Morgunblaðið - 07.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. janúar 1948. MÁNADALUR ■ Sí d tcL aya eptir ^ach czCondon, SILFURDEPILLINN 97. dagur „Jeg held að ekki sje hægt að rækta neitt þar“, sagði hann. Þau fóru öll að hlæja, og svo mælti Gunston enn: ,,Þessir sjö dollarar voru að- eins leiga fyrir jörðina. Þjer vitið máske hvað það kostar að plægja hundrað ekrur?“ Billy kinkaði koli. „Svo fjekk hann hundrað og sextíu tunnur af kartöflum úr hverri ekru fyrsta árið“, mælti Gunston. „Kartöflur kostuðu þá fimtíu cent. Jeg veit það því að faðir minn seldi þá kartöfl- ur. Sing Lee hefði getað grætt stórfje á því að selja uppskeru sína fyrir þetta verð. En haldið þið að hann hafi gert það? Ó- nei, Kínverjar vita hvernig markaðurinn er. Þeir eru miklu hygnari heldur en umboðs- mennirnir. Sing Lee geymd. sínar kartöflur. Og þegar allir aðrir höfðu selt fóru kartöflurn ar að hækka í verði. Umboðs- menn okkar buðu honum sex- dollar og sextíu og fimm cent. einn dollar, en hann hló að þeim. Hvað haldið þið að hann hafi svo fengið fyrir þær? Einn dolar og sextíu og fimm cent. Setium nú svo að framleiðslan hafi kostað fjörutíu cent. Hvað hefir hann þá grætt? Látum okkur nú sjá. Hundrað og sex- tíu sinnum tólf hundruð •— tólf sinnum núll er núll, og tólf sinnum sextán er hundrað níu tíu og tveir — hann hefir feng ið hundrað níutíu og tvö þús- und sekki af kartöflum og grætt einn dollar tuttugu og fimm cent á hverjum sekk — fjórir í hundrað níutíu og tvo er fjörutíu og átta að viðbætt- um tvö hundruð og fjörutíu — já, hann hefir grætt tvö hundr uð og fjörutíu þúsund dollara fyrsta árið“. „Og þetta getur Kínverjaræf ill gert“, hreytti Billy úr sjer. .,Nú þyrfti að finnast nýtt land’ þar sem við hvítir menn gætum sest að. Það er svo sem auðsjeð að okkur hefir verið bolað frá þessu landi“. „Auðvitað má kalla þetta eins dæmi“, sagði Gunston. „í ýmsum öðrum hjeruðum hafði kartöfluuppskeran brugðist. Og svo hafði verið myndaður hring ur og á einhvern hátt komst Sing Lee inn í hann. Hann hef- ir ekki fengið neitt líkar tekjur síð. En þó græðir hann. I fyrra sáði hann kartöflum í fjögur þúsund ekrur, asparges í þús- und ekrur, selleri í fimm hundr uð ekrur. Auk þess hefir hann undir sex hundruð ekrur fyrir útsæði. Þótt uppskera bregðist. í eiphverju, þá er engin hætta á að hann tapi á öllu“. „Jeg hefi sjeð tólf þúsund ekrur með eplatrjám“, sagði Saxon. ,,Og jeg segi það satt, að mig langar til að sjá fjögur þúsund ekrur af kartöflugörð- um“. „Þú skalt fá að sjá bað“, s$ði Billy og lagði áherslu á orðin. „Við förum til San Joa- quin. Við þekkjum ekki okkar eigið land. Það er ekki að furða bótt okkur haji verið bolað burt úr því“. ,,Þið getið hitt marga ,.kónga“ þar“, sagði Gunston. „Þar er Hong Lee. sem þeir kalla Stóra Jim, þar er Ah Puck og Ah Wang og svo er það Shima, japanski kartöflu- kóngurinn. Hann á margar mil jónir og lifir eins og kóngur“. „Hvernig stendur á því að Ameríkumenn geta ekki gert þetta?“ spurði Saxon. ,,Það er líklega vegna þess að þeir kæra sig ekki um það. Þeim er ekkert að vanbúnaði nema viljaleysi. En eitt skal jeg segja ykkur — jeg vil helst skifta við Kínverja. Þeir eru áreiðanlegir. Loforð þeirra stapda eins og stafur á bók. Og ef þejr ákveða að gera eitthvað þá gera þeir það. Og svo er ann að — hvítir menn hafa ekki hugmynd um það hvernig á að rækta jörðina. Fremstu bænd- ur eru ánægðir með það að fá eina uppskeru og skifta um land árlega. En Kínverjinn fær á sama tíma tvær uppskerur af sama landi. Jeg hefi sjálfur sjeð það •— tvöfalda uppskeru af hreðkum og gulrótum af sama blettinum samtímis“. „Það getur ekki átt sjer stað“, sagði Billy. ,,Það er ekki hægt að fá nema eina uppskeru í senn“. „Þar skjöplast yður“, sagði Gunston. „Það verður að dreif sá gulrótum og þær spretta seipt. Hreðkum þarf líka að dreifsá, en þær spretta fljótt. Þeim er því sáð þjett hvorum innan um aðrar. Þegar hreðk- urnar