Morgunblaðið - 08.01.1948, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 8. janúar 1948
H. K. R. R.
í. S. í.
í. B. R.
Hraikepni í handknattleik
Laugardaginn 17. og sunnud. 18. þ. m; fer fram að Há-
logalandi hraðkeppni í h'andknattleik fyrir fjelög innan
Reykjavíkur.
Keppt verður í meistara-, öðrum- og þriðja flokki karla
og meistara- og öðrum flokki kvenna. Leiktími verður sá
sami og á síðasta Reykjavíkurmóti.
Þau f jelög, sem taka ætla þátt í keppninni, sendi þátt-
tökutilkynningar sínar ásamt þátttökugjaldi kr. 10.00 fyrir
hvern fíokk til handknattleiksráðs Reykjavíkur fyrir mánu
daginn 11. þ. m.
H. K. R. R. #
LKYNIMING
tið verslana
Vioskiptanefndin vill ítreka tilkynningu verðlagsstjóra,
&nr. 5, 1943, þar sem smásöluverslunum er gert að skyldu
að verðmerkja hjá sjer allar vörur, þannig að viðskipta-
menn þejrra geti sjálfir gengið úr skugga um, hvert sje
verðið á þeim. í smásöluverslunum öllum skal hanga skrá
um þær vörur, sem hámarksverð er á og gildandi hámarks-
verðs og raunverulegs söluverðs getið. Skal skráin vera
á stað, þar sem viðskiptamenn eiga greiðan aðgang að
henni. Jafnan skal og getið verðs vöru, sem höfð er til
sýnis í sýningarglugga.
Þeir sem eigi hlíta fyrirmælum auglýsingar þessarar,
verða tafarlaust látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt.
Reykjavík, 7. janúar 1948.
XJedlacfóó tjónvm
^®xíx?x®x®x$>^x®xS><Sx®x$*$x$x$>^<8x$<$xSxSx@x$x?><$^<$x$^x$x®^<^$x^S><^<^x$><®^?
Vinnuveitendafjelag (slands
vill hjer með vekja athygli fjelagsmanna sinna á ákvæð-
um 12. gr. laga um dýrtíðarráðstafanir, nr. 128, 29. des.
1947, en þar segir svo m. a.:
„Hvarvetna þar, sem fjárhæð starfslauna eða annarra
greiðslna er miðuð við verðlagsvísitölu samkvæmt lögum,
samningum eða á annan hátt, má ekki miða verðlagsupp-
bót við hærri vísitölu en 300, meðan lög þessi eru í gildi.“
Samkvæmt þessu lagaboði er öllum vinnuveitendum ó-
heimilt að greiða starfsmönnum verðlagsuppbót á laun
sín í janúarmánuði 1948 og framvegis, meðan lögin eru
í gildi, eftir hærri vísitölu en 300.
" „ Reykjavík, 7. janúar 1948
'LÁnnuueitenclaj'jeiacj ^Jóíantló
^»^x$x$x$>^><®^><$x$^x$x$>^x$x$x$x$^x$^x$^xSx$x®x$x$x$x$x$x$x®x®x®x$>^x$<®^x$x$x$x
TILKVNMIMG
til sjómanna frá Fœöiskaupendaf jelagi Reykjavíkur.
Að gefnu tilefni viljum við benda sjómönnum á, að næsti
matsölustaður við bátahöfnina er mötuneyti vort í Kamp
Knox. Þar fáið þjer hollan og góðan mat alla daga, ein-
stakar máltíðir á kr. 8.00. í mötuneytinu er les- og tafl-
stofa ásamt ritföngum til brjefaskrifta. — Sjómenn, legg-
ið leið yðar í mötuneyti vort.
Fœðiskaupendafjelag Reykjavíkur.
BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUISRLAÐIISU
3x$xJx$*$x$x$x$x$<^$x$x$x$<$*$*$«x®k$>^3x8xÍx$x$x$x$x$x$*$x$x$<$*$*$<Sx$<$x$xSxSx$*$x$*Sx$<$xSx$X}X$x$*Sx$*Sx$x$x$>$x$xSx$x$x$xSx$x$k$x$*®^
TILKYNNING
frá Skattstofu Reykjavíkur
Með tilvísun til skattalaganna nr. 6/1935, laga um eignakönnun nr. 67/1947 og
reglugerðar um eignakönnun frá 26. nóv. 1947 er sjerstaklega vakin athygli á eftir
farandi atriðum varðandi skattframtal 1948 og eignakönnunarframtal í Reykjavík.
1. Atvinnurekendur og stofnanir í Reykjavík og aðrir, sem hafa haft launað
starfsfólk á árinu, eru ámintir um að skila launauppgjöfum til Skattstofunnar í
síðasta lagi þ. 10. þ. m., ella verður dagsektum beitt. Launaskýrslum skal skilað
í tvíriti. Komi það í ljós að launauppgjöf er að einhverju leyti ábótavant, s. s.
óuppgefinn hluti af launagreiðslum, hlunnindi vantalin, nöfn eða heimili launþega
skakkt. tilfærð, eða heimilisföng vantar, telst það til ófullnægjandi framtals, og
viðurlögum beitt samkvæmt því. Við launauppgjöf til giftra kvenna skal nafn eig-
inmanns tilgreint.
Sjerstaklega er því beint til allra þeirra, sem fengið hafa byggingarleyfi og því
verið sendar launaskýrslur, að standa skil á þeim til Skattstofunnar, enda þótt
þeir hafi ekki byggt, ella mega þeir búast við áætluðum sköttum.
Á það skal bent að orlofsfje telst að fullu til tekna. Um launauppgjöf sjómanna
athugist, að áhættuþóknun er öll skattskyld, en fæði sjómanna, sem dveljast f jarri
heimili sínu, telst eigi til tekna.
