Morgunblaðið - 31.12.1947, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 31. des. 1947
Frh. af bls. 9.
frægt fyrverandi stjórn út af
þessum málum.
★
ihýrtíð og verðbólga hafa
verið uppáhalds umræðuefni
Isiendinga síðustu árin. Menn
bannfæra verðbólguna, krefj-
ast róttækra aðgerða, en fær
ast jafnframt sjálfir undan
öltum fórnum. Fjöldi spek-
inga þykist kunna næg ráð
við meininu, en sjaldnast eru
tveir þeirra sammála um úr-
j?e3in, hvað þá fleiri. Fjelög
og landssamband þrautræða
málið og gera víðtækar á-
lyktanir og krei'ur. Að lokum
verða menn svo sammála um
það eitt, að stjórnmálamenn-
irnir eigi sök á verðbólgunni.
Þeirra sje því að ráða fram
úr vandanum.
Stiómmálamennirnir eiga
sinn hluta af heiðrinum. Rjett
er það. Þeir kannske mestan,
sem bést hafa haldið á mál
efnum Islendinga varðandi
afuiðasöluna. Þegar þeim
Tókst að fá fiskverðið hækk-
að, vcru þeir að tryggja bætt
kjör sjómanna. — 1 kjölfarið
sigio': kauphækkun í landi. Af
því ieiddi aukinn framleiðslu-
kostnaður og þar af leiðandi
hæld-.að verðlag landbúnaðar
afurða. Þannig hækkaði vísi-
talan jafnt og þjett
Svona hefur þetta gengið,
til góðs eða ills. Að sjálfsögðu
kemur margt fleira til, svo
sem setuliðsvinnan og sú verð
hækkun afurða, sem á komst
án sjerstakra millirikjasamn-
inga. Flestir hafa verið á-
nægðir og haft ástæðu til
þess. Dýrtíðin hefur dreift
auðnum. Allur aimenningur
heiur fengið stórbætt kjör.
Betra lífsviðurværi, fæði,
skíeði, húsnæði, alt meira og
betra. Skuldir greiddar. Eign-
ir safnast. En vísitalan hækk-
aði og framleiðslukostnauiir-
inn ox. Allir kepptust um hfs-
gæðin, en bölvuðu afleiðing-
unni: vísitöluhækkuninni —
„dýrtíð og verðbólgu", sem
hver tuggði upp eftir öðrum.
Nú, þegar lækka á vísitöluna,
snúast menn af sömu ástæð-
um öndverðir, — með því að
hin háa vísitala hefur veitt
aukin fríðindi. Þau minka nú,
a. m. k. í bili, ef vísitalan lækk
ar. Væntanlega skýrist þá
„bölvun verðbólgunnar" eitt-
hvað betur í meðvitund al-
mennings.
Út á við safnaði dýrtíðin
fyrir okkur sjóðum. Hækkað
afurðaverð og hækkað verð á
vinnunni, sem við seldum
setuliðinu, leiddi til þess, að
í ófriðarlokin áttum við fleiri
pund og dollara en ella hefði
verið. Fyrir þessa dýrfiðar-
sjóði byggðum við svo hundr-
uð, eða rjettara sagt þúsund-
ir ágætra íbúða. Við keyptum
skipin, verksmiðjurnar, land-
búnaðarvjelamar o, fl., sem
allir keppast nú um að lofa og
prísa, líka þeir sem ekkert af
því vildu láta kaupa fyr en
við bærum búnir að eyða sjóð
unum í deilur um hvernig
hægt væri að reka þessi tæki
svo að tryggt væri, tveim til
þrem árum áður en tækin
kæmu, „að alt bæri sig“. Loks
- Á R A M Ó T
gerðu svo jafnvirðiskaupin
það að verkum, að við neydd-
umst til að kaupa nokkuð af
vörum, sem ekki var brýn
þörf fyrir, en þó var þetta
ekki svo mikið að verulegu
máli skifti.
★
Og nú er sunginn „marg-
raddaður tvísöngur“, eins og
kerlingin sagði. Allir vegir
færir, segja sumir. Hækkandi
afurðaverð. Vaxandi fram-
leiðsla. Minnst sama kaup. Ú-
breyttar lífsvenjur. Aðrir
berja lóminn. Hjer er alt að
fara í kaldakol. Glötunarbarm
urinn blasir beint við.
