Morgunblaðið - 22.01.1948, Page 2

Morgunblaðið - 22.01.1948, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 22. janúar 194S ' 2 Mundu Rússur hverfu frú 5 úru úætluninni, ef kommúnistur kæmust í stjórn ú íslundi? RugS kommúnista um afurðasöluna nær hámarki FORSJALL maður er Einar Olgeirsson og eldfljótur að átta sig á hinu rjetta samhengi mál- anna. Meðal síðustu hugsmíða Einars eru einkum tvær, sem af bera. Einar telur hættulegt að selja þeim, sem kaupa vilja. Af alkunnri skarpskygni hef- ur hann sjeð, að ef við seljum framleiðsluvörur okkar í Vestur- Evrópu nú um nökkurra ára skeið, meðan þær þjóðir, sem þar byggja þurfa á þeim að halda, munum við alveg örugglega tryggja, að í löndum þessum verði síðar meir enginn markað- ur fyrir vörur okkar. Þessi athugun Einars ber vissu Jega með sjer einkenni óvenju- leikans. Venjulegir meðalmenn hefðu eflaust ályktað sem /svo, að besta ráðið til að tryggja okkar gömlu markaði í Vestur-Evrópu og til að vir,na nýja, væri að selja vörur okkar þangað meðan þjóð- irnar þurfa nauðsynlega á þeim að halda vegna skorts á öðrum Jífsnauðsynjum. Menn skyldu halda, að með þessu væri ekki áðeins verið að vinna fyrir dag- inn í dag, heldur einnig á hinn heillaríkasta hátt verið að undir- búa framtíðina. Ömurlegar afieiðingar „skemd- arverka" Bjarna? En Einar Olgeirsson varar ís- lensku þjóðina ekki aðeins við þeim voða, sem yfir henni vofi, ef framleiðsluvörur hennar sjeu seldar til þjóða Vestur-Evrópu, úr því að þær þurfi á þeim að halda. Stálhvöss rökfimi hans hefur einnig fengið því áorkað, að hann sjer fyrir, að „skemmdarverk“ Bjaina Benediktssonar gegn af- urðasölu Islendinga í Austur- Evrópu muni leiða til þess, að þjóðirnar þar „ráðist sjálfar í að gera út fiskveiðaflota hingað norður í höf“, með þeim árangri, að „Austur-Evrópu markaðirnir glatist að fullu og öllu vegna einskærra skemmdarverka11. Nú er'það saga fyrir sig, hversu „skemmdarverk“ Bjarna Bene- diktssonar á Austur-Evrópu mörkuðunum sjeu raunveruleg. Staðreyndirnar segja þar tölu- vert aðra sögu en Einar Olgeirs- son. Höfðu sendinefndii nar leynileg fyrirmæli? Bjarni Benediktsson hefur ckki verið utanríkisráðherra nema tæplega eitt ár. A því eina ári hefur meira verið gert til að áfla markaða fyrir íslenskar vör- ur í Austur-Evrópu en nokkru éinni áður. Hver sendinefndin C-ftir aðra hefur verið send til þessara landa í markaðsleit og hafa þær dvalið austur þar flesta mánuði valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Vera kann, að Einar Olgeirs- son trúi því, að allar þessar nefndir hafi haft leynileg fyrir- znæli um að spilla þvi, svo sem þagr fremst máttu, að nokkrir eamningar kæmust á. En ef Ein- Æir Olgeirsson trúir slíku, er hann áreiðanlega nokkuð einstæður jim þá skoðun sína sem ýmislegt fleira. | Um. þetta hefur áður verið svo ^tarlega rætt, að allir sem vilja Vita hið sanna hafa nú um það vitneskju. Nser óttinn við Bjarna Bene- diktsson til Austiir-Evrópu? En, ályktar Einar ef svo færi, að Austur-Evrópubjóðirnar færu ð, fiska hjer í Norðurhöfum, er aðí þá ekki sönnun fyrir skemmd járverkum Bjarna Benediktsson- |r? Voldugan mann telur Einar ipigeirsson Bjarna Benediktsson "vera, ef hann í hjarta sínu trúir þessari fjarstæðu. Eða hver er sá annar en Einar Olgeirsson, sem trúir því, að þjóðir Austur-Evr- ópu hafi fýllst siíkis hræðslu við Bjarna Benediktsson, að þær af þeim sökum gerbylti atvinnu- lífi sínu og taki nú upp fiskveið- ar, sem þær al'ls ekki hafi haft hug á fyrr en kommúnistar hrökl uðust frá völdum á Islandi? En, segir Einar Olgeirsson orð- rjett í