2. Skýrslum um hlutaf je og arðsúthlutanir hlutaf jelaga ber að skila til Skatt-
stofunnar í síðasta lagi h. 10. þ. m,
3. Skattframtali fyrir árið 1948, sem jafnframt er eignakönnunarframtal, ber
að skila til Skattstofu Reykjavíkur í síðasta lagi 31. jan. næstk. Hefur Skattstofan
ekki rjett til þess að veita lengri framtalsfrest, hvorki einsaklingum nje fyrirtækj-
Um, nema með sjerstakri heimild framtalsnefndap, ef sjerstaklega stendur á.
Ákvarðanir varðandi slíka heimild munu eigi teknar fyrr en undir lok þessa mán-
aðar, en þegar er ákveðið að sett verða mun þrengri takmörk fyrir frestveitingum
en áður hefur tíðkast.
Er því þeirri aðvörun beint til allra framteljenda, einstaklinga, fyrirtækja, fje-
laga og stofnana, að skila skattframtali fyrir næstu mánaðamót, eða reynist það
ókleift, að gera ráðstafanir til þess að það geti orðið sem fyrst eftir lok mánaðar-
ins. m
4. Allir einstaklingar, sem náð hafa 16 ára aldri á framtalsdaginn/ þ. e. 31. des.
1947, eru framtalsskyldir, eins þótt þeim hafi ekki borist skattframtal eða þott
eign þeirra sje ekki svo mikil að skattskyldu nemi. Undanþágur frá framtali, sem
veittar hafa verið sjúklingum, gamalmennum, öryrkjum, styrkþegum o. fl., eru úr
gildi fallnar, og hvílir sú skylda á þeim, eða forráðamönnum þeirra án undantekn-
ingar, að útfylla eignakönnunarframtal.
5. Ef börn innan 16 ára aldurs eiga einhverja eign, skal einnig senda sjerstakt
framtal fyrir þau, ef barnið hefur öðlast eignina fyrir 1. sept. 1946, eða hefur
sjálft aflað fjárins. Að öðrum kosti teljast eignir barns á framtali foreldra.
6. Þeim, sem hafa í huga að njóta aðstoðar Skattstofunnar við að útfylla fram-
tal skal á það bent, að útfærsla framtalsins tekur nú lengri tíma en verið hefur. Er
fólki'því ráðlagt að koma sem fyrst til að láta útfylla framtölin, en geyma það
ekki til loka mánaðarins, þegar ösin er orðin svo mikil, að bið verður á afgreiðslu.
Þess er krafist af þeim, sem vilja fá aðstoð við útfyllingu framtalsins, að þeir
hafi meðferðis öll nauðsynleg gögn til þess að framtalið verði rjettilega útfylt,
og ennfremur, aö þeir hafi áöur lokiö nafnskráningu á innstœðum sínum.
7. Auk allra fjelaga og stofnana, sem skattskyld eru eftir skattalögunum, eru
nú einnig framtalsskyldir hverskonar sjóðir, f jelög og stofnanir, bú, sem eru undir
skiptum og aðrir ópersónulegir aðilar, sem einhverja eign eiga, enda þótt þeir reki
ekki atvinnu eða njóti skattfrelsis að lögum. Öllum slíkum aðiljum ber því að
senda Skattstofunni, í síðasta lagi 31. jan. næstk., skattframtal ásámt reikningum
um tekjur sínar og gjöld á árinu 1947 og eignir og skuldir á framtalsdegi.
8. Þess er krafi9t, að fyrirtæki og einstaklingar, sem vörubirgðir eiga, skili til
Skattstofunnar í síðasta lagi 14. þ. m., skrá um vörubirgðir sínar h. 31. des. 1947.
Skal birgðaskráin sundurliðuð og tilgreint kostnaðarverð og magn á hverri ein-
stakri vörutegund, en heildarsamtals þarf ekki að vera fundin. Sje vörubirgðaskrá
ekki skilað á rjettum tíma telst það til ófullnægjándi framtals, og viðurlögum beitt
samkv. því.
9. Að gefnu tilefni er fram tekið, að Skattstofa Reykjavíkur annast ekki ura’
neinar skrásetningar á innstæðum eða verðbrjefum. Skrifstofa framtalsnefndar,
Lindargötu 9, annast í umboði Skattstofunnar um skráningu innlendra handhafa-
verðbrjefa og ennfremur um nafnskráningu á innstæðum þeirra, sem heimilisfastir
eru í Reykjavík, en eiga innstæður í lánsstofnunum utan umdæmisins. Ber því að
snúa sjer þangað með slíkar verðbrjefatilkynningar og innstæðuyfirlýsingar.
10. Framteljendum er bent á að kynna sjer sem rækilegast hið nýja framtals-
form, svo að þeir geti útfylt það sem rjettast, og sem minnst þurfi að ónáða þá
með fyrirspurnum eða kvaöningum eftir á. Ennfremur að veita athygli á refsi-
ákvæðum 18. og 19. gr. laga um eignakönnun, en þau hljóða þannig:
18. gr.: „Nú skýrir maður af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt frá
eignum sínum á hinu sjerstaka framtali samkvæmt þessum kafla, og
skal þá eign sú, sem hann þannig dregur undan, falla óskipt til ríkis-
sjóðs.
19. gr.: Hver sá, sem af ásetningi gefur rangar, villandi eða ófullkomnar
uþplýsingar um eignir sínar á hinu sjerstaka framtali, svo og hver
sá, sem af ásetningi lætur undan fallast að telja fram á rjettum tíma,
skal sæta sektum alt að 200.000.00 krónum. Sömu refsingu skal sá
sæta, sem gerist sekur um hlutdeild í slíku broti.“
Skattstjórinn í Reykjavík