Morgunblaðið - 31.12.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1947, Blaðsíða 12
12 MORGL’ NBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. des. 1947, Síldarverksmiðja Reykjavíkur VEIÐIN í Hvalfirði hefur í haust gefið af sjer yfir 200 þúsund mál á mánuði með því að nota 100 skip til veiðanna og með því að láta 4/s hluta skipanna jafnan Það er hægt aS koma verksmiðjunni upp fyrir næslu vertið og það geiur kosiað þióðina tugi miijóna ef það er ekki gert. Meðal annara orða.. bíða í höfn eftir löndun, þegar veiðiveður hefur verið best. — Með stanslausri löndun þessara 100 skipa mundi veiðin sennilega hafa tvöfaldast. Sje veiðin reiknuð 400 þúsund mál á mánuði með stanslausri losur. nemur flutningskostnaður inn um 8 miljónum króna á mán- uði ef alt er flutt jafnóðum. Verði veiðiskipin næsta ár 200 í stað 100 og vertíðin fimm mánuðir, nóvem ber—mars, er augljóst að með sömu veiði næsta ár nemur flutn ingskostnaðurinn einn tugum mill jóna króna. 10 þúsund mála verk- smiðja í Reykjavjk fyrir næsta haust mundi spara meginhluta þess kostnaðar. Það er hægt að byggja verk- smiðjuna í tæka tíð. Sje verk- smiðjan byggð við Reykjavík, hvort heldur er í Örfirisey, í Vatnagörðum eða innar við EÍl- iðaárvog, en aðrir staðir koma tæplega til greina, getur verk- smiðjan notið Reykjavíkurhafnar og bygt á afgreiðslumöguleikum hennar. Reykjavíkurhöfn, ein á þessu landi, getur afgreitt 200 síldveiðiskip og sjeð þeim fyrir flé^tu því er þau þurfa. Hafnar- skilyrði Reykjavíkur er því grundvöllurinn sem síldarverk- smiðjan, og öll starfsemi í sam- bandi við hana í framtíðinni, verður að byggjast á. Það mundi vera hægt að byrja reksturinn næsta haust þó ekki ynnist tími til að byggja eftir- taldi hluta verksmiðjunnar: 1. Bryggjur. 2. Löndunartæki. 3. Lýsisgeymar. 4. Mjölskemmur. 5. Aflastöð. 6. Síldarþró. Hinsvegar verður að byggja vjelasamstæðurnar sjálfar, suðu- vjel, pressur, þurkara, smærri lýsisgeyma, kvarnir, skilvindur, blásara,/fly4jara og lítinn lýsis- geymir fyrir þriggja daga vinslu, ca. 500 tonn og annað smærra hjer ótalið. Skilvindur og raf- magnsmótora mætti að einhverju leyti flytja úr verksmiðjunum á Norðurlandi, ef ekki fengist af- greiðsla á þeim í tæka tíð. Loks þyrfti að býggja gufuketil. Skýli yfir vjelar og ketil þyrfti að slá upp, en gæti verið mjög einfalt, grind klædd seglum, ef ekki ynn ........................... BERGUR JÓNSSON | hjeraðsdómslögmaður i | Málflutningsskrifstofa: i i Laugaveg 65, neðstu hæð. i I Sími 5833. f i Heima: Hafnarfirði. Sími i | 9234. ist tími til annars.«— Þetta yrði frumbýlingslégt en þó vel not- hæft. ★ Rekstur slíkrar „hálf“-verk- smiðju yrði þannig: Síldinni yrði skipað upp í Reykjavíkurhöfn líkt og nú er gert, en til þess notaðar fleiri greipar og lyftur og ef til vill hinar nýju amerísku sogdælur. A þennan hátt getur Reykjavíkur- höfn losað 40 skip samtímis, ef með þarf Síldin yrði flutt á bíl- um í bing við verksmiðjuna, á steypt gólf eða timburgólf. Kostn aður við það mundi verða svlp- aður og nú, 2—3 kr. á mál og gæti þá verðið til bátanna orðið ná- lægt 50 kr. á mál, með óbreyttu verðlagi afurða. . Síldin yrði síðan flutt að lyftu suðuvjelarinnar nieð lítilli jarð- ýtu eða með ámokstursvjel og bíl, ef ekki hefur unnist tími til að koma fyrir flytjara fyrir þróar- botn. Vinnslan gengur sinn vana gang. Aflið er tekið úr taugakerfi rafveitunnar. Mjölið flutt á bílum frá sekkjunarbyrgi í skemmur í Reykjavík. Lýsinu dælt eftir flot- pípu um borð í geymisskipið Þyr •il, sem liggur við festar fram af verksmiðjunni, og flutt með hon- um í geyma í Hvalfirði, ef ekki þætti hentara að nota fyrir lýsis- geyma skipsskrokka