eru fullsprottnar eru þær teknar upp og þá er hæfilega rúmt um gulræturnar. Nei, Kín verjar eru slungnir". ,,Jeg ímynda mjer að hvítur maður geti gert þetta alveg eins og Kínverji“, sagði Billy. „Það vidðist liggja í augum uppi“, svaraði Gunston, ,,en sannleikurinn er sá að hvíti maðurinn gerir þetta ekki. Kín verjinn ann sjer aldrei hvíldar og hann ann jörðinni heldur aldrei hvíldar. Og svo hefir hann glögt yfirlit um afkomu sína. Hafið þjer nokkurn tíma heyrt getið um að hvítur bóndi hafj bókhald? Þetta gerir Kín- verjinn. Hann vill læra af reynslunni og vita upp á hár hvar hann er staddur. Hann skrifar alt hjá sjer og hann veit upp á hár um kostnað og uppskeru af hverri ekru. Og hann veit hvað markaðsverði líður. Jeg veit ekki hvernig hann fer að því, en hann er fróðari um markaðinn heldur en við umboðsmennirnir. Auk þess er hann þolinmóður, en ekki þrjóskur. Setjum nú svo að honum yfirsjáist. að hann sái einhverju, sem ekki verður seljanlegt nema fyrir lítið. I hans sporum mundi hvítur mað ur verða þrjóskur og ekki vilja selja fyrir hið lága verð, en það gerir Kínverjinn ekki. En af reyrydunni lærir hann hygni, og hann hefir einhver ráð með að bæta sjer tjónið. Jörðin er til þess að græða á henni, Og Kínverjinn ræðst á hana með plórdnn og plægir niður alla hina verðlausu uppskeru og sá- ir einhverju öðru. Og hann hef ir hálfgerða ófreskisgáfu. Um leið og fyrstu spírurnar koma upp úr jörðinni sjer hann hvern ig uppskera muni verða, hvort hún verður góð, miðlings góð eða ljeleg. Og svo kann hann galdur. Hann kann að halda í hemilinn á jarðargróðanum. Hann kann að hraða þroska, eða tefja fyrir honum. alt eftir því hvernig markaðshorfurnar eru. Og þegar honum líkar markaðsverðið, þá er uppskera hans tilbúin að seljast, altaf á heppilegustu stundu“. Þau töluðu lengi við Gunston og eftir því sem hann sagði þeim fleira um Kínverja og jarðyrkju þeirra, því ánægðari var Saxon með upplýsingarnar. Hún efaðist ekki um það að hann segði alt satt. Gallinn var aðeins sá að hún vissi ekki hvernig hún ætti að hagnýta sjer þessar staðreyndir. En þeg ar Gyðingurinn var farinn tók Billy að útlista alt þetta. „Við erum ekki Kínverjar“, sagði hann. „Við erum af hvíta kyninu. Hvenær hefirðu heyrt það að Kínverji hafi gaman að því að koma á hestbak? Aldrei, og hann kann ekki heldur að skemta sjer á annan hátt. Hef- irðu nokkurn tíma sjeð Kín- verja synda út í skerjagarðinn og brimið hjá Carmel — eða berjast, glíma, hlaupa og stökkva vegna þess að honum þyki það gaman? Hefirðu nokk urn tíma heyrt þess getið að Kínverji taki sjer byssu á öxl og gangi allan daginn og komi ánægður heim að kvöldi ef hann hefir fengið eina kanínu? Nei, Kínverjar hugsa ekki um annað en útslíta sjer, vinna baki brotnu frá morgni til kvölds. Svei vinnunni, ef hún er hið eina eftirsóknarverða í þessum heimi. En jeg hefi sýnt það að jeg kann að vinna eins og hver annar. Og hvað hefi jeg haft upp úr því? Nei, Sax- on. jeg hefi lært eitt á þessu ferðalagi okkar og það er að það sem minstu skiftir í lífinu. En væri lífið ekki annað en vinna, þá væri best fyrir mig að ganga út og hengja mig strax. Jeg vil hafa tíma til þess að fara á veiðar og koma á hestbak. Jeg vil ekki vera svo síþreyttur að jeg geti ekki elsk að konuna mína. Hvaða gagn er í því að verða ríkur og græða tvö hundruð og fjörutíu þúsund á einni kartöfluuppskeru? Líttu á Rockefeller. Hann neyðist til þess að lifa á mjólk eingöngu. Jeg má eta nýtt og kröftugt nautakjöt og jeg er svo hraust- ur í maganum að það er sama hvað jeg læt ofan í mig. Nei, þá er það betra en auðæfi að hafa nógan tíma til þess að vera með þjer og skemta sjer með þjer. Hvers virði væri líf- ið, ef jeg ætti þig ekki?