Morgunblaðið - 19.06.1948, Page 8
8
MOR'GUTSBLAÐIÐ
Laugardagur 19. júní 1948,
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstraeti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Fegurri höíuðborg
FYRIR forystu nokkurra manna, þeirra á meðal borgar-
stjórans í Reykjavík og borgarlæknis hefur verið stofnað
hjer í bænum fjelag, sem hefur það að markmiði að vmna
að því að fegra útlit höfuðborgarinnar og stuðla að aukinni
Hmgengnismenningu.
Það er ástæða til þess að fagna myndun þessara samtaka.
Enda þótt Reykjavík sje að mörgu leyti myndarleg horg
piga þau mikið verk að vinna.
Höfuðborg Islands er að byggjast. Svipur hennar er lítt
mótaðúr, skipulag hennar ófullkomið. Hana skortir auk
þess að mestu leyti þá ytri fegurð, sem listamenn annara
landa hafa gefið margra alda gömlum höfuðborgum sírium.
★
Hvernig stendur á því að þetta verður með sanni sagt um
hina íslensku höfuðborg? Unna íslendingar ekki fegurö og
röð og reglu í skipulagi bæja sinna eins og fólk annarsstaðar
? veröldinni?
Jú, það gera þeir áreiðanlega. Islendingar hafa mikinn
áhuga fyrir fögrum listum og þeir vilja gjarnan prýða heimili
sín, bæi og borgir. En þei* hafa lengstum verið fátækir og
höfuðborg þeirra var fyrir nokkrum áratugum ruglingslega
byggt fiskiþorp, sem erlend embættismanna- og verslunar-
stjett setti svip sinn á.
Þess vegna er svo skammt komið áleiðis fegrun höfuð-
borgarinnar. Vatnsveita og skoipveita, raforkuver og skóla-
byggingar urðu að ganga fyrir skrúðgörðum og fögrum lík-
neskjum á víðum torgum. Það varð að byggja íbúðarhús á
undan listasöfnum og leikhúsum. —- Þannig varð að skapa
frumskilyrði þess að í hinni ungu íslensku höfuðborg yrði
lifað og starfað. Raunverulega er því starfi ekki lokið enn-
þá. Reykjavík vantar meiri raforku, fjöldi af götum hennar
eru ennþá ófullkomnar og hana vantar tilfinnanlega nauð-
fynlegar stofnanir, eins og fleiri og fullkomnari sjúkrahús.
Þrátt fyrir hinar glæsilegu framfarir síðustu ára er þessu
þannig varið. En það er unnið markvíst að því að byggja
það upp, sem á vantar. Hvergi á íslandi hefur jafn ötullega
verið unnið að alhliða umbótum og framförum eins og ein-
mitt í höfuðborginni. Til þess var einnig betri aðstaða en
annarsstaðar.
■k
En þótt ýmsar framkvæmdir kalli mjög að er þó kominn
tími til þess að íbúar höfuðborgarinnar snúi sjer að því með
auknum þrótti og áhuga að fegfa borg sína. Það geta þeir
gert á ótal marga vegu. Ekki að eins með því að leggja
fram fje heldur með daglegri hegðun sinni og framkomu.
. Hver einasti maður getur lagt sinn skerf til þess„ í senn, að
fegra Reykjavík og líf þess fólks, sem hana byggir. H:rðu-
semi með eigin eignir, hús, trjá- og skrautgarða, ökutæki og
hverskonar muni, hefur jafnvel meiri áhrif til þess að gefa
borginni bjartari og hreinni svip en fögur listaverk á torgum
hennar.
★
Það er fólki sjálft, sem ræður svip borgar sinnar. Ef það
lekki leggur fram lið sitt til þess að fegra hana með hirðu-
semi og reglusemi í umgengni þá hefur það ekkert að gera
með fagrar myndastyttur af afreksmönnum íslenskrar sögu
á torg sín. List, hvaða grein hennar sem er, á ekkert skylt
yið sóðaskap og sóðaskapur á ekkert skylt við fegurð. —
Sóðaskapurinn og hirðuleysið er þvert á móti æpandi and-
ptæða fegurðar og þroska.
★
Tilgangurinn með því að fegra borgir, gera skrúðgarða,
byggja glæsilegar byggingar, víð torg og reisa öndvegis-
mönnum þjóðarinnar líkneski eða minnismerki, er ekki að
eins að gefa byggðinni, sjálfri borginni, glæsiiegri og fegurri
svip. Hann er fyrst og fremst sá að gera líf þess fólks, sem
þær byggir, fegurra og þroskavænlegra.
Þess vegna vinnur hið nýja fjelag, sem stofnað var á
þjóðhátíðardaginn 17. júní, að framgangi máls, sem er hags-
munamál hvers einasta íbúa höfuðborgarinnar.
*r\Jíbar áhripar
ÚR DAGLEGA LlFINU
Besti dagur ársins.
