Morgunblaðið - 22.05.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.05.1948, Qupperneq 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Úíg.: H.f. Árvakur, Heykjavífc. . Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Bitsíjóri: yaltýr Stefáqsson (ábyrgSaras.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssou. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanLands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbék. Áðvörun Överlands "m EIN kærkomnasta heimsókn, sem Islendingar hafa fengið á síðari árum er heimsókn norska skáldsins Arnulf över- iands. Eru ástæður þess aðallega tvær. I fyrsta lagi sú að hann er öndvegisskáld og rithöfundur ágætrar frændþjóðar og í öðru lagi einn skeleggasti og glæsilegasti málsvari irjálsrar hugsunar, lýðræðis og mannrjettinaa. Boðskapur Arnulfs överlands, þrumuraust hans gegn kúg- un og ranglæti, í hvaða mynd, sem það birtist honum, fær margfalt gildi við vitneskjuna um líf hans sjálfs, reynslu hans af fangabúðum einræðisins, snuðri pólitískrar lögreglu, svikræði fimtu herdeildarinnar í hans eigin landi. överland þekkir þetta allt af eígin reynslu. Hann komst fljótlega í kynni við þýsku leynilögregluna, Gestapo fólkið, eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið land hans. Hann fjekk að kynnast fangabúðum þeirra, bæði heima í Noregi og í Þýskalandi. En bæði áður en að hann var sviftur frelsi sínu og eftir það, hljómaði herhvöt ljóða hans til norsku þjóð- arinnar, sem hlustaði á þau, lærði þau og gerði þau að baráttusöngvum sínum í átökunum við böðla sína. Þýðing þessarar baráttu Arnulfs Överlands og fleiri góð- skálda Norðmanna fyrir andlegt líf og baráttukjark þjóðar þeirra, verður seint fullmetin. * En þegar þeir menn, sem biðu örlagastundar sinnar innan luktra dyra og fangelsismúra nazismans og háðu þaðan baráttu sína fyrir sínu eigin frelsi og þjóða sinna, hefja upp raust sína nú til nýrrar sóknar gegn nýrri kúgun og for- myrkvan andlegs lífs í heiminum, þá hlýtur hver einasti írelsisunnandi maður að hlusta á boðskap þeirra. Þess vegna hlusta Islendingar með athygli á orð Arnulfs Överlands. En hver voru orð hans? , Kjami hins afburða snjalla erindis överlands i Austur- bæjarbíó á fimmtudagskvöldið var þessi: 1 einræðisskipulaginu felst ógnun við friðinn. 1 Sovjet- Rússlandi ríkir svartasta einræði. Reynslan síðan 1945 sannar að Rússar stefna að heimsyfirráðum. Þeir hafa brotið undir sig hverja smáþjóðina á fætur annari. En hvaða þjóð verður næst? Þeir menn, sem gera sjer þess grein, hvað er að gerast, horfast í augu við staðreyndirnar og styrjaldarvoðann, sem leiðir af þessari stefnu Rússa, eru af kommúnistum kallað- ir „stríðsæsingamenn". En „við, sem viljum forðast styrj- öld“ sagði Arnulf överland, „sjáum að eina leiðin til þess i bili er sú, að lýðræðisríkin búi sig til vamar, svo öfluglega, að hinu austræna einveldi verði ókleift að leggja undir sig eina og eina þjóð. Til þess að forðast styrjöld verða öll lýðræðisríki í heiminum að taka saman höndum.“ överland benti einnig á það að til þess bæri brýna nauð- syn fyrir Norðurlandaþjóðimar að efla varnir sínar gegn árásum á lönd þeirra. Þessar þjóðir þyrftu ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvaða örlög biðu þeirra, ef þær hefðu ekki opin augun fyrir þeirri hættu, sem að þeim steðjaði. 