Morgunblaðið - 25.01.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. janúar 1948,1 Nýjar vinnsluaðferðir síldar Öll verðmæt efni fullvinnast — Eng- in úrgangsefni valda óþægindum Stutt greinargerð frá Kveldúlfi EINS og ýmsum er kunnugt, þá hafa aðstandendur síkiar- verksmiðjunnar á Hjalteyri sent Síldarverksmiðjunefnd .Tteykjavíkurbæjar og öðrum aðilum, sem hafa haft undir- búning með höndum að stofn- un ■ síldarverksmjðj u í Reykja- vík, greinargerð um nýja að- ferð til vinnslu á síld ásamt áætlunum með samanburði á binni nýju vinnsluaðferð við |>ær aðferðir, sem áður hafa verið notaðar. Til þess að gefa almenningi fullar upplýsingar um þetta mál, þá hefur Morgunblaðið fengið eftirfarandi greinargerð frá h.f. Kveldúlfi: Efnatapið. Þar sem íbúar Reykjavíkur ottast mest í sambendi við starf- •rækslu síldarverksmiðju í ná- gcenni bæjarins er hin alkunna ólykt, sem hingað til hefur fylgt |>essum iðnaði. Með mjög kostnaðarsömum ráðstöfunum er hægt að vernda bæjarbúa íyrir. óþægindum af þessum völdum, jafnvel þótt núverandi vinnsiuaðferð sje notuð. En málið hetur aðra stór um alvarlegri hlið. Ólyktin og annar óþrifnaður í sambandi við iðnað.inn stafar frá úrgangsefnum, sem tapast við vinnsluna. Með núverandi vinnsluaðferð á síld tapast hjer á landi milli 20 og 30% af þur- efni síldarinnar og 2—3% af lýsinu. Þurefnið, sem tapast, er aðal- lega eggjahvítuefnasambönd og erlendar fóðurrannsóknir benda til þess. að "þessi efni eða fylgi- efni þeirra sjeu að sumu leyti verðmætari sem fóðurefni held- ar en síldarmjölið. sem fæst við framieiðsluna. I íslensku síldarmjöli eru 8—10% af fitu (iýsi). Með til- liti til vörugaéða er æskilegt að fítan í mjölinu sje sem minnst, Með núverandi markaðsverði fæst um það bil þrisvar sinnum hærra verð fyrir hvert kg. af lýsi heldur en mjöii. Liggur þá í augum uppi, að frá fjárhags- legu sjónarmiði er það tjón að fi\an í mjölinu sje mikil. Rannsóknir á Hjalteyri. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á Hjalteyri, benda til þess að 1/6—1/5 hluti af þurefnis- töpunum norðan lands stafi frá geymslu síidarinnar í skipum og í þrórn. Meðan ekki eru fundnar betri aðferðir til geymslu á síldinni en þær, sem nú eru notaðar, verða þessi töp ekki umflúin, Litlar tilraunir hafa farið fram í þá átt, en þó xná minna á hinar athyglisverðu tiJraunir Gísla Halldórssonar með kælingu á síldinni. Hinn hluti tapanna, þ. e. •4/5—5/6 hlutar af þurefninu, sém fer forgörðum, stafar bein- línis frá þeirri vinnsluaðferð, sem nu er notuð eg verður ekki umflúin meðan hún er í notkun nema að nokkru leyti, og þá með kostnaðarsamari viðbótar vinnslu'á frárennslisvatni verk smiðjunnar, svokölluðu lím- v|ini. Úr því er t. d. unnið í Bþndaríkjunum efni, sem nefnt hlfur verið soðkjarni á ís- lepsku. Fylgst með nýjungum. Af hálfu h.f. Kveldúlfs hefur undanfarir, ár veríð fylgst með nýjungum á sviði sildariðnaðar- ins, eftir því sem kostur hefur verið á í þeim löndum, þar sem þessi iðnaður fer fram í stór- um stíl, svo sem í Bandaríkjun- um og Npregi. Jafnframt hefur verið rekir. tilraunastarfsemi í sambandi við verksmiðju fjelagsins á Hjalteyri í því skyni, að endurbæta vinnslu- nðferðárnar, m. a. voru þar gerðar tilraunir með framleiðslu á