Morgunblaðið - 22.01.1948, Page 12

Morgunblaðið - 22.01.1948, Page 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUÐ-AUSTAN gola eða kaldi. — Slyddujel öSru hvoru. 17. tbl. — Fimtudaginn 22. janúar 1948. KAFLI úr fyrirlestri Arnulfs Överland um einræði og lýð- ræði er á bls. 7. — FlugsföSin, sem verið er að byggja í Keflavík J Útlitsteikning af flugstöðinni og gistihúsinu, sem verið er að reisa á Keflavikurflugvelli. ■S> Ríkisstjóri Hínne- sefa kemur fil Kefla- vikur Keflavík. miðvikudag. LUTHER W. YOUNGDAHL, ríkisstjóri í Minnesotafylki í Bandaríkju.num kom til Kefla- víkur s.l. sunnudag og heim- sótti B. R. J. Hassel, varafor- seta IAC. Ríkisstjórinn var far- þegi á flugvjel SAS, sem var á ieið frá Stokkhólmi til Nev/ York. Youngdahl ríkisstjóri hafði verið boðinn til Svíþjóðar og var gestur Gustavs konungs og sænsku stjórnarinnar í sam- bandi við Sænsk-Ameríska fje- lagið, en hann hefur tekið mik- inn þátt í þeim fjelagsskap, enda býr ekki jafnmikill fjöldi Norðurlandaafkomenda í neinu ríki vestan hafs eins og Minne- sota. í för með ríkisstjóranum var Herman Nelson, sænskur blaðamaöur frá Rockford í Iili- nois. Eyðileggja sprengiefni JERUSALEM: — Bretar eru nú að sprengja í loft upp smám saman þau 10 þúsund tonn af sprengiefni, sem þeir verða að skilja eftir, þegar þeir fara frá Palestínu. 2000 tonn hafa þegar verið eyðilögð. Keflavíkurflugvallar- mannvirkin með þeim fullkomnustu í heimi Glsíihúsið og fiugstöðvarhygging fulígerð í sumar. FLUGSTÖÐVARBYGGINGIN nýja á Kéflavíkurflugvelli, sem nú er I byggingu og ráðgert er að verði fullbúin síðari hluca sumars, verður ein fullkomnasta flugstöð á leiðinni milli New York og Norðurlanda. Verður hún fyllilega sambærileg við það besta á alþjóðamælikvarða og samkvæmt nýtísku kröfum um flugstöðvabyggingar. Mikil mannvirki Eins og kunnugt er af fyrri frjettum er f jelag það, sem sam- kvæmt samningum við ríkis- stjórnina hefur tekið að sjer rekstur Keflavíkurflugvallar, að láta byggja mörg mannvirki á i flugvellinum. í einni byggingar- samstæðu verður gistihús, bið- salir, farþegaafgreiðslur og ann- að er að farþegaafgreiðslunni lýtur. Húsið verður tvær hæðir og verða veitingasalir, biðsalir og afgreiðslur á neðri hæð, en gistiherbergi á efri hæðinni. Þessi bygging er komin það langt nú, að verið er að setja niður gólf í efri hæðina. Auk þess er byrjað að byggja birgðaskemmu mikla og verða þar þvottahús, brauðgerðarhús og annað, sem nauðsynlegt þyk- ir. Um 130 ísiendingar vinna að byggingu þessara mannvirkja, auk Bandaríkjamanna. Undir íslcnsku eftirliti Teikningar af byggingunum gerðu amerískir arkitekiar, sem áður hafa teiknað flugstöðvar fyrir sama fjelag. En áður en bygging hófst fóru þeir Hörður Bjarnason skipulagsstjóri ríkis- ins, Agnar Kofoed Hansen, flug- vallastjóri ríkisins og Erling Er- lingseh verkfræðingur yxir teikningarnar og samræmdu þær íslenskum sta'ðháttum og íslensk um byggingarreglugerðum. — Fengu þeir komið fram mörgum breytingum, er þeir töldu nauð- synlegar. Þá hefur nefnd sú er utariríkisráðuneyt. skipaði til að hafa eftirlit með samningunum um Keflavíkurflugvöll, einnig fjallað um þessi mál. Formaður þeirrar nefndar er Gunnlaugur Pjetursson fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu. Hörður Bjarnason hefur einn- ig eftirlit með byggingunum eft- ir því sem þeim miðar áfram og er hann skipaður af ríkisstjórn- inni í það starf. Þá hefur Agnar Kofoed Hansen flugvallastjóri að sjálfsögðu einnig eftirlit með þeim byggingum og mannvirkj- um, sem reist eru þar syðra. Fleiri byggingar fyrirhugaðar Fleiri byggingar eru fyrirhug- aðar í framtíðinni á Keflavíkur- flugvelli, svo sem íbúðarhús fyr- ir starfsfólk vallarins, en ekki verður byrjað á þeim strax. Kemst í eigu íslendinga Eins og kunnugt er af samn- ingi, sem ríkisstjórnin gerði um Keflavíkurflugvöllinn verða öll þau mannvirki, sem í Keflavík verða reist eign íslendinga er Bandaríkjamenn hverfa hjeðan af landi burt. íslensku skíðamenn- irnir komnir til St. Moritz FORMANNI OLYMPÍUNEFND ARINNÁR barst á þriðjudaginn skeyti frá skíðamönnunum, sem fóru til Sviss, en beir voru þá komnir til St. Moritz. Hafði ferð in gengið vel og var líðan þeirra að óskum. Leikarnir hefjast 30. janúar og standa til 8. febrúar. Þátttak- endur eru alls frá 31 þjóð. Alþýðusambandið tapaði málinu gegn Vinnuveitendafjelaginu Démur íjeli í gær í Fjelagsdómi í GÆR VAR í Fjelagsdómi kveðinn upp dómur í máli því er Alþýðusamband íslands fyrir hönd Verkamannafjelagsins Dags- hrún, höfðaði gegn Vinnuveitendafjelagi Islands. Alþýðusam- bandið höfðaði mál þetta gegn Vinnuveitendafjelaginu fyrir að miða verðlagsuppbætur á kaup fyrir vinnu í janúar við vísitöl- una 300. Máli þessu tapaði Alþýðusambandið. 