Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 22. jaiiúar 1948 I 5 MOIÍGUNBLAÐIÐ TVO AFMÆLI \ •=> Hjónin Karen og J. D. Nielsen J. D. NIELSEN, fyrrum vérslun- arstjóri á Eyrarbakka og kaup- maður, er fæddur í Præstö í Dan- mörk 22. janúar 1883. Hann rjeðst til skrifstofustarfa hjá J. R. B. Lefolii í Kaupmannahöfn 1899. Þar ávann hann .sjer svo gott traust ,að hann var sendur til ís- lands þremur árum síðar, til þess að gegna gjaldkerastörfum við verslunina á Eyrarbakka. Var í upphafi ætlast til, að hann gegndi þessu starfi aðeins um nokkra mánuði, en þegar til kom fjell honum svo vel að vera þar, að hann fór fram á þjið "við Lefoiii að mega starfa þar lengur. Varð það að samningum þeirra í milli. Árið 1904 fór hann aftur til Danmerkur til þess að inna af' höndum herþjónustu og var þá tekinn í lífvörð konungs. Árið eftir, 1905, tók hann aftur við starfi sínu á Eyrarbakka ög vann á næstu árum jöfnum höndum í öllum deildum verslunarinnar, og öðlaðist á þann hátl grundvallaða þekkingu á öllum högum hennar. Árið 1909 gekk. hann að eiga yngstu dóttur P. Nielsens, versl- unarstjóra við Lefolii-verslun, ungfrú Karen. Móðir hennar var frú Eugenis Nielsen, en afi og amma Karenar voru hin nafn- kunnu merkishjón Guðmundur Thorgrímsson, kominn í beinan karllegg af hinni frægu Sval- barðsætt, og frú Sólveig Niels- dóttir frá Siglufirði. Frú Karen fæddist 23. janúar 1888. Verður hún því 'sextug að aldri á morgun. Síðla árs 1909 veiktist P. Niel- sen, og Ijet af forstöðu verslunar- innar um næsta nýár. Breytti Le- folii henni um þær mundir í hlutafjelagsverslun, er nefnd var Einarshafnarverslun. Tók nú J. D. Nielsen við forstöðu verslunarinn ar 1. janúar 1910 og stýrði henni í 9 ár, en þá var hún seld kaup- fjelaginu „Heklu“.. Þótti hann standa vel í stöðu sinni, að því er hinn merki fræðimaður Vigfús Guðmundsson ritar í Sögu Eyrar- bakkaverslunar. Eftir þetta rak J. D. Nielscn litla verslun á Ej rarbakka uin nokkur ár. Keypti hann húsið Skjaldbreið af Guðmundi Guð- mundssyni kaupfjelagsstjóra En á þessum árum breyttust mjög verslunarhættir á Eyrarbakka fyrir rás viðburðanna, meðal ann ars vegna stórbreytinga í sarn- göngumálum öllum. Verslunin varð því lítil, enda tók þá heilsa Nielsens að bila. Sigldi hann síð an aftur til Danmerkur. Framan af árum sínufn á Eyrar bakka hafði J. D. Nielsen með höndum leikfimiskennsiu á vetr- um fyrir unglinga. Kennslu þess ari — þar á meðal fótknattleik — hafði áður haldið uppi um mörg ár tengdafaðir hans, P. Niel sen. Öll var þessi kennsla veitt af áhuga einum alveg ókeypis. Kunnu ungir menn vel að meta þá kenslu og gáfu þeir Nielsen > „yngri“ góðan grip í heiðursskyni smíðaðan af Oddi Oddssyni i „Regin“. J. D. Nielsen hefur jafnan verið með öllu óhlutdeilinn um þau mál, er ekki vörðuðu hans skyldu störf, og sneitt hjá öllum skærum. Jafnframt hefur hann jafnan kom ið fram með kurteisi og hófsemd og þvi átt vinsemd að fagna með- al kunnmanna sinna. Þau hjónin eignuðust þrjú börn tvær dætur og einn son, er Pjet- ur heitir. Eldri dóttirin ljest i Kaupmannahöfn 1932, en hin yngri, Evgenia, var gift Ámunda Hjörleifssyni, er dó af slysförum í brunaliði Reykjavíkur um jólin 1945. Hjónin dvöldust í Kaupmanna- höfn um 20 ár, en komu hingað