Þjóðviljanum, „þjóðir Austur-Evrópu eru litlar fisk- veiðaþjóðir, enda þannig í sveit settar, að þær hafa ógreiðan að- gang að fiskimiðum“. Er það nú víst, þrátt fyrir þessi fræði, að þjóðir Austur-Evrópu hafi hingað til engan hug haft á fiskveiðum? Keyptu Pólverjar togarana af andúð við Áka og erindreka hans? Eftir áreiðanlegum fregnum útveguðu Pólverjar sjer á fyrri hluta ársins 1947 kringum 20 togara. Þetta var nokkrum mán- uðum eftir, að tveir erindrek- ar Áka Jakobssonar höfðu langa stund dvalið í Póllandi við lítinn orðstýr. Eftir hugsanaferli Einars Ol- geirssonar ætti orsakasamhengið að vera auðsætt! Pólverjunum leist svo illa á erindreka Áka og höfðu svo leiðar spurnir af hon- um sjálfum, að þeir ákváðu að koma upp sínum eigin togara- flota. Slík rökfærsla er á borð við málflutning Þjóðviljans og á sjer auðvitað enga stoð í veruieikan- um. Pólverjar leggja stund á fiskveiðar alveg án tillits til þess, hver fer með völd á íslandi. Þeir fara um það alveg eftir sínum hagsmunum og skeyta ekki hætis hót um það, þó að ein af kenni- setningum kommúnista á Islandi sje sú, að menn í Austur-Evrópu geti ekki dregið fisk úr sjó. Auðvitað snúa kommúnistar þessu alveg við. Næsta rógsefni þeirra verður það, að Pólverjar hafi engan togara átt meðan Aki Jakobsson var í stjórn á íslandi, en hafi strax hlaupið til og keypt sjer 20 togara í skyndi, er þeir frjettu af óvættinum Bjarna Bene diktssyni uppi á íslandi. Ráðagerðir Rússa á meðan Áki var í stjórn. En hvernig er það með Rússa? Brugðu þeir e. t. v. við og gerðust óforvarandisk fiskveiði- þjóð, þegar þeir höfðu fregnir af, að Bjarni Benediktsson væri orðinn utanríkisráðherra Islands, af ótta við, að ella mundi honum takast þau dólgslegu áform að svelta þá inni? Um það má fá nokkurn fróð- leik í tímaritinu Ægi, mars-heft- inu 1947. Þar birtist á siðu 77 og næstu síðum, fróðleg grein, sem heitir „Fiskveiðar Sovjetríkj- anna“. Segir þar, að greinin sje hluti af skýrslu frá íslenska sendiráðinu í. Moskva. Hefur Morgunblaðið fregnað, að sú skýrsla sje samin seint á árinu 1946, eða á meðan Aki Jakobs- son enn var ráðherra sjávarút- vegsmála hjer á landi. Greinin í Ægi hefst á þessum orðum: „I hinni nýju fimm ára áætl- un Sovjetríkjanna fyrir 1946— 1950 er gert ráð fyrir verulegri eflingu fiskveiða og fiskiðnaðar í landinu, bæði hjá fyrirtækjum ríkisins og hjá samyrkjubúum“. Síðan kemur fram, að 1950 eigi fiskaflinn að vera orðinn nálega 2,2 milj. tonn. Togarave/ðar í Norðurhöfum. Sjerstakur kafli í Ægisgrein- inni heitir ..Togaraveiðar í Norð- urhöfum*'. Þar segir m. a.: „Aðalútgerðarstaðurinn við norðurströndina er Murmansk. Þar er togaraútgerðin að auk- ast um 150% frá því fyrir stríð, (1939). Gert er ráð fyrir að árið 1950 verði þar dagiega við lönd- un fiskjar 25 til 27 togarar, og að auk þess verði a. m. k. 30 togarar á sama tíma í viðgerðar- stöðvum til eftirlits og viðgerð- ar. Stækka á höfnina í Murmansk og auka þar mjög tækni. Fryst- ingu fisks á að tvöfalda þar og fjórfalda flakaframleiðslu frá því er var fyrir stríð. Niðursuða á að aukast þar um 50%. Arið 1950 á Murmansk að fram leiða 125% meiri fisk en fyrir stríð og auk þess á fjölbreytni í vinnslu fisksins að aukast mjög. — Um 20 tegundir fisks kváðu venjulega berast þar að landi. Einhver útgerð mun vera í Petsamo, er nú tilheyrir Sovjet- ríkjunum. Rætt er um að stofna nýjar útgerðaistöðvar á Norður- ströndinni“< Síðar í sama kafla segir: „Fjölga á mjög togurum og skal í því augnamiði koma upp nýrri stórri togárabyggingarstöð." Fylgist Einar ekki með 5 ára áætluninni? Liðnir eru