Morgunblaðið - 17.01.1948, Qupperneq 8
8
MORGV NBLAÐIÐ
Laugardagur 17. janúar '1948Í
Stálþráðarsamtalið við
Bjargar-menn
Hr. ritstjóri:
FYRRA miðvikudag birtist I
Morgunblaðinu greinarstúfur und
ir fyrirsögninni: „Fáránlegar
spurningar í viðtali útvarps-
manns við skipbrotsmennina“.
Höfundur nefnir sig „útgerðar-
mann“. Tilefni greinarstúfsins er
viðtal, sem tveir starfsmenn út-
varpsins áttu við formanninn á
m.b. Björg. *
Með því að greinarhöfundur
virðist ekki hafa fylgst sem
skyldi með samtalinu, eða að
minnsta kosti misskilið sumt,
þykir mjer rjett að birta orð-
rjettan kafla úr því, ef vera
kynni að það opnaði augu hans
fyrir sannleikanum.
„trtgerðarmaður“ segir:
„Frjettamaðurinn margþýfgaði
skipbrotsmennina um hvort þeir
hefðu ekki skemmt sjer meðan
á hrakningunum stóð.“ Hjer er
mjög hallað rjettu máli, eins og
sjá má við samanburð á kafla
þeim, er hjer fylgir:
Stefán: Stukkuð þið um borð?
(I þýska togarann).
Form.: Stukkum um borð, já.
Pjetur: Ykkur hefir verið vel
tekið þar? Var það ekki?
Form.: Jú, prýðilega, eftir
bestu getu hjá þeim.
Pjetur: Hafa þeir ljelegan kost
kannske?
Form.: Nei — ja, þeir hafa
voðalega lítið af öllu, en þeir
eiginlega tóku matinn frá sjer
handa okkur, til þess að við
fengjum nóg og vjeku úr rúmi
frá okkur líka.
Pjetur: Það hefir náttúrlega
ekki verið þur þráður á ykkur
þegar þið komuð?
Form.: Nei, við vorum eigin-
ega blautir allan tímann, frá því
fyrsta alltaf.
Stefán: Og enginn svefn þarna?
Form.: Nei, það var orðinn
IV2 sólarhringur sem nokkur
okkar hafði lagt okkur, þegar
við sáum togarann.
Stefán: Orðnir slæptir. Var það
ekki?
Form.r Jú.
Pjetur: Gátuð þið gert ykkur
nokkuð til gamans um borð?
Hjer virðist „útgerðarmaður"
halda að jeg hafi átt við vjel-
bátinn, en eins og sjá má af of-
angreindu snýst talið um dvöl
þeirra fjelaga um borð í þýska
togaranum.
Var ekki ástæða fyrir sjómenn
ina til að gleðjast yfir björgun-
inni? Hafði ekki allur landslýður
haldið jól og fagnað komu ársins
meðan þessir ungu menn hrökt-
ust meðfram ströndum landsins?
Var það goðgá að spyrja þá hvort
þeir hefðu getað gert sjer eitt-
hvað til gamans, er þeir voru
komnir um borð í togarann?
Vissulega var björgunin sjálf
mesta gleðiefnið, — en samt sem
áður, leiðin til hafnar var löng
og er þangað kom varð bið á því
að þeir kæmust í land.
Enn segir „útgerðarmaður":
„spurði hann hvort mennirnir
hefðu ekki sagt hvor öðrum sjó-
mannasögur“.
Þetta er tilhæfulaust.
Jeg sagði, til árjettingar því
sem formaðurinn hafði sagt: Sc*n
sagt þið hafið haft um annað að
liugsa, pn að stytta ykkur stundir
með sjómannasögum eða þvíum-
líku.
..Útgerðarmanni" er velkomið
að hlusta á samtal þetta og ganga
úr skugga um að þannig var til
orða tekið, en ekki eins og hann
segir frá.
„Útgerðarmaður“ ásakar okk-
ur fyrir að hafa ekki látið það
koma fram í samtalinu „að tog-
arar þeir sem ekki sinntu um að
aðstoða skipbrotsmennina, þrátt
fyrir neyðarmerki þeirra voru
erlendir“.
