Morgunblaðið - 22.01.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.01.1948, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimludaginn 22. janúar 1948 Útg.: H.f. Árva'iur, Reykjavík. Fraumkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjalá kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Aíturgöngur ein veldis- aldanna ÞEGAR voldugasti einræðisherra 19. aldarinnar, Napoleon Bonaparte, braut undir sig hvert landið á fætur öðru og iagði kúgunarfjötra á þjóðir þeirra, leit flest frjálslynt fólk í heiminum það atferli illu auga. Hinar kúguðu þjóðir, sem einvaldurinn hafði stigið á járnslegnum hæli herja sinna, nutu samúðar allra frelsisunnandi manna. En einveldi Napoleons lauk, stjórnarkerfi hans hrundi saman eins og spilabo^g, kúgun hinna undirokuðu þjóða Ijetti og upp úr Napoleonsstyrjöldunum óx þingræði og lýð- ræði óðfluga fylgi á meginlandi Evrópu. Þá voru þeir menn taldir frjálslyndir, sem börðust fyrir auknu persónulegu, írelsi, frelsi einstaklingsins, skoðanafrelsi, ritfrelsi o. s. frv. 1 dag eru svipaðir atburðir að gerast og á tímum Napo- leons Bonaparte. Eitt stórveldi á meginlandi Evrópu er tekið að brjóta sjálfstæð þjóðlönd undir sig með vopnavaldi. Þetta stórveldi er Sovjet Rússland. Og hin sjálfstæðu ríki, sem það algerlega hefur innlimað eru Eystrasaltslöndin Lettland, Eistland og Lithauen. Auk þess hafa Rússar gert nokkur önn- ur riki á meginlandinu svo háð sjer að þau verða að standa og sitja eins og stjórn Sovjet Rússlands býður þeim, m. a. afnema hjá sjer allar lýðræðisreglur. Meginhluti hins siðmentaða heims fyrirlitur og fordæmir þessar aðfarir kommúnistastjómarinnar rússnesku alveg eins og frjálslynt fólk fordæmdi á 19. öld yfirgang og ofbeldi Napoleons, sem var mjög svipaðs eðlis. En aðfarir kommúnista eru að vissu leyti margfalt verri en Napoleons. Á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta þeirrar 19. stóð einveldið ennþá allföstum fótum. Persónufrelsi og lýðræði voru á bemskuskeiði. Tuttugasta öldin stærir sig hinsvegar af því að vera öld mannhelginnar, lýðræðisins og persónufrelsis einstakling- anna. Fyrir þessi hugtök hafa þjóðir heimsins háð ægilegustu heimsstyrjaldir, sem mannkynssagan getur um. Yfirgangsstefna Sovjet Rússa er þess vegna beint hnefa- högg í andlit allra frjálslyndra manna, sem á þessari öld lifa. En þótt undarlegt megi virðast eru þó til menn, jafn- vel hjer á Islandi, sem em svo „frjálslyndir" að þeir láta sig t. d. örlög Eystrasaltsríkjanna engu skipta. Þeir vita eins og aðrir að miljónir manna í þessum löndum hafa verið hnepptir í fjötra örgustu kúgunar, kúgunar, sem stenst fylli- lega samanburð við einveldisaldirnar, þegar örlög fólksins voru háð dúttlungum geggjaðra einræðisherra. Samt sem áður vilja þessir menn telja þjóð sinni trú um það að þeir sjeu hinir sönnu boðberar frjálslyndis og persónu frelsis. 1 grein ,sem birtist hjer í blaðinu í gær var brugðið upp greinilegri mynd af ástandinu í hinum Sovjet innlimuðu Eystrasaltslöndum. Þjóðir þessara landa mega sig hvergi hræra. Þær eru algerlega einangraðar frá umheiminum. Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Rússa til þess að tæla þau hundruð þúsunda af fólki frá þessum löndum, sem dvelst landflótta erlendis, heim til ættlanda sinna, hefur aðeins einn af hverju hundraði þess þorað að hverfa heim. Það, sem máli skiptir í þessu sambandi er að almenningur í öllum löndum geri sjer ljóst, að í Eystrasaltslöndunum er nú að endurtaka sig nákvæmlega sama sagan og gerðist é öldum hins svartasta einræðis og ofbeldis. öflugt herveld. leggur undir sig sjálfstæð smáríki, afnemur alt persónufrels fólksins, leggur á það þrældómsfjötur, sem sviftir það ölli sjálfstæði. Islendingar geta ekki dregið nema eina ályktun af fram komu þeirra landa sinna, sem telja þessar ráðstafanir SoVje stjómarinnar, sjálfsagðar og eðlilegar, þó að þeir aðhyllis fremur einræðishugsjón miðaldanna og Napoleonstímabilsin. éh lýðræðishyggju 20. aldarinnar. Svo koma þessar afurgöngur einveldisaldanna og segjas vera „frjálslyndar11!! ;j Hefur jafn ósvífin fölsun nokkurntíma sjest? Sannarlegí ekki- ____.... 'áM . \Jíliver}i ihripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lokað klukkan 1. ÞÁ HAFA YFIRVÖLDIN á- kveðið, að öllum skemtunum skuli hætt klukkan 1 eftir mið- nætti, í síðasta lagi. — Það hlaut að koma að þessu. Það var ekki lengur hægt að horfa upp á næturklúbbafyrirkomu- lagið á dansleikjum hjer á landi. Það hljóta að hafa farið mikil verðmæti í súginn og framleiðsla landsins minkað vegna þess, að fólk hefir verið ófært til vinnu eftir að hafa dansað og drukkið undir morg un. — En nú er tekið af skarið og þótt búast megi við ýmsum ó- ánægjurÖddum, þá mun allur almenningur vera því fylgjandi að skemtanir hætti á sómasam legum tíma. • Hægt að byrja fyr. LÖGIN setja engin takmörk fyrir því hvenær dansleikir og skemtanir megi hefjast. Það er hægt að byrja um hádegið þess vegna og dansa í 12—13 klukku tíma. Það var orðin föst venja á skemtunum að byrja þær ekki fyr en undir miðnætti. Ef um matarveislu var að ræða, þá hófst hún sjaldan fyr en undir 8, þótt auglýst væri klukkan 7. Var svo setíð undir drepleiðin- legum ræðum framundir mið- nættið, en þá byrjað að dansa og haldið áfram til 4 og 5. • Mætti stytta ræðurnar. ÞAÐ ER augljóst mál, að nú verður að stytta ræðutímann í hófum, þar sem dans er á eftir. Það verður að skera niður um- ræður yfir steikinni. Það mun hlægja marga. Og jeg læt það vera þótt sá úður leggist niður, að selja fólki inn á samkomur fyrir 100 krónur eða meira til þess að 'nlusta á leiðinda blesa, sem mala og mala, þindarlaust. Nú geta þessir ræðumenn stofnað með sjer málfundafje- lag, eða talað við sjálfa sig. • Gjörbreytir bæjar- lífinu. HIÐ NÝJA fyrirkomulag á skemtunum mun gjörbreyta bæjarlífinu. Næturgöltið mún hverfa að mestu, eins og þrá- faldléga hefir verið talað um í þessum dálkum á undanförn- um árum. Bæjarbúar geta nú sofið í friði fyrir dansfólki, sem farið hefir um göturnar þegar komið er framundir morgun með há- reysti og látum. Dómsmálaráðherrann á þakk ir skyldar fyrir röggsemina. Foreldrar, sem legið hafa and- vaka margar langar nætur vegna þess að börn þeirra voru einhverstaðar 1 sukkinu, þakka fyrir þessa ráðstöfun og þótt einhverjar óánægjuraddir kunni að heyrást frá nátthröfn um, sem helst vilja vera úti allar. nætur og sofa á daginn, þá mun koma að því, að þeir þakka einnig fyrir. • Farþegarnir vissu ekki um eldinn. DAGBLÖÐIN HAFA SKÝRT frá því, að eldur hafi komið upp í farþegaflugvjel, sem var á leið hingað til landsins frá Norður- löndum. En þessi frjett er ekki rjett, það kviknaði ekki í vjel- inni, heldur sýndu öryggisljós vjelarinnar eldhættu, sem ekki var fyrir hendi. Ekki höfðu farþegarnir hug- mynd um þetta og sumir þeirra ekki fyr en þeir lásu það í Revkjavíkurblöðunum. Er einn af farþegunum var að því spurður hvernig ferðin hefði gengið, sagði hann að hún hefðj gengið að óskum í alla staði og verið.hin þægilegasta. Einu sinni hefði flugfreyjan komið til farþega og beðið þá að spenna um sig öryggisbelt- in. Farþeginn spurði hvort þess gerðist nokkur þörf. Það væri svo sem engin veltingur. Stúlk an brosti aðeins, en svaraði