Morgunblaðið - 14.03.1948, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.1948, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. mars 1948. j Sexlugsafmæli Sigurjéns á Álafossi 'Á SEXTU GS AFMÆLI Sigur- jóns Pjeturssonar, Álafossi. h. 9. mars, barst honum fjöldi heillaskeyta frá vinum og sam- starfsmönnum. — Skeyti barst m.a. frá forseta íslands, Sveini Björnssyni, sendiherra Frakka hjer, Voillery, Verslunarráði ís- lands, Bandalagi ísl. skáta o. fl. Starfsfólk hraðsaumastofu og verslunar Álafoss í Þingholts- stræti 2, færði honum mikinn borðlampa, en á borðíótinn var útskorin mynd af Heklu og Öx- arárfossi. Allmargir iðnrekend- ur úr Fjelagi íslenskra iðnrek- enda færðu Sigurjóni að gjöf málverk af Heklu, eftir Svein Þórarinsson og skrautritað á- varp. Afhentu þeir honum mál-1 verkið og ávarpið í Skíðaskál- anum í Hveradölum, þar sem Sigurjón tók á móti þeim með veglegri veislu. Við það tæki- færi fluttu ræður: Sigurður B. Runölfsson, Kristján Friðriks- son, Frímann Ólafsson og Krist- ján Jóh. Kristjánsson. — Rein hardt Reinhardtsson afhenti Sigurjóni gjöf starfsfólksins og ávarpaði hann nokkrum orðum í umboði þess. — Lesið var upp kvæði til Sigurjóns frá þing- eyskri konu og nefndist kvæðið „Fljúgðu klæði“. Að lokum bar Sigurjón fram þakkarorð til gestanna. Þá heimsótti stjórn Í.S.Í. af- mælisbarnið. Ræður fluttu Ben. G. Waáge og Erlingur Pálsson. Afhenti forseti í. S. í. honum líkan af honum sjálfum gert af listakonunni Gunnfríði Jóns- dóttur. Það er gjöf frá Í.S.T., Olympíunefnd íslands og öll- um helstu íþróttafjelögum bæj arins. Aðaffundi KRR lokið AÐALFUNDI Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur iauk í fyrra- kvöld. Fundur þess hófst í s. 1. viku, en þá tókst ekki að Ijúka fundarstöríum og í fyrrakvöld var svo íramhaldsaðalfundur þess. í skýrslu fráfarandi form., Sigurjóns Jónssonar, kom fram, að á síðasta ári höfðu merkustu íþróttaviðburðir ársins, gerst á sviði knattspyrnunnar. Heim- sókn norska landsliðsins og breska atvinnuliðsins Q.P.R. Þá gaf gjaldkeri KRR skýrslu um fjárhag þess En hann er mjög góður. Á sambandið nú í sjóðum sínum um 70 þús. kr. Kosningu í stjórn KRR hlutu: Ólafur Jónsson úr Víking, for- maður. Haraldur Guðmunds- son KR, varaformaður. Sveinn Zoega Val ritari. Lúðvíg Þor- geirsson Fram gjaldkeri. Guð- laugur Lárusson Víking brjef- ritari. Á fundinum voru gerðar ýms ar samþykktir. Sú merkasta þeirra var breyting á fyrirkomu lagi Reykjavíkurmótsins. Verð- ur nú tekin upp tvöföld um- ferð, í stað einnar, þannig að fyrri hluti keppninnar fer fram að vori, en síðari á hausti. Þá voru samþvkkt fjárfram- lög úr utanfarasjóði til Knatt- epyrnusambandsirs rúml. 3000 kr. Til Barnahjálpar S. Þ. 1000 kr. og til knattspyrnufjelag- anna fjögra 4000 kr. til hvers. Fjárhagur þeirra er yfirleitt bágborinn. Aðalviðfangsefni KRR á sumri komanda, verður heim- sókn finska landsliðsins. Það kemur reyndar á vegum Knatt- spymusambands ísiands, en víst er að allur undirbúningur að komu þess, mun að mestu falla í skaut KRR. ^-J^venjjjó&in og ^JJeimiiiÉ Frumlegri híbýðaprýði æskiieg á islandi SKÖMMU fyrir áramót kom heim frá Bandaríkjunum fyrsti íslenski híbýlafræðingurinn, ungfrú Kristín Guðmundsdótt- ir. Dvaldi hún þar í 4 ár við nám í híbýlaprýði, aðallega við North Western University í Chicago, cn þaðan lauk hún burtfararprófi. Hún sótti einnig námskeið í þeim fræðum við Kaliforníu-háskólann og New York School of Interior Decora- tion, en við þann skóla flytja margir af þekktustu híbýla- fræðingum Bandaríkjanna fyr- irlestra að staðaldri. Jeg kom fyrir skömmu að máli við Kristínu til bess að spyrja har.a spjörunum úr um híbýlaprýði. Gaf hún greið svör og fer frásögn. htnnar hjer á eftir. Ilílrýlaprýðin ævagömul. — Hvað er híbýlaprýði — og hvað er það, að vera híbýla- fræðingur? — List híbýlaprýðinnar er ævagömul. Hún varð til, þeg- ar steinaldarmaðurinn tók að rista og mála myr.dir á veggina í helli sínum. Það er næstum hægt að segja að þrá manns- ins eftir því, að öðlast þægindi og fegurð í híbýlum sínum sje meðfædd, og híbýlaprýðin sje því óbeint í heiminn borin með manninum sjálfum. Af híbýla- prýði fyrri kyr.slóða má fá gleggsta hugmynd um þroska og lifnaðarhætti þeirra. Hagkvæmni og fegurð. — Híbýlaprýðir á að vera í því fólgin að samræma hag- kvæmni og fegurð. Menn verða að leggja umhyggju og hugsun, jafnvel ásí og alúð í híbýla- prýði sína, til þess að fullkom- inn árangur náist. Hvar sem er í beiminum, hafc híbýli ver- ið innrjettuð og prýdd í sam- ræmi við tíðarandann og tækni hvers tímabils. "Vegna . hinna miklu framfara á. sviði sam- gangna, vísinda cg verslunar, er stíll vorra tíma clþjóðlegri og óstaðbundriari en stílgerðir fyrri tíma. Leiðbeinir almenningi. — Híbýiafræðingurinn er þá maður — eða kona, — sem leið- beinir fólki, þegar það þarf að fá sjer eitthvað nýtt í búið, hvort sem það er húsgögn, gluggatjöld eða annað, eða þegar það er að stofna heimili, kaupa nýtt hús o. s. frv. Er- lendis þykm sjálfsagt að fá slík- ar leiðbeiningar. Það er misskiln ingur, sem jeg hefi orðið vör við hjer, að það sje aðeins á færi auðkýfinga að leita til slíkra sjerfræðinga Það er ekki síður fólk, sem hefir úr litlu að spila, seni fær ráð hjá þeim. Ef fólk hefir aðeins ráð á að fá sjer fáa muni til heimilisins þvkir því borga sig að leita ráða hjá híbýlafræðingi til þess að öruggara sje. að hluturinn sje vel og smekklega valinn og fari vel við það, sem er til fyrir af húsgögnum á heimilinu. — I Bandaríkjnum he-fir svo til hver einasta húsgagnaverslun híbýla fræðing í þjónustu sinni, til þess við Kristínu Guðmundsdóttlr, fyrsta íslenska híbýlafræðinginn Blfvjelavirkjar 1 breyta mafartíma 1 Kristín Guðmundsdóttir. að leiðbeina viðskiftavinunum. Húsakynni eiga að bera svip íbúans. — Hver eru mikilvægustu atriði híbýlaprýðinnar? —Það er nú ekki auðvelt að svara því í stuttu máli, en jeg get reynt að stikla á því stærsta. Fyrsta atriðið, sem taka þarf tillit til, er að samræma smekk, stíl og tísku. Annar þátturinn er að velja og konia húsgögn- unum þannig fyrir, að þau sjeu sem best fær um að gegna sínu hlutverki. Þriðji