Morgunblaðið - 07.01.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1948, Blaðsíða 1
35. árgangur 4. tbl. — Miðvikudagiim 7. janúar 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f. ÞAÐ vakti talsverða athygli á dögunam er franska stjórnin gerði leit í rússneskum flóttamannabúðnm skamt frá París. í»eir at- burðir ásamt sigri frönsku stjórnarinnar yfir kommúnistum og verkföllum þeirra og skemdarverkum urðu til þess, að Rússar neit- uðu franskri fióttamannanefnd um landvistarleyfi og neituðu franskri viðskiftanefnd um vegabrjefsáritun. Frakkar svöruðu í sama tón og vísuðu rússnesku flóttamannanefndinni úr landi. Hjer er mynd af því er rússneska nefndin var á förum frá París. Mað- urinn í einkennisfötunum er Filatov ofursti, sem var formaður nefnd arinnar. stríðsskuldir Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. CHARLES PLUMEY, republikani frá Vermontríkinu, hefur bor- ið fram frumvarp þess efnis að Finnlandi verði slept við að borga stríðsskuldir sínar við Bandaríkin. Var þetta eitt af fyrstu frum- vörpunum sem kom fyrir þingið eftir að það kom saman eftir jólin. Jöfugt fordæmi ‘®>~ Segir meðal annars í greinar- ;erð frumvarpsins: „Hið ágæta g göfuga fordæmi sem finska ijóðin hefur sett öðrum þjóð- im með því að borga altaf og rjettum tíma skuldir sínar frá yrra stríði verðskuldar mikla ftirtekt“. Cunningham sakar Haganah um hrseði- leg morð Háttsettir menn í utanríkisþjón ustu Hitlers sukuðir um stríðsglæpi Leopoid konung! Genf í gærkveldi. FREGNIR hafa borist um að Legpold Belgíukonungur hafi kraiist þess af stjórn, Belgíu að þjóðaratkvæði fari fram til þess að ákveða hvort hann verði áfram konungur. Tókst frjettamönnum ekki að ná tali af honum í búgarði hans fyr- ir utan Genf og' er lögreglu- vörður við hliðið. Sendiherra BeUíu í Bern sagði í dag í við- tali yið blaðamenn að hann vissi ekkert um þessar kröfur. — Reuter. Dýrtíðarfrumvarp rönsku sljórnarinar samþykt París i gærkvöldi. FRANSKA þingið samþykti í dag, frumvarp stjórnarinnar gegn dýrtíðinni. Var frumvarp- ið fyrst samþykt í efri deild þingsins, en síðar í neðri deild og lýsti þá Eduard Herriot for- seti þingsins yfir að það yrði að lögum á morgun. —Reuter. „Án þeirra hefðu þjóð- verjar ekki getað háð styrjöld“ Núrnberg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TUTTUGU OG EINN meðlimir þýsku utanríkisþjónustunnar voru í dag sakaðir um „hræðilegustu stríðsglæpi“. Voru meðal þeirra, fyrrverandi háttsettir menn í sendinefndum og fjármála- ráðuneyti Þýskalands. Er mál þetta nú kallað „Wilhelmstrasse málið“ vegna þess að flestir glæpir þeirra voru framdir í utan- ríkisráðuneytisbyggingunni, sem er í þeirri götu, eða í bygg- ingum skamt þaðan. Er aðalákæran þátttaka í stríðsglæpum og skiptist hún í átta smærri liði. úlflutning Truman heldur ræöu Washington í gær. HARRY S. Truman forseti Bandaríkjanna mun flytja þjóð arboðskapsræðu sína á morgun (miðvikudag), fyrir báðum deildum þingsins. Ræðunni verður útvarpað að vanda. •— Stjórnmálamenn álitu að ræða þessi muni verða afarmikils- verð. — Reuter. London í gær. ÚTFLUTNINGUR Breta eykst nú með hverjum deginum og hafa þeir nýlega selt út meira af vjelum og landbúnaðarvjel- um en nokkru sinni áður. Skýrsl ur yfir útílutning á landbúnað- arvjelum í nóvembermánuði herma að aldrei í sögu Breta hafi verið slíkur útflutningur og fer framleiðslan stöðugt vax- andi. — Reuter. Fólksflutningar til S. Ameríku. LIMA: Utanríkisráðherrann hjer skýrði í dag frá því að miklir fólksflutningar frá Evrópu til S.