til Reykjavíkur vorið 1946, ásamt Pjetri Nielsen, syni sínum, eftir ósk dóttur sinnar Eugeniu. — Er heimili þeirra allra við Vestur- götu 16, í hinu gamalkunna húsi skáldsins Benedikts Gröndals. Munu aliir vinir þeirra og kunn ingjár óska fjölskyldu-nni bestu heilla á ókomnum tímum. Þau hjónin taka á móti gesturn kl. 8,30 í kvöld á Hótel Höll, Austurstræti 3. Gamall Eyrbekkingur. Ingólfur Jónsson ræddi nokk uð þetta mál. Mint.i á, að 1944 hefði verið borið fram frum- varp um áburðarverksmiðju, en því verið vísað frá til frek- ari rannsóknar á mólinu. Hvað hefði svo gerst í málinu síðan. Kvað hann bændur orðna óþol- inmóða að heyra eitthvað um þetta mál. sjerstaklega þar sem núv. atvinnumálaráðh. hefði verið skipaður í nefncl 1946, til að rannsaka hvort tiltæki- legt væri að reisa hjer áburð- arverksmiðju. Atvinnumálaráðh. tók næst til máls. Sagði ráðherra að í jan. 1946 hefði hann, ásamt efnafræðingunum dr. Birni Jó- hannessyni Ásgeir Þorsteinssyni og Trausta Ólafssyni, verið ■ skipaður af nýbyggingarráði í „Htföl" beitir sjer fyrir söfnun i alþjéða bamahjálpina A FUNDI fjelagsins á mánudags- kvöldið, var mikil fundarsókn, er bar þess merki, að fjelagið starfar af miklum áhuga og krafti. Hið nýbyrjaða ár gefur góð fyrirheit um vöxt þess, því nýir fjelagar bættust við í hópinn á fundinum, og mikill samhugur ríkti þar. Stærsta máþ er kom fyrir fund inn, var um það hvort ekki bæri að taka þátt í Alþjóðahjálp til handa hungruðum börnum í Ev- rópu. Hreifði því máli, form. fjel. frú Guðrún Jónasson og skýrði það: Norsk stúlka frá Alþjóða- samtökunum, hefði komið hing- að til bæjarins, til að grenslast eftir, hvort Islendingar myndu vilja leggja þarna eitthvað af mörkum. Sagði, að það væri kona, er flytti þetta mál á milli landanna og það væru konurnar áreiðanlega, sem best ættu með að setja sig inn í þessa hluti og vísastar til hjálpar og hafa áhrif á aðra. Fjelagið myndi vilja leggja sinn skerf til þessa máls og hjet á allar fjelagskcnur að veita því liðsinni eftir getu. Tóku fundarkonur vel undir það og margar konur tóku til máls og studdu það kröftuglega. Bentu á að enda þótt fast skipu- lag væri ekki komið á söfnun- ina, gæti þó hvert fjelag fyrir sig hafið þarna undirbúning til að greiða þarna fyrir, er þar að kæmi. íslenskar konur hefðu altaf haft hjartað á rjettum stað og eins myndi nú, jafn brýn þörf og þarna væri fyrir hjálpina. Hjálparstarfsemi þessi var skipulögð á fundinum innan vje- banda fjelagsins og safnaðist þegar töluvert. Akveðið var á fundinum að áf- mælishóf fjelagsins færi fram 15. febrúar í Sjálfstæðishúsinu með líku sniði og áður. Fjelagið verð- ur þá 11 ára. Sýndar voru fjölbreyttar kvik- myndir, er vöktu mikla hrifn- ingu. Að lokum var dans stiginn. nefnd til að undirbúa frv. um áburðarverksmiðju. Nefndin skilaði áliti í nóv. 1946 og komst að þeirri niður- stöðu að ekki myndi fást nægi- leg frumorka fyr en lokið yrði við' nýju Sogsvirkjunina. Gerði nefndin ráð fyrir að þessi verk smiðja ynni 2500 tonn af köfn- unarefni og 7700 tonn af am- oniaknitrati árlega. Best sett sunnanlands. Ráðherra gat þess, að samkv. rannsókn nefndarinnar yrði slík verksmiðja best sett hjer sunnanlands. T. d. yrði dreif- ingarkostnaðurinn 100 þús. kr. lægri