Jeg hjelt satt að segja að eng-
inn ætlaði íslenska togaraskip-
stjóra þau fúhnenni að sigla frá
löndum sínum (eða öðrum) er
þeir væru í augljósri hættu, án
þess að hirþa um að veita hjálp.
Hið eina sem rjett er í grein
,,útgerðarmanns“ er það, að sam-
talið hafi verið illa undirbfnð.
Til þess lágu ýmsar orsakir.
Það sem fyrir okkur vakti var
fyrst og fremst það, að láta ást-
vinum þeirra í tje frjettir frá
fyrstu hendi, en eins og kunnugt
er var símasambandslaust við
Djúpavog þessa daga og var þetta
eina leiðin. Jeg vona að ættingjar
piltanna hafi haft einhverja gleði
af því að heyra þá sjálfa tala, og
eins fyrir þa.ð þótt samtalið hefði
mátt takast betur, en það skal
fúslega viðurkennt.
Pjetur Pjetursson.
ATIIS.:.
Misskilningur ,,útgerðarmanns“
útaf samtaiinu af stálþræðinum,
var eðlilegur. Enda mun hann
ekki hafa verið einn um það að
skilja spurningarnar svo; sem
hann gerði, að átt væri við dvöl
sjómannanna í fiskibátnum, en
ekki í togaranum. Misskilningur
þessi stafaði af því, að tveir menn
voru við spurningarnar, einsog
fram kemur í hinum tilvitnaða
kafla hjer að ofan, og var annar
að tala. um togarann, er hinn
vjek máli sínu að hrakningunum
í vjelbátnum.
Þetta staðfestir ummæli Pjet-
urs Pjeturssonar um það, að sam-
talið var illa eða ekki undirtíúið.
Ætti sú reynsla sem hjer fjekkst,
að vera Utvarpinu til leiðbein-
ingar um það framvegis að vanda
betur til samtala, sem tekin
kunna að vera á stálþráð, til út-
sendingar.
Er með því útrætt um þetta
mál hjer. — Ritstj.
Fimmmínúfna krossgáfan
SKÝRINGAR
Lárjett: — 1 líkamshluti —
6 verkfæri — 8 fjall — 10 dýra
mál — 11 öfl — 12 saman —
13 eins — 14 fytir utan — 16
þerra.
Lóðrjett: — 2 verkfæri ’— 3
gin — 4 eins og 12 — 5 grefur
— 7 faratæki — 9 knæpa — 10
sjór — 14 tvíhljóði — 15 eins.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 frökk — 6 óma
— 8 na. — 10 ee — 11 afurðir
— 12 ti. — 13 nr. — 14 leg —
16 magra.
Lóðrjett: — 2 ró — 3 ömur-
leg — 4 K. A. — 5 Snati — 7
herra — 9 afi — 10 ein — 14
la — 15 gr.
— Leyniskialið
Frh. af bls 1.
1. ÚtbreiSa áróður gegn Mars-
halláætluninni
2. Sýna fram á að verkföll í
lýðræðisríkjunum í Vestur-
Evrópu þýði úreltingu þjóð-
skipulagsins, sem þar ríkir
og
3. Gefa skýrslur um hve mikl-
ar framfarir hafi orðið í
Austur-Evrópu síðan komm
únistar fengu völd.
„Listin að koma af stað
borgarastyrjöld“.
„Það ber að notfæra sjer sem
best allt það gegn Vestur-
Evrópu sem andkommúnistar
hafa sagt. Með áróðrinum höld-
um við verkamönnunum sam-
an og „Cadres“ þ e. a. s. fastir
flokksmenn sem vinna að skemd
arverkum innan annarra flokka
hafa fullt leyfi til ákvarðana og
ber að hlýða skipunum þeirra
tafarlaust.. Ein af aðalkenning-
um Lenins var alþýðuáróður og
að sá sem kynni með hann að
fara myndi ekki mistakast að
koma af stað horgarastyrjöld“,
segir í þessu furðulega leyni-
skjalj til kommúnista.