nærri 10 mánuðir síðan íslenskur almenningur fjekk vitneskju um þessar ráða- gerðir. Engu að síður ætlar Einar Olgeirsson sjer nú þá dul, að telja mönnum trú um, að ef rússnesk skip komi hingað í Norð urhöf sje það að kenna „skemmd arstarfscmi" Bjarna Benedikts- sonar. „Skcmmdarstarfsemi“, sem raunar hefur einkum lýst sjer í því, að lengst af stjórnar- tíma sínum hefur hann verið að láta bjóða Rússum ýmiskonar fiskafurðir. Enginn skyldi heldur halda, að Einari Olgeirssyni hafi ekki ver- ið kunnugt um það löngu á und- an öðrum Islendingum, að Rúss- ar áetluðu samkv. fimm ára áætl- un sinni að auka mjög fiskveiðar hjá sjer. Ahugi hans 'fyrir rúss- neskum málum er meiri en svo, að hann láti slíkt fram hjá sjer fara. Þegar Einar vildi senda íslensku togarana t>l Murmansk. Þá er Einari Olgeirssyni og manna kunnugast um, að hægt er að sigla hvert sem er norður í höf frá hinni miklu útgerðar- miðstöð í Murmansk. A. m. k. var honum íullkuunugt um það haust ið 1939, að hægt var að sigla frá Islandi austur þangað, en þá vildi hann, að kunnugustu manna sögn koma því í kring, að ef Islend- ingar yrðu að hætta siglingum til fisksölu í Þýskalandi, yrði siglt með liskinn austur til Mur- mansk. Því að þá mátti ómögu- lega styrkja „heimsveldissinn- ana“ í Bretlandi í baráttunni við nasismann í Þýskalandi með því að selja þeim íslenskan fisk. Sú afstaða hans breyttist -þó síðar eins cg kunnugt er, að vísu ekki fyr en Hitler hafði ráðist á húsbændur Einars í Austurvegi. Þá varð Einar jafnákafur í að styrkja hina nýju bandamenn Rússa, þ. e. Breta, og hann áður hafði verið í þjónustunni við Hitler á meðan kærleikar hjeld- ust með honum og húsbændun- um austrænu. Var 5 ára áætlunin samin vegna Bjarna Benediktssonar? Ef við venjulega menn væri að eiga, þyrfti ekki að eyða orðum að því, að ræða frekar þá fjar- stæðu, að það sje að kenna „skemdarverkum“ Bjarna Bene- diktssonar og núverandi ríkis- stjórnar, ef þjóðir Austur-Evrópu „ráðast sjálfar í að gera út fisk- veiðiflota hingað norður í höf“, eins og segir í Þjóðviljanum. Eng inn skyldi þó ímynda sjer, að Þjóðviljinn eða kommúnistar yf- irleitt, láti þessar eða aðrar stað- reyndir hafa hin allra minnstu áhrif á sig. Hvort sem það verður sagt ber um orðum opinberlega eða ekki, verður næsta viðfangsefnið, sem sellufjelögunum verður fengið í hendur það, að útbreiða þá þekk- ingu, að Sovjetyfirvöldir. hafi sjeð fyrir strax í stríðslok, skemdarverk Bjarna Benedikts- sonar í utanríkismálum 1947 og hafi þessvegna þá þegar fyrir- skipað hina stórkostlegu aukn- ingu fiskveiðanna. Þessari fyrirætlan, sem undir- búin hafi verið af svo dásamlegri fyrirhyggju, verði vafalaust sleitulaust haldið fram meðan „hrunstjórnin" sje við völd á Is- landi. Eina ráðið til þess að fá þéssu breytt sje það, að Einar Olgeirsson taki við utanríkismál- unum, en Aki Jakobsson verði sjávarútvegsmálaráðherra á ný. Þá verði áreiðanlega öllu borgið, Murmansk lögð í eyði, togara- smíðastöðin sprengd í loft upp og Sovjetborgurum bannað að draga ugga úr sjó. Mörgum finst þetta eflaust ó- trúleg saga og trúa ekki, að slík- um fjarstæðum sje haldið fram. I stuttu máli er þetta þó kjarn- inn úr öllu þvaðri kommúnista um afurðasöluna að undanförnu. Það er vissulega engin furða, að með slíkum málflutnlngi ein- angri kommúnistar sjálfa sig meira og meira með liverjum degi. Hætiusvæðin í Hva!