Morgunblaðið - 22.01.1948, Síða 7

Morgunblaðið - 22.01.1948, Síða 7
Fimtiulaginn 22. janúar 1948 MORGVISBLAÐIÐ 7 Arnulf Ö verland: Einræði eða lýðræði EINRÆÐI eða lýðræði. Sam- anburður á þessu tvennu ætti að vera óþarfur. Við höfum reynslu af einræði, höfum barist gegn því í 5 ár. Við vitum hvað það er, og okkur er ljóst að við vilj- um ekki hafa kynni af því á nýj- an leik, ekki fyrir nokkurn mun. Við erum þjóðræðissinnaðir. Þetta ætti að vera öllum lýðum Ijóst. Nú er í rauninni ekkert ein- ræði til lengur. Að vísu var Sovjetsambandið auglýst á sínum tíma, sem „Einræði öreiganna“. En langt er síðan þetta var. Nú er stjórnskipun Rússlands nefnd Sovjetlýðræði (Hið austræna lýð- ræði). Ef maður lítur betur í kringum sig þá var heldur ekkert einræði í Þýskalandi í orði kveðnu. Þvert á móti. Þjóðernis jafnaðarmanna flokkur Þýskalands var þjóðleg- ur, það var ekki lakara. En hann var líka sósíalistiskur verka- mannaflokkur. Er hægt að ætl- ast til þess betra? Hitler vann eið að Weimarstjórnarskránni. Ef trúa mætti hans eigin orðurh, þá var hann fulltrúi fyrir hið eina, sanna lýðræði í heiminum, Hin ríkin voru marxistísk-gyð- inga-heimsveldis-höf ðingj aríki. Það getur þá ekki komið neinum á óvart, þó Franco hershöfðingi væri í hjarta sínu „lýðræðis- sinni“. Margt bendir til þess. I júlí 1945, ljet hann „Cortez“ sitt samþykkja í einu hljóði „frelsis- skrá“, sem átti að tryggja þjóð- inni skoðanafrelsi, fundafrelsi og prentfrelsi. ★ Þegar á allt er litið eru ein- tóm „lýðræðisríki'* um allan heim. Svo mikið af lýðræði, að það getur nærri því verið grun- samlegt. Sannleikurinn er víst sá, að enginn harðstjóri- telur það heppilegt fyrir sig, að koma til dyranna eins og hann er klædd- ur. Þeir vilja heldur sigla undir fölsku flaggi. Það kann að vera að mörgu fólki líki það vel að hafa ein- beitta stjórn. Það vill ekki að talað sje um, að hin sterka stjórn teymi það á eyrunum. Það kann betur við að sagt sje sem svo að það sje skólað fólk, hughraust og dugandi, verji fósturjörðina gegn svikum, hrekkjabrögðum, spill- ingu, skemmdarverkum og ytri og innri óvinum. Þetta lætur vel í eyrum. Þetta fólk hefir allt það frelsi sem það getur hugsað sjer. Það getur lesið blöðin — blöð, sem hafa mismunandi nöfn, en sama innihald. Það hefir frjálsar hend- ur. Svo getur þetta fólk líká tek- ið þátt í kröfugöngum og fjölda- fundum, þar sem það getur fagn- að ‘risamyndum af miklum mönn um, elskuðum foringjum, mesta afburðamanni heimsins. Það hef- ir kosningarjett, það mætir á kjörstað, og greiðir jákvæði. 99% af allri þjóðinni tekur þátt í kosningunum. Slíkur samhug- ur hefir aldrei áður þekkst í heim inum. Allt er þetta gott og blessað, ef fólkið er ánægt. En ofuriítill hængur er á þessu samt. Þegar fólk fyrst byrjar að skipa sjer í skrúðgöngur, þá er það miskunn- arlaust gagnvart öllum þeim, sem vilja hliðra sjer hjá þátttöku. Sá sem mótmælir, sá sem vogar að hafa orð á, að hann sje á ann- arri skoðun, hann hverfur. Það er úti um hann. Það verður ekki einu sinni