soðkjarna 1945. Gekk sú starf- semi að ósk.um, en af ýmsum á- stæðum, esm hjer verða ekki raktar, þótti ekld ráðlegt að ráðast í þessa framleiðslu. Fitan uppleyst. Undanfarin ár hefur sú að- ferð ruft sjer mjög til rúms við vinnslu á jurtafeiti úr fræjum, að leysa feitina upp með upp- lausnarefnum, sem síðan eru á- samt lýsinu skilin frá þurefn- inu (mjölinu). Þessi aðferð hef- ur í seinni tíð lítið verið notuð við framleiðslu á lýsi úr fiski eða fiskiafurðum, vegna þess að vatnið, sem er í þessum hrá- efnum, veldur örðugleikum við vinnsluna. Okkur hefur lengi verið það ljóst, að þessi að- ferð, sem nefnd er á ensku „solvent extraction“, mundi vera hin ákjósanlegasta, ef tak ast mætti að losna við vatnið úr síldinni án hráefnistapa. 'Þetta vandamál e" nú leyst með norskri uppfindir.gu til þurrk- unar á síld með aðferð, sem vernduð hefur verið með einka leyfum bæði hjer á landi og erlendis. Aðferðir tengdar saman. Með því e.ð tengja þessar tvær aðferðir saman, hefir verkfræð- ingum fjelagsins tekist að finna vinnsluaðferð fyrir síld, þar sem ekkert fer forgörðum af því lýsi eða föstum efnum, sem í hráefninu eru. Víðtækar til- raunir hafa farið fram, bæði á Hjalteyri og erlendis, með þessa nýju vinnsluaðferð og er nú málum svo komið, að engin vandkvæði eru á að vinna síld í stórum stíl með íienni. Undirbúningur á Hjalteyri. H.f. Kvtldúlfur hóf síðastlið- ið vor undirbúning að bygg- ingu slíkrar verksmiðju með fyrirhuguðum afköstum 5000 mál á sólarhring. og átti hún að vera tilbúin til starfrækslu nú í sumar. Þessar framkvæmd ir stöðvuðust af bví, að ekki fjekkst erlendur gjaldeyrir til kaupa á nauðsyniegum vjelum. H.f. Kveldúlfi hefur tekist að fá leyfi þeirra aðila í Noregi, sem eiga einkaleyfisrjettindin á fyrrnefndri þurrkunaraðferð á síldj til þess að hagnýta að- ferðina við síldarvinnslu á Is- landi og er það bundið því, að fjelagið hafi einkarjett til þess að nota uppfindinguna. Þó hafa hinir norsku eiokaleyfishafar nú fallist á, að fleiri aðilum væri gefinn kostur á að kynn- ast aðferðinni og e. t. v. nota hana. Með tilliti til þeirrar þýðing- ar, sem bætt nýting hráefnanna í síldariðnáðinum hefur fyrir þjóðarbúskap íslendinga, þá hefur fjelagið talið rjett að kynna aðferðina fyrir þeim aðil um, sem nú eru að undirbúa stofnun að síldarvinnslu hjer í Reykjavík, áður en lagt er stórfje í kaup á vjelum, sém hætt er Við að sjeu að verða úreltar. Samanburður á mis- munandi aðferðum. Voru því gerðar samanburð- aráætlanir um stofnkostnað reksturskostnað og verðmæti af urða, er fengjust úr Faxaflóa- síld, ef síldarverksmiðjur yrðu bygðar í nágrenni Reykjavík- ur. Aætlanir þessar eru miðað- ar við 5000 og 10000 mála síld- arverksmiðjur og gerður sam- anburður á eftirfarandi tilfell- um. í fyrsta lagi verksmiðjum, sem nota núverandi vinnsluað- ferð einungis, í öðru lagi sams- konar verksmiðjur með vinnslu á soðkjarna úr límvatninu og í þriðja lagi verksmiðjum, er vinna eftir hinni nýju aðferð. Aætlanir þessar hafa verið sendar þeim aðilum, er hafa með höndum undirbúning að byggingu síldarverksmiðju í Reykjavík, ennfremur ríkis- stjórninni og bæjaryfirvöldum. Með nýju aðferðinni fæst væntanlega úr hverju máli af síld, sem unnin er, mjöl ca 28,3 kg. í stað 24,6 