Morgunblaðið - 31.12.1947, Page 2

Morgunblaðið - 31.12.1947, Page 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. des. 1947í — Eldsvoðinn Frh. af bls 1. ín og ekki náðist í gækveldi í fólkið, sem bjó í nr. 6 til yfirheyrslu, eða frásagnar. En líkindi eru til að eldurinn hafi komið upp í íbúð á neðri hæð hússins nr. 6 og hefir eldurinn sennilega verið þar innbyrgður um hríð, en síðan brotist út með ofsahraða, því það skifti eng- um togum að húsið var alelda á svipstundu. Frá sögn sjónarvotía Greipur Kristjánsson lög- regluþjónn mun hafa komið fyrstur að brunastaðnum. Hann var að koma úr Tjarnarbíó og er hann kom inn í Kirkjustræti sá hann eldinn inn um glugga vestast á neðri hæð hússins nr. 6. Hann brá þegar við og fór inn í „Tjarnarlund“ og símaði til Slökkviliðsins í sama mund urðu starfsmenn ' Útvarpsins eldsins varir. Brunakallið barst slökkvilið- inu kl. 18,47. Þegar. fyrstu slökkviliðsmennirnir komu' á staðinn var húsið nr. 6 alelda og stóð eldurinn út um alla glugga hússins á þeirri hlið er að götunni sneri. Hæíta sökum vatnsskorts. I fyrstu virtist sem slökkvi- liðið myndi hafa hemil á eldin- um í minna húsinu og áð tak- ast myndi að hefta útbreiðslu hans til næsta húss. En þá varð alt í einu vatnslaust sökum þess að dælurnar biluðu eins og fyr er getið. Læsti eldurinn sig þá brátt í húsið fyrir vestan og varð efsta hæð þess alelda á skömmum tíma. Það mun hafa bjargað Hótel Skjaldbreið, að mikill og traust ur ,.brandgafl“ er á vesturhlið hússins, sem snýr að húsinu, eem eldurinn kom upp í. Mikið tjón. Mikið tjón hefir orðið í þess- um mikla eldsvoða. Húsið nr. €■ er gjörbrunnið, þótt veggir þess standi enn uppi. Efsta hæð- in á Kirkjustræti 4 er gerbrunn in á Kirkjustræti 4 er mikið brunnin, 2. hæðin illa fárin af eldi, vatni og reyk. Neðsta hæð- in er svo til óbrunnin, en þar baía orðið miklar skemdir af vatni og állar rúður eru brotnar í húsinu. Slökkviliðið barðist við eld- inn í rúma þrjá klukkutíma, áð ur en tókst að slökkva hann alveg. 27 manns húsnæðislausir. í þessum bruna urðu 27 manns húsnæðislausir. í húsinu Kirkjustræti 6 áttu heima 11 manns, en í húsinu Kirkjustræti 4 16 manns. í Kírkjustræti 6 áttu heima: Kristófer Kristófersson, með konu sína og barn þeirra hjóna. Hjá þeim var stúlka. Þetta var eina fjölskyldan, sem heima átti 1 þessu húsi. Hitt voru einhleyp- ingar: Guðmundur Kr. Helga- son, lögreglumaður, Kristín Sig urðardóttir og tveggja ára son- ur hennar. Björn Þorsteinsson, sem búið hefur í húsinu um tugi ára, Ingibiörg' Sigurðardóttir. Sigurlína Högnadóttir og Unnur Einarsdóttir. í Kirkjustræti 4 bjuggu: Einar Jónsson, yfirprentari, kona hans og sonur þeirra hjóna. Ennfrem^r: Kristjana Valgeirs- dóttir, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Guðný Valgeirsdóttir og Krístín Benediksdóttir. Þá bjó þar: Ól- ína Sæmundsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir* Margrjet Björns dóttir, Elín ísleifsdóttir og Sig- ríður Ólafsdóttir. Ennfremur bjuggu í þessu húsi 2 Danir og 2 Færeyingar. En eins og fyr segir var veit- ingastofan ,,Tjarnarlundur“ á neðstu hæð hússins. Eigendur stofunnar eru þau Þorvaldur Sigurðsson og Lára Pjeturs- dóttir og höfðu þau lagt í mik- inn kostnað fyrir nokkrum mán uðum til að gera veitingastof- una hina vistlegustu. — Michael Frh. af bls. 1. lega til valda, er Carol kon- ungur varð enn einu sinni að afsala sjer völdum og fara úr landi. Það var Antonescu og nasistaklíka hans, sem flæmdi Carol úr landi, en er hjer var komið, gat sonur hans ekki kom ið í veg fyrir það, að land hans gengi Þjóðverjum á hönd. Beitti sjer gegn nasistum. Michael