Morgunblaðið - 28.01.1948, Qupperneq 2
r o
MORGUTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. jan. 1948. i
if Skemdarstarfseini komm
: únista os: lödn um
o c
Fjárhagsráð
Ræða utanríkisráðherra
ÞAÐ er alkunnug staðreynd að
crfitt er aS setja reglur um fram-
kvæmd hafta og annara svipaðra
ráðstafana, sem miða að því að
skerða rjettindi, sem lengi hafa
staðið í gildi. Einkum kemur
þetta greinilega fram í hinni um-
fangsmiklu lagasetningu síðari
áratuga, sem lagt hefir víðtækar
hömlur á atvinnurjettindi ein-
stakra manna eða stjetta. Slík
lagasetning stakk mjög í stúf við
þann anda frjálslyndis í fjármál-
um og atvinnumálum, sem ríkti
síðari hluta nítjándu aldar og
nokkuð fram eftir þ'essari öld.
Það má með nokkrum sanni segja
að við íslendingar höfum ekki
ianga æfingu í að ganga frá regl-
um, sem fela í sjei höft og alls-
konar takmarkanir á athafna-
frelsi manna eða framkvæma slík
fyrirmæli. Enda ber það mjög
oft við að eitt rekur sig á annars
horn í þvílíkum lagaboðum og
er mjög algengt að fljótlega þarf
að setja nýjar reglur til endur-
bóta á hinum fyrri því reynsl-
an hefir þá sýnt að eitt eða ann-1
að hefir vantað á. Það er einnig
alkunnugt fyrirbrigði að eitt til-
tekið bann leiðir af sjer að enn
verður að setja nýja takmörkun
og síðan myndast keðja af höft-
um og hömlum, sem mjög oft
xiær miklu lengra en ætlast var
tii í upphafi.
Nú er svo komið hjá okkur ís-
lendingum að við höfum sett lög,
sem valda því að atvinnu og fjár
málakerfi landsmanna nálgast
mjög að vera rekið sem „áætl-
unarbúskapur“. Eru lögin um
fjárhagsráð hinn lagalegi grund-
völlur þessa „áætlunarbúskapar"
en auk þeirra eru svo fjöldamörg
lög og reglur, um atvinnumál og
fjármál landsmanr.a. Lögin um
fjárhagsráð eru því einskonar
Btjórnarskrá „áætlunarbúskapar-
4ns“. I þeim lögum eru megin-
reglurnar, sem fara skal eftir.
Nánari ákvæði um framkvæmd
laganna í'emstökum atriðum eru
evo settar í reglugerðum og aug-
lýsingurrt.
II.
I lögunum um f jarhagsráð, sem
samþykkt voru á s. 1. ári eru
meðal annars dregin saman í eitt
<511 meginákvæði um stjórn hins
opinbera á innflutningsverslun
landsmanna og má segja að þau
ákvæði greinist aðallega í fjóra
liði. 1 fyrsta lagi er regla'n um
að fá þarf samþykki opinberrar
nefndar til innflutnings á hverju
eem er, í öðru lagi hver eru
skilyrðin fyrir að fá slík leyfi,
S þriðja lagi ákvæði um verðlag
og í fjórða lagi atriði varðandi
dreyfingu varanna innanlands.
I þessu sambandi verður að
hafa mjög sterklega í huga að
lögin um fjárhagsráð eru fyrst og
fremst rammi, sem framkvæmda-
valdinu er ætlað að útfylla nánar
eftir því, sem ástand og horfur
eru í atvinnu og fjármálum lands
manna í þann og þann svipinn
á þeim breytilegu tímum sem
nú eru. Það er því mjög þýðing-
cirmikið að í sjáif lögin um fjár-
hagsráð sjeu ekki sett, með nýj-
um breytingatillögum, allskonar
ákvæði, sem annað hvort eiga
J»ar ekki heima eða eru vanhugs-
uð, því allir þeir erfiðleikar, sem
lagasetning um „skipulagsbú-
skap“ bakar einstaklingum og
fyrirtækjum eru vissulega nóg-
ir, þó ek-ki sje bætt við fiækjum
og glundroða vegna óskýrra eða
óþarfra ákvæða.
