Morgunblaðið - 19.06.1948, Blaðsíða 14
f H
MORGUIS' BLdÐlÐ
Laugardagur 19. júní 1948.
KENJA KONA
(Cftir Een J,
nw*
má
105. dagur
Tau litu bæði á hann, og
hún var kafrjóð í framan. En
faðir hans sagði glaðlega:
„Góðan daginn, Dan. Er
nckkuð að?“
..Jeg heyrði mömmu hljóða“,
sagði Dan. „Jeg hjelt að ein-
hver væri að meiða hana“.
Faðir hans hló.
„Við vorum að gera að gamni
okkar“, sagði hann. „Og hún
meiddi mig, en jeg meiddi hana
ekki, svo þetta er alveg öfugt.
Sástu ekki að hún var að berja
mig“ Og svo leit hann glettnis-
lega til Jenny.
Dan skildi þetta ekki, en
hann fann að ekkert var að.
Það var einhver notalegur hlý-
leiki þarna inni. Hann sló
því líka upp í gaman og sagði
brosandi:
„Já, hún gaf þjer rækilega á
hann".
Jenny sagði blíðlega:
„lilsku Dan minn, sem var
hræddur um að verið væri að
méiða mömmu og kom til að
hjálpa henni. Komdu hjerna
upp í rúmið til mín, því að
pabbi fer að klæða sig“.
Þeíta átti nú við Dan og hann
hropaði' svo hátt af gleði að
hinir -drengirnir- vöknuðu og
kemu hlaupandi og upp í rúm-
ið til hennar. Það voru þeirra
mestu sælustundir, þegar þeir
máttu koma upp í rúmið til
trennar á morgnana. Og þarna
veltust þeir og skriðu yfir hana,
fevL að-. hver. vildi vera næst
bannif og hver stjakaði öðrum
íoé- Pabbi þeirra hló að þess-
mn látum í þeim og sagði að
feein. væri- eins og. hvolpar. Svo
fó.- hann fram fyrir til að klæða
sig, Á eftir kallaði hann á Dan
og talaði alvarlega við hann.
„Segði ekki hinum drengj-
unnm frá því sem þú sást“,
sagði hann. „Og engum öðrum
feeldurfvFólk*mundi ekki skilja
tfsttap^ið;. skulum- hafa - þetta
sem léyndarmál okkar, við þrjú,
feýí- ieg “Og - mamma“.
Ðan lofaði þessu, og hann
stóð við orð sín. En hann mint-
fcí altaf þessa morguns vegna,
feess' innileika;. sem ríkti á
héimilinu eftir að hann kom
kirt" í - svefnherbergið. Hann
feomst-oft' seinna að- því að eitt-
fevafð- slóst^ í kekki- milli for-
cídranna, en svo varð sam-
feomulagið enn innilegra og hug-
feúfararáf eftir."; Hann spurði*
*xiömmu sína einu sinni að því
h .■ernig á- þessu stæði' og svar-1
aði hún þá:
„Þetta er alt saman vegna
feesa. hvað- okkur þykir vænt
tT.’oru um annað“. " -
Aldrei mintist hann á þetta
við föður sinn. Hann bar þá
lotningu og aðdáun fyrir hon-
að honum fannst það ekki
sæmandi. Þegar hann var einn
►<:eð föður sínum,- var hann
fiéminn, líkt og ung stúlka í
►távist þess er- hún elskar. Það
Kom mjög sjaldan fyrir að beir
4 dluðu um neitt annað en dag-
Jfcga viðburði. En með huaar-
sambandi fór beim marfft fleira
á milli. Ef Jobn kom heim frá
borginni og fór að segia Jenny
/rá því að einhver maður hefði
ksmið-dreneilega fram, eða að
cinhver hefði brevtt sem ó-
J.akki, þá fann Dan að þeim
Orðum var fcéínt til 'síii, — fáð-
ir hans var að gera honum
skiljanlegt hver breytni væri
góðum dreng sæmandi og hvað
bæri að forðast. John sagði
aldrei við syni sína: Þetta eig-
ið þið að gera og þetta megið
þið ekki gera. — En hann tal-
aði um breytni annara manna
og fordæmdi það sem honum
fannst ósæmandi, en hóf til
skýjanna allt fagurt og gott.
