Morgunblaðið - 09.01.1948, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. janúar 1948
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjalú kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Vonbrígði komm únista
ÞJÓÐVILJAMENN eru úrillir þessa daga. Verðlagið hefur
lækkað í landinu. Verðbólgan hefur verið stöðvuð, a. m. k. í
bili.
Fyrir áramótin flutti blað kommúnistanna þann boðskap
. daglega, að aldrei hefði verri stjórn verið á Islandi en sú sem
nú situr. Nú ætluðu erindrekar hins austræna valds að sýna
ríkisstjórninni í tvo heimana. Ókvæðisorðin voru svo mikil að
þau urðu gersamlega máttlaus.
★
Brynjólfur Bjarnason hafði tilkynt á fundi að verðlags-
vísitalan myndi hækka upp í 350. Það var von hans, og
fjelaga hans. Þá hefði mikið unnist fyrir kommúnistana, ef
svo hefði farið. Þeir vilja að dýrtíðin verði sem mest.
Með því að spenna upp dýrtíðina, hugsa þeir sjer að geta
fyrr eða síðar komið hjer á stöðvun framleiðslunnar og at-
vinnuleysi. Það er keppikefli þeirra. Sem alveg eðlilegt er.
Þeir vilja núverandi þjóðskipulag feigt. Hata það. Þeim ^r
sagt að eyðileggja það. Ekki til þess að Islendingum vegni
betur. Þvert á móti. Heldur til þess að þjóðin missi sjálf-
stæði sitt, verði ósjálfbjarga, komist í þrot. Eins og ýmsar
þjóðir hafa komist, á síðustu og verstu tímum. Sumpart fyrir
tilverknað kommúnista, sumpart af öðrum ástæðum.
★
Kommúnistar þykjast vilja að fólkinu í landinu vegni vel.
Alt sem þeir segja um það er falsið helbert. Því þeir hafa
sýnt og sannað.að þeir vilja hið gagnstæða. Alveg eins hjer
á landi sem annarstaðar í heiminum. Alstaðar er stefnan
hin sama. Að eyðileggja sem mest, til þess að þeir geti bygt
upp sitt ríki á rústum þeirra þjóðfjelaga sem hrunin eru.
Þeir gerðu sjer vonir um, að verðbólgan væri komin á
það stig að atvinnuleysið gerði alvarlega vart við sig hjer
í vetur. En þessi von þeirra brást. Eins og margar aðrar
vonir, sem þeir hafa alið í brjósti, um ófarir þjóðarinnar.
Nú gera þeir sjer í hugarlund að þeir hafi komið dýrtíð-
inni a. m. k, svo langt áleiðis, að atvinnan dragist saman í
ýmsum iðngreinum. Því framleiðslan hafi átt svo erfitt upp-
dráttar, að gjaldeyrisskorturinn geri ókleift, að afla þeirrar
efnivöru, sem iðnaðurinn þarf, til þeSs hann geti haldið áfram
í sama mæli og áður.
★
Þeir þykjast vilja styðja iðnaðinn í landinu. En það er
blekking. Og getur ekki annað verið. Því sömu menn sem
vilja eyðileggja núverandi þjóðfjelagsskipun í landinu, þeir
geta ekki samtímis viljað að neinar atvinnugreinar blómgist.
Tilraunirnar, sem gerðar eru til þess að stöðva verðbólguna
miða á hinn bóginn að því að styðja iðnaðinn, sem aðra
atvinnuvegi í landinu. Stöðvist framleiðslan, þá er búið með
allan innflutning á efnivörum til iðnaðar, sem á öðru, er
landsmenn þurfa á að halda frá útlöndum.
Þetta eru landsmenn farnir að skilja til fulls. Þessvegna
eru þeir í vondu skapi sem í Þjóðviljann skrifa. Þeir sjá að
meginþorri landsmanna er farinn að nefna starfsemi komm-
únistanna með rjettu nafni. Þeir finna kuldann, sem andar
gegn þeim úr öllum áttum. Þeir skynja að ófarir flokks-
bræðra þeirra á meginlandi álfunnar, hafa orðið til þess að
almenningur hjer veit nú, að framtið þjóðarinnar veltur
að miklu leyti á því, að völd kommúnistanna verði engin á
næstu árum.
kr
Stjórnmálaflokkar hjer á landi munu halda áfram að hafa
mismunandi skoðanir á ýmsum málum. Og hver berjast fyrir
sinum málstað. En þeir sem vilja að Islendingar njóti frelsis
cg framfara, og þeirra gæða, sem land og haf geta búið
Islendingum, þeir verða sammála um, að erindrekar hins
austræna einveldis verða að vera alveg út af fyrir sig. Þvi
enginn sannur frjálshuga Islendingur getur stutt þann flokk,
sem selt hefur sjáifan sig á leigu, erlendu herveldi, er teygir
riú arma sína lengra og lengra til þeirra heimsyfirráða, er
að því miða, að útþurka alt persónufrelsi í heiminum.
iverji óhrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Striplingurinn.