árlega frá verksmiðju í Reykjavík en á Akureyri. Stofnkostnaðurinn við þessa Frh. á bls. 11. ,<r urðorverksmiðjan verii' sunnon londs (ieftir ekki tekið tii slarfa ffyrr en lokið er nýrri rirkjun Sogsins. ATVINNUMÁLARÁÐHERRA, Bjarni Ásgeirsson, upplýsti á Al- þingi í gær að ríkisstjórnin hefði í undirbúningi frumvarp um áburðarverksmiðju, sem reist skuli hjer sunnanlands. Verður verksmiðjan rekin með raforku frá Soginu, þegar viðbótarvirkj- uninni er lokið. — Upplýsingar þessar gaf ráðherra í sambandi við fyrirspurn frá Ingólfi Jónssyni og Páli Zophóníassyni. Symfónéuhfjómsveit Reykjavíkur Tönleíkar í Ausftrrbsjarbíó Symfóníuhljómsveit Reykja- víkur hjelt fyrstu tónleika sína í Austurbæjarbíó 20. þ. m. Stjórn andi var dr. Urbantschitsch, en einleikari á píanó Rögnvaldur Sigurjónsson. Hjer er ekki um nýja hljóm- sveit að ræða, heldur nýtt nafn á Hljómsve'it Reykjavíkur, sem starfað hefir undanfarin ár á vegum Tónlistarfjelagsins. Hafa meðlimir hljómsvcitarihnar nú sjálfir tekið málin í sínar hendur, samkvæmt óskum Tónlistarfje- lagsins og leika kennarar Tón- listarskólans eins og áður, svo og nemendur, með í hljómsveitinni. En nú hófst starfsemi sveitar- innar að nýju undir hinu nýja nafni. Er vel farió, að hljóm- sveitin starfar áfram í vetur, en um tima var alt útlit fyrir að svo mundi ekki verða. Efnisvalið var mjög gott á þess um tónleikum, svo að varla varð á betra kosið: Coriolan-forleikur- inn og fjórði píanókonsertinn eft- ir Beethoven og Militár-symfón- ían eftir Haydn. Það skal strax sagt, að af þess- um verkum gnæfði píanókonsert- inn hátt yfir hin verkin hvað meðferð snerti og Rögnvaldur yfir alt saman, með prýðilegum, hreinum og tærum leik sinum í þessu vandasama verki. Hinn stórfeldi Coriolan-forleik- ur var sveitinni ofviða.En það var líka langt frá, að hún gerði, eða gæfi alt sem hún getur. — Þess gætti hjer allmjög, að æíingar hafa veriö helst til af skornum skamti. Var t. d. skortur á góðum samtökum óþarflega áberandi. — Aftur á móti gekk alt betur, eins og fyr segir, þegar píanókonsert- inn kom tii skjalanna. Þar var einleikarinn að vjsu „primus motor“, en hljómsveitin leysti sitt starf einnig vel af hendi þrátt fyrir smámisfellur. Naut þetta yndislega verk sín því vel og vakti mikla hrifningu, að von- um. Militár-symfónía Hayans rak svo lestina. Hún ber nafnið af trompet-hrópunum í lok annars þáttar og koma þau merkilega á óvart í hinum annars svo fagur- fróma þætti. Að vísu dregur þar ský fyrir sól um tíma, en maður á þó varla von á að að til ófriðar drági! Ekki fanst mjer trompet- inn nógu herskár, varla nógu tindrandi hvass til að skapa þá skelfingu, sem honum er ætlað að gera, en slíkt ber víst okki að lasta. Síðasti þáttur þessarar symfóníu er víst erfiðastur, en var langbest leikinn. Kom hjer best í ljós, hvers hljómsveitin er megnug, er hún leggur sig alla fram. Haydn er hjer sami elsku- legi og vitri meistarinn, sem hann altaf er. Bjartur og heiður, snill- ingur í formunum, og bindur alt í gull, eins og skáidið segir um heyskapinn hjá páfanum. Þess ber að geta hjer, að þrír ágætir menn hafa bæst í hljóm- sveitina: Arni Björnsson, flautu- leikari, Andrjes Kolbeinsson, ó- bóleikari og Egill Jónsson, hinn snjalli clarinettleikari, sem