konungur var í raun og veru fangi meðan Þjóðverj- ar hersátu Rúmeníu. En hann starfaði ötullega gegn þeim ráð herrum sínum, sem sendu rúm- enskar hersveitir til að berj- ast við hlið Þjóðverja. Þessum viðskiptum hans óg nalsista- klíkunnar lauk svo, að í águst- mánuði 1944 lagði hann á ráð- in um að fella nasistastjórn Rúm eníu og mynda nýja stjórn skipaða bændaflokksmönnum, sósíalistum og kommúnistum. Ráðagerð hans tókst og flýtti fyrir sigri bandamanna, en Rússar sæmdu hann sigurorðu .sinni. Ber ekki saman. I kvöld bar írjettum ekki saman um, hvar Michael kon- ungur væri niður kominn. Töldu sumar fregnir hann enn dveljast í Búkarest, en aðrar, að hann væri lagður af stað úr landi. Þegar Thor Thors sendi- herra kom f ulltriium S. Þ. til að hlægja Miklar skemdir á lal- | símakerfi lasidsins UNDANFARNA daga hafa )rð- ið miklar skemmdir á langlínu- kerfi Landssíma Islands. Meiri og minni skemmdir hafa orðið á talsímalínum í öllum lands- fjórðungum. Að sjalfsögðu hafa starfs- menn Landssímans verið seinir til þess að kanna og gera að bil- ununum vegna illveðursins sumsstaðar hagar þannig til að viðgerð getur ekki farið fram þegar í stað. Þannig er það t.d. austur við Kaldaklifsá. Þar hefur símalín- an fallið niður á 150 metra svæði. Linan liggur , krapi og er nokkurt dýpi niður á hana. Símasamband þar fyrir austan, t.d. við Vík í Mýrdal er mjc% slæmt. Einnig er sambandslaust við Öræfin. Komst á samband við ísafjörð seinnipart dags í gær. Sæmilegt samband er við Blönduós, en ekkert við Akur- eyri. — Akureyrarlínan hefur slitnað. Þá er og sambandslaust við Siglufjörð. Á Austurlandi hafa orðið bil- anir á talsímalínum, en hversu þær eru miklar er enn ekki vit- að, því slæmt samband er við þennan landshluta. Skemmdir á talsímakerfi landsins hafa ekki orðið jafn miklar á þessum vetri, sem nú. Viðgerðum verður hraðað eftir því sem hægt er. Skömmlunarbæk- urnar afhentar 2. janúar ÚTIíLUTUNARSKRIFSTOFA I NORSKUM blöðum er frá þvi skýrt að fulltrúi Norð- manna á þingi Sameinuðu þjóð- anna, Finn Moe, hafi í frásögn sinni af þingfundum minst á aðfinnslur sem fulltrúi Pólverja beindi þar til ýmsra bjóða er hann sagði að ætíð greidd.u at- kvæði eins og.Bandaríkjamön.i um best líkaði. Segir svo í skýrslu Finns Moe: Pólski fulltrúinn nefndi ís- land í þessu sambandi. Þetta varð til þess að fulltrúi fslands á þinginu, Thor Thors sehdi- herra, kvaddi sjer nijóðs. Hann kvaðst því miður verða ,að valda hinum pólska fulltrúa vonbrigðum því einmitt í þessu máli sem hjer væri til umræðu myndi hann greiðá atkvæði í andstöðu við Banda- ríkin. En, sagði sendiherrann, hinn pólski fulltrúi hefir boriS okkur á brýn að við greiddum ætíð atkvæði eins og Banda- ríkjamenn. Jeg tel að ekki sje vert að fara nánar út í þá sálma. Því jeg get ekki betur sjeð en einmitt pólski fulltrú- inn sje hreinn sjerfræðingur í því að miða atkvæði sitt ætíiS við vilja annars stórveldis. Þessi athugasemd hins ís- lenska sendiherra kom öllum í fundarsalnum til að hlægja, en slíkt er sjaldgæft í hinni alvar- legu samkundu, segir í skýrslu Finns Moe. 50 drepnir í Palestínu BlóðiHjusfu átökin síðan skiptingin var ákveðin I JERÚSALEM í gærkvöldi. \ Einkaskeyti til MBL. frá Reuter. FJÖRUTÍU og einn Gyðingur og sex Arabar voru drepnir í dag, er til átaka kom við olíuhreinsunarstöð á leiðinni milli Haifa og Acre. Kom þarna til snörpustu orustunnar frá því að skipting Palestínu var ákveðin, en í átökunum særðust auk þess fjörutíu Arabar og sjö Gyðingar. Við fjöldavíg þessi bætist svo það, a<ð þrír bréskir lögreglumenn voru drepnir í nótt sem leið. bæjarins, hefur áform^ð, að þeir sem ekki