Morgunblaðið - 28.01.1948, Qupperneq 5
Miðvikudagur 28. jan. 1948.
MOÍtGlINBLAÐIÐ
Theódór Pdlsson,
hákariðskipstjórl á Siglulirði 75 ár
27; JAN. varð einn kunnasti borg
ari Siglufjarðar' 75 ára. Það er
Theodór Pálsson, Suðurgötu 43.
Hann þekkja allir Siglfirðirigar,
og að góðu einu. Hann er skemti-
legur maður og einkennilegur.
Hann hefur margt xeynt um
langá æfi. Hann kann frá mörgu
að segja, sem mikill fengur væri
að, ef skrásett yrði. Minni hans
er öruggt, og hann kann vel að
segjá frá.
Þegar niður lögðust hákarla-5
veiðarnar, lauk merkum þætti íj
atvinnusögu landsins, og þá eigi!
síst í sögu Siglufjarðar, sem langl
an aldur var önnur höfuðstöð há-l
karlaveiðanna norðanlands.
Einhverntíma kemur að því, að1
rituð verður saga hákarlaveið-
anna, því að ekkert hefur verið
um þær ritað að gagni, nema síð-
ur sje, enn sem komið er. En verði
sú saga rituð sómasamlega, verð-
ur þar um leið skráð saga þeirra
íslendinga, er einnri harðastri
fearáttu hafa barist allra lands-
manna, fyrir lífsafkomu sín og
sinna. Þessi saga geymir mörg af-
rek ókvalráðra, hraustra sæ-
garpa. í þeirri sögu skiptast á
skin og skúrir, gamanleikir og
hryggilegar harmsögur.
Hákarlaveiðin varð að þoka um
set fyrir síldveiðunum fyrir þrem
áratugum. Sú kynsióð, er var á
miðjum aldri, er hákarlaveiðun-
um lauk, er nú sem óðast að
hverfa úr sögunni, og hjer á Siglu
firði eru nú einir fjórir eftir
hinna gömlu, frægu hákarlaskip-
stjóra, og er Theodór Pálsson
þeirra yngstur. Með þessum mönn
um hverfur mikill fróðleikur,
sann-fróðlegur sagnaauður, sem
\’ið megum illa við að glata.
Theodór er fæddur að Óslandi í
Skagafirði 27. janúar 1873. For-
eldrar hans voru þau hjónin Páll
Jónssori frá Tumabrekku og Sig-
þrúður Jónsdóttir, systir Jónasar
skálds í Hróarsdal.
Er Theodór var tæpra fjögra
ára, missti hann föður sinn. Fór
hann þá til föðurbróður síns, Jóns
í Tumabrekku og dvaldi hjá hon-
um til 8 ára aldurs. Fluttist hann
þá_ með móður sinni að Engidal
í Ulfsdölum, vestan Siglufjarðar,
og ólst þar upp til fermingarald-
urs. Skömmu eftir ferminguno
fór hann til vistar að Höfn í Siglu
firði, til Jóhanns bónda þar. Var
hann þá strax sendur í hákarla-
legur, og þær verða aðalstarfi
hans á þriðja tug ára. En Theo-
dór hafði fyrr kynnst hákarlin-
um. Hann var tæpiega ellefu ára,
er hann fór í fyrstu hákarlaieg-
una, en þá að vísu ekki ráoinn í
skiprúm. En það hefur Theodór
sagt mjer, að hann muni betur
þessa fyrstu för út á, þákarla-
miðin en margar aðrar, er sögu-
legri mundu þykja. Fram að tví-
tugu var Theodór húseti, en brátt
gerðist hann stýrimaður og fjekk
ínnan skamms skipstjórarjettindi.
Fyrst var hann lengi skipstjóri á
Njáli gamla, síðar á Æskunni og'
mörgum fleiri skipum. Hann var
talinn með allra heppnustu há-
karlaskipstjórum, ágætur sjó-
maður og stjórnandi. Aldrei varð
hann fyrir alvarlegum áföllum,
og aldrei missti hann manri af
skipum sínum. Hásetum Theo-
dórs þótti ákaflega vænt um
hann, og ekki er það ótítt, að
gamlir undirmenn hans frá há-
karladögunum heimsæki hann
um langa vegu og færi honum
gjhfir og glaðningu. Er það glögg
ur vottur þess, hve vinsæil hann
var. Heyrt hef jeg gamla hákarla
menn, er með honum ýoru, kveða
svo að orði, að aldrei hafi þeir
verið með skemmtilegri manni á-
sjó, og úrræðabetri mann kváð-
ust, þeir ekki hafa-verið með, ef
oitthvað bjátaði á. — Síldveiðar
stundaði Théodór á sumrin, eftir
að farið var áð sækja fast þær
veiðar til muna.