allir hafa stundað nám í Englandi und anfarin ár. Til þess að skapa fyrsta flokks hljómsveit, þarf hver einasti með limur að vera íramúrskarandi á sitt hljóðfæri og ekkert hljóðfæri má vanta. Er þetta nú allt á góð- um vegi hjer hjá oss, en þó skortir á, hvað ýms hljóðfæri snertir. Samt virðist svo, sem tíminn sje nú kominn til að slík fyrsta flokks hljómsveit verði stofnuð, þó ráða þurfi nokkra er- lenda menn, og þarf hið opin- bera að taka höndum saman við hljóðfæraleikarana svo að þessi „nýsköpun'1 á sviði tónlistarinn- ar nái sem fyrst fram að ganga. „íslands hljómsveitin“ þarf að Vera skipuð úrvalsmönnum ein- um og þeim mönnum verður að skapa góð lífsskilyrði, svo að þeir geti algerlega helgað þessu mikla menningarstarfi alla krafta sína, Síðán sjái þessi hljómsveit um tónlistarflutning Ríkisútvarpsins og Þjóðleíkhússins og haldi uppi reglubundnum tónleikum í höf- uðborginni, og víðar, eftir því, sem ástæður leyfa. Veit jeg með vissu, að þetta muni vaka fyrir öllum, sem áhuga hafa á þessum jnálum. En svo jeg snúi mjer aftur að þessum tónleikum: Viðtökur á- heyrenda voru mjög góðar og var stjórnandanum, dr. Urbantsch- itsch, sem bar hita og bunga dagsins, og stjórnaði af smekk- vísi og skilningi, svo og einleik- aranum Rcgnvaldi Sigurjóngsyni fagnað hjartanlega, og bárust þeim blóm í strrðum straumum. Tónleikar þessir verða endur- teknir næstkomandi sunnudag, og ættu menn þá að fjölmenna í Austurbæjarbíó. P. í. RíkiujóSur liefir greilt BúnaSarbank- ansmi Iranlag síll ÞEIR Páll Zophoníasson og Ingólfur Jónsson báru fram í gær fyrirspurn um hversvegna ríkissjóður hefði ekkki greitt Búnaðarbankanum þær tæpar 5 milj. kr., sem h.onum bar aí* útvega bankanum skv. lögun- um um landnám. nýbyggingar og endurbyggingar í sveitum. Ingóifur ræddi málið og lagði áherslu á að bændur hefðu reitt sig mjög á lög þessi. — Þeir hefðu þvi í'áðist í ýmiskonar framkvæmdir og væru nú sumir komnir í vandræði vegna skorts á lánsf je. Páll Zophoníasson komst í mesta habit og skammaði stjórn ina mjög fyrir þessa vanrækslu. Bjarni Ásgeirsson ráðherrá varð fyrir svörum. Kvað hann ekki vera hjer um framlag að ræða, því að ríkissjóður hefði greitt bankanum öll framlög sín, til byggingarsjóðs og ný- býla og samvinnubygða 5 milj. kr., heldur væri þetta lánsút- vegun, sem rikissjóði bæri að sjá um samkvæmt lögunum. — Þetta hefir ekki tekist enn þá, en bæði jeg og fjármálaráðh. höfum fullan hug á að leysa þetta vandamálT Það hefir nú sýnt sig, að eng- in stjórn getur útvegað öll þau lán, en þau skifta hundruðum miljóna, sem Albingi heimilar og jafnvel skyldar hana til að útvega. Páll Zophoníasson var hinn æstasti og sagði að stjórnin hefði vel getað verið búin að leysa þetta, Síðan kom Hermann Jónas- son honum til hjálpar. Fullyrti hann að það væri hægi að fá dóm á stjórnina vegna þess að hún hefði ekki uppfýii 12. grein laganna um lánsútveg- unina. Jarðskjálffti í Argen- tínu Buenos Aires í gærkvöldi» TALSVERÐUR jarðskjálfti vau í Austur Argentínu í dag og slitnuðu simasambönd milli margra hluta landsins. Mest v? v hans vart í Mendozahjeraðu.it og í borginni San Juan. Árttí 1944 fórust 2000 manns í ja$ð“ skjálfta þar í borg. — Reutéí*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.