Morgunblaðið - 27.06.1948, Síða 1
12 síður og Lesbók
<55, árgangur
150. tbl. — Sunnudagur 27. júní 1948
Isafoldarprentsmiðja faX
Landsfundur Sjúlfstædisflokksms
ú Akurevri
PundiRum iýkur
í dag
Frá frjetaritara Mbl.
Akureyri, laugardag.
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins hjer á Akureyri, hjelt
áfram allan föstudaginn og
stóðu fundir fram undir mið-
nætti.
Eins og skýrt var frá í Mbl.
í gær, var nefndakosningum
lokið á föstudag og var þá í'und-
arhlje til kl. 4,30.
Þá hófst fundur að nýju í
Nýja Bíó salnum. Fóru þar fram
frjálsar umræður um ýms mál,
sem fulltrúar óskuðu að bera
fram áður en nefndir tækju til
starfa.
Fyrstur tók til máls Axel
Guðmundsson, form. Óðins, fje-
lags Sjálfstæðisverkamanna- og
sjómanna í Reykjavík. Ræddi
hann, og þeir, sem tóku til máls
á eftir honum. þeir Gísli Guðna
son verkstjóri og Hannes Jóns-
son verkamaður og Friðleifur
Friðriksson, ýms mál varðandi
verkamenn og sjómenn og fluttu
tillögur er fjölluðu um þau og
skipulagsmál flokksins.
Því næst tók til máls Bene-
dikt Benediktsson, vjelstjóri,
form. Sjálfstæðisfjelagsins Þjóð
ólfs í Bolungavík. Ræddi hann
um útgerðarmál og nauðsyn
aukinnar fiæðslustarfsemi á
vegum flokksins.
Ágúst Jónsson, bóndi að Hofi
í Vatnsdal, ræddi hið mikilvæga
starf, sem fyrv. ríkisstjórn hafði
unnið undir forustu formanns
Sjálfstæðisflokksins. — Hann
hvatti Sjálfstæðismenn til þess
að vera viðbúna því að taka
upp einarða baráttu fyrir stefnu
sihni og væri þess ekki síður
þörf, þó að flokkurinn va'ri í
samvinnu við aðra flokka um
stjórn landsins. Axel Tulinius,
lögreglustj. í Bolungavík, taldi
■nauðsyn bera til þess að flokk-
urinn beitti sjer fyrir því, að
verklegar framkvæmdir í land-
inu væru unnar skipulega.
Síðastur á þessum fundi tal-
aði Ólafur Björnsson, dósent í
Reykjavík. Ræddi hann efna-
hagsmál og fjármál. — Hann
gerði fólksfiutningana úr sveit-
um til kaupstaðanna sjerstak-
lega að umræðuefni og ráð-
stafanir til að stemma stigu við
þeim.
Kl. 7,30 var fundi frgstað til
kl. 9. Fundarstjóri á þessum
fundi var Jóhann Þ. Jósefsson,
fjármálaráðherra.
Kvöldfundurinn.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins hjelt áfram á föstu-
dagskvöld og hófst fundur að
Hótel Norðurlandi kl. 9. Fund-
arstjóri var Eiður Sigurjónsson
hreppstj. að Skálá í Sljettuhlíð.
Framh. á bls. 2.
Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu j»á
á landsfundinum á Akureyri er birtist í blaðinu í gær.
Olsfur Thors á Landsfundinum.
LJÓSM. MBL: ÓL. K. MAGNLIS5DN.
Vjelstjórinn á m.s. Ernu
hætt kominn í eldsvoða
KARLMENSKA bjargaði lífi vjelstjórans á Akureyrarbátnum
, Erna“, er elaur kom upp í bátnum hjer í höfninni í gær. Eld-
urinn komst í föt vjelstjórans, Jóns Pálssonar, en hor.um tókst
að slökkva í þeim með því að stinga sjer í sjóinn.
Þetta gerðist skömmu fyrir'
kl. 10 í gærmorgun, en ms.
Erna EA 200, lá við Björns-
bryggju hjer í Reykjavíkur-
höfn voru skipverjar að und-
irbúa skipið til farar norður á
Siglufjörð á síldarvertíðina.
Stakk sjer í sjóinn í
logandi fötunum.
Nokkrir skipverjanna voru í
nótabátunum. Sáu þeir hvar
Jón Pálsson fyrsti vjelstjóri
kom_fram á þilfarið og virtist
sem föt hans öll og hár logaði.
Snaraði Jón sjer yfir borðstokk
inn og stakk sjer í sjóinn.
Skaut honum þegar upp aftur
og yar hann aðstoðaður við að
komast upp í nótabát. Hann
var talsvert mikið brendur á
höndum og hár hans virtist tals
Framh. á bls. 8.
Baidn drengur ‘
Liverpool í gær.
HINGAÐ kom í dag sænsk-
ur prófessor, eftir að hafa ferð-
ast um alla Vestur-Evrópu í
leit að 15 ára syni sínum, sem
hafði stolist um borð í skip, er
var á leið til Ameríku. Faðir-
inn, Eric Tronslo, fór þegar til
lögreglunnar, og gaf lýsingu á
syni sínum, sem hljóp að heim-
an frá sjer fyrir þrem vikum,
með tíu sterlingspund í vasan-
um Hann fór fyrst til Dan-
merkur, komst þaðan til Hol-
lands og skrifaði svo heim og
sagðist ætla til Liverpool. —
og baðan til Suður-Ameríku.