Og hann sagði þetta svo blátt
áfram og einfaldlega, að dreng
irnir gátu vel skilið það. Þetta
varð Dan því leiðarvísir í dag-
legri breytni. Hann vissi að
góðir menn skrökvuðu aldrei
og gerðu aldrei nein skammar-
strik. Þeir Ijetu ekki hræða sig
til neins. Og þeir tóku óhrædd
ir afleiðingum gerða sinna. Þeir
breyttu altaf eins og samviska
þeirra sagði þeim að rjett væri,
og tóku svo afleiðingunum
hvort sem þær voru vondar eða
góðar. Þeir stærðu sig ekki af
eigin afli og nýddust aldrei á
þeim, sem minni máttar var.
Allt þetta lærði Dan smám sam
an og tileinkaði sjer það.
Þannig kenndi faðir þeirra
þeim með óbeinum heilræðum.
Hann kunni líka margar dæmi-
sögur og hafði þær altaf á reið-
um höndum. Hann sagði þær
svo, að drengirnir hrifust af
þeim. En allar miðuðu þær að
sama marki — þær sýndu hinn
innra mann Johns Evereds. Og
þannig lærði Dan að elska hann
og virða hann, og þess vegna
hugsaði hann altaf með stolti
til föður síns.
IH.
Ymsum öðrum kyntist Dan í
uppvexti Það var nú til dæm-
is frú MeGow, Pat Tierney og
Ruth og börnin þeirra. Þetta
fólk var hluti af fjölskyldunni.
Frú McGow var venjulega upp
stökk, hvassyrt og skömmótt,
en það vissu allir, og drengirn-
ir líka, að henni var aldrei al-
vara. Ef hún var að baka og
angandi bökunarlyktin seiddi
drengina inn í eldhúsið til henn
ar, bá gaf hún þeim altaf brenn
heitar kökur, svo heitar að þeir
urðu að velta þeim milli lóf-
anna til þess að brenna sig ekki
á þeim. Þegar þeir gerðust tíð-
ir gestir í eldhúsinu, rauk hún
upp og sagði að þeir mundi
ganga af sjer dauðri. En þegar
Jénny bauðst einu sinni til þess
að siá um að þeir væri ekki að
ónáða • hanay þá sagði hún bál-
reið:
„Þú lætur það vera, góða
mín. Jeg er einfær um að
stjórna hjerna í eldhúsinu. Ef
jeg kæri mig um að losna við
þá, bá get jeg tvístrað þeim eins
og hænuungum. En þú skalt
ekki vera að skifta þjer af því
þótt þeir sjeu hjer.“
Frú McGöw hafði misst mann
sinnjbegar börn hennar, dreng-
ur p« stúlka, voru í barnæsku.
Ðóttir hennar átti nú heima í
Brewer og hún fór þangað
stundum til þess að sjá barna-
börnin sín. Sonur hennar var
verkstjóri við skógarhögg, og
var úti í skóéum alla vetur.
Hann átti ofurlítinn bóndabæ
í Bucksport og uppkomna sonu.
En frú McGow fjell ekki við
tengdadóttur sína og fór aldrei
þangað nema þegar sonur henn
ar var heima.
Pat Tieraey ríkti í heslhús-
inu ög þangað voru drengirn-
ir velkcminir hvenær sem þeir
vildu. Hann lofaði þeim að ríða
jafnvel gður en þeir lærðu að
ganga. Þeir höfðu ákaflega gam
an að því að fá að hjálpa hon-
um til þess að kemba hestun-
um og bursta þá þangað til þeir
voru orðnir skínandi á belg-
inn. Þeir hjálpuðu honum líka
að hreinsa aktýgin og þvo vagn
inn, og þegar þeir stálpuðust,
fengu þeir að hjálpa honum að
setja aktýgin á hestana. Dan
mintist þess alla ævi hvað hann
var hröðugur, þegar hann gat
lagt beisli við gamla Jarp í
fyrsta sinni, og var svo stutt-
ur að hann varð að standa á
kassa á meðan. Pat hafði alt-
af eitthvað handa þeim að gera.
