Morgunblaðið - 27.01.1948, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 27- janúar 1948.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árn. Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskxiftargjáld kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Byggingasjóður sveit-
anna
EFTIR UMRÆÐURNAR, sem urðu á Alþingi um framlög til
ríkissjóðs til byggingarsjóðs sveitanna, liggur það ljóst fyrir.
samkvæmt upplýsingum tveggja ráðherra, f jármálaráðherra
og atvinnumálaráðherra, að ríkissjóður hefur þegar greitt
sjóðnum hið lögboðna framlag sitt. Hinsvegar hefur ekki
ennþá tekist að afla þess lánsfjár, sem sjóðnum skyldi aflað
samkvæmt lögunum.
Ríkissjóður hefur þannig fyrir sitt leyti staðið við skuld-
bindingar þær, sem hann tók á sig með lögunum um land-
nám, endurbyggingar og nýbýli í sveitum. Hin almenna láns-
f járkreppa, sem einkennt hefur f jármálalíf þjóðarinnar 1947,
hefur hinsvegar leitt til þess að ekki hefur tekist að afla þess
lánsfjár í þessu skyni, sem lögin gerðu ráð fyrir.
En byggingarsjóðurinn er þrátt fyrir það tekinn til starfa
og fjöldi bænda hefur notfært sjer hin hagstæðu lánskjör
hans.
Tímamenn hafa reynt að gera þessi mál að ádeiluefni á
Sjálfstæðisflokkinn. En það hefur tekist illa. Bændur vita að
það var fyrir frumkvæði og forystu þeirrar stjórnar, sem
Sjálfstæðismenn veittu forystu, sem fyrrnefnd lög voru sett
Vegna setningar þeirra hafa lánsstofnunum landbúnaðarins
nú verið greiddar 5 miljónir króna til aðkallandi fram-
kvæmda í sveitum landsins. Sjálfstæðismenn vita vel að
landbúnaðurinn þarf á miklu meira fjármagni að halda til
þessara nauðsynlegu framkvæmda. Og þeir munu halda á-
fram að vinna að vinna að því að tryggja bændum 'þetta
íjármagn. En þess er vert að minnast í þessu sambandi, að
'það er ekki landbúnaðinn einan, sem skortir um þessar
mundir fjármagn til framkvæmda.
Því fer þessvegna svo fjarri að drátturinn á lánsframlög-
unum til lánastofnana bænda sje alveg sjerstakt fyrirbrigði,
sem sanni illvilja í garð bændastjettarinnar.
Aðalatriðið í þessu máli er að bændum hafa þegar verið
trygð veruleg framlög úr ríkissjóði til byggingar- og rækt-
unarframkvæmda og að því mun verða unnið í samræmi
við gefin fyrirheit að útvega það lánsfje, sem enn hefur ekki
tekist að afla.
Innflutningur S.I.S.
TlMINN HEFUR undanfarið látið sjer tíðrætt um versl-
unarmálin. Eina leið hans til þess að tryggja almenningi í
landinu hagkvæma verslun er að skömmtunarseðlarnir verði
látnir gilda sem innkaupaheimild fyrir vörum.
Á það hefur áður verið bent hjer í blaðinu, hversu ólík-
ieg þessi leið sje til þess að ná þessu marki og það er óþarfi
að endurtaka rökin fyrir því að sinni.
En í sambandi við umkvartanir Timans yfir því misrjetti,
sem kaupfjelögin hafi orðið fyrir í skiptingu innflutningsins
væri fróðlegt að fá fulla vitneskju um hvernig hlutföllin eru
milli innflutnings kaupfjelaganna, þ. e. Sambands íslenskra
samvinnufjelaga, og kaupmannaverslunarinnar.
Fyrir nokkrum dögum birtist í Tímanum skýrsla um inn-
flutning vjeladeildar S. 1. S. á árinu 1947 á ýmsum vjelum,
m. a. landbúnaðarvjelum og bifreiðum.
Af henni er auðsætt, að kaupfjelögin eru langstærsti inn-
ílytjand' slíkra vjela, enda berum orðum sagt í greininni
sjálfii. Þau eru ennfremur meðal stærstu innflytjendá á
bifreiðum, fluttu á árinu 1947 inn á sjöunda hundrað
bifreiða.
Á þessu sviði innflutningsverslunarinnar hafa kaupfjelög-
in þannig áreiðanlega ekki setið við óæðra borð en aðrir,
nema síður sje.
En hversvegna kemur Tíminn ekki hreint til dyranna og
birtir skýrslu urn heildarinnflutning S. 1. S., þannig að
rangindin, sem hann segir að það hafi verið beitt, sjáist svart
á hvítu? Ekkert ætti að vera auðveldara en að fá slíka
skýrslu.
Hversv \ í má hún ekki koma fram í dagsljósið eins og
skýrsla vjeiade-iidarinnar?
\Jihverji ólrij^c
ar:
UR DAGLEGA LIFINU
Furðulegt kæruleysi.