reistur kross á leiði hans. En allt þetta er kallað lýðræði. Hið einasta sanna Iýðræði, sem til er. ' Með öðrum orðum, lýðræðið er sVikið. Höfð eru svo herfileg hausavíxl á hlutunum, að ekki er einasta nauðsynlegi að um málið sje talað. Hjer þr.rf gagngerðar skýringar. H. Verkalýður Evrópulanda leit á rússneska verkamenn á bylting- artímunum með mikilli aðdáun og samúð. Þetta vita allir. Rússn Kaflar úr fyrirlestri, er hann flutti í Stúdentafjelaginu í Oslo eska þjóðin var sú fyrsta, sem losaði sig fullkomlega undan þrældómi gósseigenda og yfir- stjetta. Sovjetsambandið var fyrsta ríkið, þar sem verkamenn- irnir sjálfir tóku völdin. Þegar hægriblöðin víðsvegar um heim, á næstu árum, töluðu með lítils- virðingu um „Sovjetparadísina" þá fjell sá áróður ekki í góða jörð meðal fólks, sem hafði erfiða og óholla vinnu, lítil laun, ljelegt viðurværi og slæm húsakynni og gat auk þess búist við að yfir það dyndi atvinnuleysi með köflum. I hugskoti þess fólks er lifði við slík kjör, hlaut landið, þar sem verkalýðurinn hafði völdin, að vera sem paradís. Það þurfti ekki að vera göllum þjóðskipuiagsins að kenna þó Rússarnir vrðu að leggja mikið að sjer, þó þeir hefðu ljelegt við- urværi, og jafnvel iiðu sult með köflum, eða þó að þeir hefðu ljelegra húsnæði en fólk í Vestur Evrópu. Landið var í sárum eftir styrjöld. Seinna skall á ógurleg- ur uppskerubrestur. Þetta var á þeim árum, þegar þjóðin þurfti að bvggja upp nýjan iðnað, án erlendra lána eða nokkurrar hjálpar utan að. Og þegar þetta var að komast í lag, þá byrjaði önnur styrjöld. Nú þarf aftur að vinna endurreisnarstarf. Áður en beint er nokkurri gagn rýni gegn Sovjetstjórninni verðá menn að viðurkenna þetta allt saman. Þeir hafa þar haft við óhemju erfiðleika að etja. Jafn- vel er hægt að hugsa sjer að erfið leikarnir hafi verið óyfirstígan- legir, verkefnin óleysanleg. Oft er skrifað í blöð og bækur um vinnugleði. Um það getum við talað, sem skrifum í bækur og blöð. Það er vinna, sem við gerum af fúsum vilja og höfum ánægju af. En við þá tilbreyt- ingarlausu og leiðinlegu vinnu, sem flest fólk verður að inna af hendi getur gleðin verið blönd- uð. Við sjáum líka þörfina fyrir skemmtanir, kvikmyndir, viku- blöð og útvarp eru miklu meiri meðal þeirra, sem eyða deginum við verk, þar sem ekki kemúr til nein andleg vinna. Og við sjáum að lítt þroskað fólk vinnur ekki meira en nauð- synlegt er, til þess að afla sjer lífsviðurværis. Frjáls negri frá Afríku vinnur ekki. Hann lætur konur sínar annast erfiðið. Hann liggur endilangur á bakinu og tyggur betel eða hann situr, og skrafar við nágranrana í þorp- inu tímunum saman. Það er ekki skemmtilegt að vinna. Rússum finnst það ekki heldur. Þeim finnst líka gaman að liggja við ofninn og láta fara vel um sig, að syngja og dansa og drekka vodka. Þeim er það ekkert hjartfólgið mál að koma fimm ára áætlunum í fram- kvæmd, komast framúr óætlun- unum og vinna það verk á fjór- um árum, sem ætlað var til fimm ára. Þess vegna gera þeir það ekki. Það getur verið að það