- firði veria merkf meS IjósbaujiHn PJETUR OTTESEN tók til máls utan dagskrár á Alþingi í gær og ræddi hið mikla veið- arfæratjón er bátar verða fyr- ir næstum daglega í Hvalfirði. Spurði hann hvað ríkisstjórn- in hefði gert í þessu máli. — Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- ráðherra upplýsti, að vitamála stjórninni hefði verið falið að ranr^aka ýtarlega hvað ylli þessu tjóni. Ef það reyndist rjett, sem flestir álíta, að hjer sje um leyfar af kafbátagirð- ingu frá stríðsárunum, þá mundi fást öruggur grundvöll- ur til að byggja á kröfur á hendur Bretum um að þeir a. m. k. borguðu kostnað við hreinsun Hvalfjarðar og e. t. v. gréiddu skaðabætur fyrir það tjón sem orðið hefur á veidar- færum. Ennfremur hefði vitamála- stjórninni verið falið að setja fleiri Ijósbaujur og gleggri merkingar í fjörðinn. Úfvegsmannafundur um Síldarvedcsmiðjumánð Lofað klufafje fyrir $48 þús. krónur STJORN Landssambands ís- lenskra útvegsmanna boðaði til fundar meðal útgerðarmanna S gær. þar sem rætt var um þátt- töku bótaeigenda í stofnun hlutafjelags til þess að byggja síldarverksmiðju í skipLí sam ræmi við tillögu og álit Síldar- verksmiðjunefndar bæjarstjórn ar Reykjavíkur. Sverrir Júlíusson, form. LÍÚ, setti fundinn og gerði grein fyrir verkefni hans. Fundar- stjóri var Ólafur B. Björnsson og fundarritari Jakob Hafstein, Formaður síldarverksmiðju- nefndar þeirrar, sem að tilhlut- un bæjarins hefir unnið að þessu máli, Jóhann Hafstein, alþm., gerði grein fyrir starf- semi, áliti og tillögum nefnd- arinnar. En eins og áður hefir komið fram hjer í blaðinu eru aðaltillögur nefndarinnar,. að stofnað verði hlutafjelag Reykjavíkurbæjar, Síldarverk- smiðja ríkisins og útgerðar- manan og sjómanna til þess að koma upp síldarverksmiðju í skipú sem geti brætt allt að 10 þús. rriál síldar á sólarhring. Fjórði aðilinn í fjelaginu verði Óskar Halldórss. útgerðarmað ur, sem leggi til síldarvinnslu- vjelar, sem hann á nú liggj- andi í landinu. — Gerði fram- sögumaður einnig grein fyrir skyldri hugmynd um síldarverk smiðju í skipi, sem fram kom á Alþingi fyrir áramótin í frum varpi frá sjávarútvegsmálaráð- herra, Jóhanni Þ. Jósefssyni. Nefndin hefði borið tillögur sínar undir ráðherra, sem hefði heitið þeim stuðningi sínum, og talið vel sjeð fyrir fram- kvæmd þess máls, sem hann hefði borið fyrir brjósti í frum- varpi sínu, þótt í öðru formi væri. Ráðherra veitti þessu máli einnig fullan stuðning á fundi stjórnar L.Í.Ú., sem hald- inn yar um málið. Þá gerði frummælandi grein fyrir fleirl titlögum, sem nefndinni hefðu borist um ýmsar stærðir skipa undir verksmiðjuna, en nefnd- in teldi meginatriði um stærð skips til verksmiðjureksturs, að það gasti athafnað sig í Reykjs víkurhöfn, og einnig mundp af ar stpr skip reynast erfið við -starfrækslu fyrir norðan. Loks minntist frummælandl á álitsgerð frá Kveldúlfi h.f., sem nefndinni hefði borist, og fæli í sjer uþplýsingar um rann sóknir í verksmiðjunni á Hjalt eyri í samvinnu við erlenda sjerfræðinga um alveg nýjar aðferðir til vinnslu síldarinn- ar. IJöfuð kostir hinnar nýju aðferðar væri þeir, að öll verð mæt efni síldarinnar væru að fullu hagnýtt og enginn óþrifri aður frá verksmiðjurekstrinum. Væri hjer um að ræða mjög at- hyglisverða þróunarmöguleika í síldariðnaðinum. Að lokinni ræðu frummæl- anda tók til máls Sveirm Ein- arsson, verkfræðingur við verk smiðjúna á Hjalteyri og gerði. ýtarlega grein fyrir álitsgjörð og rannsóknum Kveldúlfs- manna. Fleiri fundarmanna tóku til máls. Sveinn Benedikts: son, formaður stjórnar Síldar- verksmiðju ríkisins, og skýrði hann frá því að stjórn verk- smiðjanna hefði þegar ákveðið að taka þátt í hlutafjelagi i samræmi við fram komnar til- lögur síldarverksmiðjunefndat Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.