Theodór kvæntist 1897 fyrri
konu sinni, Ólöfu Svanhildi Þor-
steinsdóttur, ættaðri úr Húna-
þingi. Hún ljest 1910. Þau hjón
eignuðust .þrjú börn, og lifir eitt
I
Theodór Pálsson
þeirra, Eggert, birgðavörður hjá
Ríkisverksmiðjunum á Siglufirði.
Þau hjón fluttust vestur um haf
og dvöldust þar í þrjú ár. Lætur
Theodór illa yfir dvöl sinni þar og
óskar þess enn heitt og innilega,
að hann hefði aldrei í þá veiði-
stöð komið. Þótti honum þar fátt
svara til gullinna loforða og
glæstra lýsinga „agentanna". —
Árið 1912 kvæntist Theodór
seinni konu sinni, Guðrúnu'Ólafs
dóttur. Varð Jieim þriggja barnr.
auðið, sem öll eri' á iífi og upp-
komin.
Enda þótt Tneodór væri fyrst
og fremst sjómaður, var h.ann
cinnig fágætit-gí; i i j.I hesta. •. ið
ur m> clskur að I eGum. H «■».
átti líka afbragðs hesta, sem
lengi mun minnst. — En þó var
Grána hans ágætust allra. Hún
var þrekmikil, úrvalsgæðingur
og svo mikill fjörgammur, að fó-
ir góðhestar munu hafa jafnast á
við hana í nálægum hjeruðum.
Grána Theodórs er heygð að forn
um sið í Hafnartúni og vel um
búið. Var hún heygð með öllum
reiðtygjum, og sjer haug hennar
enn í dag. Mun þó betur um búið
síðar..
Ekki mundu ókunnir ætla, að
Theodór væri orðinn hálfáttræð-
ur. Hann er sem sje ekki ellileg-
ur. Þvert á móti er hann ungleg-
ur til að sjá, beinn í vexti og vask
legur, viðbragssnöggur og ljettur
í spori. Og lítt sjer á honum nú,
áð hann hefur fengið marga
slæma ágjöfina um ævina. Enn-
þá er minnið traust, skapið ljett
og manna er hann málreifastur.
Það er hverjum sem er óhætt að
sækja Theodór heim upp á það,
að honum mun trauðla leiðast,
þó hann tylli sjer stundarkorn
hjá gamla manninum.
Theodór á víða vini og þá
marga trausta og góða. Jeg veit,
að margir munu senda honum
hugheilar óskir í tilefni af af-
mælinu.
S. B.
Hafmeyjan lltla
Eftir II. C. Andersen.
Teikningar eftir Falke Bang.
Útg. Tímaritið „Syrpa“.
ÞETTA er eitt af allra fegurstu
æfintýrum Andersens, enda er
talið ao það sje þýtt á fleiri
þjóðtungur en nokkurt annað
skáldrit í heiminum, — að Nýja
testamentinu undanskildu. Flest-
ir fullorðnir menn munu kannast
við söguna af hafmeyjunni litlu,
er fckk ást á menskum manni og
gekk á land til þess að íá að
vera i návist hans. Fyrir )and-
vistina varð -hún að greiða með
miklum þ.iávúngum og varð þó
að lokum að horfa upp á það,
að ástvinur henr.ar íesti sjer
aðra brúði. En ek-ki var þó harm
ur hennar og sársaúki til einskis
liðinn, þvi húr. hlaut að lokum
ódauðlega sál. Og var þá betur
fariö en heima setið.
Ættu sem flestir að gefa börn-
um sínum þetta fagra æfintýri,
þvi betra lestrarefni er naumast
völ á handa þeim.
Teikningar Falke Bang eru lag
legar og útgáfan öll hin smekk-
legasta.
Kristmann Guðmundsson,
5, \
<Sx®x$xSxSx$xSxSxSx$xSx$>3xSxSxSxSxSxSx$xSxíxSKSx$KSxSxSxSxSxSxSxSx®KSxSx$xSxSxSx$x$KSxSx$x$xSxSx$xSxSxíxSxSxSxSyj*s«$.®
itsaín
jóns Traiista
Ennþá fæst hjá bóksölum og beint frá útgefanda
Ritsafn Jóns Trausta frá byrjun 1.-—8. bindi.