sóttu skömmtunar- bækur sínar, er úthlutun þeirra fór fram s. 1. laugardag og sunnudag, skuli vitja bókanna í Góðtemplarahúsið 2. janúár n. k. Þar verða skömmt.unar- bækurnar afhentar millí kl. 10. og 12 árd. og 1 til 6 síðd. Allir þeir, sem rjett eiga á slíkri bók, verða að hafa verið skráðir við manntalið a s. 1. hausti. Fólk verður sem endra- nær að koma með stofna af nú- gildandi matvælaseðli greini- lega áritaðann, svo og að fram- vísa nafnskírteini sínu. Úthlutunarskrifstofan í Aust- urstræti 10 verður lokuð þenn- an dag. Gildi vinnufatnaðarmiða hef- ur verið framlengt til 31. jan. og stofnauki nr. 14 (smjörmið- dr) gilda til 28. febrúar. Forseli og ríkisarfi Noregs skiptast á kveðjum FORSETI íslands og Ólafur ríkiserfingi Noregs hafa skiptst á jóla- og nýárskveðjum. í kveðju sinni til forset.ans ; sendir Ólafur ríkiserfingi hlýj- | ustu kveðjur til íslensku þjóð- 1 arinnar með þökk fyrir árið, sem er að líða. Samkvæmt frjett frá utan- : ríkismálaráðuneytinu Hirðsorg í Egyptalandi y CAIRO — Sjö daga hirðsorg verður við egypsku hirðina vegna dauða Victors Emanuels fyrv. Italíukonungs. Humbert prins hefir verið kallaður þangað frá Spáni. Nokkur landsmót ákveðín STJÓRN íþróttasambands ís- lands hefur ákveðið landsmót fyrri hluta árs 1948. Mótin eru þessi: Handknattleiksmót íslands (inni) 1.—18. mars. Handknatt leiksráð Reykjavíkur sjer um mótið. Meistarakeppni íslands í flokkaglímu 19. mars. Glímu- ráð Reykjavíkur sjer ufn mót- ið. Skíðamót íslands 25.—28. mars. Skíðasamband íslands ráðstafar mótinu. Hnefaleikamót íslands 22. og 23. apríl. Hnefaleikaráð Reykja víkur sjer um mótið. Sundmeistaramót íslands 24. og 25. apríl Sundráð Reykjavík ur sjer um mótið. Sundknattleiksmót íslands 10.—20. maí. Sundráð Reykja- víkur sjer um mótið. (Frjett frá Í.S.Í.). Slrlðsskaðabætur frá rússneska her- námssvæðbiu London í gærkveldi. RÚSSNESKU hernámsyfir- völdin í Austur-Þýskalandi hafa tilkynnt, að bandamönn- um standi til reiðu 60,000 tonn af vjelum og verkfærum frá her námssvæðinu upp í stríðsskaða bætur. Meðal landa þeirra, sgr, ætlast er til að fái bætur þessar, eru Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Gr.ikkland., , . , . ’Eins og vígvöllur. Átökin við olíuhreinsunarstöð ina hófust, er tveimur „tunnu- sprengjum" var varpað úr bif- reið inn í hóp um hundrað ara* biskra verkamanna. — Rjeðust Arabar þeir, sem ósærðir voru, þegar gegn starfbræðrum sínum af Gyðingasettum, og beittu bæði steinum og bareflum. Skipti það engum togum, að verksmiðjan var orðin að blóðugum vígvelli, og enda þótt breskir lögreglu- menn kæmu á vettvang, tókst þeim ekki að dreifa mannfjöld- anum fyr en margir lágu dauðip eða særðir í valnum. Verður brottför Breta frestað. Frjettamenn í Jerúslem eru, vegna atburðanna að undan- förnu, farnir að líta svo á, að vel geti svo farið, að brott.för breska hersins verði frestað fram yfir 15. maí, en þá var í ráði að allur her yrði horfinn frá Pálestínu. Fara deilur Araba og Gyð- inga sífellt harðnandi, en gleggsta dæmið um það, er sú yfirlýsing Haganah, leynihtra Gyðinga. í dag, að meðlimir þess hafi í dag drepið tvo Araba og skotið eitt hús í rústir með sprengivörpum og handvjelbysg um. Var þetta gert í hefndar. skyni fyrir árásir á Gyðinga. B-reilir gilda áfram ÁKVEÐIÐ hefir verið, að B- reitum sem afhentir voru 1:1 þeirra er stofnsetja ný heimili og til barnshafandi kveiína, skuli verða skipt fyrir nýja. Þessi seðlaskipti fara fram 5 úthlutunarskrifstofunni Austup stræti 10 eftir 7. janúar n. k. og ber öllum viðkomandi aö snúa sjer þangað. , . , , , .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.