kg., lýsi 18.5 kg. í stað 16,1 kg., ef not- uð er núverandi aðferð. Mýölið mundi væntanlega innihalda 1% fitu í stað ca 9% og 81% eggjahvítasambönd í stað 71%, ef unnið væri með núv. aðferð. Vinnsla á límvatni mundi gefa nálægt 12,9 kg. af soðkjarna pr. unnið mál, ef hún yrði tekin upp í sambandi við núverandi vinnsluaðferð. Verð á síldarmjöli fer sem kunnugt er eftir því, hve mik- ið e.r af eggjahvítuefnum í því. Ef gert er ráð fyrir að útflutn- ingsverð afurðanna sje £ 100 pr. tonn af lýsi, £ 30 tonn af mjöli miðað við 65% eggja- hvítuefna innihald, og verð á soðkjarna 450 kr. pr. tonn, þá verða útflutningsverðmæti af- urðanna úr hverju síldarmáli, sem unnið er eftir nýju aðferð- inni kr. 76.00 í stað 63.10, ef unnið er með þeirri núverandi. Með framleiðslu á soðkjarna hækkar útflutningsverðmæti afurðanna pr. mál úr kr. 63.10 í kr. 68.80. 10 miljóna munur. Ef síldveiði í Hvalfirði og | Kollafirði verðyr framvegis með( svipuðu mót'i og verið hefur í vetur, ætti 10.000 mála síldar- verksmiðja í Reykjavík að geta unnið að mnnsta kosti 800 þús. mál yfir vertíðina. Með sama] afurðaverði og reiknað er með Framh. á bls. 8 Skattaframtölum ber að skila fyrir 31. janúar _ i Uppfýsingar fyrir almenning frá framtalsnefnd Á MIÐNÆTTI 31. janúar er frestur til þess að skila skatt- íramtölum útrunninn. En samkvæmt eignakönnunar lögunurn ber öllum sem einhverja eign eiga að telja fram, hvort heldur það eru einstaklingar, fjelög eða sjóðir. Þann sama dag rennur einnig út frestur til skráningar á handhafaveðbrjefum. Framtalsnefnd boðaði blaða- menn á sinn fund. * gær og gaf þeim ýmsar upph/singar þessu varðandi. Eins og að undanförnu ber mönnum að skila skattframtöl- um sínum fyrir 1. febrúar n. k., en nú er þess að gæta, að allir, sem einhverja eign eiga, eru framtalsskyldu- í sambandi við eignakönnunina, þótt ekki sje um skattskyldu að ræða. Þeir sem telja sig þurfa að fá frest til að skila framtölum sín- um, skulu í því sambandi snúa sjer til viðkomandi skatta- nefnda. I þetta skipti verða því öll fjelög að telja fram, t. d. stjórn- málafjelög, kvenfjelög, góðgerð arfjelög, verkamanna- og fag- fjelög, skemmtifjelög o. s. frv., sem sagt öll fjelög, sem ein- hverja eign eiga. Allir sjóðir eru á sama hátt framtalsskyldir, hver sem til- gangur þeirra er; og þótt þeir njóti skattírelsis. Þann 31. janúar rennur einnig út frestur til skráningar á hand hafaverðbrjefum . Skráning á verðbrjefum þess um fer fram í bönkunum og utibúum þeirra, hjá sparisjóð- unum í Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavíkur og nágrennis, Akra nesi, Borgarnesi, Siglufirði, Ak- ureyri og Sparisjóðj Norðfjarð- ar, auk þess annast skráningu þessa allar skattanefndir og skattstjórar utan Reykjavíkur og skrifstofa Framtalsnefndar- innar, Lindargötu 9A, í Reýkja- vík. Algengustu handhafaverð- brjefategur.dir og því skrásetn- ingarskyldar eru, t. d. Veðdeild arbrjef, Stofnlánadeildarbrjef sjávarútvegsins, Hitaveitu-, Rafmagnsveitu- og Sogsvirkj- unarbrjef Reykjavíkurbæjar, Ríkisskuldabrjef, Síldarverk- smiðjubrjef, Skeiðfoss- Anda- kílsár- og Laxárvifkjunarbrjef, skuldabrjef ýmissa bæjarfjel., bygginga- og samvinnufjelaga og Verkamannabústaða, hlut- deildarskuldabrjef, víxlar og