Morgunblaðið - 28.01.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. jan. 1948.
MÁNADALUR
SL á IL aya eptir ^acL cJ!ondon
115. dagur
„Gettu aftur, kerli mín“,
sagði hann. „Nei, þessa átta
klára keypti jeg fyrir pening-
ana gamla húsbónda míns og
jeg sendi þá rakleitt til Oak-
land. En jeg komst að samn-
ingum við ökuþórinn. Hann lof-
aði því að greiða mjer hálfan
dollar á dag í leigu eftir hest
og vill fá sex hesta með þeim
kjörum. Jeg símaði þá til gamla
húsbónda míns og sagði honum
að senda mjer sex hesta, sem
væri orðnir veikir í fótunum.
Jeg fól Strothers að velja þá
og sagði að hann gæti greitt
andvirði þeirra af því sem jeg
á inni fyrir hestakaupin. Bud
veit hvernig hestarnir eiga að
vera. Þegar þeir koma dreg jeg
skeifurnar undan þeim og læt
þá standa í góðum bithaga í hálf
an mánuð. Síðan sendi jeg þá
rakleitt til Lawndale. Þeir
munu reynast ágætlega þar, því
að mjúkt er undir fæti þar
sem á að nota þá. Og svo fæ
jeg hálfan dollar fyrir hvern
þeirra — þrjá dollara á dag, og
þarf ekki að hugsa neitt um
fóður handa þeim. Jeg þarf ekki
að gera ananð en sjá um það
að þeim verði ekki ofboðið. Þrír
dollarar á dag. Það nægir til að
greiða kaup tveggja manna,
, sem hjálpa Saxon ineð garð-
rætkina. Það verður ekki langt
þangað til við verðum stórefrf-
uð hjer í Mánadalnum. En þótt
jeg hefði verið þúsund ár í
bojginni hefði mjer aldrei gef-
ist slíkt tækifæri“.
Hann stóð á fætur.
„Nú ætla jeg að fara að
brynna þeim Hazel og Hattie
og gefa þeim. Mjer þætti vænt
úm að fá kvöldmat þegar jeg
kem aftur“.
Þær konurnar litu hvor á
aðra og brostu. En áður en þær
"“gæti-sagt neitt, stakk Billy höfð
inu inn um gættina og sagði:
„Það/er máske eitt, sem þið
hafið ekki skilið. Jeg græði þrjá
dollara á dag, en þrátt fyrir
það á jeg hestana. Jeg á þá
alla sex með húð og hári. Jeg
á þá. Skiljið þið það?“
XX. KAFLI
„Þið eruð svo sem ekki laus
við mig“, hafði frú Mortimer
sagt um leið og hún kvaddi
þau. Hún kom líka að heim-
sækja þau öðru hvoru um vet-
urinn og gaf þeim þá altaf ýmis
heilræði um það hvernig þau
ætti að haga ræktuninni og
hvernig þau gæti best hagnýtt
sjer markaðinn. Svo skipaði
hún Billy að sækja áburð til
Glen Ellen. Hann beitti Hazel
og Hattie fyrir vagn og fór
margar ferðir svo að hesthús-
haugarnir þar skörðuðust stór
um. Einirig skipaði frú Mor-
timer honurrí að kaupa mörg
vagnhlöss af tilbúnum áburði
og varð Billy að sækja hann á
járnþrautarstöðina.
