Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1948, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Fimtiulaginn 22. janúar 1948 1Ö mAnadalur Sí d tds a^a ej^tir ^acL czConcloyi 110. dagur • „Heldurðu að Mánadalurinn sje utan í fjallshlíð?“ sagði han.n gletnislega. „Nei, jeg á ekki við það, jeg á við það að þetta sje leiðin inn í Mánadal, dalinn okkar. Allar leiðir þangað hljóta að vera yndislegar. Og hjer er svo fag- urt að jeg hefi aldrei fegurra augum litið“. ,,Já, víst er hjer fagurt“, svaraði hann. ,,Jeg vildi heldur eiga eina ferhyrningsmílu af þessu landi, heldur en allan Sacramento dalinn og árhólm- ana og eyjarnar í þokkabót. Og ef ekki eru dýr í þessu fjalli þá skjöplast mjer hrapallega. Og hjer er auðvitað veiði í þessum lækjum og ám“. Vegurinn lá nú fram hjá fall egum bóndabæ. Þar voru reisu legar hlöður og fjós. Svo tók við skógur, og er þau voru kom in út úr honum blasti við stór akur, se mnáði alveg upp undir fjallið og takmarkaðist þar af háum skógi. Kvöldsólin sló bjarma á akurinn og var hann eins og iðandi gullhaf. í miðj- um akrinum stóð eitt einstakt rauðaviðartrje með visnuðum greinum og hafði örn átt sjer þar hreiður um vorið. Skógur- inn fram undan virtist ná alla leið upp að fjallsbrún, en er þau komu dálítið lengra sáu þau að þetta var ekki aðal- fjallið, þyí að þá blasti við tind ur Sonoma lengra í burtu og bar hátt yfir það. Nú komu þau fram á háls- brún. Til hægri handar voru hálsar með djúpum giljum og þar fyrir neðan sáu þau í fyrsta skifti Sonoma dalinn. Þar blöstu vínekrur og aldingarð- ar, en að baki risu há fjöll. Til vinstri handar blasti við rækt- að land með smáhálsum og dölutn. Lengra til norðurs sáu þau niður í dalinn á öðrum stað og þar voru líka fjöll á bak við og laugaði hæsti tindurinn sig í geislaflóði kvöldsólarinnar. Þaðan og til norðausturs teygðu fjöllin sig og skein sólin á þau, en forsæla var komin þar sem þau Billy voru. Billy varð litið á Saxon og sá að hún var í leiðslu af aðdáun. Hann stöðv- aði hestana og virti útsýnið fyrir sjer. Yfir fjöllin lagði kvöldroðinn mjúka róslitaða slæðu. En niðri í dalnum höfðu bláir skuggar safnast saman í giljum og lautum og teygðu sig lengra og lengra upp eftir hlíð unum. Þegjandi benti Saxon honum á það ,að þessi dökki lif andi blámi var skugginn af Sonoma fjallinu. Billy skildi það og kinkaði kolli. Svo hott- aði hann á hestana og hjelt á stað niður í blámóðuna. I hvert skfiti sem vegurinn lá yfir háls, var þar svalur and- vari utan af Kyrrahafinu, sem þó var í fjörutíu mílna fjar- lægð En þegar þau komu nið- ur í lautir og giljadrög þá var þar eins og hlýr andblær upp úr sjálfri jörðinni, kryddaður af angan bliknandi blóma og jurta. Nú komu þau að djúpu gill, sem virtist ná langt upp í fjall ið. Þar stöðvaði Billy hestana aftur og leit á Saxon. Hann sagði ekkert. Gilið var bæði hrikalegt og fagurt. Þar voru stór rauðaviðartrje hvar vetna. Handan við það blöstu við þrír háir hólar með þjettum greni- ; og eikarskógum. Milli þeirra var annað gil, einnig vaxið rauðaviðarskógi, en framan við : hólana var grassljetta. Billy benti á þetta og mælti: j „Slíkan haga vildi jeg hafa handa' hestunum mínum“. Svo óku þau niðurí gilið. Þar ! rann lítil á og vegurinn lá með- fram henni. Þarna óx ahorn og almur, Madrono og Manzanita og lagði af þessu sterka angan. Af kvöldroðanum bar rauðleita slikju á alt gilið. Lárviður óx þar og angaði og viltur vínvið- ur teygði sig milli trjánna og náði sums staðar yfir ána. Eik- urnar voru vaxnar grænum mosa. Burknar stóðu í háum brúskum meðfram ánni. Inni í skóginum heyrðist í turtildúf- um. Hátt yfir höfðum þeirra Billy og Saxon hoppuðu íkorn- j ar grein af grein og milli , trjánna. 1 „Mig er farið að gruna margt“, hvíslaði Billy. „Lofaðu mjer að kveða upp úr með það“, sagði Saxon. Með fagnaðarsvip horfði hún í kringum sig og sagði svo: „Við höfum fundið dalinn okkar. Var það ekki það sem þú .