því engu. • Öryggið eykst. FYRIR NOKKRUM árum hefði það verið talinn bráður banj öllumc sem voru í flug- vjel, ef eldur kæmi upp í henni á flugi. En nú er öldin önnur. Ör- yggið í flugvjelunum er orðið þetta meira, en það var. í nýtísku farþegaflugvjelum eru sjálfvirk slökkvitæki, sem kæf2 eld, sem kann að koma upp í vjelinni og ótal tæki eru um alla flugvjelina, sem sýna í borði hjá flugmanninum, ef eldur hefir komist upp einhvers staðar í skrokknum. En í fæstum tilfellum hafa farþegarnir hugmynd um hætt una fyr en hún er liðin hjá og starfsfólk flugvjelanna er svo vel æft, að á því sjest ekkert. • Útvarpsmessurnar. ÞAÐ FÓR EINS OG mig grunaði, að það er mikill áhugi fyrir útvarpsmessunum. Það sjest á þeim mörgu brjefum, sem mjer hafa borist um það mál. ,.Trúrækinn“ skrifar t. d.: „Þakka þjer fyrir, að þú mintist á útvarpsmessurnar í dálkunum þínum. Það er að vísu ekkí alveg rjett, að aldrei sje útvarpað messum kl. 2 e. h. Stundum er útvarpað frá Frí- kirkjunni og Hallgrímspresta- kalli á þeim tíma. En hitt er rjett, að messurnar klukkan 5 hafa verið lagðar niður í út- varpinu með öllu og önnur ráð- stöfun, sem er lítt skiljanleg, að það er alveg hætt að útvarpa föstumessunum á miðvikudög- um., Þetta hvorttveggja tel jeg hið mesta tjón og nú þegar Útvarps ráðið er skipað ágætum mönn- um og niðurrifssöflin hafa þar ekki lengur meirihluta, ætti að taka þetta mál til nýrrar yfir- vegunnar“. Fleiri taka í sama streng. MffiAL'ANNARA'ORÐA . . . . I I------i i -- | Eftir G. J. Á. í---------------* Beslu boka- og kvikmyndaaugfýsingarnar ÞAÐ er mælt, að Bernhard ’>haw hafi fyrst vakið á sjer .thygli með því að skrifa, und- r dulnefni, hverja níðgreinina fætur annari um sjálfan sig. agt er, að hann hafi ekki að- ins látið sjer nægja að fara inum háðulegustu orðum um erk „þessa nýja rithöfundar", eldur jafnvei gefið blaðlesend num í skyn, að hjer væri mað r á ferðinni, sem væri hif \esta úrhrak frá siðferðilegu ónarmiði. Hvort hjer er rjett með far- i, veit jeg ekki, en hitt veit g, að siðferði nútímans er mnig komið, að engri bók eða /ikmynd hlotnast betri aug- sing en ef einhver fjelög eða ofnanir taka sig til og lýsa /í yfir að verkið sje ósiðlegt. Dæmin eru ótrúlega mörg. • * BEST SÓTTAR. Bandarískir kvikmyndafram iðendur, og raunar kvik- yndaframleiðendur í öðrum ndum, hafa komist að þpirri ðurstöðu fyrir löngu síðan, 5 fáar kvikmyndir sjeu betur óttar en einmitt þær, sem ein- hver borgin hefir bannað fyrir siðsemdar sakir • • FOREVER AMBER. Nýjasta sönnunin fyrir þessu er kvikmynd sú, sem gerð er eftir bókinni Forever Amber. Þetta er reyfari, sem seldist ákaflega vel, en eíriið er ó- Shaw skrifaði níð um sjálfan sig: merkileg ævintýri ungrar, nautnasjúkrar stúlku. Það fór eins og framleiðend- ur myndarinnar höfðu gert sjer vonir um: nokkrar borgir bönn uðu myndina, blöðin skýrðu frá því með stórum fyrirsögnum og blaðafulltrúum framleiðend anna tókst jafnvel að koma af stað mikilli deilu um það m'eð- al almennings, hvort rjettlætan legt væri eða ekki að banna myndina. — Árangurinn varð svo auðvitað sá, að allir vildu óðir kynnast ástarævintýrum Ambers, og kvikmyndin um stúlkukindina er orðin ein eft- irsóttasta varan, sem Holywood hefir boðið upp á um nokkúrn tíma. , • • PRENTAÐ Á LAUN. En kvikmyndaframleiðend- urnir eru ekki einir um að raka saman fje á þessari græðgi mannfólksins í það óheflaða og ruddalega. Það er vitað, að fjöldi manna erlendis lifir á því eóðu lífi, að láta prenta og gefa ,út á laun ýmiskonar sögur um klám og sadisma. Leyndin, Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.