Verkamennirnir voru komn-
ír. Það voru tveir Kínverjar,
sem höfðu fengið skilorðis-
bundna náðun. Þeir voru báðir
nokkuð við aldur og höfðu set-
ið mörg ár í fangelsi. En þeir
voru svo iðjusamir að frú Mor-
timer var ánægð með þá. Ann-
ar þeirra hjet Gow Yum. Fyr-
ir tuttugu árum hafði hann ver
ið yfirumsjónarmaður með hin
um miklu grænmetisgörðum á
Monte Park eigninni. En svo
hafði hann lent í áflogum í
Kínverjaknæpunni í Redwood
City og það varð til þess að
hann fór í fangelsi. Fjelagi hans
hjet Chan Chi og hafði verið
alræmdur slagsmálahundur á
þeim dögum þegar kynþátta-
erjurnar voru í algleymingi í
San Francisko. Nú hafði hann
unnið í tuttugu ár í grænmet-
isgarði fangelsisins og á þeim
tíma hafði blóðið kólnað svo
í honum að hann var nú spak-
‘ ur sem lamb. Saxon varð að
| gefa skriflega yfirlýsingu á
J hverjum mánuði um hegðan
J þeirra og senda hana til bæj-
! arfógetans í Glen Allen, en
hann sendi hana aftur tíl hegn-
i ingarhússins.
{ Saxon hafði upphaflega ver-
ið hálfhrædd við þá, en það
; fór fljótt af. Þeir vissu líka
j hvað við lá. Refsihönd laganna
' vofði yfir þeim, og ef þeir
j drukku sig fulla eða svikust
{um, þá var viðbúið að þeirri
^rði varpað í fangelsi aftur, og
. þá áttu þeir ekki framar út
i komuvon þaðan. Svo strangt
var eftirlitið, að Gow Yum
varð að fá leyfi hjá fangelsis-
stjórninni í San Quintin til þess
að fara til San Francisko, en
þar átti hann að undirskrifa
einhver áríðandi skjöl hjá kín-
verska ræðismanninum.
Þetta voru í rauninni mein-
leysismenn. Saxon hafði verið
hrædd um að hún þyrfti að
hafa vakandi auga á þeim, en
hún fann brátt að hún var ekki
varðmaður þeirra, heldur voru
þeir góðir samverkamenn henn
ar. Hún sagði þeim fyrir verk-
um, en þeir fóru ekkert eftir
því, vegna þess að þeir vissu
miklu betur en hún hvað átti
að gera og hvað þurfti að gera.
Hún lærði af þeim ýmislegt,
sem engir vita nema hinir allra
slyngustu garðyrkjumenn. Hún
sá fljótt að henni hafði verið
það hið mesta happ að fá þessa
menn, því að- alt hefði farið í
handaskolum ef hún hefði haft
venjulega dafTaunamenn.
Saxon var það fljótt ljóst að
hún gat ekki komist yfir það
ein að líta eftir öllu utanhúss
og vinna jafnframt öll hús-
'verk. Hún skrifaði því þvotta-
konu sem hafði verið nágranni
þeirra í Ukiah og bað hana að
koma til sín. Þessi kona hjet
Paul og var ekkja, um fertugt
að aldri og stór og feitlagin.
Billy sagði að hún gæti molað
báða Kínverjana í einu með
annari hendi. Frú Paul kom og
hafði með sjer son sinn sext-
án vetra gamlan. Þetta var rösk
ur strákur. Hann hafði dálítið
vit á hestum og hann gat mjalt
að kúna, sem Edmund hafði
útvegað. En þótt frú Paul væri
dugleg og vön þvottum, var
Saxon ófáanleg til þess að láta
hana þvo fötin sín. Það vildi
hún gera sjálf.
Þegar jcg er ekki fær um
það lengur að þvo af mjer“,
sagði hún við Billy, „þá skaltu
taka_þjer reku í hönd og labba
upp að rauðviðarlundinum hjá
Wild Water og taka mjer þar
gröf“.
Það er eitt sinn um veturinn
meðan frú Mortimer var hjá
þeim, að Billy kom heim með
heilt æki af vatnspípum. Svo
var gerður vatnsgeymir hjá
lindinni og vatnið þaðan leitt
inn í öll húsin -i- íbúðarhúsið,
fjósið, hlöðuna og kofa Kín-
verjanna.
„Þið skuluð fá að sjá það
að jeg kann að vinna með höfð-
inu“, sagði Billy drýgindalega.
„Jeg horfði hjerna um daginn
á konu hinum megin í dalnum.