'•
III.
Varðandi leyfisveitingar til inn
flutnings á vörum til landsins er
r,ú meginregla sett í lögunum um
fjárhagsráð að úthlutun leyfa
sje við það miðuð að „verslun-
iirkostnaður og gjáldeyriseyðsla
verði sem minnst“. I framhaidi
af þessari grundvallarreglu er
svo ákveðið að eft.r því sem unt
sje skuli þeir sitja fyrir leyfum
til innflulnings, „sem best og hag
kvæmust innkaup gera og sýna
fram á að þeir seiji vörur sínar
ódýrast í landinu". Þessi regla,
sem síðar er tilfærð er vafalaust
ekki orðuð ákveðnar en raun
ber vitni um, vegna þess að öll
viðskipti þjóða á meðal eru nú
á hverfandi hveli og því ómögu-
legt að setja algerlega fastar og
ófrávíkjanlegar reglur um það
eftir hverju skuli fara um veit-
ingu innflutningsleyfa í öllum
tilfellum. Lögin um fjárhagsráð
marka hjer aðeins þá stefnu, sem
æskilegt sje að farin verði, en
ætlar að öðru leyti yfirvöldun-
um að haga slíkum málum, eins
og þau telja hyggilegast á hverj-
um tíma.
En nú skeður það að fram
kemur tillaga á Alþingi, sem virð
ist binda hendur yfirvaldanna
miklu meir en lögin um íjárhags
ráð telja hæfilegt og virðist þessi
tillaga vera í all-verulegu ósam-
ræmi við þá grundvallarreglu að
við úthlutun "innflutningsleyfa
sje við það miðað að verslunar-
kostnaður og gjaldeyriseyðsla
verði sem minnst. Er hj'er átt við
tillögu Sigfúsar Sigurhjartarson-
ar um að innflutninsleyfi fyrir
skömmtunarvörum skuli vera í
samræmi við það seðlamagn,
sem verslanir skila til viðskipta-
nefndar. Án þess að orðlengja
frekar um þetta skal hjer sýnt
hvernig flutningsmaður tillög-
unnar ætlast til að ákvæðin um
veitingu .innfl.leyfa verði með
þeirri viðbót, sem hann ber nú
fram á Alþ. Reglurnar yrðu
þannig:
Sje úthlutun leyfanna við
það miðuð að verslunarkostn-
aður og gjaldeyriseyðsla verði
sem minnst. Reynt verði, eftir
því sem frekast er unt, að láta
þá sitja fyrir innflutningsleyf-
um, sem best og hagkvæmust
innkaup gera og sýna fram á,
að þeir selja vörur sínar ódýr-
ast í landinu. Skal þetta gilda
jafnt um kaupmannaverslanir
og samvinnuverslanir og mið-
að við það að neytendur geti
haft viðskipti sín þar, sem
þeir telja sjer hagkvæmast að
versla. Meðan fleiri eða færri
vörutegundir eru háðar
skömmtun til neytenda, skulu
innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi til verslana eða iðnfyrir-
tækja fyrir hinni skömmtuðu
vöru vera í samræmi við aí-
henta skömmtunarseðla þeirra
til viðskiptanefndar.
Þannig yrðu þá meginákvæðin
um úthlutun leyfanna, ef tillaga
Sigfúsar Sigurhjartarsonar yrði
samþykkt. Þegar ákvæði laganna
um fjárhagsráð og viðbót Sig-
fúsar eru lesin í samhengi verð-
ur ekki betur sjeð en að síðari
hluti þeirra sje í ósamræmi við
fyrri hlutann því ef SKYLT er
að veita verslunum leyfi í sam-
ræmi við það seðlamagn, sem
þær fá frá neytendum þá er al-
gerlega gengið fram hjá því hvort
þessar verslanir gera góð og hag-
kvæm innkaup, eða geta sýnt
fram á að þau selji vörur sínar
ódýrast í landinu. En það er hins-
vegar torskilið hvers vegna gera
á þann greinarmun á skömtun-
arvörum annarsvegar og öllum
öðrum vörum hinsvegar, að þeg-
ar um leyfi fyrir skömmtunar-
vörum er að ræða, er bein laga-
skylda að veita leyfi til fyrir-
tækja í hlutfalii við seðlamagn,
án tillits til nokkurs annars, en
þegar um aðrar vörur er að tefla
þá skal miða við að verslunar-
kostnaður og gjaldeyriseyðsla
verði sem minnst.