ÞAÐ ER áreiðanlegt, að eng-
inn varð fyrir vonbrigðum af
veðrinu 17. júní. Þetta var eig-
inlega besti dagur ársins hvað
veðurblíðuna snertir, enda hef_
ur sialdan áður verið mann-
meira á götunum. Hátíðahöld-
in fóru líka ágætlega fram
hjerna í höfuðstaðnum — það
var auðsjeð á öllu að fólkið
heldur upp á þennan þjóðhá-
tíðardag okkar Islendinga.
En hvernig stendur á því að
þetta virðist ekki vera lögboð-
inn frídagur? Engum kemur að
vísu til hugar að vinna 17. júní,
en fríið virðist fremur vera sam
komulagsatriið en skylda. Dag
lega lífinu er kunnugt um það,
að nokkur fyrirtæki sendu
starfsmönnum sínum tilkynn-
ingu úm það að ekki mundi
verða unnið 17. júní.
•
Dýrir ánamaðkar.
LAXVEIÐIN ER byrjuð af
fullum krafti og daglega má
sjá í blöðunum auglýsingar um
ánamaðka til sölu. En vitið þið
hvað þessir maðkar, sem við
daglega troðum undir fótum
okkar, kosta? — Þeir kosta
hvorki meira nje minna en 35
aura stykkið — stórir jafnt og
smáir. Og mjer er sagt að þeir
komist stundum upp í 50 aura.
Einkennilegur
hótelrekstur.
DAGLEGA LÍFINU hefur
gesti sína um borgun fyrir
morgunverð. Gestirnir fá með
öðium orðum ekki herbergi
nema þeir kaupi morgunverð á
hótelinu líka — og þetta greiða
þeir sjö krónur fyrir og það
fyrirfram. Morgunverðinn á að
snæða á tímabilinu frá átta til
tíu, og þeir, sem koma eftir
þann tíma, fá ekki neitt.
•
Sumpart gestum að j
kenna.
ANNARS ER fleira en þetta
furðulegt við íslenskan hótel-
rékstur yfirleitt. En þetta er
sumnart sök hótelgestanna
sjálfra. Það er til dæmis vitað,
að við Islendingar göngum frá_
munalega illa um annarra
manna hús — verðum hinir
mestu sóðar þegar í hótelher-
bergin er komið. Svo hafa sum
ir þann furðulega sið að geta
ekkí sjeð hreina veggi án þess
að krota þá alla út, og þá auð-
vitað helst með dónalegum
myndum og upphrópunum. Hjá
sumum gengur þetta brjálæði
næst og jafnvel verðir á staðn-
um fá ekki komið í veg fyrir
það að ókvæðisorðin komist í
allra augsýn.
. Hótelmenning.
ÚTI í LONDUM heyrir mað
ur oft talað um hótelmenningu
— kurteislega og góða um-
gengni í veitingahúsum. Það
er enginn vafi á því að við Is-
lendingar hefðum gott af því
arar telji sig geta varið ein-
hverju fje til að gera veitinga-
húsin sem vistlegust. Því sann-
leikurinn er sá, að ýmsir hót-
eleigendur virðast þeirrar skoð
unar að það sje bókstaflega von
laust verk að reyna að hafa
húsakynnni vönduð og falleg.
Reynsla þeirra er sú, að gest-
irnir rífa bað jafnóðum nið-
ur sem hóteleigendurnir byggja
upp. —
Stórstúkuþing.
ÞAÐ ER haldið Stórstúku-
þing í Reykjavík þessa dagana.
Ymsar merkilegar upplýsing-
ar hafa komið fram á þingi
þessu. í frjettatilkynningu frá
því segir þannig, að í 45 und-
irstúkum, sem starfandi sjeu í
landinu, sjeu samtals liðlega
5000 fjelagsmenn. Barnastúkur
eru 54 og fjelagar þeirra, sem
ekki eru í undirstúkum líka,
eru 5500. Góðtemplarareglan
telur því -alls 10.600 fjelaga,
eldri og yngri, á íslandi.
9
Áfengissala.
„ÁRIÐ 1947“, segir í tilkynn
ingu Stórstúkuþingsins,, „nam
brúttósala Áfengisverslunarinn
ar 57,947,949,00 krónum, eða
10,720.928.00 kr. meira en í
fyrra. Söluupphæð á mann í
krónum var talin 1946 ca 363,00
en var eftir sama reikningi fyr-
ir árið 1947 ca 372,00. Áfeng-
ismagnið á mann síðastl. ár var
talið eftirfarandi:
borist brjef um dálítið einkenni að temja okkur þessa menning- 1944 1.574 lítr.
legan hótelrekstur. Brjefritar- artegund — gerðum sjálfum 1945 1.646 —
inn segir að eitt hótelið hjerna okkur stórgreiða með því að 1945 2.000 —
í bænum hafi þann sið að krefja ganga þannig um að hótelhald 1947 2.461 —
MEÐAL ANNARA ORÐA * • C’ •
Verðfeifinjj eiff eðaíumræðuefnið í Þýskafandi
Eftir Guy Bettanym, frjettarit-
ara Reuters í Hamborg.