Hún var að sækja vatn í föt-
um og varð að bera það tvö
hundruð fet. Þá fór jeg að
hugsa. Mjer taldist svo til að
hún yrði að fara þrjár ferðir
á dag að minsta kosti, og marg
ar fleiri þvottadagana. Jeg fór
að reikna hvað hún mundi þurfa
að ganga margar mílur á ári
til þess að sækja vatn. Jeg býst
varla við því að þið trúið mjer,
en hún verður að.ganga hundr
að tuttugu og tvær mílur á
hverju ári aðenis til þess að
sækjg vatn. Hvað finnst ykk-
ur? Hundrað og' tuttugu og
tvær mílur á ári. Jeg' spurði
hana hve lengi hún hefði átt
heima þarna. Tuttugu og eitt
ár, sagði hún. Þá getið þið
sjálfar margfaldað, tuttugu og
einu sinni, hundrað og tveir —
það verða þrjú þúsund sjö
I hundruð áttatíu og tvær mílur.
Og allan þennan óratíma hefir
hún gengið til þess að spara
nokkrar vatnspípur. Er það
ekki sárgrætilegt?
Svo er það fleira sem jeg
hefi verið að hugsa um. Okkur
vantar baðker og þvottaker.
Jeg ætla að ná í þau eins fljótt
og jeg get. — Heyrðu Saxon,
manstu eftir ruddu spildunni,
þar sem Wild Water rennur
í Somoma? Það er ein ekra og
þessa ekru á jeg. Skilúrðu það?
Og jeg á allt grasið sem sprett-
ur á henni: Jeg ætla að setja
vatnshrút í ána þar fyrir of-
an og þá get jeg veitt nógu
vatni á landið og ræktað þar
alfa-alfa. Vatnshrútinn fæ jeg
fyrir tíu dollara, hann er að
vísu notaður, en í ágætu lagi.
Svq verð jeg að fá mjer reið-
hest. Þú hefur nóg að gera með
Hazel og Hattie hjer heima við.
Og ieg verð ekki í neinum vand
ræðum með að fóðra þrjá hesta
þegar jeg hefi fengið alfa-alfa
uppskeruna“.
En næstu vikurnar gerðist
svo mafgt að Billy gleymdi alfa
alfa akrinum sínum aftur. •—
Fyrst og fremst komu fjárhags
áhyggjur. Þau höfðu eytt þeSs
um fáu dollurum sem þau áttu
upphaflega og öllum hagnaði
af hrossakaupunum. Að vísu
fjekk hann átján dollara á viku
í leigu eftir hestana, en það
hrökk aðeins til að borga kaup.
Hann hafði því ekki efni á að
kaupa reiðhestinn. En hann gat
bætt úr því með því að vinna
með höfðinu og slá tvær flug-
ur í einu höggi. Hann tók að
sjer að temja vagntfesta og með
þeim ferðaðist hann þangað
sem hann gat átt von^ á að fá
hesta keypta.
imniiniinioii
| Óska eftir að komast
| að sem i
Málaranemi
í Hefi unnið við málningu. |
I Tilboð sendist blaðinu fyr- |
| ir fimtudag inerkt: „Nemi í
I 1948 — 263“. 1
- ItttagiiailIaltfÍH*
ÓSKABRUNNURINN
Eftir Ida Moore. \
8.
Stebbi settist upp í rúminu. Væri ekki einmitt tilvalið að
fara þangað niður eftir í kvöld? Hann myndi rata niður að
óskabrunninum þó að bundið væri fyrir augu hans. Hann
stökk fram úr rúminu og klæddi sig í snatri.
Alt var hljótt í húsinu þegar hann læddist út. Hann mætti
engum á leiðinni niður eftir. Það var býsna skrítið að vera
á ferli svona seint. Nú voru fiðrildin og býflugumar fyrir
löngu háttaðar, og hann fór að velta því fyrir sjer í hvernig
rúmum þær myndu sofa. Býflugurnar hlutu að velja sjer
rósirnar að næturstað og það lá við að hann öfundaði þær
af því eiga svo mjúkt og fallegt rúm. Honum var hálf kalt.