Framh. á bls. 8
Frh. af bls. 1.
væri hagur fyrir okkur að hafa
yfirráð yfir Grænlandi.
Það væri t.d. eftirsóknarvert
fyrir Islendinga, hvað sem liði
yfirráðarjettinum, að fá þar
fiskveiða- og atvinnurjettindi.
Þótt tillaga þessi f jalli um at-
vinnurjettindi við Grænland þá
er hún byggð á því að við eigum
að fara fram á að heimta rjett
okkar til Grænlands, og væri
það því rökrjett afleiðing, að við
gerðum kröfu til yfirráða á
Grænlandi.
Ekki á eitt sáttir.
Flm. hefði gert ýtarlega grein
fyrir máli sínu og vitnað mjög í
ummæli merkra rhanna, svo sem
Jóns Þorlákssonar og Einars
Benediktssonar.
En það má einnig benda á, að
aðrir, engu að síður merkir
menn og það menn með mikla
lögfræðilega þekkingu, hafa allt
aðra skoðun á þessu máli en
flutningsmaður.
Jeg mun ekki að svo stöddu
gera upp á milli þessara aðila,
heldur tel jeg það skyldu mína
að segja þjóðinni og Alþingi frá
því, hvernig mál þessi standa
og hvað sje líklegt að verði fært
fram á móti hugsanlegum kröf-
um til yfirráða á Grænlandi.
Það er því nauðsynlegt að
skýrt sje frá báðum hliðum
málsins, hvað við getum fært
fram, og hvað það er, sem veik-
ir hugsanlegar kröfur okkar.
Sönmmarskyldan hvílit
á okkur.
Það þýðir ekki að bera fram
rök eins og dr. Jón Dúason gerir
í „Tímanum“ 5. jan sl. að „sjón
helgaði rjett í fornöld", þ.e. af
því að Grænland hafi sjest frá
íslandi, þá hafi íslendingar öðl-
ast eignar- og yfirráðarjett yfir
Grænlandi. Við þurfum hald-
betri rök en slíkar furðulegar
staðhæfingar.
Dr. Jón Dúason hefur ræki-
lega rakið sögulegar tilvitnanir
í þessu efni og margt bendir til,
að eitthvað samb.md hafi verið
milli byggðarinnar í Grænlandi
og íslands.
En þess ber að gæta að þessi
fullyrðing verður að sannast af
íslendingum svo ótvírætt sje að
ekki leiki vafi á að Grænland
hafi verið hluti af íslenska rík-
inu. Sönnunarskyldan hvílir al-
gjörlega á okkur um það atriði.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir, að því mun verða
haldið fram gegn okkur, að það
sje ótrúlegt að ekki skuli hafa
verði settar skýrar reglur af
Alþingi hinu forna um að Græn
land væri hluti af íslenska rík-
inu, ef svo hefur verið.
Einnig mun bent á, að það sje
merkilegt, að hafi íslenska
byggðin í Grænlaadi verið hluti
af íslandi, þá skuli það hvergi
hafa verið sagt berum orðum í
hinum miklu fornu sagnaritum
okkar. Við verðum einnig áð
horfast í augu við það, að fræðj
menn okkar eru á engan hátt
sammála í þessu efni.
Alit próf Ólafs Lárussonar og
dr. Einars Arnórssonar.
Ráðherra gat um að fræði-
menn hafi lengi deilt um skiln-
ing á þeim lagástöðum í Grá-
gás, er hjer skipta helst máli.