atriðið er þæg- indi. Heimili án þæginga getur aldrei orðið vistlegt. Fjórða atriðið er að húsakynnin beri svip íbúans Ókunnugur maður, sem kemur inn í herbergið 1 fyrsta sinn, á að geta skapað sjer nokkra skoðun um þann, sem þar býr. Nolrkur æskileg einkenni, sem finna má í vel prýddum herbergjum eru: virðuleiki, stílfesta, rósemi, fágun, glaðværð, yndisþokki og hispursleysi. Einkenni, sem fyrir alla muni ber að forðast, eru stærilæti, tilgerð, fágunar- leysi og prjál. Fallegir hlutir á áberandi stöðum. — Þá eiga fallegir hlutir, hvort sem það eru málverk, veggteppi eða húsgögn, altaf að vera á áberandi stað við vegg- inn í herberginu. Samstæður, sem standa á ójöfnum t.öl- um eru æskilegri en þær, sem standa á jöfnum tölum. — Þrír hlutir mynda betri sam- stæðu en tveir eða fjórir. Sam- ræmi verður að hafa á milli hárra og lágra húsmuna. Dyr og gluggar með síðum tjöldum geta komið í staðinn fyrir há húsgögn í samstæðu. Loks ber að forðast stöðugar endurtekn- ingar. Tilbreytni. innan vissra takmarka, er nauðsynleg. Litaval mikilvægí. — Litaval er sá þáttur hí- býlaprýðinnar. sem er ekki hvað isíst mikilvægur. Fögur litasamsetning gleður augað og ræður mestu um liversu vistleg húsakynnin eru. Það er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur um litaval. íhuga þarf vandlega iegu herbergisins við sólu, t. d. eiga að vera bjartari litir í herbergjum, sem snúa í norður og austur en þeim, sem snúa í suður og vestur. Þá þarf líka að haga litum eftir notkun herbergisins. Ýmsir litir hafa róandi áhrif og aðrir öffandi, og er þá sjálfsagt að hafa þá síðarnefndu í herbergjum, sem nota á til vinnu. Litir valdir eftir málverld. — Besta aðferðin til þess að ná samræmi í litavali er að byggja þá útfrá einhverjum fal- legum hlutum, t d. gólfteppi, veggteppi og veggfóðri. Mjög mikil tilbreytni er í að taka mál verk og velja liti í herbergið eftir litum þess. Gluggatjaidaefni á 250 kr. —- Hafa ekki gluggatjöldin einnig mikað að segja? — Jú, þau eru raunar það fyrsta sern maður tekur eftir, þegar maður kemur inn í her- bergi. Því óbrotnari, sem þau eru, þeim mun fallegri er heild arsvipur herbergisins. Það er ekki aðalatriði að gluggatjalda- efnið sje dýrt, en æskilegt er að þau sjeu efnismikil og nái nið- ur að gólfi, þar sem hægt er að koma því við. Það er hægt .að fá falleg gluggatjöld úr kjóla efnum, Ijereftum og mörgum ó dýrum efnum. Revkvískum hús- mæðrum hættir til að tæma pyngju bóndans í hvert skifti, sem þær fá sjer ný gluggatjöld. Dæmi eru til þess, að glugga- tjaldaefni hafa verið seld hjer á 250 krónur meterinn, og ekki bar á að neinn skortur væri á kaupendum. Glerkýr engum tií sóma. — Það má í-þessu sambandi minnast á ýmsa smáhluti, sem hafðir eru til skrauts í her- bergjum. Þeir gera margt í senn, setja svip á herbergið, auka áhrif litasamsetningarinn- ar, eru til uppfyllingar og end- urspegla skapgerð, áhugamál, dómgreind og mentun eigand- ans. Bækur, málverk og lifandi blóm bera t. d. vott um dóm- greind eigandans en ljelegar gibseftirlíkingar af húsdýrum og