ætlaðir að segja?“ Hann kinkaði kolli og ætlaði að segja eitthvað en hætti við það bví að þarna kom þá dreng ur og rak á undan sjer kú. í annari hendi hjelt hann á gríð- arle.ga stórum riffli, en í hinni hendjnn á gríðarlega stórum hjera. „Hvað er langt hjeðan til Glen Ellen?“ spurði Billy. „Hálf önnur míla“, svaraði pilturinn. „Hvað heitir þessi á?“ spurði Saxon. „Wild Water. Hún rennur í Sonoma hjer nokkru neðar“. „Er nokkur veiði í henni?“ spurði Billy.' „Já, ef þjer kunnið að veiða“ sagði piltur og hló. ,,Eru nokkur dýr hjerna fjallinu?" „Það er ekki veiðitími núna“, svaraði piltur. „Þú hefir víst aldrei skotið dýr?“ sagði Billy ísmeygilega. „Ójú, og jeg get sýnt þjer hornin“. „Dýrin fella horn“, sagði Billy. „Þú hefir fundið þau“. „Skinnið er ekki enn orðið hart á mínu horni“, sagði pilt- urinn. En svo kom á hann hræðslu- svipur. Hann sá að Billy hafði veitt upp úr sjer meira en hann vildi segja. „Vertu óhræddur, drengur minn“, sagði Billy og hló. „Jeg er ekki eftirlitsmaður friðun- arlaganna. Jeg er hrossakaup- maður“. Svo hjeldu þau áfram. Þau sáu marga fleiri íkorna og gilið varð æ fegurra eftir því sem þau komu lengra. Alt í einu komu þau að hliði. Þar var ljelegur póstkassi og á hann letrað: „Edmund Hale“. Hliðið var myndað af lifandi trjám og þarna stóðu maður og kona hlið við hlið. Konan var fríð og blíð leg á svip, fagureyg með snjó- hvítt hár. Hún var mjög dökk á hörund, eins og hvítar kon- ur verða stundum, þegar þær dveljast í miklum hita. Hún var í grænum kjól og minti Sax on helst á skógardís. Maðurinn var hár og þrekinn og þau hjeldust í hendur. Þeim Billy og Saxon fanst það ævintýri líkast að hitta þau. Og hinum mun einnig hafa fundist það sem ævintýr að cjá þau Billy og Saxon koma þarna akandi. Þau brostu vingjarn- lega eins og þau hefði endur- heimt lengi þráða vini. Og í gleði sinni fanst Saxon að hún hefði þekt þau fyrir löngu, al- veg eins og henni hafði áður fundist hún þekkja dalinn. „Gott kvöld“, sagði Billy. „Guð blessi ykkur, börnin góð“, sagði maðurinn. Fleiri orð fóru þeim ekki á milli. Vagninn hjelt áfram og það brakaði í dyngjum af föln uðu laufi undir hjólunum. Svo komu þau þangað er gilin mætt ust. „Hjer væri gamap að eiga heima“, sagði Saxon. „Sjáðu sljettuna þarna fyrir neðan“. „Já, þar hlýtur að vera frjóv samur jarðvegur“, sagði Billy. „Líttu á stóru trjen, sem vaxa þar“. „Við skulum aka þangað“ sagði hún . Þau beygðu út af þjóðvegin- um og fóru yfir Wild Water, á mjórri brú. Handan við hana voru aðeins troðningar og lágu meðfram girðingu úr rauða- viði. Þau komu að hliði, sem var opið, því að grindin var rif in úr því. „Hjerna er það — jeg veit það“, hrópaði Saxon. „Haltu áfram, Billy“. Nú sáu þau lítið hús inn á milli trjánna. Það var hvítkalk að, en rúður voru brotnar í gluggum. Billy benti henni á Madrono trje, sem stóð fyrir framan húsið. Stofninn var að minsta kosti sex fet í þvermál niður við jörð. Þau stukku úr vagninum, en gáfu sjer ekki tíma til að leysa hestana frá, heldur bundu þá við girðingu. Og svo fóru þau að skoða sig um. Stór trje voru þar alt um kring. Á bak við húsið var dálítil hlaða og hand an við hana var skógi vaxin hlíð. Þar var fult af fuglum. Þau fóru í gegnum skóginn upp á brekkuna. Þar var mold in hörð og sundursprungin eft- ir hiiana. Billy tók ofurlítinn moldarköggul og muldi hann. „Þetta er frjóvsöm mold“, sagði hann hugsandi og ljet moldina renna í gegnum greip- ar sjer. „Hjer er kjarninn úr þeim jarðvegi, sem um þúsund ir ára hefir skolað niður úr fjöllunum. En--------“. Hann gekk lengra svo að hann sæi betur yfir og þegar hann kom aftur sagði hann: „Þetta land, er gagnslaust eins og það er. En það mun ekki gefa öðrum eftir, ef farið er skynsamlega með það. Hjer þarf vatnsveitu. Það er hægt að safna vatni saman í laut hjerna fyrir ofan, því að lækur er þar uppi í brekkunni. Komdu og sjáðu“. ( Bílamiðlunin ( : Bankastræti 7. Sími 7324. f ! er miðstöð bífreiðakaupa. 