Morgunblaðið - 27.01.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
Austan og norðaustan áít. Víða
ljetfskýjað.
AFORMAÐ að byggja bru
á Þjórsá í sunwr
— Sjá bls. 7,
Óbreytf fjefagssfjóm
í „Dagsbrún"
ST J ÓRN ARKOSNING fór
,íram í Verkamannfjel. ,,Dags-
brún“ á laugardag og sunnud.,
■en úrslit voru tilkynnt á aðal-
fundi fjelagsins, sem haldinn
var í gærkveldi. Sá fundur var
um leið afmælisfundur ,,Dags-
brúnar“, því fjelagið var stofn-
að 26. janúar 1906. Hittist svo
á að þetta var 500. fundur fje-
lagsins.
Úrslit kosninganna urðu þau,
að kosin var sama stjórn í fje-
laginu, en íormaður hennar er
Sigurður Guðnason aiþingis-
maður. Var þessi stjórn borin
fram af A-lista og hlaut 1174
atkvæði, en hafði fengið 1104
í fyrra.
B-listi, sem var listi Alþýðu-
flokksins, hlaut 512 atkvæði, en
hafði hlotið 378. —•
Það kusu því aðeins um 1700
manns, en um 3000 eru í fje-
laginu. Kommúnistar, sem stóðu
að A-listanum, þeittu brögðum
í kosningunum og neituðu að
láta andstæðinga stjómarinnar
fá kjörskrá, eins og venja hef-
ir verið undanfarið.
HvaHlðfðarsíldiR
er umræðuefnið
Dómarar í vanda
ÞAÐ BAR vifí í Nizza í Frakklandi á úögumim, afí er þar fór
fram fegurðarsamkeppni kom ein af þátttakendnum nakin fyrir
dómaraaa. Stúlkan var kaerð fyrir ósæmilega framkomu á almanna-
íæri. Þetta var vandamál fyrir dómarana, eins og sjest hjer á
myndinni, en að lokum urðu þeir ásáttir um að dæma hana í
3000 franka sekt.. — En stúlkunni þótti það súrt í brotið og bauðst
til að endurtaka afbrot sitt í rjettarsalnum.
Finnbjörn Þorvaldsson
getur ef til vill ekki keppt
LANDSSAMBANDI ísl. út-
vegsmanna hafa borist mjög
gleðilegar frjettir um gæði
Hvalfjarðarsíldarinnar, sem
seld hefur verið til hernáms-
svæða Bandaríkjamanna og
Breta í Þýskalandi.
I borgunum Bremerhaven og
Harborg segja frjettirnar, að
vart sje um annað talað, en
gæði Íslandssíldarinnar. Frá-
gangur síldarinnar í skipunum
hefur verið svo góður og flutn
ingarnir tekist svo vel, að síld-
in hefur farið eint til reykingar.
Brefar senda kol fii
Suður-Ameríku,
Cardiff í gær.
VERIÐ er nú að hlaða skip
hjer sem eiga að fara með kola-
farm til Brasilíu. Er þetta fyrsti
kolaflutnibgur Breta þangað. í
næstu viku verður svo annar
farmur sendur til Uruquay.
—Reuter.
næsta sumar
Slasðftsl á æfingu á laugardag
SÍÐASTLIÐINN laugardag vildi það óhapp til á æfingu frjáls-
íþróttamanna fyrir Olympíuleikana, að Finnbjörn Þorvaldsson,
sem eins og kunnugt er er einn fremsti íþróttamaður okkar, sla.s-
aðist á hægra hnje. Mun gamalt meiðsli hafa tekið sig upp og
brjóskflaga runnið til.
Ekkert er hægf að segja um'
það á þessu stigi málsins, hve
þrálátt þet.ta mciðsli verður.
Auðvitað vona ménn það besta,
en þó getur svo fnrið, að Finn-
björn geti alls ekki tekið þátt
í íþröttaæfingum og keppni
næsta sumar. En hann er einn
þeirra manna, sem við höfum
bundið mestar vonir við á
Olympíuleikunum i London og
þeim landsleikjum í frjálsum
íþróttum, sem við heyjum
næsta sumar, það er að segja
við Norðmenn og sennilega
Dani líka.
I landsleikjunum hefir hann
t. d. mikla möguleika til þess
að vera í fyrsta sreti í tveimur
greinum, 100 m. og langstökki
og öruggut með að .færa sveit
okkar í 4x100 m. hlaupi til sig-
urs bæði gegn Norðmönnum og
Dönum.