þá, sem nú liggja á fjörunum við Elliðaár- vog. ★ EitthvafS líkt þessu yrði rekstur inn fyrstu vertíðina. Ef næsta ver tíð gefur mönnum örugga trú á framtíðina, verðuí byggingu verk smiðjunnár haldið áfram stig af stigi, og þá fyrst byggð bryggja með löndunartækjum, síldarþró, varanleg hús, lýsisgeymar, mjöl- hús og ekki skilist við málið fyr en verksmiðjan hefur náð 20 þús- und mála afköstum, með síldar- þró fyrir alt að 500 þúsund mál, og með öllum peim tækjum og útbúnaði, sem stærstu síldarverk- smiðju landsins má prýða. Ef síldveiðin hinsvegar bregst næstu vertíð, þá yrði sennilega ekki haldið miklu lengra með verksmiðjuna í bili. Og bregðist vetrarsíldin alveg, væri auðvelt að flytja, til nota annarsstaðar á landinu, mestan hluta þess, sem byggt hefði verið. Því ætti að veita athygli, að með þessari tilhögun yrði mestur hluti verksins heimaunninn eða heimafenginn, og gjaldeyrisþörf- in því tiltölulega lítil. ★ í þessu máli dugar ekkert hilt, enda ekki eftir neinu að bíða. — Fyrir lok þéssa árs þarf að vera búið að sémja um byggingu vjel- anna. Á því veltur hvort þjóðinni sparast tugir milljóna á næstu vertíð, ef síldveiðin helst. Ríkisstjórnin eða bæjarstjórnin eða báðar saman þurfa strax að semja við Vjelsmiðjuna Hjeðinn h.f. um smíði vjelanna, því þær verða altaf í sínu gildi. Til á- kvörðunar um önnur atriði er frekar nokkurt tóm. Látið nú sjá, einu sinni, að hægt sje að taka skjóta ákvöroun þegar mikið ligg ur við. Það skal ekki gleymast hversU skjótt og röggsamlega verður snúist við þessu máli. Reykjavík, 16. des. 1947. lón J. Fannberg. Fimm mínúfna krossgáfan SKÝ.RINGAR Lárjett: — 1 hirzla — 6 ein- mitt — 8 saman — 10 horfði — 11 klútur — 12 eins — 13 keyrði — 14 fæða — 16 krydda. Lóðrjett: — 2 þys — 3 tala (erl.) — 5 opið — 7 fugl •— 9 púki — 10 Barði —- 14 eins — 15 leikur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 jólin — 6 soð — 8 an — 10 kú — 11 börk- inn — 12 B. S. — 13 Á. A. — 14 api —- 16 hlaða. Lóðrjett: — 2 ós — 3 loðkápa — 4 ið — 5 labba — 7 fúnar — 9 nös — 10 kná — 14 al — 15 ið‘ __________ Síld handa Afiíkubúum. LONDON — Söltuð síld er nú flutt til austur og vestur Afríku í fyrsta sinni. Síld þessi hefur veiðst hjá Norfolk. Þrír sjóliðar farast NAPOLI — Þrír amerískir sjó- liðar fórust hjer þegar helikopter flugvjel fjell í höfnina. Hún var frá herskipinu Midway. F-rh. af bls. 6. ama mánaðar vinnur flokkur Oe Gaulle hershöfðingja stór- igur í bæjar- og sveitastjórna íosningum í Frakklandi. Tveim dögum síðar fellur franska stjórnin. 20. nóv. eru þau Eliza beth prinsessa og Mountbatten prins gefin saman, en fólk um heim allan fylgist með vígslu- athöfninni. Þannig voru þá, í stuttu máli, fregnirnar utan úr heimi. • • Á ÍSLANDI En hjerna heima bar einnig margt til tíðinda. Heklugosið er þar sjálfsagt langsamlega merkast. Hjer eru nokkrar fyr- irsagnir úr Morgunblaðinu fyrstu fimm daga gossins: 29. mars: Heklugos. Fyrst vart við eldsumbrot rjett fyr- ir kl. 7 í morgun. 30. marz. — Háfjall Heklu logandi eldhaf. Eldsúlfur, sem ná 800 metra í loft upp. 1. apríl. — Mikil gos halda áfram í Heklu. Jarðir í Fljóts- hlíð og Rangárvöllum þaktar vikri og ösku. 2. apríl. — Eldsvæði á 7 km. svasði í Heklu. 