsti atvinnuvegur okk
ar íslendinga.
iiimiitiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiniiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB
Oska eftir amerískum
Kæliskáp I
í skiftum fyrir amerískan |
gólfdúk. — Tilboð merkt: I
,,X L 9. — 650“ sendist \
blaðinu.
immimiiiimmmmimmmmiuiiiiiiimmmiiiiiiiiiiH
Herbergi óskast |
Sjómaður óskar eftir góðu 1
herbergi sem næst mið- I
bænum. Gengur vel um og 1
er sjaldan í landi. — Til- |
boð óskast send blaðinu I
fyrir mánudagskv. merkt: |
„Loftskeytamaður —561“. 1
SKIPAUTGtKÐ
RIKIS3NS
Esja
vestur úm land í hringferð
mánudaginn 29. þ. m. Viðkomu
staðir: Patreksfjörður, Bíldu-
dalur, Þingeyri, ísafjörður,
Siglufjörður, Akureyri og síð-
an allar venjulegar viðkomu-
hafmr á leiðinni austur og suð-
ur um land. Vörumóttaka næst-
komandi mánudag og þriðju-
dag. Pantaðir farseðlar óskast
sóttir laugardaginn 27. þ. m.
M.s. Herðubreið
austur um Iand í hringferð
laugardaginn 3. jan. Kemur á
allar venjulegar viðkomuhafnir
austan lands, norðan og vestan
til Patreksfjarðar, en fer það-
an beint til Keykjavíkur. Vöru-
móttaka á mánudag og þriðju-
dag 29.—30. þ. m.
*