1 þessu sambandi ræddi hann framkomu Rússa gagnvart Finnum, sem þeir nú hefðu þrautkúgað. överland kvað lýðræðisþjóðimar hafa fengið beiska reynslu af hálfvelgjunni og skriffinnskunni í sambandi við öryggismálin. Þær þörfnuðust þess fyrst og fremst að líta raunsætt á þróun málanna. Með því væri hægt að koma í veg fyrir styrjöld. Þessi aðvömn Amulfs överlands og lýsing hans, sem um skeið hallaðist að skoðunum kommúnista, er hin athyglis- yerðasta. Grundvöllur hennar er reynsla manns, sem hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum, þeim vonbrigðum að stað- reyna áþreifanlega hina kaldrifjuðu heimsveldisstefnu ein- læðisstjórnarinnar í Krefnl og þá ógnun, sem stefna hennar felur í sjer fyrir heimsfriðinn. En þéss fléiri, sem öðlast skilning Arnulfs överlands á Etjómpiálaþróun dagsins í dag og á morgun, þess meirí lík- ur ery, til þess að þjóðimar geti notið lýðfrelsis og mann- rjettinda í friði, -• ■ • ' Laugardagur 22. maí 194 víkar ihriiar: ÚR DAGLEG.Á LÍFINU Allt í happdrættunum. ÞVOTTAVJELAR, bíla, í- búðir, hrærivjelar, rafmagns- eldavjelar og jafnvel heil og hálf hús, allt er þetta boðið í happdrættunum, sem við höld um hierna árlega, mánaðarlega og mikið ef ekki er, vikulega. Maður - gengur varla svo Aust urstræti á eiida, að einhver strákurinn hampi ekki fram- an í mann happdrættismiðum, og ekki er nú að tala um það, að betta sje ekki allt gert í ágóðaskyni fyrir stórþarfar stofnanir. Happdrættin okkar eru orðin svo mörg, að segja má að almenningur sje hætt- ur að f.ylgjast með því hvenær dregið er i þeim — hann kaup ir bara miðana, lætur þá nið- ur í skúffu og gleymir þeim. • Stundum vinnur enginn. ÞAÐ MÁ eflaust deila um það. hvaða happdrætti hafi rjett á sjer og hver ekki. Eng- inn vafi er á því, að sam- tök eins og Samband ísl. berklasjúklinga eiga það fylli- lega skilið, að menn kaupi hapDdrættismiða þeirra, en hættan er bara sú, að happ- drætti þarfa-fyrirtækjanna kafni innan um öll hin, sem íeneið hafa leyfi til að láta fólk keppa um þvottavjel, bíl eða íbúð. Svo er heldur eng- inn vafi á því. að happdrætt- in eru að verða hálf óvinsæl, og þá ekki síst vegna þess, að í sumum þeirra hefur alls eng •inn unnið. Þetta er óviðkunn- anlegt og það er von að fólk sje óánægt. Merkur rithöfundur. MENN, SEM hlustuðu á Arn ulf Överland í fyrradag og í gær, segja, að það sje einsdæmi að fyrirlesara sje eins vel tek- ið og þessu stórmerka skáldi. Hvað eftir ahnað varð lófatak- | ið svo ákaft, að fyrirlesarinn þurfti að nema staðar. Það var tvennt sem olli þessu: skýr og hispurslaus frásögn og frá- mun;Iega skemtilegur flutn- ingur. Arnulf Överland hefur getið sjer heimsfrægð fyrir bar áttu sína fyrir frelsi og mann- rjettindum. Við íslendingar megum vera hreyknir af bví, að skáldíð skvldi sækja okkur heim • Söng?r>pnt á Norð- urlöndum. DAGLEGA LÍFINU hefur borist brjef, bar sem skýrt er frá bandarískum blaðaum- mæJym um Árna Kristjánsson píanóleikara. Ummælin birt- ust fvrst í New York Times, en Heimskringla hefur tekið þau upp -.11. febrúar síðastl. Hjer er orðrjett frásögn blaðs- ins: ,.í blaðinu New York Times stóð í s. 1. viku grein eft.ir Todd Duncan (bektan amerisk an söngvara) um ferð hans ný lega til Norðurlanda, en hann var bsr að halda hliómleika. Leist honum vfiiieitt vel á söngment á Norðurlöndum. — Hapv hitti bar einn Islending og fer um það þessum orðum. « Þor og þróttur. EINI PÍANISTINN, sem jeg hlustaði á í Stokkhólmi, . var Islendingurinn Árni Kristjáns son. Hann spiJaði með meiri eldi en nafnið á landi hans vek ur í hug manns. Spil hans var svo tilkomumikið, bæði sak- ir valds hans á list og með- fædds norræns þors og þrótt- ar, að hróður hans mun brátt berast langt út fyrir heima- hagana, Reykjavík, þar sem hann er kennari við æðri hlj ómlistarskóla11. Hjer mun átt við hljómleik þann, sem Árni Kristjánsson hjelt í Stokkhólmi 6. október 1947. — 9 Kippum Tjörninni í lag. — ÞEIR ERU orðnir æði marg ir, sem nú leggja leið sína nið- ur að Tjörn, til þess að skoða íuglalífið þar. Andrúmsloftið er líka svo hressandi vio Tjörn ina — það er vítt til veggja þarpa og þægilegt, því göturn ar eru breiðar og hreinar. Þó gremst mörgum þáð, að enn skuli ekki vera búið að ganga þannig frá Tjörninni, að sæmi- legt