sje auðveldara'að leggja út í frelsis- stríð með öllum þeim hörmung- um og fórnum en það er að ganga ár eftir ár að þreytandi endur- reisnarstarfi. Það kann að vera að stjórnarstörf Lenins hafi ver- ið auðveldari- heldur en fýrir •Stalin. •h Milli fjelagsbundinna verka- manna í öllum löndum eru sterk samúðarbönd. Verkamenn hafa litið til Sovjetsambandsins,, sem landsins, þar sem vonir þeirra rættust, sem „sociahstiska fóstur- jörð". Þeir hafa fylgt baráttu hinna rússnesku stjettarbræðra sinna fyrir hinu socialistiska þjóðfjelagi sem væri það þeirra eigin barátta. Arás á Sovjetsam- Arnulf Överland. bandið hefir í þeirra augum ver- ið árás á þá sjálfa. Samheldni og bræðralag er á háu stigi meðal verkamanna. Það eru eiginleikar sem verka- lýðshreyfingin byggir á. Þó að framfaravonirnar rættust ekki strax í Sovjetsambandinu, þá biðu menn, til þess að sjá hverju fram yndi. Þó að flokksstjórnin gripi til ráðstafana, sem virtust vera nokkuð miskunarlausar, þá litu verkamennirnir svo á, að þær kynnu að vera nauðsynleg- ar. Sameignarbúskapurinn í Okraníu leiddi til almennra skemmdarverka og uppreisnar. Uppreisnin var barin niður með harðri hendi, og kostaði óheyri- legar fórnir. Það er ekki vitað hve margir voru skotnir, hve margir voru sveltir í hel eða fluttir úr landi. Nefndar hafa ver ið 2 miljónir, og nefndar hafa verið hærri tölur. Það voru aðal- lega burtfluttir eignabændur, sem grófu Hvítahafsskurðinn. En sameignarbúskapurinn. var samt liður í hinni socialistisku fram- vindu og honum var komið á og Hvítahafsskurðurinn var graf- inn. Enn litu verkamenn svo á, að best væri að bíða, og sjá hver endir þar á yrði. ★ Þaj: til sú spurning vaknaði: Hvað á maður að bíða lengi? Hvenær verður mælirinn fullur? Skiftar skoðanir eru á því enn í dag. Nú hefir aftur verið styrj- öld. Nú þarf kannske að bíða aft- ur mannsaldur til þess að hægt sje að mynda sjer skoðun á social ismanum í framkvæmd. Við get- um ekki beðið svo lengi. Sovjetsambandið hetfir mikil áhrif á stjórnmál heimsifts í dag. Tilvera okkar fer eftir þvi, hvað við tekur í framtíðinni. Við er- um nauðbeygðir til þess að taka afstöðu með eða móti Sovjetveld inu — og helst úður en það gleypir okkur. Ef við skoðum Sovjetsamband- ið einsog fyrirmynd okkar, ef við viljum fara sömu leið, brúka sömu aðferðir, þá verðum við að afla okkur þekkingar á því hvert er stéfnt. Við getum ekki i dag eða í framtíðinni markað r.tefnu okkar eftir tilfinningum. trú og von. Við getum ekki neitað okk- ur um gagnrýni á þjóðfjelagi því, sem við ef til vill eigum að líkja eftir eða á stjórnarstefnu þeirri, sem við ætlum að fvlgja. Og ef gagnrýni okkar leiðir til þess að við sjáum að aðferðirnar eru ekki nothæfar og leiða held- ur ekki að æskilegu marki, þá verðum við að velja okkur aðrar aðferðir, finna okkar eigin leið. III. Hvað mætir auga okkar er við lítum í austurátt? Járntjaldið. Ekki er það jeg, sem hefi fundið það upp. Ekki hef jeg heldur sjeð það með eigin augum eða þreifað á því, En hver sem hefir reynt að