ÓSKEMTILEGT er að heyra
hvernig skautafólkið hefir far-
ið að ráði sínu í Hljómskála-
garðinum í vetur, að eyðileggja
þar trjáplöntur fyrir þúsundir
króna. — Og það er ekki pen-
ingaverðmætið sjálft, sem
mönnum gremst, að tapast hef
ir, heldur framkoma skauta-
fólksins og þar tjón, sem feg-
urð bæjarins verður fyrir með
þe'ssari skemdarstarfsemi.
Hljómskálabletturinn er einn
fegursti staðurinn í bænum á
sumrin og þar hefir verið unn-
ið mikið og þarft verk til ynd-
isauka fyrir bæjarbúa,- Nú er
mikið af því unnið fyrir gíg.
•
Krafist betri um-
gengni.
ÞAÐ VÆRI sannarlega hart,
ef grípa þyrfti 'til þess úrræð-
is, að_banna bæjarbúum að leika
sjer á skautum á Tjörninni, þá
tihölulega fáu daga vetrarins,
sem hana leggur. — En það
verður ekki sjeð annað en að
það sje nauðsynlegt til þess að
veria nýgræðinginn í Hljóm-
skálagarðinum, því hann ex
meira virði en skautaferðir
nokkra daga vetrarins.
Best væri að skautafólkið
sæi sóma sinn í því, að ganga
svo um í Hljómskálagarðinum,
að þar væri ekkert eyðilagt. —
Þá gæti þessi blettur orðið bæj-
arbúum til ánægju, bæði vet-
ur og sumar. — Að því ber að
stefna.
•
Nýr Tjarnarhólmi.
BÆJARYFIRVÖLDIN hafa
ákveðið, að láta gera nýjan
hólmi í Tjörnina. — Er það gert
til þess fyrst og fremst að hæna
fieiri fugla á Tjörnina.
Bæjarbúar munu fagna þess-
ari ráðstöfun, þótt ekki geti
hún talist stórvægileg. —
Með hverju ári sem liðið hef
ir, hefir fuglunum fjölgað á
Tjörninni. — Góðir menn, eins
og t. d. Jón heitinn Pálsson,
bankagjaldkeri, unnu að því af
áhuga og manngæsku, að fugla
líf yrði auðugra á T.jörninni.
•
Tjörnin ómetanleg.
FERÐAMENN, sem koma
hingað til Reykjavíkur, bæði
innlendir og útlendir, hafa
jafnan farið fögrum orðum um
Tjörnina og öllum Reykvíking-
um þykir vænt um hana. —
Erlendir ferðalangar . hafa
bent á, að Tjörnin yki svo á
fc-gurð bæjarins, að höfuðstað-
urinn' yrði ekki nema svipur hjá
sjón, ef hún væri horfin. —
Reykjavík hefir verið líkt við
víðfrægustu borgir í Svisslandi
og víðar erlendis, þar sem fag-
urt bykir, einmitt vegna Tjarn
arinnar. — Hún er eins og gim-
steinn, eða fagurt men.
•
Gæti verið ennþá
fegri.
EN TJÖRNIN okkar gæti orð
ið jafnvel ennþá fegurri blett-
ur, ef meira væri fyrir hana
gert. — í þurkatíð á sumrum
þykir mönnum stundum vafa-
samur fegurðarauki að henni.
Þegar hún er full .af grænu
slýi og óþefinn af rotnandi
vatnsgróðri og fúlu vatni legg-
' <r um miðbæinn.
Borgarstjórinn okkar, Gunn-
ar Thoroddsen, bar einu sinni
fram tillögu um það á meðan
hann var bæjarfulltrúi að botn
Tjarnarinnar yrði að einhverju
leyti steyptur og hún hreinsuð.
—Borgarstjórinn hefir ábyggi-
lega smekk fyrir þessu og á-
huga á málint* ennþá. — Bæj-
arbuar fylgja honum að málum.
•
Fallegir kvenhattar.
KVENFÓLKIÐ okkar er að
verða heimsfrægt fyrir fríðleik
sinn. — Kvikmyndahetjur og
aðrir herrar utan frá hinum
stóra heimi, keppast um að
syngja þeim lof og prís, — Þeir
vitna um þetta í víðlesnum blöð
um í útlandinu og sverja, að
þeir hefðu léngur gist gamla
Fróir, ef þeim hefði verið ljóst,
hve undursamlegt kvenfólkið
er á íslandi.
Stundum kemur það að mjer,
að halda að kvenhattarnir eigi
einhvern þátt í þessu fríðleiks-
orði, sem komið ’fer á íslenskt
kvenfólk. — Það er meira úr-
valið, lagið og litirnir, hæðin
og breiddin, síddin og sauma-
skapurinn. — Já, mikið er hatt-
arans pund!
•
En höttunum er
bölvað.
EN ÞEGAR Reykvíkingar
koma í kvikmyndahúsin dugar
hattarans list ekki lengur. —
Þá eru hinir fögru kvenhattar,
sem keyptir voru fyrir síðasta
eyririnn og svitadropann, for-
dæmdir, hátt og í hljóði. — Og
þeir, sem verða að engu á bak.
við tveggja hæða kvenhatt í
reykvísku kvikmyndahúsi, sjá
ekki lengur fegurð þeirra nje
eigendanna.
