Morgunblaðið - 12.06.1948, Blaðsíða 1
16 síður
•85. árgangur
138. tbl. — Laugardagur 12. júní 1948.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Ilingað til íslands er á næstunni von sex De Havilland Vampire
flugvjela, sem koma hjer viS á ferð sinni yfir Atlantshafið. —
Vampire vjelarnar eru orustuflugvjelar drifnar áfram með þrýsti-
loftshreyfli. Er það í fyrsía skipti, sem slíkar vjeíar fljúga yfir
Atlantshafið'.
Sjásí hjer á næsfunni.
150 farast er danskt
skip rekst á tundurdufl
250 hefur verið bjargað. )
Skipið var í siglingum mifíi Kaupmðnnahðfnar og
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
UM 150 manns ljetu lífið s.l. nótt, er skipið ,,Kjöpénhavn“, sem
siglir á milli Kaupmannahafnar og Álaborgar, rakst á tundur-
dufl. Atburður þessi gerðist um kl. þrjú um morguninn, er skipið
var statt í Kattegat 20 mílur undan Jótlandsströndum. Fjögur
hundruð manns voru á skipinu, þar af um 350 farþegar, en
i’m 200 voru komnir fram þegar síðast frjettist.
Fánar í hálfa stöng
Heita má að þjóðarsorg hafi
verið í Danmöiku í dag vegna
þessa sorglega atburðar. Fánar
eru hvarvetna dregnir í hálfa
stöng, en útvarpað hefur verið
sorgarlögum, milli þess sem
lesnar hafa verið stuttar til-
kynningar um björgun á mönn-
um.
Mörg skip á slvsstaðnum
Mikill fjöldi báta og skipa
kom á vettvang, þegar er friett-
ist af slysinu. Hafa kafarar leit-
að í því í dag og fundið 11 lík
en önnur hefur rekið á land. í
kvöld voru herskip og tundur-
duflaslæðarar á slysstaðnum, eí
ske kynni að cinhver væri enn
á lífi. Meir én 100 þeirra, sem
björguðust, voru fluttir á sjúkra
hús, en flestir fengu að fara
heim, eftir að gert hafði verið
að meiðslum þeirra.
Segulmagnað dufl
.,Köbenhavn“ var um 1600
smálestir að stærð. Það átti eft-
ir þriggja stunda siglingu til
Álaborgar, þegar sprengingin
varð í því. Talið er líklegt, að
tundurduflið, sem orsakaði
sprenginguna, hafi verið segul-
magnað.
Tillaga sern líklegt er
að Rússar hafni
Washington.
ELEANOR P.oosevelt, ekkja
Roosevelts forseta, hefur boðið
rússnesku stjórninni að senda
sjerfræðinga til Bandaríkjanna,
til þess að kynna sjer ástandið
í húsnæðis og heilbrigðismalum
þar í landi. Það skilyrði er þó
sett fyrir þessari heimsókn, að
bandarískir sjerfræðingar íái í
staðinn að heimsækja Rússland.
Frú Roosevelt kom með til-
lögu sína um sjerfræðingaskipt-
in, eftir að fulltrúar Rússa í
mannrjettindanefnd Sameinuðu
Þjóðanna, en hún er formaður
nefndarinnar, höfðu gagnrýnt
heilbrigðis og húsnæðisástandið
í Bandaríkjunum. Þeir hældu
hinsvegar mjög ástandinu í
þessum efnum í Sovjetríkjun-
um.
Spellman hjá Hitohito
TOKYO: — Spellman kardínáli,
sem nú er í heimsókn í Japan,
gekk nýlega á fund Hitohitos
keisara og ræddi við hann í
hálfa klukkustund.
Palestína:
Htxvæmr ásakanir um friðrof
Drengur hrapar
til bai
FYRST í gærmorgun bárust
Mbl. frjettir aí voveiflegu i.iysi,
er varð uppi í Borgarfirði s.l.
laugardag. Lítill drengur Hörð-
ur Skúlason frá Reykjavík,
hrapaoi til bana í gilskorning-
um.
Þetta hörmulega slys var s.l.
laugardagskvöld. Hörður litli,
sem er í sveit að Hvammi í
Skorradal, var að leik ásamt
nokkrum drengjum eldri, og
hrapaði niður í gil, sem er rjett
ofan við bæinn. Þegar komið
var að drengnum, var hann
látinn.
Fallhæðin var ekki nema
tvær til þrjái mannhæðir, en
niðri í gilinu er grjóturð. —
Talið er að steinn hafi losnað
undan. fótum drengsins. Hjer-
aðslæknirinn í Borgarnesi kom
innan stundar og telur hann
víst, að Hörður hafi beðið sam-
stundis bana.
Hörður vat sonur Skúla Á-
gústssonar starfsmanns hjá
Sláturfjelagi Suðurlands, og
því sonarsonur Ágústar bónda
í Birtingaholti
Mikill fjöldi kvenna í
hersveitum Gyðinga
Bemadelfe hyrjar samningaviðræður.