kom- ast inn í Rússland, hefur rekið sig á það. Og komist hann í gegn, þá er það æfinlega í fylgd með leiðsögumönnum sem sjá um að hann fái ekki að sjá meira en gott þykir. Hann er tekinn í um- sjá umhyggjusamra fylgdar- manna, en meðal þeirra er alltaf einn eða annar úr leynilögregl- unni. I norskum blöðum sjer mað- ur stundum frásagnir Rússlands- fara, sem , sáu engann leynilög- reglumann“. Hann lætur prenta þetta með stærsta letri, til háð- ungar þeim, sem halda að leyni- lögregla sje til í Sovjetsamveld- inu. Það er enginn, segja þeir, sem læddist á eftir okkur, með ein- beittum svip og rannsakandi augnaráði og hendina á skamm- byssunni í jakkavasanum, gull- snúru í kaskeiti og gildum, gull- saumuðum bókstöfum: GPU. Þetta er allt saman lygi. segja þessir menn. Slíkum menningarfulltrúum getur heldur aldrei dottið í hug að þeim hafi verið boðið til Sovjetlandanna vegna þess að þeir hafi skjallega sannað hina óbrigðulu trúgirni sína. En það eru ekki bara trúgjarnir menn, sern komið hafa til Rússlands. Yfirvöldin hafa ekki getað úti- lokað blaðamenn með öllu. Með- an á styrjöldinni stóð slapp Eng- lendingurinn Paul Winterton þangað. Hann var frjettamaður í Moskva, innilokaður með öðr- um amerískum og evrópiskum stríðgfrjettariturum. Og hann hefir frá ýmsu að segja. ★ Ómögulegt var að komast í samband við almúgann í Rúss- landi. Allir. voru hræddir við að láta sjá sig með útlendingum, um það kynni að verða gefin skýrsla. Ekki kom til mála, að koma til vígstöðvanna, þar sem barist var. Við og við fengu blaða- mennirnir að koma í hóp til víg- valla sem yfirgefnir höfðu verið fyrir vikum og mánuðum síðan. Frjettirnar fengu þeir frá rússn- esku blöðunum. En þegar þeir kærðu yfir erfiðleikum sínum í frjettaflutningi, þá fengu þeir ónotasvar: Ekki var skilið yfir hverju þeir væru að kvarta — þeir hefðu þó vodka! Segjum svo að Rússarnir hafi verið hræddir við njósnir. Þetta var á stríðstímum. En það hafði ekki alltaf verið stríðstímar. Gorki, vinur Stalins og trún- aðarmaður, var vanur því að fara til Suður-Italíu á vetrum, sjer til heilsubótar. Síðustu árin, sem hann lifði, var hann kyrrsettur. Stalin var hræddur um, að hon- um gæti dottið i hug að verða þar um kyrrt. Og hver vissi, nema hann færi' þá að segja frá einu og öðru. Arið 1936 var hon- um boðið á and-fasistiskan rit- höfundafund í Frakklandi. Hann fjekk ekki fararleyfi. ★ Það eru tvö blöð í Sovjetsam- bandinu. Pravda og Izvestija. Annað blaðið er fiokksblað, hitt er stjórnarblað. Utlend blöð eru bönnuð. Forystugreinarnar úr þessum tveimur blöðum eru prentaðaV í öllum blöðum fyrir utan Moskvu um»allt land. Oll frjettaskeyti til blaðanna koma frá hinni opinberu frjettastofu, Tass. Innlendar frjettir eru vissu lega Kka í blöðunum, en frjetta- skoðunin sjer um, hvað birt er. Arthur Köestler hefir lýst því, hvernig frjettaskoðunin vinnur, en kommúnistarnir reyna að koma í veg fyrir að honum sje trúað. I sliólunum, er komist hjá því með öllu móti að kenna erlend tungumál. Það má ekki eitra