Þá óska menn sjer, að allar
konur gengju með skýluklúta að
höfuðfati og myndu jafnvel ekki
fárast yfir, þótt þær væru sköll
óttar, blessaðar.
Það er eiginlega undarlegt,
að ekki skuli hafa verið stofn-
aður ,,andkvenhattaklúbbur“ í
Reykiavík, eða að karlmennirn
ir skuli vera þær rolur, að gera
ekki einhverjar ráðstafanir
gegn þessum kvenhattaófögnuði
í kvikmyndahúsunum.
Það mætti til dæmis mótmæla
með því, að .allir karlmenn í
bænum gerðu sjer að skyldu,
að mæta í kvikmyndahúsum
með pípuhatta og taka þá ekki
ofan á meðan á sýningunni
stendur.
Það gæti kannske sýnt kven
fólkinu hvernig þær fara með
samborgara sína. —
'í
I
MEÐAL ANNARA ORÐA
Eftir G. J. A. j-----------------------------------------------------------*
Stærsti stjörnukíkir heimsins
Þegar stærsti stjörnukík-
ir heimsins verður í ár tek
inn í notkun í Bandaríkj-
unum, munu mcnn geta
sjeð tíu sinnum lengra út í
himingeimihn en nokkurn-
tíma áður.
I MAI eða júní í ár verður
að öllum líkindum tekinn í notk
un í B'andaríkjunum stærsti
stjörnukíkir heimsins. Saga
þessa sjónauka, sem byrjað var
að undirbúa smíði að 1927, er
það merkileg, að hún er vel
þess virði, að íslenskir blaðles-
endur kynnist henni að nokkru.
Fyrir skömmu síðan birti banda
riska blaðið Collier’s alllanga
grein um stjörnukíki þennan,
og h'.er eru nokkrar glefsur úr
henni.
• •
TÍU SINNUM LENGRA
Þegar ldkirinn, sem er í eigu
California Institute of Techno-
logy. verður tekinn í notkun,
munu menn geta sjeð tíu sinn-
um lengra út í himingeiminn
en nokkru sinni áður. Ef við
hugsum okkur himingeiminn.
sem bandaríska borg, getum
við í dag með bestu stjörnu-
kíkjum okkar sjeð það, sem er
að gerast á næsta götuhorni.
En nú munum ýið geta fylgst
með atburðunum í mílu fjar-
lægð — ef til vill um alla borg
ina.
Þc"ar kíkinum verður beint
út í himinhvolfið, munu stjörnu
fræðingarnir sjá, hjjað skeði á
tungljnu fyrir einni og hálfri
sekúndu siðan, á sólinni fyrir
átta mínútum síðan og á Pluto
sem er í 4.000 milj. mílna fjar-
lægð^ fyrir um það bil sex
klukkustundum.
• •
FYRIR BILJÓNUM ÁRA
Fvrir biljónum ára síðan
sendi stjarna langt í burtu frá
sjer Ijósgeisla út í himingeim-
inn. Jörðin og sólarkerfið okk-
ar var þá að öllum líkindum
ekki tií. Geislinn þaut áfram
með IS.9.000 mílna hraða á sek.
Snreneing skapaði sólina og
stjörnukerfi hennar. Það kóln-
aði smámsaman. Líf myndaðist.
Eftir miljónir ára var menn-
ingin komin á það stig. sem
hún gr á í dag. Stjörnukíkirinn
var fundinn upp. Geislinn hjelt
enn áfram ferð sinni.
• •
KÍKIRINN TILBÚINN
S+'prnukíkirar stækkuðu og
fullkomnuðust. Og þegar ljós-
geisljnn, gem hóf ferð sína fyr-
ir biljónum ára síðan og í
margra triljóna mílna fjarlægð,
nær til jarðarinnar, verður
stærsti spegill heimsins tilbú-
inn á Palomar-fjalli í Cali-
forníu. Ljósgeislinn mun falla
á hann, endurvarpast nokkur
fet og loks koma fram á Ijós-
mynd hjá vísindamönnunum.
• •
SPEGILLINN
Við smíði risasjónaukans á
Palomar-fjalli var það spegill-
in, rcm olli mestum erfiðleik-
um. Þvermál hans er 200 þuml
ungar, og þetta er langsamlega
stærsti spegill í heimi.
Vírindamennirnir, sem smíð
uðu hann, þurftu að leysa ó-
teljandi þrautir. Á tímabili
leit til dæmis út fyrir, að hann
mundi verða að kólna í níu ár,
ef hann ætti að verða galla-
laus. Með tilraunum tókst vís-
indamönnunum þó að minhka
þetta tímabil niður í eitt ár.
Það var ekki fyr en 1936, að
lokið var við að steypa þennan
risaspegil. Hann vóg þá um'
20 tonn. Til þess að fullgera
hann, þurfti að fægja hann í
mörg ár, en er því var lokið,
var hann um 15. tonn á þyngd,
tvejpgja feta þykkur út við
Frh. á bls. 8.