Vitnaði ráðherra sjerstaklega í
grein próf. Ólafs Lárussonar,
sem er einn læTðasti rjettar-
sögufræðingur íslendinga fyr
og síðar, en hún birtist í „And-
vara“ 1924. Þar er próf Ólafur
alveg á gagnstæðri skoðun við
P. O. og dr. Jón Búason.
Ráðherra benti einnig á, að
1932 í sambandi við deilur
Dana og Norðmanna í sambandi
við Austur-Grænland, hafi ver-
ið leitað álits dr. Einars-Arn-
órssonar, sem átsamt próí. Ólafi
Lárussyni gnæfir upp yfir aðra
núlifandi ísl. lögfræðinga, um
það, hvort við ætrum að gerast
aðilar í málinu. Ályktun sú,
sem dregin vár af áliti dr. Ein-
ars var sú, að íslensk stjórnar-
völd gerðust ekk; aðilar máls-
ins og báru engar kröfur fram
við flutning þess.
Allir flokkar sammála.
Við sambandslagasamninginn
1918 gerðu íslendingar engar
kröfur til yfirráða á Grænlandi,
heldur vildu þeir einungis fá
fiskveiðarjett þar i skiptum fyr-
ir fiskveiðarjett Færeyinga við
ísland.
En þar kom fram sú skoðun
hjá Dönum, að þeir teldu Græn
land sína eign og gerðu íslend-
ingar engan fyrirvara um það.
í samningum þeim, sem nú
standa yfir við Dani, hefur því
heldur ekki verið hreyft, að
við ættum yfirráðarjett yfir
Grænlandi, heldur aðeins að
við fengjum fiskveiðarjettindi í
skiptum við fiskveiðarjettindi
Færeyinga hjer.
Þessi afstaða samningamann-
anna mun með samþykki full-
trúa allra flokka í utanríkis-
málanefnd.
Haagdómurinn 1933./
Ráðherra benti á, að 1933
hefði fallið dómui alþjóðadóm-
stólsins í Haag í deilumáli Dana
og Norðmanna um Austur-
Grænland.
Á bls. 64 í dómnum segir að
dómstóllinn sje sannfærður um
að Dönum hafi tekist að sanna
að þeir eigi gildan yfirráðarjett
yfir öllu Grænlandi.
Með þessu er kveðinn upp
dómur um, að Danir hafi full-
gildan yfirráðarjett yfir Græn-
landi. Þótt segja megi að hann
sje eigi bindandi fyrir íslend-
inga, þá ber að gæta þess að
við tókum. að atlmguðu máli,
ekki beinan þátt í málsókn-
inni.
Bre.ytt aðstaða.
Menn verða að gera sjer Ijóst,
að afstaðan nú er breytt frá því
er við áttum í sjálfstæðisbar-
áttu við Dani og vorum að reyna
að losna undan yfirráðum
þeirra. Þá varð stundum að
halda ýmsu fram, sem um mátti
deila hvort við full lagaleg rök
hefði að styðjast og tefla á tæp-
asta vaðið í þeim efnum.
Nú er aðstaðan önnur. fslend-
ingar eru algjörlega orðnir sjálf
stæð þjóð að fullu jafnrjetthá
Dönum. Og þeir, sem kunnugir
eru í alþjóðamálum vita að fáar
þjóðir hugsa í þeim efnum líkar
íslendingum en einmitt Danir,
svo að skilyrði fyrir fullri vin-
semd í milliríkjaviðskiptum
þjóðanna eiga að vera fyrir
hendi, einkum þegar Danir hafa
að öllu losnað við þá beiskju,
sem sumir þeirra hafa út af
sambandsslitunum, og allir
þeirra bestu menn hafa fyrir
löngu losað sig við.
Fyrir þessar sakir megum við
þó ekki falla frá þeim rjetti,
sem við eigum, en það væri þýð-
ingarlaust að halda fram þeim
kröfum, sem enga stoð hefði.