Ekki hefir ennþá tekist að finna
piltinn. — Reuter.
Síðasti þáttur verð-
festingarinnar
SljórnlagajiingiS undirbáið.
Frankfurt am Main í gær. i
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ÞRIÐJI og síðasti þáttur verðfestingarinnar og seðlaskipt-
anna í Vestur-Þýskalandi gengur í gildi aðfaranótt sunnudags-
ins. Segir í reglugerð, sem ut var gefin í dag að öllum penmga-
innstæðum í bönkum landsins, skuli skipt þannig, að eitt nýtt
Vestur-Þýskalands mark skuli koma fyrir hver tíu gömul rnörk.
Forsætisráðherrar hinna ýmsu ríkja á hernámssvæðum Vestur-
veldanna hafa verið kallaðir saman til.að ræða myndun stjórn-
lagaþings, sem skal koma saman ekki síðar en í september í
haust. Frá Berlín berast þær fregnir, að Rússar hafi stöðvað
allar ferðir fljótabáta til hernámssvæða Vesturveldanna í Berlín
og sje þar með síðustu flutningaleiðinni lokað.
Hætta á verkföllum í
lleiri hafnarborgum
Brellands
London ígær.
TUTTUGU þúsund hafnar-
verkamenn' taka nú þátt í verk-
föllunum í London og bíða 150
skip afhleðslu. Talsmenn verka
lýðsfjelaganna hjeldu fund með
verkamönnum í dag og hvöttu
þá til að hefja vinnu á ný. Ár-
angur af viðræðum þeim mun
ekki sjást 'fyrr en eftir helgi.
En ólíklegt þykir það vegna
þess, að á næstunni má búast
við að verkfallsmennirnir fái
aðstoð frá hafnarverkamönnum
í Southampton og LiVerpool
og jafnvel í hafnarborgum
Skotlands. Hafa orðsendingar
farið á milli og verið rætt um
samúðarverkföll. Ef svo fer
verður verkfall þetta mjög
hættulegt fyrir verslunar og
fjármál Bretlands. — Reuter.
Fangelsun fyrir a9
hveija tii hépgöugu
Budapest í gær.
DÓMSTÓLL í Ungverja-
landi dæmdi í gær til fangclsis-.
vistar forstöðuniann og tvo
kennara við skóla, sem rekinn
er af kaþólsku kirkjunni. Voru
þeir sakaðir um að hafa staðið
fyrir hópgöngu til að mótmæla
þjóðnýtingu skólanna. Forstöðu
maðurinn, Ferenc Szebtesi var
dæmdur í fimm ára fangelsi en
kennararnir í fjögurra ára. Auk
þessa voru nokkrir nemendur,
allir á unglingsaldri dæmdir í
hálfs árs hegningarvinnu.
—Reuter.
Bandaríkjaaðsíoð
Nanking —• Kíríverjar hafr, fall
ist á skilyfði Bandaríkjamanna
fyrir 400 milljón dollara aðstoð-
arframlagi.
Skifting bankainnstæðna í
ný mörk mun fara fram yfir
helgina og er ætlunin, að eitt
nýtt mark komi í staðinn fyrir
tíu gömul. Samt verður inn-
stæðueigendum ekki leyft til
bráðabirgða að taka nema
helming innstæðunnar út. Er
það gert til þess, að koma í veg
fyrir of mikið seðlaflóð. Spari-
sjóðum hefur verið lokað alla
síðastliðna viku, en með þessu
ákvæði verður bankamálum
V.-Þýskalands komið í rjett
horf. Seðlar í umferð í Vestur-
Þýskalandi munu í mesta lagi
nema 10,000 miljón mörkum.
Stjórnlagaþingi.
Forsætisráðherrar úr hinum
ýmsu hlutum Vestur-Þýska-
lands hafa veiið kallaðir á fund
í næstu viku til að ræða stjórn-
lagaþing fyrir Vestur-Þýska-
land, sem koma á saman í haust
ekki síðar en í september.
Beidín einangruð.
Rússar haía stöðvað allar
ferðir fljótabáta til hernáms-
svæða Vesturveldanna í Berlín.
Þar með er síðustu flutninga-
leiðinni — fyi ir utan flugferðir
— til borgarinnar lokað og er
hún nú að mestu einangruð. í
dag vilid samt svo Undarlega
til, að þrjár flutnningalestir
hlaðnar kartöflum komu til
Berlín. Þessar lestir höfðu farið
inn á rússneska hernámssvæðið
áður en flutningabannið gekk í
gildi, en tafist lengi á leiðinni.
Usiescð gengst fyrir
bókaúfgáfu
Láke Success.
SJERFRÆÐINGAR frá 11
löndum komu nýlega samcn á
vegum LTnesco til að gera írum
drög að mikilli bókaútgáfu. Er
ætiunin að þýða stærstu sxáld
verk heimsins á sem flest tungu
mál. Mun verða leitað samvinnú
við rithöfunda í öllum löndum
j heims og nefndir settar á stofn
til að velja úr, hvaða verk þýða
I skuli.