þjófí arsálina. ★ Það er einn stjórnmálaflokkur í Sovjetsamveldinu og í honum eru um það bil 2% af þjóðinni. Lenin dreymdi um hamingju- sama framtíð, er fleiri flakkar, hver með sín málgögn, gætu rætt um stjórnmál sem á dagskrá væru einsog þeim sýndist. For- maður verkalýðssambandsins, Tomski, ságði einu sinni, að í einræðisriki væri að vísu hægt að hugsa sjer tvo eða þrjá eða fjóra flokka, þar sem einn flokk- urinn rjeði, og hinir væru í fang- elsi. Skömmu síðar hvarf Tomski. — Skiljanlegt, eftir slíka ber- sögli. ★ En allir hafa kosningarjett. 1 bók sinni nm Stalin, segir Boris Souvariné frá kosningunum. „12. desember 1937 fóru fram kosningar til æðstaráðsins. í hverju kjördæmi var einn fram- bjóðandi, sem valinn var fyrir- fram og útnefndur með lófataki af kjörmönnum samkvæmt til- nefningu flokksstjórnarinnar og með eftirliti frá leynilögreglunni GPU. Auðir seðlar voru taldir til stuðnings hinum opinbera fram- bjóðanda. Þátttaka í kosningun- um var ákveðin með lögum og var henni fylgt fram með fram- vísun nafnskírteina og listum yf- ir þá sem áttu kosningarjett. Að- ur en kosningaundirbúningurinn hófst hafði leynilögreglan sjeð um að nokkrir 4>eir, sem kynnu að verða frambjóðendur en ekki þóttu æskilegir, væru látnir hverfa. Á sömu leið fór með nokkra þeirra, sem kosnir voru eftir að haldinn hafði verið fyrsti fundurinn í ráðinu, Stalin komst svo að orði: „Aldrei hefir heim- urinn sjeð þvílíkar kosningar sem hafa verið eins í sannleika frjáls- ar og lýðræðislegar. Aldrei. Sag- an geymir ekkert dæmi þess að slíkt hafi nokkurntíma átt sjer stað. Winterton segir frá umræðun- um í æðsta ráði Sovjetríkjanna. Þar hreyfir aidrei neinn andmæl- um eða gagnrýni og allir greiða jákvæði sitt. Nú hafa verið kosn- ingar á ný. Um síðustu kosning- arnar kemst danska blaðið Poli- tiken þannig að orði þ. 10. febr.: „Stalin vísaði leiðina fyrir kosn ingar þessar er hann skýrði kjós- endunum svo frá. „Þær kosning- ar, sem nú standa fyrir dyrum, eru ekki aðeins kosningar, fjelag ar. Það er þjóðhátíðardagur, í sannleika sagt. Vissulega hafa aldrei farið fram eins frjálsar kosningar i heiminum og nú. Aidrei. Sagan geymir ekkert dæmi þess að slíkt hafi nokkurn tíma átt sjer stað“. En hvað er þetta. Voru ekki í sannleika sagt frjálsar kosningar 12. des. 1937: Eða svo var að heyra á Stalin þá. Hann notaði nákvæmlega sömu orð. Með þessum einstæðu frjálsu kosningum er ekki kosinn einn einasti maðiir sem stendur utan við hóp þeirra frambjóðenda, sem stjórnin hafði útnefnt. Ekki ein andstöðurödd. Og af þessu eru Sovjetblöðin óendanlega hreykin. um DAVID E. Lilienthal, formaður atomorkunefndar Bandaríkj- anna, hefur bent á það í ræðu, að það virðist að mestu hafa fárið framhjá almenningi, hversu víðtæk not megi hafa af atomorkunni. Sagði hann í þessu sambandi, að menn yrðu að gora sjer ljóst, að atomvísindin fjöll- uðu ekki eínungis um smíði atom vopna, heldur hefðu þau opháð nýjan heim framfara og þekk- ingar. . ;v;:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.