Jerúsalem í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BÆÐI GYÐINGAR og Arabar saka nú hvern annan um að hafa
rofið vopnahljeið, sem hófst í Palestínu kl. 6 eftir miðnætti í
morgun. Hafa Arabar jafnvel snúið sjer beint til Bernadotte
greifa og mótmælt árásum Gyðinga í dag, sem þeir segja að
meðal annars hafi verið gerðar á tvö arabisk þorp. Það, sem
annars vekur mesta athygli í Jerúsalem í sambandi við bar-
dagana sólarhringinn áður en vopnahljeið gekk í gildi, er, hversu
margar konur berjast í sveitum Gyðinga. Arabar skýra þannig
frá því, að í árás Gyðingasveita fyrir vestan Jerúsalem í gær-
kvöldi, hafi þeir tekið 36 fanga, þar af 24 konur. Arabar segja,
að um hundrað árásarmannanna hafi fallið.
Flugárás á fiskibáta
ÓÞEKKT flugvjel gerði síðast-
liðinn þriðjudag skyndiárás á
fiskibáta í námunda við Koreu.
Ekki hefur erm fengist sannað,
livaða flugvjel hafi verið þarna
að verki ,en nokkur blöð í Kor-
eu saka Rússa um að hafa stað-
ið fyrir árásinni. —- Reuter.
Nemendasambandið
gefur Menntaskólanum
180 þúsund krónur
FJÁRSÖFNUNARNEPjND Nemendasambands Mentaskólans í
Reykjavík, sem starfað hefur í 2ya ár, mun afhenda skólanum
rúmlega 180 þús. krónur á aðalfundi Nemendasambandsins n.k.
mánudag. Söfnuninni er þó ekki að fullu lokið, þar sem fullnað-
arskil hafa ekki enn borist frá öllum árgöngunum.
Á fundinum verður ákveðið,*®"
hvernig fje þessu skuli ráðstaf-
að, en á honum mæta kjörnir
fulltrúar frá stúdentaárgöngum
skólans. Fjársöfnunafnefndin
hefur komið sjcr saman um að
leggja fyrir fundinn uppkast að
skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og
er það á þá loið að hann beri
nafnið Aldarafmælissjóður
Menntav:kólans í Reykjavík. Er
honum ætlað að starfa á sama
grundvelli og Bræðrasjóður, þ.
e. til styrktar efnilegum nem-
endum við skólann.
í Fjársöfnunarnefnd eru eft-
irtaldir menn: Helgi Guðmunds-
son, bankastjóri, formaður,
Tómas Jónsson, borgarritari, rit
aari, Gísli Guðmundsson, toll-
vörður, gjaldkeri, Torfi Hjart-
arson, tollstjóri, Einar Magnús
son, menntaskólakennari, Páll
Tryggvason, cand. jur. og Emar
Ingimundarson, cand. jur.
Árshátíð Nemendasambands-
ins verður haldið að Hótel Borg
16. jání n.k.
Skortir eftirlitsmenn
Bernadotte greifi ræddi við
frjettamenn í dag í sambandi
við kærurnar um riftingu vopna
hljessamkomulagsins. Sagðist
Bernadotte hafa búist við þvl,
að til smábardaga kæmi fyrsta
dag vopnahljesins, og þá sjer
staklega þar sem aðeins fáir
eftirlitsmenn eru enn kommr til
Palestínu. Sjö bandarískir sjó-
liðsforingjar komu að vísu i
dag, en ókomnir eru meðal ann-
ars ennþá fulltrúar frá Frökk-
um, Belgíumönnum og Svíum.
Bernadotte heíur farið fram á
það við Breta, að þeir hjálpi til
við að koma eftirlitsmönnum
þessum til Palestínu.
Reynir að koma á sættum
Bernadotte hefur skýrt frá
því, að hann muni nú hefjast
handa um að reyna að fá deilu-
aðila til að komast að sam-
komulagi um lausn Palestínu-
deilunnar. Er talið að Öryggis-
ráð muni gefa honum víðtækt
umboð til að semja við Araba
og Gyðinga, en telja má, að
þetta sje síðasta tækifærið, sem
Sameinuðu Þjóðirnar gefa deilu
aðilum til að semja sín á milli.
NorðmenngeraslaS-
ilar að foilasamningi
Oslo í gærkveldi.
NORSKA Stórþingið sam-
þykkti í dag einróma að ger-
ast aðili að alþjóðasamning-
unum sem kenndir eru við
Genf um tolla og verslunarmál.
Mun samningurinn viðkom-
andi Noreg ganga í giidi frá
1. júlí að telja. — Reuter.
12 dæmdir til dauða
AÞENA: — 12 kommúnistar voru
dæmdir til dauða í Grikklandi
síðastliðinn fimmtudag.
Vísitalan 319 slig
KAUPLAGSNEFND og Hag-
stofa hafa reiknað út vís'tölu
framfærslukostnaðar fyrir júní-
mánuð. Frá því að vísitala maí-
mánaðar var ákveðin, hefur
vísitalan lækkað um eitt stig.
Verður því júní-vísitalan 319
stig.
Það sem veldur stig-muninum
er að íatnaðar-’ara hefur lækk-
að í verði.
Aívinnumálaráðher ^
Bandaríkjanna dey
LEWIS B. Schwellenbach
vir.numálaráðherra Bande: k -
anna, Ijest af hjartabilun
fimtudagsmorgun. Ráðherr; n
haíði verið veikur í nokkrar v >
ur, en líf hans var þó elú i
talið í hættu. Kann var 53 ára
gamall.