1 OSKABRUNNURINN Eftir Ida Moore. 3. ætli þetta sje nú?, hugsaði hann með sjer. Aídrei hafði hann heyrt getið um dýr, sem hefði fjögur augu. En á næsta andartaki stukku tvær litlar geitur út á veginn og rjeðust á hann. Um leið og hann datt í götuna fannst honum hann heyra skrækan hlátur og hann sá stóran, gulan frosk hoppa yfir veginn. Þarna hafði hann látið leika á sig! — Stebbi gat ekki látið vera að brosa. Hann hafði óskað eftir leikfjelaga, en af því að hann hafði gleymt að taka fram að leikfjelaginn ætti að vera mennskur maður, þá hafði gamli froskurinn sent hon- um þessar tvær geitur til þess að leika sjer að. Jæja — hann hafði þó að minnsta kosti fengið ósk sína uppfyllta. Og geiturnar voru þær lang fallegustu, sero hann hafði nokkurn tíma sjeð. Þegar hann komst á fætur aftur sá hann að þær voru svo litlar að hann gat auðveldlega ráðið við þær. Og hann hjelt áfram að leika sjer við þær þangað til hann var orðinn svo þreyttur, að hann gat varla staðið á fótunum. 2. kafli. „Hvar er bleika skelin með gulu röndinni?" Bergmál klór- aði sjer á bak við eyrað. „Jeg verð aldrei búinn með þetta te-stell fyrir samkvæmi drottningarinnar í kvöld“. Hann andvarpaði og Ijet augun hvarfla um dimman hellinn. „Sjá allar þessar skeljar! Bleikar, grænar, bláar, gylltar, silfur- litar! Hvernig á jeg að fara að því að finna eina litla skel innan um allan þennan fjölda? Hvað á jeg að gera? Hvað skyldi hafa orðið um bansetta skelina?“ Svo þagnaði hann og lagði við hlustirnar. Kynlegur hávaði barst að eyrum hans utan úr einu horni hellisins, og svo kom hann auga á tvær litlar geitur. Jæja — svo að Topsy og Flopsy voru aftur farnar að stela skeljum! Nú vissi hann, hvað orðið hafði um skelina hans. Gulfótur hafði einu sinni fengið geiturnar til þess að borða fulla körfu af skeljum — svona bara í gríni. En það var nú ekki orðið neitt grín lengur, því að geitunum var farið að þykja gott að borða skeljarnar og sættu lagi að stela þeim frá honum hvenær sem færi gafst. „Hypjið þið ykkur hjeðan út, óþokkarnir ykkar“, þrum- xmx — Eruð þjer vissir um að þetta sje aðalgatan í bænum, sem við erum komnir inn á? ★ Velklæddur Ameríkani kom inn í járnbrautarlest í Englandi og settist andspænis gamalli konu. Ameríkaninn virtist hinn glaðværasti og konan var mjög hrifin, er hún varð þess vör að hann var farinn áð tala til henn ar. Hún horfði á hann og nikk- aði stöku sinnum, en hann tal- aði án afláts. En sá var galli á gjöf Njarð- ar að konan var heyrnarlaus og heyrði þess vegna ekkert af því, sem þessi vingjarnlegi út- lendingur var að tala. En þegar hann hjelt ræðu sinni stöðugt áfram, gat gamla konan ekki lengúr orða bundist. „Því miður, ungi maður“, sagði hún, „þá er jeg heyrnar- laus og get mjer til sárra von- brigða ekki heyrt neitt- af þvi, sem þjer segið“. Við þessi orð konunnar brosti Ameríkaninn sínu breiðasta brosi og sagði: — „Jeg hefi ekki verið að tala við yður. Jeg er með tyggigúmmí“. Svo hjelt hann áfram að jórtra. ★ — Hvernig er að vera giftur? — Jæja, á meðan við vorum trúlofuð þá talaði jeg, en hún hlustaði. Á hveitibrauðsdögun- um talaði hún og jeg hlustaði.' Nú tölum við bæði og nágrann- arnir hlusta. ★ — O, hvað litli anginn er sætur. Hvað er hann gamall? — Hann er þriggja mánaða. — Er það yngsta barnið yðar? ★ Hún: — Jeg álít að karlmenn eigi altaf að vera í fötum, sem eru eins á litinn og hár þeirrá. — Hvernig ættu mín föt þá að vgra á litinn? spurði hann um leið og hann strauk beran og gljáandi skallann. ★ Vinnukonan: •— Maðurinn yðar hjelt í gær, þegar hann kom heim að jeg væri þjer. Konan: — Hvað segið þjer, manneskja, hvernig þá? Vinnukonan: — Hann var ekkj fyrr kominn inn, en hann, fór að hundskamma mig. . J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.