- Ameríku sjeu nauðsynlegir til framkvæmda Marshalláætlunar- Hjálpuðu i Hitler og Göring Taylor aðalákærandi Banda- ríkjanna sagði fyrir rjettinum í dag að án þessara manna hefðu hvorki Hitler eða Göring getað framkvæmt fyrirætlanir sínar nje háð stríð. Kvað hann að þeir hefðu átt mestan þátt í að gera Þýskaland að því herveidi sem það var. Og að Himler hefði ekki tekist að myrða sex milljón Gyðinga og aðra óvini „þriðja ríkisins" ef þeirra hefði ekki not ið við. Stuðluðu að þrælkunarvinnu og stríðsæsingum Taylor kvaðst einnig hafa sannanir fyrir því að þessir menn hefðu staðið fyrir þrælk- unarvinnu og stríðsæsingum meðal fólksins með útbreiðslu kenninga Hitlers. Meðal hinna ákærðu voru Von Moyland og Wilhelm Keppler fyrverandi að- alritarar þýska utanríkisráðu- neytisins, og Vessemayer sendi- herra Þjóðverja í Ungverjalandi. Furðuleg uppljóstmn við rjettarhöldin í Numberg Rússar gengu lyrir um vopnakaup Núrnberg í gærkvöldi. KOMIÐ hefur í ljós í rjettarhöldunum í Núrnberg yfir þýsku stóriðjuhöldunum, að aðeins tveim vikum áður en Þjóðverjar hófu innrás sína í Rússland, skipaði Hitler svo fyrir, að Rússar skyldu ganga jafnvel fyrir þýska hernum um kaup á hergögnum í Þýska- landi. Altaf staðið í skilum Ekki er vitað hvernig þetta frumvarp fer í þinginu, en þó er búist við, að það hafi mikil á- hrif, að Finnland hefur verið eina þjóðin, sem altaf hefur stað ið í skilum með stríðsgreiðslur sínar. Skuld Finna í Bandaríkj- unum frá fyrra stríði nemur nú 812,970 dollurum. Heiisa Sfaiins vond Rio de Janeiro í gær SÍÐASTI sendiherra Brasilíu í Moskva, tjáði blaðamönnum í d^g, að heilsa Stalins væri mjög vond. Sagði hann að Stal in hefði nýlega fengið slag og lamast á hægri handlegg og fæti og gengi nú við hækjur. ' —Reuter. Jerúsalem í gærkvöldi. TUTTUGU manna er enn saknað í rústum Semiarmis- hótelsins sem sprengt var í loft upp í gær. Haganah, verndar- her Gyðinga, sem kveðst vera valdur að sprengingunni, held ur því fram að hótelið hafi ver ið leynilegur samkomustaður æsinga og hefndarflokka Ar- aba. Cunningham lávarður, landstjóri Palestínu, sagði í dag eftir að hafa talað við David Ben Gurion, forseta.Gyð ingaráðsins, að enginn fótur væri fyrir þessum ásökunum. Kvað hann að litið yrði alvar- legum augum á það að Hag- anah hefði opinberlega játað það sem hann kallaði „hræði- leg og viljandi morð á sak- lausu fólki“. Meðal þeirra sem fórust var vararæðismaður Spánverja þar í borg. — Reuter. Herbragð Þessi furðlega fyrirskipun ein ræðisherrans er skýrð á þann I hátt, að hann hafi með henni íviljað dylja fyrirætlanir sínar, auk þess sem hann hafi haft ’nug á að fá eins mikið og hægt væri af matvælum frá Rússum, en með þeim greiddu þeir fyrir her- gögnin. Herbragð Hitlers mun hafa borið tilætlaðan árangur. Stóðu að morðum og hryðjuverkum Meðal hinna ákærðu var einn- ig Darre, fyrverandi landbúnað- armálaráðherra. Taylor sagði, að allir hinir ákærðu hefðu verið háttsettir í hernaðarframkvæmd um Þýskalands og átta þeirra, sem starfað hefðu við utanríkis- ráðuneytið hefðu haft geysimikil pólitísk völd innan stjórnarinn- ar. Þeir sem í sendinefndunum störfuðu hefðu 'aftur á móti oft stutt hryðjuverkamenn í lönd- um þeim sem þeir voru fulltrúar og morð hefðu ekki verið óal- gengur þáttur í starfi þeirra. Rússar neyða menn til vinnu WASHINGTON: Malony þingfull trúi Bandaríkjanna hefur skýrt frá því að Rússar noti menn í þrælkunarvinnu við Uralfjöllin. Hann er nýkominn úr heimsókn þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.