Nýtt veðurathugunarskip
LONDON: — Bretar eru nú að
undirbúa nýtt veðurathugunar-
skip sem verður á Atlantshafi. —
Eru nú fjögur slík skip, þar sem
Bretar eiga.
Tveir menn siasasl
í árekslri
UM hádegisbilið í gær, var
slys á gatnamótum Sigtúns og
Laugarnesvegar. Þar rákust
tveir bílar á, með þeim afleið-
ingum að tveir menn sem í
öðrum bílpum voru hlutu
meiðsl og voru fluttir í Lands-
spítalann.
Bíllinn, sem mennirnir tveir
voru í, Austin 4ra manna R-
2763, kom niður Laugarnesveg
en hinn bíllinn sem var strætis-
vagninn R-2782, kom akandi
austur eftir Sigtúni. Á gatna-
mótunum ók Austin bíllinn á
hægri hlið strætisvagnsins. Bíl-
stjórinn á strætisvagninum
hafðj tekið eftir því hvað verða
vildi og reyndi hann eftir mætti
að forða árekstrinum og við
það ók hann vagninum út af
veginum en þar sat vagninn
fastur. Varð hann fyrir nokkr-
um skemdum Lit,b bíllinn lagð
ist bókstaflega saman við á-
reksturinn og mennirnir tveir
sem í honum voru skrámuðust
talsvert. Voru þeir fluttir í
Landsspítalann í bíl er bar þar
að. I spítalanum var gert að
sárum þeirra en síðan fóru þeir
heim til sín.
Súlgarar beifa
Tyrkneskainn-
ffyfjendur ofbeldS
Ankara í gærkvöldi.
FREGNIR hafa borist um að
Tyrkjum, sem búa nærri landa-
mærum Grikklands og Búlgaríu,
hafi verið all-mjög misþyrmt af
búlgörskum yfirvöldum. Hafa
að minnsta kosti 1500 Tyrkir
verið fluttir nauðugir í námu-
vinnu og sumir verið settir í
þrælkunnarvinnu. Segir í fregn-
inni að ofsóknir þessar sjeu
mjög vel skipulagðar af búlg-
örskú stjórninni.
IlSöð í Ankara halda því fram
að brottflutningur Tyrkja frá
landamærunum sje fyrirboði
þess að Búlgarar flytji her þang
að til þess að hjálpa grísku upp •
reisnarmönnunum. Enn er ekki
vitað um hvaða ráðstafanir
tyrkneska stjórnin muni gera
gegn þessu, en það þykir lík-
legt að málið verði kært fyrir
Öryggisráði Sameinuðu þjóð
anna. — Reuter.
Frelsi Koreu
SEOUL: Þúsundir manna hyltu
Koreunefndina er hún kom hjer
í dag. Talsmaður nefndarinnar
sagði að frelsi Koreu væri aðal-
takmark nefndarinnar og myndi
brátt nást.
—Undirbrniingur j
Hilaveilunnar
Frh. af bls. 2.
rúmsins vegna verður það ekkl
gert hjer.
Samhliða skýrslusöfnun þess-
ari var safnað sýnishornum af ofn
um og pípum.
Hinn 11. mars 1946 skipaði borg
arstjóri þá Ásgeir Þorsteihsson
verkfr., Steinþór Sigurðsson mag.
og Jóhannes Zoega verkfr. í
nefnd til þess að rannsaka og
finna ráð við þeirri eyðingu og
ofnasöfnun sem farm hefir komið
í leiðsjum og ofnum, sem hita-
veituvatn hefir runnið um.“
Skýrsla þeirrar nefndar birt-
ist á öðrum stað og er henni því
sleppt hjer.
Vísir og ofar í Blöndals-
pakkhúsi
Að lokum örfáar upplýsingar
vegna árásar dagblaðsins Vísis á
hitaveituna undanfarna daga í
sambandi við stíflaða ofna í
Blöndalspakkhúsi.