“ ,,Ó, Billy, þetta er einmitt það, sem vakti óljóst fyrir mjer“. sagði Saxon. „Jeg hjelt að það væri vitleysa og jeg hefi oft orðið andvaka út af því. Jeg var hrædd um að eitthvað væri að mjer og jeg væri alveg ó- hæf til þess að vera í sveit. Jeg gat sem sje ekki öfundað Portú galana í San Leandro. Mig hef ir aldrei langað til þess að verða eins og þeir, eða Dalma- tiu-mennirnir í Pajaro dalnum. Nei, mig hefir ekki einu sinni langað til þess að verða eins og frú Mortimer. Og nú heyri jeg að þú ert á sama máli. Það sem við leitum að er staður, þar sem við þurfum ekki að vinna alt of mikið og þar sem við getum skemt okkur eins og við þurf- um. Við hættum ekki fyr en við finnum slíkan stað. Of ef við finnum hann ekki, þá höld- Eftir ANNETTE BARLEE V..Í 11. ’ Svo álfarnir röðuðu sjer hlið við hlið, en býflugan stóð fyrir framan þá með skelfing skrítinn svartan kassa í hönd- unum. Hún sagði börnunum að taka eftir flugunni, sem bráðlega mundi koma þjótandi út úr kassanum, og þau störðu og störðu, en auðvitað sást engin fluga, því býflugan var bara að fá krakkana til að standa kyrra. — En svo heyrðist hár smellur, og myndatökunni var lokið, og eldri álfarnir byrjuðu strax að panta myndir. Ljósálfunum þótti kvöldið koma alt of fljótt, og það var ekki laust við að þeir væru hálf súrir á svipinn, þegar máf- arnir komu að sækja þá. En þeir söfnuðu þó saman matar- leifunum og klifruðu upp á bakið á þessum vinum sínum. Og brátt var allur hópurinn kominn heim. Herra Ugla stóð fyrir utan húsið sitt og tók á móti þeim. Býflugan var komin þarna líka, og hún afhenti öllum álf- unum „myndirnar“, sem þeir höfðu pantað. Lilja tók sína ,,mynd“ og hjelt henni undir ljóskeri til að skoða hana, og þú getur gert þjer í hugarlund, hvað hún varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar hún sá bara alls ekki neitt. Hinir Ijósálfarnir urðu líka hálf daufir í dálkinn, þegar þeirra „myndir“ reyndust nákvæmlega eins, en þá tilkynti býflugan öllum álfunum, að þeir hefðu raunar verið ósýni- legir, þegar ljósmyndin var tekin. Svo nú urðu litlu Ijósálfarnir hinir ánægðustu, og þótti þetta ágætur endir á skemtiferðinni, og einn þeirra hengdi jafnvel „myndina" upp í stofunni sinni og skrifaði undir hana: „Ósýnilegur álfahópur". IV. lcafli TÝNDI ANDARUNGINN Bang-bang-bang! Herra Ugla vaknaði og lauk upp hurð sinni. Fálki brjef- beri stóð fyrir utan og hjelt á brjefi undir öðrum vængnum. „Þetta er ábyrgðarbrjef,“ sagði fálki, „svo jeg kom með það eins fljótt og jeg gat. Ef til vill er það frá einhverjum, sem vill að þú hróflir strax upp húsi fyrir sig.“ „Þetta er einkabrjef, að mjer skilst“, svaraði herra Ugla, pr~i ri/rwJ — Haldið, þjer bara áfram, Iæknir. Haldið þjer bara á- fram. ★ Dómarinn: — Þjer stáluð eggjum úr verslun þessa manns þarna. Hafið þjer nokkra afsök un? Hinn ákærði: — Já. það var hræðilegur misskilningur. Dómarinn: — Hvernig þá? Hinn ákærði: — Jeg hjelt að þau væru ekki fúl. ★ Kennarinn: — Geturðu sagt mjer eitthvað um vísindamenn 17. aldarinnar? Nemandinn: — Þeir eru allir dánir. ★ — Mamma, eiga svínin börn? — Auðvitað, en af hverju spyrðu að því? — Það sagði mjer einhver að þau ætti lítil svín. — Jeg fór til læknisins, sem þú vísaðir mjer á. — Sagðirðu honum að jeg hefði sent þig? •— Já, jeg gerði það. — Hvað sagði hann við því. — Hann ljet mig borga fyr- irfram. ★ Hún: — Er það satt, að þú hafir sagt í boðinu hjá vini þín um í gær, að jeg væri bæði sjónlaus, heyrnarlaus og vit- laus? ★ Maðurinn (um leið og hann stóð upp í strætisvagni fyrir ungri stúlku): — Afsakið. Stúlkan (um leið og hún sett ist): — Jeg sagði ekkert. Maðurinn: — Mjer þykir það leitt, en mjer heyrðist þjer segia: Þakka yður fyrir. ★ Jakob litli: — Mamma, sjáðu manninn, sem situr þarna, hann hefir ekki eitt einasta hár á höfðinu. Móðirin: — Uss, hann getur heyrt til þín. Jakob: — Veit hann það ekki sjálfyr. s = BERGUR JÓNSSON hjeraðsdómslögmaður 1 i Málflutningsskrifstofa: i Laugaveg 65, ncðstu hæð. | | Sími 5833. i Heima: Hafnarfirði. Sími | | 9234. | uiiiiiiiiiiiiimmiiiiimimitmimiiiimiiiiiiiiiimiiiiiis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.