Hann Ijet þá hreinsa moðið úr
stallinum, sópa básana, klippa
gras'ið af blettinum, reita arfa
og sópa burtu föllnu laufi á
haustin og bera það inn í eldi-
viðarkassa frú McGow um leið
og hann bar sjálfur brenni þang
að. ,Og þegar Pat fór að slá
túnið á bak við húsið, þá fongu
þeir að dreifa úr múgunum.
Pat var aldavinur þeirra, en
þeir voru altaf hálfhræddir við
Ruth. Hún var venjulega stilt,
e’n gat rokið upp eins og hvirf-
ilbilur með ógnar hávaða, og
svo var það strax rokið úr henni
aftur. Hún var miklu yngrj en
Pat, og enn á besta skeiði, en
rauða hárið hans Pat var þeg-
ar farið að grána allmikið. Ein-
hvern veginn fannst Dan hún
brjóstumkennanleg, og þess
vegna þótti honum vænt um
hana. Henni þótti vænt um Pat,
en þegar fauk í hana þá fjekk
hann góflun, og stundum gerði
hún sjer ferð út í hesthúsið til
þess að svala sjer á honum.
Hann svaraði henni aldrei einu
orði en beið þegjandi á meðan
hún ljet dæluna ganga. Og
þegar hún var farin var hann
vís til að kalla í Dan og segja:
,,Nú líður henni betur fyrst
hún fjekk að útausa sjer“.
Af Pat lærði Dan að leggja
þann dóm á alt kvenfólk — að
undantekinni móður sinni auð-
vitað, sem var hátt yfir allt
annað kvenfólk hafin — að það
væri ekki fyrir nokkurn mann
að skilja það, því að stundum
væri þær ekkj annað en gæð-
in og blíðan, en á næsta augna-
bliki ólmar og æðisgengnar.
Hann skildi það því að það
var nauðsynlegt að vægja til
við bær. Hann tók því Pat sjer
til fyrirmyndar, og ef það kom
fyrir að Ruth skammaði hann
þá bagði hann og beið þess að
henni rynni reiðin.
Þau Pat og Ruth eignuðust
þrjú börn. Elsta barnið hjet í
höfuðið á Pat sjálfum. Það var
drengur, árinu eldri en Dan.
Ungj Pat var renglulegur, með
úlfgrátt hár og viprur í andliti.
Ekki var einu orði hans að
treysta, því að hann laug stöð-
ugt. Og hann var líka hnupl-
samur. Það var ekki að taka
til bess þótt hann hnuplaði
einni, og einni köku frá frú
McGow. Það gerðu þeir allir.
En hann hafði það líka til að
stela látúnsskrautinu af aktýgj
unum og ýmsum smárnunum
frá Dan eoa hinum drengjun-
um. Dan var illa við Pat og
fyrirleit hann undir eins og
hann fór að hugsa. Og honum
fannst það ákaflega undarlegt
að Ruth þótti miklu vænna um
'OUpiiiwM :
GÆFAN
4.
Jakob hristi höfðuðið, en skyndilega datt honum nokkuð í
hug. „Fyrirgefðu“, sagði hann. „Má jeg leggja eina spum-
ingu fyrir þig? Hvernig get jeg haldið beina stefnu, Ef jeg
reyni að ganga stöðugt beint í þessa átt, hlýt jeg brátt að
rekast á hús og fjöll og breið fljót, sem jeg verð að taka
krók í kringum. Hvemig á jeg þá að finna hina rjettu leið
aftur? Og hvernig á jeg að vita, hvað margar mílur jeg geng
á hverjum degi, og hvenær jeg hef farið 3500 mílur, svo að
jeg fari ekki fram hjá húsi gæfunnar.