dansemyjum eru engum til sóma. Borgar sig að kaupa íslensk búsgögn. — Hvað segirðu um íslensku húsgögnin? — Sem stendur er því miður lítið úrval af þeim. Innflutnings höft hafa staðið íslenskri fram- leiðslu fyrir þrifum. — Þeim gialdeyri, sem varið hefur verið til kaupa á ljelegum erlendum húsgögnum, hefði verið betur varið til kaupa á hráefnum til íslenskrar húsgagnaframleiðslu. — íslenskir húsgagnasmiðir standa áreiðanlegn ekki að baki Frh. á bls. 3. 1 FJELAG bifreiðasmiða hjelÉ aðalfund sinn fyrir skömmu síð-* an. Gaf formaður skýrslu urrsi starfsemi fjelagsins á síðast- liðnu ári og gat þess meðal anni ars að á árinu hefði f jelagið gertí nýjan samning við atvinnurek- endur, er hafði ýrrnsar kjara- bætur í för með sjer. Stjórnarkosning fór þannig, að fyrra árs stjórn var öll end- urkjörin en hana skipa: Gísll Jónsson formaður, TryggvS Pjetursson ritari, og GuðjórJ Jónsson gjaldkeri. ' Sú nýbreytni var tekin upp I hinum nýja samningi fjelagsinS að unnið er í tveim áföngutry frá kl. 7,40 að morgni til 12 og frá kl. 12,30 til 16, en þá lýkup dagvinnu, þannig er tekinn að- eins hálftími í mat og enginrl kaffitími. Heíur því Fjelag bif- reiðasmiða fyrst allra riðið áí vaðið með hina margumlöluðil breytingu á matartímanum og virðist þessi tilhögun, af feng- inni nærri árs reynslu, hafa gef- ist mjög vel og vera til hagræð- is fyrir alla aðila. og veitinga- (VASÍ13 þjósa AÐALFUNDUR fjelagsing var haldinn í fyrrakvöld. AuW venjulegra aðalfundarstarfa ályktaði fundurinn að skora si ríkisstjórnina að láta fara frara endurskoðun á lögum um veit-< ingasölu, gistihúshald o. fl. Sömuleiðis skoiaði fundurinn a Fiárhagsráð að veita nú þegar öll nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsieyfi fyrir Mat- sveita og veitingaþjónaskólann. I stjórn fjelagsins voru end- urkosnir Böðvar Steinþórssorj formaður, María Jensdóttir rit- ari, Kristmundur Guðmunds- son gjaldkeri og meðstjórnandl Marbjörn Björnsson. Varafor- maður var kosinn Olafur Jóh. Jónsson i stað Emils Bjarnasonj ar. Trúnaðarmannr.ráð er þannig skipað: Tryggvi Þorfinnsson, Gcstur Benediktsson, Emil Bjarnason og Edmund Eríksen. Endurskoftendur Þórir Jónssorí og Sveinsína Gpðmundsdóttir. Formáður síyrktarsjóðstjórnap var kosinn María Jensdóttir. Fundurinn gaf trúnaðar- mannaráði heimild til að segja upn gildandi samningum við i h.f Eimskinafielag íslands og Skipaútgerð ríkisins. gauii rii* p 9 **** kanur deyja i # í ur psi París í gærkvöldi. ÞEGAR dvrnar á húsinu nr. 135 við Faubourg du Temple, voru brotnar upp í dag, fund- ust þar fjórar látnar konur, eiS sátu umhverfis borðið í borð- stofunni. Þær höfðu verið látn- ar.síðan á lau.gardaginn. Lög- reglan skýrir svo frá, að þæp. hafi látist af gaseitrun. Dyrnatí voru brotnar upp af kunningjá kvennanna, er var farinn undrast um þær, þar eð 'ham^ hafði ekki hevrt neitt í þeint síðan á laugardag'mn. ■—Reutery AÞENA — Grikkir hafa nú fornj i lega tekið við Tylftareyjum, seipl þeir fengu samkvæmt friðar- samningnum við Itali. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.