Handbundið forkunnar vandað band kr. 898,00
Skinnband (vjelbundið) ......... — 640,00
Shirtingsbánd, rautt og grænt .... •— 496,00
Óbundið ........................... — 388.00
Ritsain Jóns TransSa á að vera
tii á hverju ísiensku heimili
Lán óskasf
30—50 þús. gegn I. veð-
rjetti í húsi, sem er í smíð-
um. — Tilboð merkt: ,.Lán
50 — 264“ leggist inn á
afgr. Mbl. fyrir 30. jan.
■>■■■» KS'<?><í><$><$>'$'<$A>'$''$><S><S>C><$>'S><$'<5X<xS><J<i><$><J'^><$><$'<?x$<$><$'<$>''?-<$$><$'$>/<$><$><$><•'<•>>$>$x$><íX<x$>
Aðaifnimiur
czCitla jeCajjefacjSÍnA
er í kvöld í Breiðfirðingabúð kl. 8. Mætið stundvíslega.
Stjornin.
iiiiimiiKiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMttiimtiiimiiMiirtmiiiimir
Ungur reglusamur
sjómaður óskar eftir
Herbergi
í bænum, helst innan
ilringbrautar. — Tilboð
merkt: „Skilvís — 266“
leggist inn á afgr. Morg’-
unbl. fyrir kl. 4 fimtudag.
IIIMIMIIIIMMMMMMIMMMMMMIMMIIMMMMIMMIMMIIIMIi
• MMIIIMAlllllimilMIMIIIMIIIMIMHIIIMIMMMMMMMMMIII
| Til leigu |
j stór hornstofa á Vífilsgötu I
| 1. — Uppl. í dag milli kl. í
í 5—7. |
M|MIMIIMIMMIIIIIIIIMMMIIMMIIIIIIIMIMIIIIIMIIIIi>U4MM»
IMMIIIIMIMIIIIMMMMIIMIIIMIIMIIMIIIIIIIIIIirillllMIMIMI
Tvo vana
háseta vantar á m.b. Mars.
Upplýsingar um borð hjá
skipstjóranum. Skipið
liggur við Verbúðarbryggj-
ur.
■®K$K$X$>^><$K$^K$<$X$^<$K^$><$XS*SxSx$X$K$K$kSX$<SX$X$K®<®<Sx$XSX$X$.$K$K^$kSX®<SX$KSx3xSk*>
Húseiyn óskast keypt
Húseign innarlega við Laugaveg óskast kevpt. l ilboð *
merkt: ..Mikil útborgun“ sendist á afgr. Mbl. fyrir
J> næsta þriðjudagskvöld.
Skríistofustúlka
Dugleg stúlka- helst með verslunarskólamentun, ósk-
ast nú þegar á skrifstofu iðnfjTÍrtækis hjer i bænum.
Umsóknir ásamt upplýsingum, semþist blaðinu fyrir E
30. þ. m., merktar: ..Dugleg skrifstofustúlka“.
Litið hús
við Ingólfsstræti er 61 sölu.
Nánari upplýsingar gefur <>
Málflutningsskrifstofa
EIN.VKS B. GUÐMUNDSSONAR og
GUÐLAUGS ÞORLÁKSSONAK
Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. ^
laiiiiiHliiiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiiiimMiiiiiMiiMiMmmiiiii)
Nýr Chevrolet
| fólksbíll ’47, með útvarpi 1
[ og miðstöð, keyrður 700 [
i km. til sölu. Verðtilboð i
| óskast send afgr. Mbl. fyr- I
I ir föstudagskvöld, merkt: I
| „Nýr bíll 1947 — 269". §
■iiiiiNiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiniiiim
húðarhús
<->
<<>
<<>
og stór útihús (steinhús) í Sogamýri, til sóíu, —
Nánari upplýsingar gefur
Málflulningsskri fstofa
EINARS B. GUÐMUNDSSONAR og
GUÐLAUGSÞORLAKSSONAR
Austurstræti 7, simar 2002 og 3202.
<Sx®<®^<$x$^«^^x®#«^íx$x$x$x$x$x®«x$>«><$^x$^$x$^®<$x®«^Mx$K$xí>e.
o
<>