MÖNNUM ER TÍÐRÆTT um
nakinn mann, sem hefir sjest
striplast um Holtin og Hlíðarn-
ar hjer í bænum í vetur, eftir
að skyggja tekur á kvöldin. Sög
urnar af þessum bera manni
hafa skelft marga og það svo
að jafnvel lögreglan er eins og
á nálum. Minnir þetta helst á
söguna hans Kiplings um tígris
dýrið, mannætuna, sem gerði
mestan usla í indverska þorp-
inu og allir óttuðust meira. en
þann vonda sjálfan.
•
Hann er kvensterkur.
ÞRIGGJA ÁLNA langir lög-
regluþjónar hafa kómið auga
á paurinn, en ekki vogað að
leggja til atlögu við hann, einn
og einn í einu, enda höfðu þeir
ekki nema jeppa einn að vopni
og handjárnin í bakvasanum.
Það er aðeins eirí kona, sem
hefir haft þrek til að leggja til
atlögu við þenna ókurteisa og
ægilega stripling. En það eitt
hefir sannast, við þau átök, að
sá beri er kvensterkur, því
hann reif sig lausan frá stúlk-
unni og hvarf fyrir næsta hús-
horn,
•
Nú eru góð ráð dýr.
ÞAÐ ER AUGLJÓST mál, að
ekki dugar að hafa nakinn
mann á almannafæri 1 siðuðu
bæjarfjelagi og því eru góð ráð
dýr. að handsama piltinn. Lög-
reglan dugar ekki, að minsta
kosti ekki nenja hún fylki liði.
Þá er ekki eftir nema Slysa-
varnafjelagið, eða skátarnir,
sem hægt er að grípa til svona
fyrirvaralaust.
Og eitthvað verðuj'að gera.
•
Þyrfti að skipa nefnd.
BORGARARNIR vilja ekki
hafa alsberan mann á flækingi
til að hræða konur og börn, eft
ir að skyggja tekur á kvöldin.
Það verður ekki sjeð, að hægt
sje a_ð gera annað en að setja
málið í nefnd og skipa sjerstak
an hershöfðingja til þess að
leggia á ráðin með hvernig
handsama eigi þann nakta. Og
þegar það hefir tekist þarf að
færa hann í föt og segja honúrn
agð halda sig í þeim í stað þess.
að gera alt vitlaust með því að
hræða taugaóstyrkar konur og
lögregluþjóna.
En hvað ætli hann geri ann-
ars við skömtunárseðlana sína,
sá beri?
»
„Hvcr ei^ ber að
baki ....
í PALÍSTÍNU og öðrum lönd
um, þar sem óeiröir geisa og
hætta er á ferðum er það sið
ur lögreglu og herliðs, að fara
saman fleiri í hóp urti göturnar.
Þá aðferð ætti lögreglan okk
ar að taka upp á meðan sá beri
gengur laus í bænum. Því enn
sannast hið fornkveðna, að
hver er ber að baki nema sjer
bróður eigi.
En sleppum öllu gamni-. Það
verður að handsama bera mann
inn, þótt sleipur sje og það fyr
en síðar, ef lögreglan á að halda
virðingu sinni og bæjarbúar ró
sinni.
•
Á síðustu stundu.
ÍSLENDINGUM er eitthvað
betur gefið, en að fara eftir
lögum og reglum. Það sjest
best á peningainnkölluninni.
Furðanlega margir hafa geymt
það fram á síðustu stundu, að
fara með fje sitt til skifta í
bönkunum.
Landsbankinn hafði komið
því svo fyrir, að hægt hefði
verið að skifta peningunum fyr
irhafnarlítið. Hann fjekk barna
skólana fyrstu daga ársins til
þess að forðast troðning og ó-
þægindi. En menn notuðu sjer
ekk: alment af þessum þægind
um, heldur geymdu fram á síð-
ustu stundu að koma með pen-
inga sína og afleiðingin er sú,
að síðustu dagana hefir verið
svo mikil ös í bönkunum, að
menn hafa orðið að bíða
klukkustundum saman til þess
að fá sig afgreidda. _
I dag er síðasti dagurinn,
sem gömlum seðlum er skift
fyrir nýja og- það má mikið
vera, ef einhver situr ekki eft-
ir rmð gamla og -ónýta seðla
fvrir einberan trassaskap. En
það jr mátulegt á þá.