Ráðherra sagði að lokum, að
hann fagðaði því að tillaga þessi
væri komin fram, til þess að
ýtarleg athugun málsins gæti
átt sjer stað, og reynt yrði hvort
menn yrðu sameinaðir um af-
stöðu, sem stætt væri á.
★
Pjetur Ottesen flutti sköru-
lega ræðu fyrir tillögu sinni. —■
Vitnaði hann mjög til sögulegrai
raka og drap á þá skoðun ýmsra
erlendra þjóðrjettarfræðinga að
ekkert hefði gerst síðustu aldir,
sem skertu rjett okkar til Græn-
lands þjóðrjettarlega. Þá vitn-
aði Pjetur til ummæla ýmissa
merkra innlendra manna máli
sínu til stuðnings, t.d. Jóns Þor-
lákssonar.
Taldi hann að sambandssátt-
málinn rýrði á engan hátt kröf-
ur okkar til Grænlands.
Þá benti Pjetur á hiri miklu
náttúruauðæfi Grænlands, bæðí
til lands og sjávar, sem gætu
orðið Islendingum til hagsbóta,
sjerstaklega væri nauðsyn fyrir
fiskiskipaflota okkar að hann
hefði aðstöðu til veiða við Græn
land.
Alþingi og stjórn yrði nú þeg-
ar að taka á sig rögg í málinu
og það væri sín einlægasta ósk,
að andi Jóns Þorlákssonar mætti
svífa yfir vötnunum er stjórnin
hæfi sókn sína í því.
Einar Olgeirsson kvaðst mót-
fallinn því að Grænland yrði ís-
lensk nýlenda. — Hinsvegar tók
hann undir ummæli Bjarna
Benedikfssonar, utanríkisráð-
herra, um að við yrðum að gera
okkur ljóst á hvað grundvelli
við ætluðum að krefjast fisk-
veiða- og atvinnurjettinda á
Grænlandi.
Umr. var frestað.
S.V.F.Í. 20 ára á
morgun
Á MORGUN, íimmtudaginn
29. janúar, eru liðin 20 ái síðan
Slysavarnafjelag íslands var
stofnað.
I tilefni að afmælinu ætlar
fjelagið að hafa útvarpskvöld,
munu þá ýmsir menn flytja á-
vörp. Á meðal ræðumanna er
Jóhann Þ. Jósefsson fjármála-
ráðherra og forseti Slysavarna-
fjelagsins Guðbjartur Ólafsson
hafnsögumaður. Hjer í bænum
verða hafðar gluggasýningar og
þar verður sýnt stórt málverk,
hugmynd, af bjórgun Dhoon-
manna við Látrabjarg. Málverk
ið er eftir Eggert Guðmunds-
son listmálara. Um kvöldið hef-
ur Slysavarnafjelagið almenna
skemmtun og dansleik í Sjálf-
stæðishúsinu.
Frekari hátíðahöldum í sam-
bandi við þessi tímamót verður
frestað þar til Landsþing Slysa-
varnafjelagsins kemur saman í
byrjun aprílmánaðar.
Vilja eflirli! með :
erlendts grænmefi
GARÐYRKJUFJELAG ís-
lands hefir svarað fyrirspurn
frá atvinnumálaráðuneytinus
um álit þess á reglugerð um
innflutning grænmetis, jurta og
fleira til landsins. Varð stjórn
fjelagsins sammála um eftir-
farandi:
„Stjórnin telur nauðsyn að
komið verði á sein fyrst ströngu
eftirliti með innflutningi kart-
aflna, grænmetis og annara
jurta. Virðist því auðsætt 'a8
bannaður verði innflutningur á
ósótthreins’.iðum ofangreindum
vörum frá þeim löndum, er sjúk
dómar þeir og memdýr herja, er
umgetur í annari grein reglu-
gerðarinnar. Stjórnin telur
mjög aðkaílandi að settar verð*
innflutningsreglur varðandí
nefndrar vörutegundar í samai
eða svipuðu formi og reglugerð
Atvinnudeildarinnar gerir ráð
fyrir“.