megi kallast. Bakkar henn ar eru til dæmis ennþá í hálf- gerðu leiðindaástandi og steina hrúgurnar við brúna eru bún- ar að liggja þar allt of lengi. Tjörnin er einhver skemtileg- asti griðastaður Rey.kvíkinga og enginn efi er á því, að öll- um borgarbúum þætti vænt um það. ef henni yrði kippt í lag sem allra fyrst. Mundu hernema IsJand. BANDARÍSKA vikublaðið Life birti nýlega langa grein um bað, hvað ske mundi, ef til sfyrjaldar kæmi á næst- unni. Eins og að líkum læt- ur, kemur Island þarna við sögu, en um hlutskipti þess í styriöldinni segir blaðið með- al annars: -— Rússneskar fallhlífasveit ir gætu og mundu að öllum líkindum hernema ísland, en það má auðveldlega gera frá Noregi. Enda þótt rússneskur her á íslandi mundi ver'ða að glíma við birgða- og varnar- vandamál, gæti hann þegar í stoð hafið sprengjuárásir á stórborgir okkar (Bandaríkja- i manna) á austurströndinni. MEÐAL ANNARA ORÐA . • « t Fomleifasafn Palesíínu Frjettaritari Reuters í Jerúsalem skrifar eftir- farandi. SKIPAÐ MUN verða tólf manna alþjóðaráð, til þess að hafa yfirumsjón með Forn- leifasafni Palestínu í Jerúsal- em nú eftir að Bretar hafa látið af umboðsstjórninni þar. Sir Allan Cunningham lagði mikla áherslu á það „að Forn- leifasafni Palestínu yrði stjórn- að af fornleifafræðingum og öðrum, með svipaða mentun“, og kvað hann það hagsmuna- mál Palestínubúa og fornleifa- fræðinnar yfirleitt, að safnið kæmíst í góðar hendur. • • SAFNIÐ GJÖF FRÁ ROCKEFELLER Safnhúsið var reist árið 1927 fyrir. fje, er John D. Rocke- feller Jr., frá New York, gaf. Var ,svo fyrirmælt í gjafabrjef inu. að safnið skyldi ná yfir alla sögu „fortíðar mannsins". Rockefeller gaf öll landsvæði sem þurfti undir byggingar safnsins, allar byggingar, og álla þá murii, sem í bygging- unumeru. Erfitt er að meta safn þetta til fiáf-, því að í því eru marg- iE V,ómetanlegir“, gamlir mun ir — en áætlað hefir verið að það muni a. m. k. 10,000,000 punda virði. • a VIÐURKENNT í PALESTlNU Stofnun ráðs þessa, sem á að hafa yfirumsjón með Forn- leifasafni Palestínu, hefir ver- ið viðurkend þar í landi og í Palestíne Gazette frá 22. apríl er skýrt frá, hvernig störfum þess skuli háttað, hvernig ráð stafað skuli gjöfum, er safn- inu berast og hve mikinn rjett aðrar svipaðar stofnanir hafi til þess að fá lánaða muni hjá safninu. Ráðið mun skipa mann er ber ábyryð á allri stjórn safnsins og hefir á hendi umsjón með því. Hann mun einnig verða ritari ráðsins. • • FULLTRÚARNIR í ráðinu skulu eiga sæti eft- irfaranai menn: Tveir fulltrú- ar, skipaðir af landsstjóra Breta í Palestínu, tveir full- trúar er stjórnir Egyptalands, Sýrlands, Libanon, írak og Transjordaníu koma sjer sam- an um og skulu þeir báðir verá fórnleyfafræðingar að ment- un. Þá skulu eftirtaldar stofn anir eiga eihn fulltrúa í ráð- inu: British Academy og Brit- ish Museum í Bretlandi, Aca- demie des Inscriptions et Bell es-Lettres og Commission des Feuilles du Minister des Affair es Etrangeres í Frakklandi og tvö fornleifasöfn í Bandaríkj- unum. Auk þess verður einn fulltrúi frá Háskóla Gyðinga og einn frá Konunglega bók- menta- og listasafninu í Sví- þjóð. t t ^ Nemendaiénleikar Tónlisfarskólans HINIR árlegu nemendatónleik- ar Tónlistarskólans byrja í dag klukkan 3 í Trípóli. Verða tón- leikarnir alls fjórir og mjög fjölbreyttir að vanda. Koma þar fram nemendur á ýmsum aldri og leika á margar tegundir hljóðfæra. Nemendatónleikar Tónlistar- skólans hafa jafnan vakið mikla athygli og verið vel sóttir, enda er aðgangur ódýr, aðeins fimm krónur. Er fróðlegt að fylgjast með nemendunum frá ári til árs, þroska þeirra og kunnáttu. Aðrir tónleikarnir fara svo fram í Trípólí á morgun kl. 3, en tveir hinir síðustu laugardag 29. og sunnudaginn 30. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.