Gyðjan kinnkaði vingjarnlega kolli til hans og sagði:
„Þarna getur þú sjeð, að það var rjett fyrir þig að hugsa
þig um. Ef þú hefðir þotið af stað eins og byssubrandur án
þess að hugsa út í eitt eða annað, þá hefðirðu vilst strax á
fyrsta degi og aldrei fundið það, sem þú ætlaðir að leita að,
og tvisvar birtist jeg engum“. Undarlegur svipur kom á and-
3it hennar og hún virtist vera sorbitin. „Því miður“, sagði
hún, „hefurðu ekki hugsað þig nógu vandlega um, því að þá
gætirðu sparað þjer mikið erfiði. Seinna muntu komast að
því. En þá það, taktu nú við þessu, sem jeg rjetti þjer, það
mun vísa þjer leiðina.
Hún rjetti honum þrjá hluti: ullarhnoðra, kringlótta öskju
og litla skriftöflu.
„Geymdu þessa hluti nú vel“, sagði hún. „I öskjunni er
áttaviti, líttu á hann. Þú sjerð, að hann sýnir þjer, að þorpið
þarna fyrir handan er beint í vestur. Samt getur svo farið,
að þú þurfir að taka króka á þig, ýmist stóra eða litla, en
láttu það ekki á þig fá, því að þú hefur litla ullarhnoðrann.
Kastaðu honum á hverjum morgni, þegar þú leggur upp, á
jörðina og hann mun renna á undan þjer, þar til þú ert kom-
inn á rjettu línuna. Þar nemur hann staðar og þú getur
haldið ferð þinni áfram í vestur. Á hverju kvöldi skaltu líta
á skriftöfluna litlu og þá muntu sjá ritað með skírum stöf-
um tölu, sem táknar mílurnar, sem þú hefur farið, þvi að
taflan er töfratafla. — Og vertu þá sæll og vertu hugrakkur.
Og með það hvarf hún. En Jakob horfði fram um veg.
Loksins vissi hann, hvar gæfan átti heima og honum fannst
sem allt landið í kring hefði umbreyst og allt var orðið nýtt
og dásamlegt. Sólin braust fram úr skýjunum og ljettur
andvari ljek um kinnar hans. Og svo lagði hann af stað með
hlutina þrjá, hnoðrann, öskjuna og töfluna, undir hand-
leggnum.
heim til sín um kvöld, bros-
andi út að eyrum.
— Hvað er þetta, sagði kon-
an hans, — hefurðu verið
svona heppinn í dag?
— Heppinn, hrópaði hann,
— hvort jeg var. Kolbeinn í
Koti. sem hefur svikist um að
borgg, áskriftargjaldið í 10 ár,
kom loks og sagði blaðinu upp.
★
þegar jeg kyngdi honum og £
síðara skiptið, þegar hann kom
upp úr mjer.
★
Saxófónn er eina hljóðfærið,
sem heyrist eins í á meðan þú
ert að læra og eftir að þú hefir
lært.
★
Astfanginn unglingur: —•
Heyrðu frændi, geturðu ekki
kennt mjer ráð til þess að kom
ast að því hvað Sigga heldur
um mig?
Frændinn: — Gifstu henni
bara. gifstu henni, þá færðu
fljótt að vita það.
★
Skoti og Gyðingur voru á
gangi saman. Gyðingurinn
beygði sig niður og tók upp
skilding, sem lá á götunni.
Fyrsta verk Skotans var að
fara til augnlæknis og láta
hann rannsaka sjónina.
aniuiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiininnmnmEnr
Rangeygður maður var á
dansleik. Hann hneygði sig og
sagði:
— Ungfrú, viljið þjer dansa
við mig.
Tvær bekkjarsætur svöruðu
í einu: — Já, með ánægju.
*
— Hefurðu nokkurntíma
smakkað á gæstum hákarl?
— Já, tvisvar. í fyrra skiftið
VÖNDUÐ PRENTUN Á :
TRJE, GLER, MÁLMA, I
PLAST, VEFNAÐ OG I
PAPPÍR