Aðalumræðuefni manna á
breska hernámssvæðinu í Þýska
landi þessa dagana er verðfest-
ing sú og seðlaskifti sem í vænd
um eru.
Jafnvel rússneska vandamál
ið hefir orðið að víkja um
skeið fyrir þessa nýja vanda-
máli.
Allir keppast nú um að losna
við ríkismarka-seðla sína eins
fljótt og unnt er. Fólk, sem
aðeins á nokkur þúsund ríkis-
mörk, reynir að kaupa eitt-
hvað, til þess að forðast hörmu
legt tap — að því er það held-
ur siálft.
Verslunarmenn, bæði á svört
um og frjálsum markaði, losa
sig nú við bankaseðla sína svo
hundruðum þúsunda skiftir.
9 9
HÆGT AÐ
KAUPA ALLT
Ef menn hafa næga peninga,
er hægt að kaupa svo til allt,
sem hugurinn girnist — jafn-
vel í Þýskalandi. Maður nokk-
ur t. d., sem á þrjá flutninga-
vagna, sem eru í ferðum milli
Weiss og Berlín, pantaði ný-
lega og greiddi fyrir skrautleg
an einkabar fyrir heimili sitt.
Slíkt óhóf er ekki óalgengt
í Þýskalandi í dag, því að fólk-
ið hefir annað hvort of mikla
peninga — eða þá að það á
ekki grgenan eyri.
En ef allir eru að reyna að
losna við peninga sína, hvert
fara þeir þá?
Eitt svarið við þessari spurn-
ingu er, að fólkið greiðir nú
skatta sína — en þeir eru svo
háir, að jafnvel Bretland, með
alla sína skatta, kemst ekki í
hálfkvisti við Þýskaland á því
sviði. Bifreiðastjóri t. d., sem
er giftur og hefir 300 marka
tekjur á mánuði, verður að
greiða 39 mörk í tekjuskatt á
mánuði, auk margvíslegra ann:
arra gjalda.
9 9
HÁIR SKATTAR
Ef menn hafa yfir 1000
marka tekjur á mánuði eru
skattarnir svo gífurlegir, að svo
til ekkert er eftir þegar búið
er að greiða þá.
Maður, sem hefir t. d. 2000
marka mánaðartekjur, verður
að greiða 1130 mörk í tekju-
skatt
Enda þótt yfirvofandi verð-
festing hafi að einhverju leyti
örvað verslunarviðskifti, 'þá
hefir hún á hinn bóginn einn-
ið dregið mjög úr öllum við-
skiftum, því iðnrekendur og
kaupmenn eru tregir til þess
að gera samninga eins og nú
standa sakir.
Ástandið nú er svo alvarlegt,
að ef verðfestingin kemst ekki
á hið bráðasta, má búast við
talsverðu atvinnuleysi.
Bresku og þýsku yfirvöldin
óttast þetta sjerstaklega, vegna
þess að sjerfróðir menn, er hafa
kynnt sjer þessi mál, segja að
ætíð þegar verðfesting og seðla
skifti fari fram, fylgi atvinnu-
leysi í kjölfarið, a. m. k. um
nokkurt skeið, vegna ruglings
sem kemst á allt viðskifta-
lífið.
Það er samt sem áður margt
sem gefur til kynna, að gjald-
gengis-vandamálið sje ekki
eins alvarlegt nú og það var
áður.
í fyrra spurðu t. d. húsmæð-
ur kaupmennina, hve mikið
þær gætu keypt. Nú spyrja
þær: „Hvað kostar það mik-
ið?“
Margar húsmæður neyðast
nú aftur til þess að telja vand-
lega peninga sína áður en þær
geta keypt það, sem fáanlegt
er. —
í fyrra fengu þjónar í veit-
ingahúsum ríflegt þjórfje um-
fram það, sem gestum bar að
greiða þeim. Nú er þetta að
mestu horfið úr sögunni.
Almenningur er nú vandlát-
ari en áður í viðskiftum sín-
um. Hitt og annað glingur, dýr
ilmvötn og aðrar munaðarvör-
ur keypti fólkið í fyrra, án um-
hugsunar. Nú lítur varla nokk-
ur við slíku í búðunum.
9 9
VERÐ Á SVÖRTUM
MARKAÐI LÆKKAR
Verðið á vörum á svarta
markaðinum hefir jafnvel lækk
að. Reykt svínaflesk, sem áð-
ur kostaði 240 mörk pundið,
kostar nú 180 mörk. Verð á
sykri, smjöri og kartöflum hef-
ir einnig lækkað.
Gamlar kartöflur er nú hægt
að kaupa af bændum fyrir 20
til 30 mörk hundrað pundin
Framh. 4 bls. 12.