300 stig frá 1. jan. Samkvæmt 12. grein laga um dýrtíðarráðstafanir nr. 128 fra 29. des. 1947, má ekki miða verð lagsuppbót við hærri vísitölu en 300, meðan lög þessi eru í gildi, — þar sem fjárhæð starfslauna eða annara greiðslna er miðuð við verðlagsvísitölu, samkvæmt lögum samningum eða á annan hátt. En lögin gengu í gildi 1. jan. s.l. —- Þetta ákvæði skyldi Vinnuveitendafjelag íslands á þá lund, að vinnuveitendum væri ekki heimilt að greiða hærri verðlagsuppbót, en eftir vísitölu 300 á kaup, sem unnið væri fyrir í janúar 1948. Hins- vegar taldi stjórn Verkamanna- f jel. Dagsbrún, að vinnuveitend- um bæri að greiða verðlagsupp- bót á kaup þetta eftir vísitölu 328 en það var vísitala pr. 1. des. 1947. Byggði fjelagið þenna skilning á ákvæði 5. gr. samn- ings Vinnuveitendaf jelagsins vi<5 Dagsbrún, frá 7. júlí 1947. En samkvæmt því skal hverju sinni greiða verðlagsuppbót á kaup eftir dýrtlðarvísitölu næsta mán aðar á undan. r j í Fjelagsdómi Ágreining þennan báru aðilj- ar undir Fjelagsdóm og höfðaði Alþýðusambandið vegna Dags- brúnar mál gegn Vinnuveitenda fjelaginu til að fá viðurkendaa með dómi Fjelagsdóms sinn skilning á málinu. Dómur fjeli í gær og tapaði Alþýðusamband ið málin, enda var það dæmt til að greiða Vinnuveitendaf jel. 300 krónur í málskostnað. Er þar með úr því skorið, með dómi að verölagsuppbðt á lcaup fyrir vinnu unna í janúar 190 og upp frá því meðan dýrtíðar- lögin eru í gildi, má ekki miöct. við hærri vísitölu en 300. Eíirkjuráð ræðir húsbyggingarmálið og frumvörp varðandi kirkjumá! Ráðið bemur saman fil fundar í dag HIÐ NÝKJÖRNA Kirkjuráð íslands, kemur saman til fundar í dag. Fyrir ráðinu liggja allmörg mál. Meðal þeirra er þjóðkirkju- húsið og frumvörp varðandi kirkjuna, sem lögð hafa verið fram á Alþingi. í Kirkjuráði íslands eiga sæti auk biskups landsins, próf. Ásmundur Guðmundsson, sjera Þorgrímur Sigurðsson að Stað- arstað, Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður og Vilhjálm- ur Þór, forstjóri. Þjóðkirkjuhúsið. Fjársöfnun til byggingar Þjóðkirkjuhússins, hefur farið fram um land allt og er nú bygjúngasjóðurinn orðinn nokk uð á^annað hundrað þúsund kr. Einn sinni kom til.tals að bygg ingin yrði reist á Skólavörðu- holti, en vegna bygginga, sem þar eru að rísa af grunni og annarra sem gert er ráð fyrir að verði þar, var horfið frá að reisa bygginguna þar. Nú hefur Reykjavíkurbær úthlutað lóð undir húsið við Miklubraut. Frumvörp fyrir Alþingi. Þá mun ráðið hafa til um- ræðu frumvörp varðandi kirkju mál, sem nú liggja fyrir Al- þingi. Mun sjerstaklega verða rætt um frumvarp um hækkun sóknargjalda. En lögin um þau eru nú orðin mjög gömul og úrelt. í frumvarpinu um sókn- argjöld, er gert ráð fyrir að framlag hvers sdknarbarns hækki úr kr. 1.25 í kr. 3 og verði gjaldið innheimt með vísitöluálagi. Þá er og gert ráð fyrir að 50 aurar af sóknar- gjaldi skuli renna í sjerstakan sjóð, sem varið skal til sam- eiginlegra þarfa kirkjunnar. Þjóðkirkjan sem slík hefur nú ekki umráð yfir neinu fje til sinna þarfa. Kirkjuráð mun einnig ræðá prestkosningafrumvarpið og önnur mál er snerta kirkjumál landsins. Fundurinn hefst kl. 4 og fer fram að heimili biskups. Sjö drepnir í Bagdad Bagdad í gær. SJÖ manns ljetu lífið hjer í Bagdad í dag, er til átaka kom milli stúdenta og lögreglu. Varð uppþotið í sambandi við jarðar- för þriggja stúdenta, sem drepn- ir voru í óeirðunum í gær. Varaforsætisráðherra írak heldur því fram að kommúnist- ar standi á bak við óeirðirnar í landinu að undanförnu. 1 — Reuter,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.