Það hlýtur því öilum að vera
ljóst, hvílíkt tjón það yrði ís-
lenskum íþróttamönnum, ef
Finnbjörn getur ekki verið með
í sumar og einnig er fullvíst að
þeir uþróttamenn, sem hann
hefir keppt við erlendis, munu
sakna hans af hlaupabrautinni,
því hann hefir ekki síður þar
en hjer heima aflað sjer vin-
sælda og virðingar. ;— Þ.
Bretar fá innfiutt cgg.
LONDON — Nýlega fengu
Bretar rýmlega 20 milj. egg frá
New Foundland og segir í freng-
um að bráðlega muni innflutn-
ingur á svínafleski aukast að
miklum mun.
BRIDGE-KEPNIN:
Gunnar Pálsson og
Torfi Jóhannsson
efslir
TVÍMENNINGSKEPPNI
Bridgefjelagsins lauk s. 1. sunnu
dag með sigri þeirra Gunnars
Pálssonar og Torfa Jóhanns-
sonar. Hlutu þeir 604 % stig.
Næstir urðu Skarphjeðinn
Pjetursson og Einar Ágústsson
með 562 st., 3. Einar B. Guð-
mqndsson og Sveinn Ingvars-
son með 560 % st, 4. ÖTn Guð-
mundsson og Sigurhjörtur
Pjetursson 549 st., 5. Benedikt
Jóhannsson og Stefán Stefáns-
son 547% st., 6. Gunngeir Pjet-
ursson og Zophonías Pjeturs-
son 539 st., 7. Guðm. Guðmunds
son og Brynjólfur Stefánsson
536 st., 8. Árni M. Jónsson og
Lárus Karlsson 525 st., 9. Jó-
hann Jóhannsson og Guðm.
Pálsson 519 st., 10. Kristján
Kristjánsson og Árni Daníels-
son 515 st., 11. Helgi Eiríksson
og Tómas'Jónsson 503% st., 12.
Jón Guðmundsson og, Gunnar
Guðmundsson 503 st., 13. Ing-
ólfur Isebarn og Ásbjörn Jóns-
son 490% st., 14.—15. Guðlaug-
ur Guðmundsson og Þorlákur
Jónsson. Helgi Guðmundsson og
Guðm. Ólafsson 483 st., og 16.
Jón Þorsteinsson og Róbert Sig-
mundsson 479% stig.
Reykvíkingur finnst með-
vitundarlaus á Hellisheiði
Hann haiigeflst upp í slórhríð
UNGUR MAÐUR hjeðan úr bænum hafði nær látið líf sitt 3
Hellisheiði aðfaranótt sunnudágsins. Hann hafði yfirgefið bíl sinn
á heiðinni og lagt út í stórhríð og veðurofsa er þar geisaði um
nóttina. Skammt hafði hann farið er hann gafst upp og lagðist
íyrir. Á sunnudagsmorgun fannst hann meðvitundarlaus í snjó-
skafli. Maður þessi heitir Gunnar Júlíusson, til heimilis að
Holtsgötu 13. —
«------------------
( bensínflutningi
Gunnar er bílstjóri hjá Olíu-
fjelaginu. Hafði hann farið með
bensín austur í sveitir á laugar-
dag. I þessum leiðangri voru
tveir bílar frá Olíufjelaginu, en
annar þeirra bilaði austur á Sel-
fossi., Þessum bíl ók Grjetar
Hinriksson til heimilis í Kamp
Knox.
Eftir þriggja tíma ferð.
Segir nú ekki af ferðum
þeirra uns þeir leggja af stað
til Reykjavíkur frá Selfossi.
Voru þeir Gunnar og Grjetar þá
báðir í bíl Gunnars. Ófærð var
mikil og gekk ferðin því seint.
Þegar þeir koma upp Hellis-
heiði var þar stórlyíð og mikil
veðurhæð. Þrátt fvrir ófærðina
á veginum tókst þeim að brjót-
ast inn á miðja heiðina, en þá
varð ekki lengra komist þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.
Grjetar yfirgefur bílinn.
Þegar hjer er komið ræða
þeir Gunnar og GTetar hvað nú
skuli gera. Verður það að sam-
komulagi milli þeirrá að Grjet-
ar reyni að brjótast í gegnum
hríðina niður að Skíðaskála og
reyna að fá snjóýturnar íil þess
að hjálpa við að koma bílnum
yfir .heiðina. Gunnar vildi. þá
heldur láta fyrirberast í bíln-
um. Þegar Grjetar fór frá bíln-
um var komið miðnætti.