3. apríl. Nýja Hekluhraunið orðið 10 ferkm. Hundrað milj. rúmmetra af vikri og ö^ku. • • SLYS Nokkur sjóslys urðu einnig á árinu. Fyrstá slysið varð 9. jan., er tveir skipverjar af b.v. Maí, Einar Eyjólfsson og Steindór Sveinsson. druknuðu. Myndin, sem hjer birtist að þessu sinni, er af Steindóri heitnum. Hanh ]jet lífið er hann gerðj tilraun til að bjarga Einari vini sín- um. Honum bjó sama í huga og björgunarmönnunum fyrir veStan, sem björguðu bresku skipbrotsmönnunum rjett fyrir jól og nú er frægt orðið. Flugslys urðu stærri hjer en nokkru sinni fyrr. Þann 29. maí fórst Douglasflugvjel með 25 manns fyrir norðan, en 13. marg höfðu fjórir flugfarþeg- ar látið lífið er flugbátur sá, er þeir voru í, hrapaði við Búðardal. En engu að síður var veiga- minni frjettunum einnig veitt athygli. • • HEIMSÓKNIR OG AFREKSVERK Þann 9. jan. skýrir Morgun- blaðið frá því, að Guðmundur S. Guðmundsson hafi verið þriðji á skákmótinu í Hastings. 17. fpbrúar er sagt frá komu nýsköpunartogarans Ingólfs Arnarsonar. 10. mars bjargar 13 ára piltur, Þórður Ólafur Þorvaldsson, þriggja ára frænku sinn úr eldsvoða. 9. apríl er tilkynnt, að allir banda rískir hermenn sjeu farnir frá íslandi. 12. sama mánaðar fræða blöðin lesendur sína á því, að íbúatala Reykjavíkur sje orðin 51.000.17. júní fagn- ar fjöldi bæjarbúa stærstu ís- lensku flugvjelinni, Skymast- ervjelinni Heklu. Heimsókn Norðmannanna, með Ólaf kon- ungsefni í broddi fylkingar, er um það bil rjettum mánuði síðar,- Á .vettvangi íþróttanna er ut anför ÍR-inganna vafalaust lanjsamlega merkasti atburð- urinn. Haukur Clausen sigrar í 200 metra hlaupi á Norður- landamótinu í Stokkhólmi, og Óskar Jónsson ber sigur úr bítum í 1500 metra hlaupi á Osló-leikunum. • • SÍLDIN Og svo er það síldin — síð- ast en ekki síst. 15. janúar fara blöðin að ympra á því, að síld sje ef til vill árlega í Kollafirði. Sama dag er' þess getið. að byrjað sje að flytja Kollafjarðarsíld norð ur. Þann 15. sama mánaðar sjest síldartorfa á innri höfn- inni og tveim dögum seinna er heildaraflinn orðinn rúm 40 þúsund mál. í mánaðarlok er hann orðinn yfir 52 þús. mál. Síldarvertíðin um sumarið brást. Þann 19. ágúst skýrir Morgunblaðið frá því, að bræðslusíldaraflinn sje orðirm 1,2 milj. hektólítra. • Og svo kemur haustið og síldin! Eftirfarandi fyrirsagnir úr Morgunblaðinu sýna í senn eftirvæntinguna og gleðina, sein silfurfiskinum fylgir: 22. okt. — Er sílcfárgang- an að hefjast hjer' inn í Sund- in? 11. nóv. — Um 62 þús. mál síldar hafa veiðst. 27. nóv. — Nærri 46 þús. mál berast hingað á tveim dög um. 9. des. — Heildaraflinn um 400 þús. mál síldar. 20. tles. — Um 525 þús. mál hafa veiðst hjer syðra. 23. des. — Heildarafli Hval- fjarðar- og Ísafjarðarsíldar er um 600,000 mál. Er hægt að óska nokkrum gleðilegra nýárs, en að síldin megi halda áfram að bylta sjer upp við landsteinana og sjómenn irnir að veiða hana? --------- -------------------------——--------------------------------------*—■; X-f ^ 4/ Eilir Robert Slorai J Z-fiÍ/ )"HANP5"- 1 /MAVC’Ps UNDERLEu WA-& HERc TONIóHT.i, ^ WHV DO $0m LUe* THINK THSV'RE CO.MEDlAN^, AFTZÍZ A FEW HIÖH3ALL£7 • . Meanwhile ...DEAR.eWÉETf LITTLE FEL’uA 1IF- |T VlSRcH'T F0R VOU/l’ Vi'ALK 0L)T Cf- THió HOUóE TONlðH.T — Ht WANT£ U$> TO KEEP Tl-iE 2 A .41. CURFEW ! ? . víHV, THAT V PETTV PUPPET! \ I £ET HlM UP.,1 AND \ I CAN KNOCK HlAt ] DOWN ! I'LL CALL j ^ HlM — J Ccpr. 1947, King Fc.tlures Syndicate, Inc., WoilJ ri^lits rc-scrvcJ. . Fingralangur: Hvernig gengur það Retardo, nokkur vandræði? Retado: Nei, við rákum einn ólátabelg- i inn út fyrir klukkutíma síðan. Fingralangur: Hvers vegna halda sumir að þeir sjeu skopleikarar eftir nokkra sjússa? Retardo: Heyrðu Fingralangur, Underlee, borgarstjóri, var hjer í kvöld og hann vill að við lokum klukkan 2. Fingralangur: Sá auli, jeg setti hann í stöðuna og jeg get komið honum úr henni þegar mjer sýnist. Það er annars best að jeg hringi í hann. Á meðan segir Linda, við barnið sitt: Elskarf^ litla, ef það væri ekki fyrir þig, þá færi jeg úr þessu húsi strax í dag. , ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.