»
Eitt höfum við, lært.
EN EITT HÖFUM við lært
á síðari árum, sem var óþekt
hjer fyrir stríð, en það er að
standa þegjandi í röð og bíða
eftir að röðin komi að manni.
En við höfum líka fengið æf-
inguna. Þáð er biðröð við kvik-
myndahúsin, biðröð við að ná í
skömtunarbækur, mjólkina og
brauðin.
Nú kemur það varla fyrir, að
menn reyni að trana sjer fram
fyrir biðröð, en hjer áður fyr
tróðust allir hver, sem betur
gat, sjálfum sjer til skammar
og öðrum til leiðinda.
•
Ölnbogaskot.
EN ÞÓTT menn hafi nokk-
urnveginn lært að halda sinni
röð, þá er ekki þar með sagt,
að allir hagi sjer og vera ber
í margmenni. I hljeum í kvik-
myndahúsunum safnast menn
saman í göngum og anddyrum
til að reykja sigarettur, jótra
sælgæti og sýna sig og sjá aðra.
Og þar er ekki verið með
neina hæversku. Ungir, sem
gamlir æða blint inn í þvöguna
og ölnboga sig áfram til að kom
ast leiðar sinnar. Verstir eru
ungjingarnir með þetta, en jafn
vel tískudömur og stroknir og
fínir herrar með drifahvítt um
hálsinn moka sig gegnum mann
hafið með höndum og fótum,
án þess að líta til hægri nje
vinstri og eins og þeir hafi ekki
hugmynd um, að það er til orð,
sem heitir afsakið, eða fyrirgef
ið. Þau orð eru augsýnilega
ekki til í þeirra orðabók.
; MEÐAL ANNARA ORÐA ....
------— J EftirG.J.Á. ' . - ----—— »
Herkur stjórnmálamadur
ROBERT SCHUMAN, forsæt
isráðherra Frakklands, hefir
vakið á sjer alheimsathygli
með aðgerðum sínum undan-
farnar vikur. Það var honum,
sem auðnaðist að sigrast á verk
fallsaðgerðum kommúnista, og
það er hann, sem nú hefir lagt
fyrir franska þingið margskon-
ar frumvörp, sem miða að því
að minka dýrtíðina í Frakk-
landi.
Blaðið hefir fengið eftirfar-
andi upplýsingar um þennan
merka stjórnmálamann:
• •
Tryggur fylgismaður.
Schuman er vafalaust sá
franskur stjórnmálamaður, sem
einna best er til þess fallinn að
bera sáttarorð milli andstæð-
inga. Atburður, sem gerðist 5.
desember 1939, mun sýna þetta
betur en langar lýsingar. Dala-
dier var að biðja franska þing
ið um aukin völd handa stjórn
sinni, en fjárhagsnefnd þing's-
ins var þvi mótfallin. R. Schu-
man var þá framsögumaður
nefndarinnar og var falið að
tala gegn Daladier. Gerði hann
það af festu, en þó kurteislega. |
Daladier svaraði honum, sat
við sinn keip og krafðist loks
traustsyfirlýsingar af þinginu.
Þá stóð Schuman upp úr sæti
sínu og sagði:
„Sem framsögumaður fjár-
hagsnefndar varði jeg Breyting-
artillögu, sem jeg hugði betri
en tillögu stjórnarinnar, en nú
er komið fram nvtt atriði:
traustsyfirlýsingin. Við eigum í
stríði. Jeg mun ekki gera neitt,
Robert Schuman.
sem túlkað verði sem fjandskap
ur nje jafnvel tortryggni í garð
þeirrar stjórnar, sem ábyrg er
fyrir örlögum föðurlandsins.
Sem þingmaður mun jeg þvi
greiða atkvæði gegn breyting-
artillögú minni“.
Löng þingseta.
Margt fleiri hefir orðið til
þess, að Schuman hefir áunnið
sjer virðingu landa sinna. Segja
má, að í kjördæmi sínu eigi
hann einungis andstæðinga, en
enga fjandmenn. Hann hefir
verið kosinn í sama kjördæm-
inu á þing síðan 1919. Fyrir
styriöldina var hann í stjórn-
málaflokki (parti démocrate
populaire), sern að vísu var fá-
mennur, en vel skipulagður, og
átti á að skipa merkum mönn-
um.
í mars 1940 varð Schuman
ráðherra í stjórn þeirri, sem
Paul Reynaud var fyrir. í júlí
sama árs varð hann fangi Þjóð
veria og var í fyrstu í ströngu
haldi hjá þeirn. Einu sinni var
horuun lieitið merra frelsi, ef
hann lofaði því að reyna ekki
Frh. á bls. 8.