Ferðin niður að Skiðaskála'
sóttist honum allvel þrátt fvrir
veðurofsann og hríðina, en hiti
var þá um frostmark. Var hann
kominn þan'gað eftir um tveggja
stunda göngu-
Þegar Grjetar kom í Skíða-
skálann sagði hann frá ferðum
þeirra Gunnars og var það úr
að snjóytan færi austur á heið-
ina eins fljótt og snjóýtumenn-
irnir gætu. Þá taldi Grjetar víst
að Gunnar myndi vera í bíln-
um. Að svo búnu gengur Grjet-
ar til hvílu.
Gunnar finst í fönn.
Snjóýtumennirnir lögðu af
stað um kl. 4 um nóttina. Þár
austur frá biðu þá allmargir
bílar eftir ýtunni. Einn af þess-
um bílum var áætlunarbíll Páls
Guðjónssonar frá Stokkseyri og
ók hann bílnum sjálfur. Þegar
seir voru komnir sem svarar
hálftíma göngu frá bensínbíl
seirra Gunnar og Grjetars, sá
Páll af einstakri hendingu, hvar
Gunnar lá hálf fenntur í kaf,
skammt utan við veginn, en
skyggni var þá ekki sem best.
Gunnar var meðvitunöarlaus
með öllu og stirður af kulda.
Þetta gerðist mil]í kl. 8 og 9 á
sunnuöagsmorgun Komið var
með Gunnar niður að Skíða-
skála um k! 9,30. Voru þá þeg-
ar hafnar Hfgunartilraunir og
gerðu þær Grjetar og kunn-
ingi hans. Ennfremur var
hringt á sjúkrabíl.
Man ekkert.
Á sunnudagskvöld var kom-
ið með Gunnar til bæjarins og
átti þá að leggja hann inn í
Landsspítalann en’þar var ekk-
ert pláss. Var hann þá fluttur
heim til sín. Ekki komst Gunn-
ar til fullrar meðvitundar fyrr
en eftir hádegi 1 gær. Sagðist
hann ekki muna neitt um rás
viðburðanna og gat ekki skýrt
það hversvegna hann yfirgaf
bílinn. Líðan hans var ajlsæmi-
leg í gærkveldi. ,
Talið er oð Gunnar hafi rugl-
ast vegna lofteitrunar frá vjel
bílsins, sem hann hafði í gangi
til þess að halda á sjer hita.
20 togarar á leið
til Englands
FRÁ ÞVÍ 1. janúar til 24,
janúar s.l. hafa aðeins 17 ís-
lenskir togarar selt ísvarinn
fisk á Bretlandsmarkað. Sem
kunnugt er, hefur óveður geis-
að á veiðisvæðinu því nær lát-
laust síðan um jól.
í síðustu viku hafa aðeins
fimm skip selt á Englandsmark
að. Samtals seldu þau 11.013
kits fyrir 48.169 sterlingspund,
Skipin eru þessi: Akurey, sem
var með 3360 kits, seldi fyrir
10891 pund, Surprise 3387 kits,
fyrir 12.487 pund. Vörður 4126
kits, fyrir 13.768 pund og er
það hæsta salan sem af er ár-
inu. Kaldbakur seldi 4266 kits
fyrir 11053 pund.
Nú eru 10 togarar á leið til
Englands með fisk. Togararnir
eru þessir: Bjarni Ólafsson,
Hvalfell, Egill Skallagrímsson,
Neptúnus, Belgaum, Skallagrím
ur, Geir, Venur, Maí, Haukanes,
Forseti, Baldur, Bjarni riddarí
og Óli Garða.
Árbók FerSaljelags-
ins um Yeslmanna-
eyjar
FERÐAFJELAG Vestmanna-
eyja hjelt nýlega aðalfund sinn,
I stjórn voru kosnir: Haraldur
Guðnason, form, Þorsteinn
Johnson, gjaldkeri, Jónas St.
Lúðvíksson, ritari og meðstjórn
endur Vigfús Ólafsson ög Gísli
R. Sigurðsson.
Á fundinum gat formaður
þess, að Árbók Ferðafjelags ís-
lands í ár, eða fyrir 1949, myndi
verða um Vestmannaeyjar og
rituð af Jóh Gunnari Ólafssyni,
bæjarfógeta á ísafirði.
Fjelagið hafði á s. 1. ári farið
í 3 langferðir um öræfin, til
iHeklu og Fjallabaksveg.