hlutabrjef einstakra manna og fjelaga. Hjer hafa aðeins verið taldar upp nokkrar algengustu tegund- ir skráningarskyldra handhafa- verðbrjefa, en það, sem sker úr um skráningarskyldu verð- brjefs, er, hvort það hefur ver'ð gefið út eða framselt til hand- hafa, þá er verðbrjefið skráning arskylt. Á það skal bent, að þeir, sem eru skuídarar handhafaverð- brjefa, ciga að ganga úr skugga um, þegar þeir greiða skuld sína eða afborgun af henni, að skuldabrjefið sje stimplað með stimpilmerki eignakönnunnar- innar, en öðrum kosti er þeim óheimilt að inna greiðslur sínar af hendi. Um ávísanir útgefnar fyrir 31. des. s.l. gildir það, að eftir 31 jan. n.k. er öllum innlausnar stofnunum óheimilt að innleysa þær. Eigendur innstæðna í bönk- um, sparisjóðum og innlána- deildum samvinnufjelaga skuluí gefa yfirlýsingar til staðfesting- ar á eignarheimild sinni, jafn- vel þótt innstæðan sje skráð 5 fullt nafn og heimilisfang eig- andans. Þessum yfirlýsingum skal lok' ið fyrir 1. mars n.k., en sjálfsagt er fyrir fólk að hafa lokið þessu áður en skilað er skattframtöl- um, svo að samræmi verði milli franltalsins og yfirlýsingarinnar til peningastofnunarinnar. Á framtalseyðublaðinu er re5t ur fyrir hverja innstæðu, og verður það borið saman við inn- stæðuyfirlýsinguna. Innstæður á sparisjóðsreikn- ingum, sem ekki ná kr. 200,00. þarf ekki að gefa yfirlýsingu um, en skylt er að sjálfsögðu að telja þær fram eins og aðrac eignir. BrjeS: Húsnæðismél Líknar í DAGBLOÐUM bæjarins eru þau ummæli höfð eftir Jóni Axel Pjeturssyni bæjarfulltrúa, frá bæjarstjórnarfundi 15. þ. m., að Hjúkrunarfjelagið Líkn hefði fengið fjárhagslega aðstoð til starfsemi sinnar, sem hún hefðí farið fram á og væri það því sök fjelagsins, að hafa ekki útvegað Ungbarnaverndinni betra húsnæði, endo myndi ekkí standa á auknum greiðslum úr bæjarsjóði til þessara þarfa. Jeg tel þessi orð í garð stjórnar Líkn- ar ómakleg og lýsa vanþekkingu bæjarfulltrúans á rekstri heilsu- verndarstarfsemi. Stjórn fjelags- ins hefir gert ítrekaðar tilraunir til þess að útvega hagkvæmara húsnæði, en það hefir ekki tek- ist. Jeg hefi einnig rætt máliS við fyrverandi og núverandi borg arstjóra. Þegar ^velja á húsnæði fyrir slíka startsemi, kemur margt *til greina. Það þarf að vera miðsvæðis í bænum,- á fyrstu hæð, staður fyrir geymslu á barnavognum og margt fleira mætti upp telja. Bæjarfulltrúunum ætti að vera öðrum fremur kunnugt um hús- næðisvandræði bæjarins á mörg- um sviðum. Jeg veit ekki betur en að sjálf Bæjarstjórn Reykja- víkur hafi undanfarið verið á hrakhólum með fundarstað og ætti þó að Vera auðfundnari staS ur til slíkra fundahalda en stað- ur sem fullnægir heilsugæslu ungbarna og barnshafandi kvenna. Jeg vil nota tækifærið til þess að benda bæjarfuliírúunum á, að mál þessi komast ekki i sæmi- legt horf fyr en reist verður hjer Heilsuverndunarstöð, og verður að hraða þeirri byggingu eins og auðið er. Hjúkrunarfjelagið Líkn hefir haft umsjón margþættrar heilsugæslu fyrir Reykjavíkur- bæ um mörg undaníarin ár. Starf semin hefir vaxið ár frá ári, og erfiðleikarnir þar með. Umsjón- ir i þágu heilsugæslu, heimilis- hjúkrunar og aðstoðar hjá sæng- urkonum er unnið án teljandf Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.