Það er eins og vant er, ým-
ist í ökla eða eyra. Það er að
sönnu rjett, að í bili er gjald-
eyriT af skornum skamti,
mest vegna síldarleysisins í
þrjú sumur í röð. Úr því stund
arfyrirbrigði rætist. Eftir er
þá það sem mestu skiftir og
gera þarf án hliðsjónar af
hvort okkur vanhagar í bili
, um gjaldeyri eða ekki, en það
er að gera eigi hærri kröfur
á hendur framleiðslunni en
hún fær undir risið. Það er
okkur í sjálfsvald sett. Svart-
sýnin er því aðeins ytri vottur
þess sjúkleika, er lengst hefur
hrjáð Islendinga og mesta
bölvun gert þeim. Hvar væru
Islendingar nú á vegi staddir,
ef þeir héfðu ráðið sem altaf
trúðu öllu því versta. Það er
sannarlega rjett að „alt verð-
ur að bera sig“. En vei þeim,
sem einblínir svo á þann sann
leika, að hann sjer alls ekkert
annað. Hvenær hefur íslenski
athafnamaðurinn getað trygt
sig gegn aflabresti eða verð-
falli? Hvar væri þjóðin nú á
vegi stödd, ef svartsýnin hefði
farið með völdin? Hvar væru
þá vjelbátarnir? Hvar togar-
arnir? Hvar kaupskipin?
Hvar hinn mikilvirki iðnað-
ur? Hvar íslensk innflutnings
og útflutningsverslun? Hvar
velmegun almennings? *Hvar
frelsið? Hvar lýðræðið?
Islenskt atvinnulíf hefur oft
reynst stopult, satt er það. En
að miða alt við að alt bregð-
ist, halda að sjer höndum, svo
engu sje teflt í tvísýnu, það
eru trúarbrögð, sem Islend-
ingum hentar illa, Hjer verða
menn að taka á kröftunum og
„hætta því sem jeg á til“. Það
er óhætt. Dugnaður og kjark-
ur fá sín laun þegar til lengd-
ar lætur.
. ★
En svo góð og dýrmæt sem
hófleg bjartsýni er, þá varðar
raunsæi þó mestu.
Dýrtíðin hefur fært þjóð-
inni ýms gæði. Margir hafa þó
frá öndverðu gert sjer ljóst
að þau gæði gætu reynst dýr-
keypt og því reynt, að hindra
vöxt dýrtíðarinnar. — 1 því
skyni voru gerðardómslögin
sett. Þjóðin neitaði að hlýða
þeim og ákvað sjálf stefnuna
í dýrtíðarmálunum. Við því
er gott eitt að segja, ef nú er
rjettilega snúist við vandan-
um. Er þá komið að umræðu-
efni síðustu mánaða og vikna,
því, hvort framleiðslukostnað
urinn sje orðinn svo hár hjer
á landi, að voði stafi af.
Það mál er svo þrautrætt
síðustu vikurnar, ao þjóðin
hefur átt þess fullan kost að
kynnast því frá öllum hliðum.
— Hjer verður þess því eigi
freistað að gera því veruleg
skil, enda ekki hægt nema í
löngu máli.
Höfuðdrættirnir eru þessir:
Nýsköpunin veldur því að
íslendingar hafa nú betri tæki
en margir eða flestir keppi-
nautanna. Mannsorkan hag-
nýtist því betur hjer en ann-
arsstaðar. Þar við bætist
stutt sjósókn á góð aflamið,
dugmiklir menn og harðgerð-
ir og fleira svipað.
Af þessu leiðir að líklegt
er, að Islendingar geti veitt
sjer meiri lífsþægindi en marg
ir aðrir, — greitt hærra kaup.
Hitt er svo jafnvíst, að alt
bendir til að nú sje mælirinn
fullur. Nú er framleiðslukostn
aður í mörgum eða flestum
rekstri okkar orðinn ískyggi-
lega hár. Gott dæmi er Hval-
fjarðarsíldin. Verðlag á síldar
lýsi, og raunar einnig mjeli,
er með afbrigðum hátt. Síldin
veður upp í landsteina. Greitt
er fyrir aflann það hæsta
verð, sem verksmiðjurnar fá
staðist. Samt sem áður er ó-
víst um afkomu útgerðarinn-
ar. Hjer hlýtur eitthvað að
vera bogið.
Þetta er gott umhugsunar-
efni fyrir þá, sem telja tilraun
ir ríkisstjórnarinnar til að
hindra hækkandi vísitölu og
þar með aukinn útgerðar-
kostnað ekkert nema mann-i
vonsku. Liggur þó málið alt
Ijósar fyrir að því er þorsk-
inn snertir, en mikinn hluta
þeirrar framleiðslu hefur nú
um skeið orðið að selja langt
undir kostnaðarverði.
Sjálfstæðismenn sögðu
haustið 1944:
Verjum peningunum til að
búa í haginn fyrir almenning.
Kaupum ný framleiðslutæki
meðan þau eru fáanleg og við
getum borgað þau. Síðar, þeg-
ar nýju tækin eru komin, og
reynslan sýnir hversu miklu
hærra kaupgjaldi þau fá risið
undir en hin gömlu, skulum
við svo reikna dæmi okkar að
nýju og haga okkur eftir
greiðslugetunni, því til lengd-
ar fær engin þjóð rekið
framleiðsluna með halla.
Þessi stefna nýskopunarinn
ar sigraði 1944. Sjálfstæðis-
menn og allir sannir unnend-
ur nýsköpunarinnar segja nú:
Höfum hóf á kröfunum, með
því og því einu er hægt að
tryggja nýsköpunina.