Það var svalt næturloftið, og kannski álfarnir Ijetu nú ekki
sjá sig, eftir alt saman. Hann heyrði uglu væla rjett hjá.
Hann gekk framhjá kofa Jóns gamla. Þar sást engin ljós-
glæta. Jón var auðvitað steinsofandi, og það ljet nærri að
Stebbi óskaði þess að hann væri aftur kominn heim í hlýja
rúmið sitt.
Hann settist á girðinguna. Ugluvælið barst aftur að eyrum
hans, og hann kallaði:
„Æ, hættu þessum skrækjum, uglugrey!"
Stebba til mikillar undrunar ansaði mjög undarleg rödd:
„Jeg er ekki uglugrey".
Stebbi var alveg hlessa. Hann skimaði í kringum sig og
kom auga á agnarlítinn dverg á milli runnanna hinum megi’n
við veginn. Hann var klæddur í skrítin græn föt, sem voru
nærri því jafnlit laufi trjánna.
,,Jeg var ckki að tala við þig,“ kallaði Stebbi. „Jeg var
að tala við ugluna.“
„Nei, þú varst að tala við mig,“ svaraði dvergurinn.
„Hlustaðu!”
Á næsta augnabliki virtist ugluvælið koma beint upp úr
jakkavasa Stebba.
„Hvernig fórstu að þessu?“ spurði Stebbi hissa.
„Jeg er'Bergmál. Það er starf mitt að geta hermt eftir
öllu milli himins og jarðar. Jeg var að æfa mig, þegar þú
komst.“
„Ert þú Bergmál, sem átt heima í bergmálsklettinum?“
„Já, það er jeg“.
— Þetta er maðurinn, sem
fann upp kúlupennann.
★
Bóndi úr Vermontfylki fór
í ferðalagi til Boston. Einhver
spurði hann . ,hvernig honum
litist á borgina.
— Borgin er falleg, #en íbú-
arnir eru óheiðarlegir, sagði
hann.
— Af hverju heldurðu að
þeir sjeu óheiðarlegir?
—Jeg skal segja þjer, jeg
keypti títuprjónabrjef, sem átti
að vera 500 prjónar. Á leiðinni
heim í lesfinni taldi jeg þá, og
það vantaði ellefu upp á.
★
— Altaf leikur hann á mig
með lýginni.
— Hefi jeg ekki ótal sinn-
um sagt þjer, að þú átt' ekki
að trúa nema helmingnum af
því, sem hann segir?
— Jú, en það er líklega alt-
af lygahelmingurinn, sem jeg
trúi.
★
Einu sinni komu tveir Skotar
til London. Annar var frá Aber
deen,. en hinn frá Edinborg.
Edinborgarinn fór inn í knæpu
og fjekk sjer drykk ókeypis.
•*— Hvernig fórstu að því?
spurði Aberdeenmaðurinn.
— Jeg sagði afgreiðslustúlk-
unni skemtilega sögu, og hún
hló svo mikið að hún gleymdi
alveg að heimta borgun.
Aberdeen-maðurinn gekk inn
í ngestu knæpu og bað um
drykk. Svo sagði hann af-
greiðslustúlkunni skemtilega
sögu og hún hló mikið. Þegar
sögunni var Inkið sagði hann:
— Svo eigið þjer eftir að
gefa mjer til baka.
★
Miljónamæringur kom í
heimsókn til vinar síns, og
hafði þriggja ára gamlan son
sin með sjer.
— Kann drengurinn að telja?
spurði vinurinn.
— Já, auðvitað. Teldu Kalli.
Og Kalli byrjaði að telja: —•
Ein miljón, tvæ^ miljónir, þrjár
miljónir ....
Eggert Claessen
Gústaf A. Sveinsson
hæstar j ettarlögmenn
Oadfellowhúsið. — Sími 1171«
AHskonar lögfræðistörf. j