Síðustu dag’ana hefi jeg fengið
sýnishorn af tveim miðstöðvar-
ofnum af. hitaveitusvæðinu er
sprungu af frosti, annan af
Laugaveginum, en hinn af efri
hæð Hafnarstrætis 21. Voru báðir
þessir ofnar mjög hreinir að inn-
an. Það er athyglisvert. að ofninn
úr Hafnarstræti, sem er af sömu
slóðum og Blöndalspakkhús, hef-
ur verið nærri ári lengur í sam-
bandi við hitaveituna, en ofninn
í Blöndalspakkhúsi og er þó
tandurhreinn. Fyrir nokkrum
dögum var tekin sundur götu-
æð í Skúlagötu vegna breytingar,
og var hún hrein að innan. Sýn-
ishorn af pípunni og ofninum er
'fyrir hendi. Loks skoðaði jeg á-
samt eftirlitsmanni hitaveitunn-
ar þann 12. þ._m. tvær %“ pípur,
sem pípulagningamaður frá Ósk-
ari Smith var að taka niður í hús-
inu Laugavegi 143. Þetta hús var
byggt árið 1929 og befur aldrei
verið hitaveita í því, heldur
venjuleg kolakynnt miðstöð. —
Þarna voru ofnar á 2. og 3. hæð
hættir að hitna, enda voru tvær
fyrnefndar pípur, er lágu milli
1. og 2. hæðar algerlega stíflaðar
af ryði. í 114“ pípu, sem tók við
fyrir neðan þær mátti einnig
finna fyrir ryðbólum. Pípulagn-
ingamaðurinn sagði rað ofnar
hefðu verið teknir úr húsinu í
fyrra og skolaðir út og hefðu
verið mikil.óhreinindi í þeim. .
Á ekki Vísir eftir að sanna að
ofnarnir í Blöndalspakkhúsi hafi
verið hreinir þegar þeir voru sett
ir í samband við hitaveituna? —
Jeg er sannfærður um að svo hafi
ekki verið heldur hafi þeir þá
verið mikið ryðgaðir. Má færa að
því mörg fleiri rök en hjer hefun
verið gert, og verður það gert
síðar ef ástæða þykir til.
- Virðingarfyllst,
Helgi Sigurðsson.
BEST 4Ð AllGLYSA
I MOrfr.r^UEAÐINV
Eflir Roberf Storm
------------—-----
T HEPE'^THE sketch, ”
yEÚTENANT...0NE 0FTHE
TW0 M EN WHO ^PRUNö
«C5RAPE'EVE$" LEPT "
£WELL FINGERPRINT5-
v ALL OVEP TME PLACE...
•aiurts
F0R REA£0N£ 0F Hl£ OWN, HE ^
WANTED Ll£ TO <5EE TH06-E PRiNT^!
Bt/T THE PRINT£ ARE ONLV OF THE
FlftöER r\V±...THE RE£T OF THE
. HANP POE^N'T E-HOWj já
f BUT H0W
CAN THE PRINT'5’
/HATCH THO^E
OFA PEAP \
CRIMINAL? ’
NO TWO'--- i
PlTCHE£
THE PEAP /MAN
PIPN'T MAKE
THE/lj
TELL Mc AWU
l'HANPv"
BROWNWELL'
m
f WAIT! TH05É ARE ’l T iítf ALL WHEEL6- r NCT YEl! 1
\ THE PRINT^ OF A 1 / IN£!PE 0F WH£EL£>! BV •fHE f 1
/ PEAP MAN — BUT 1 CALL TOUR / WHAT CAN YOU
Phil: Svona lítur það út —- ei m af mönr.unum, sem
hjálpuðu Gullaldin, skildi ef r ágæt fingraíör um
alft- hjerna og einhvers vegna vildi hann að við
finndum þau — en þau eru aðeins af fingurgómun-
um, lófinn sjest ekki. Lögregluþjónninn: En hvernig
geta fingraförin verið eins og af dauða manninum?
Enginn tvö fingraför eru eins. Phil: Augnablik —
þetta eru fingraför dav:?!a mannsins, en dauði mað-
urinn skildi þau ekki eftir. Lögreglumaðurinn: Jeg
er alveg ruglaður, skýrðu þetta fyrir mjer. Phil:
Ekki enn þá. Hvað geturðu sagt mjer um Fingra-
lang? ,