★
Árið, sem nú er að kveðja
hefir um flest verið hagstætt
Islendingum. Að sönnu brást
súmarsíldin að verulegu leyti,
svo að segja má að skorti
hundrað til tvö hundruð millj.
króna á þær þjóðartekjur, er
skynsamlegar vonir stóðu til.
Samt sem áður mun andvirði
framleiddrar útflutningsvöru
Islendinga þrátt fyrir allt
nema um 350 millj. kr á árinu
1947, og hefir það aldrei
fyrr verið jafnhátt. Er þó ó-
hagstæður versunarjöfnuður
vegna mikils innflutnings. —-
Ríkistekjur hafa verið meiri
en nokkru sinni fyr. Útgjöldin
einnig. Veldur þar um margt,
þ.á.m. nýr kostnaður er staf-
ar af síðustu ára lagasetn-
ingu, sem og nokkur halli af
ábyrgð á afla bátaútvegsins,
er gegn vonum hefur orsakast
af síldarleysinu á síðastliðnu
sumri.
★
Það er hæpið að nokkur
þjóð, að Bandaríkjamönnum
einum undanskildum, búi við
jafn góð lífskjör og Islending-
ar nú gera. Samt sem áður er
eins og komið sje við opna
kviku, ef einhver á að láta
spón úr ask sínum, þó gert sje
til að tryggja eigin framtíð.
Menn vilja að sönnu að færð-
ar sjeu fórnir. En sjálfir vilja
menn engu fórna. Nær sanni
er, að kröfurnar vaxi með vel
sældinni, kröfur um að bera
sjálfir sem mest úr býtum og
helst að aðrir fái því minna.
öll stjettaþing gera um þetta
hátíðlegar samþykktir, sem
að sönnu ekki komast í fram-
kvæmd. En forystan hefir
gert skyldu sína. Staðið í ístað
inu fyrir stjettina — og verið
endurkosin.
Allt er þetta hjáróma, svip-
að og barlómsvælið í þjóð,
sem aldrei hefir búið við betri
kjör nje átt sjer bjartari af-
komuhorfur, aðeins ef hún
vill beita skynseminni. — Er
okkur í þessum efnum líkt far
ið og þeim, er búið hafa í
dimmu og hrörlegu hreysi, en
síðan flutt í bjarta, sólríka og
veglega íbúð, en hafa þó allt
á hornum sjer og telja sjer
ekki vært, einvörðungu vegna
þess að gera þarf hreint í hin-
um nýju húsakynnum.
Við þurfum að þrífa til hjá
okkur, það er allt og sumt. —•
Við þurfum að hafa gát á
framleiðslukostnaðinum. Þá
munu nýju tækin fá borið sig
og bjóða allri þjóðinni betri
afkomu en hún hefur nokkru
sinni áður átt kost. á.
Þetta tekst bráðlega, iogi
ekki allt í fjandskap. — Þá
lækna staðreyndirnar jafn-
framt svartsýnina og barlóms
vælið.
★
I kveðju þeirri, er jeg flutti
þjóðinni um síðustu áramot,
komst jeg m.a. þannig að orði:
,,.... Varðandi stefnu vænt
anlegrar ríkisstjórnar þori
jeg að staðhæfa þrennt. — I
fyrsta lagi, að nýsköpuninni
verður haldið áfram með öll-
um þeim hraða, sem auðið
þykir.
1 öðru lagi, að leitast verð-
ur við að hafa meiri hemil en
verið hefur á fjárfestingu
og framkvæmdum r landinu.
Og í þriðja lagi, að reynt
verður að gera sjer sem
gleggsta grein fyrir því hvar
og fyrir hvað þjóðin geutr
selt afurðir sínar, en innflutn-
ing síðan hagað í samræmi
við það, eftir því sem föng
standa til.
Enn er eitt, sem jeg tel að
reynt verði að tryggja um
leið og stjórn verður mynduð,
en það er stöðvun dýrtíðar-
innar“.
Allt eru þetta nú höfuðvið-
fangsefni ríkisstjórnarinnar.
Gefum ríkisstjórninni vinnu
frið.
Fm og með 1. janúar
f
i
1948
hættum vjer starfsrækslu er vjer höfum haft í Hafnar-
stræti 21.
Bifreiðar þær er vjer höfum annast afgreiðslu fyrir
verða afgreiddar frá Férðaskrifstofu ríkisins frá sama
tima, nema áætlunarbilar Keflavíkur verða afgreiddir
frá Hafnarstræti 21 eins og að undanförnu.
Virðingarfyllst
tUi^reJaátökin ^JJella h.j^.
Frá bifreiðaeftirlitinu
Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa fengið breitt
burðarmagni vörubifreiða sinna, en eign rjett á því,
skulu fá það gert áður en þeir sækja bensínskömmtunar-
seðla sma fyrir næsta skömmtunartímahil.
Reykjavik, 31. desember 1947.
(Ui^eJae^tiríit ríhi.
iSaiS
Borgartúni 7.
I