Morgunblaðið - 07.07.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 7. júlí 1948. Marshall-samningurtnn Framh. af bls. 9. ar eru til hliðar samkvæmt þessari málsgrein. 5. Ríkisstjóm Islands mun ennfremur láta í tje þær upp- hæðir í krónum af innstæðum á hinum sjerstaka reikningi, sem nauðsynl. kunna að vera til þess að standast kostnað (þ. á.m. hafnar-, geymslu-, af- greiðslu- og slíkan kostnað) v»ð flutning frá aðkomuhöfn á ís- landi til afgreiðslustaðar við- takanda á íslandi á þeim gjafa- sendingum og bögglum, sem um ræðir í 117. gr. (c) laga frá 1948, um efnahagssamvinnu. 6. Ríkisstjórn íslands getur hafið innstæður. sem fyrir hendi kunna að vera á hinum sjer- staka reikningi til þeirra ráð- stafana, sem samkomulag kann að nást um á hverjum tíma 'dð ríkisstjórn Bardaríkja Amer- íku. Við athugun á tillögum, sem ríkisstjórn Islands gerir um ráðstöfun á innstæðum á hinum sjerstaka reikmngi, mun ríkisstjórn Banc-aríkja Ameríku hafa í huga þá þörf, sem er á því að efla eða viðhalda óryggi í peningamálum og fjármálum innanlands á ísiandi og á því að efla framleiðslustörf og milli- ríkjaviðskipti svo og leit að og eflingu á nýjum auðlindum á Islandi, þar með talið sjerstalí- lega: (a) útgjöld vegna fyrirætlana eða áætlana þ.á.m. þeirra, sem eru þáttur í heildar- áætlunum eflingu fram- leiðslugetu íslands og hinna þátttökuríkjanna, og fyrir- ætlana eða áætlana, sem er- lendur gjaldeyriskostnaður við er greiddur með aðstoð. sem ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku veitir samkvæmt lögum frá 1948 um efna- hagssamvir.nu eða á annan hátt, eða með lánum frá Alþjóðabankanum. (b) útgjöld í sambandi við leit að og aukna framleiðslu á efnivörum, sem þörf kann að vera fyrir í Bandaríkj- um Ameríku, vegna skorts, sem er eða líklegt er að verði á slíkum vörum í Bandaríkjum Ameríku; og (c) niðurgreiðslur, sem um munar, á þjóðarskuldum, einkum á skuldum Lands- banka Islands eða annarra bankastofnana. 7. Kvaðalausum innstæðum, öðrum en óráðstöfuðum upp- hæðum, sem Lgðar hafa verið til hliðar samkvæmt 4. mgr. þessarar greinar, sem eftir eru á hinum sjerstaka reikningi h. 30. júní 1952, skal ráðstafað á íslandi í þeim tilgangi, sem samkomulag kann að nást um milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkja Ameríku, og er þá áskilið, að sampykki Bandaríkja Ameríku sje háð staðfestingu löggjafarþings Bandaríkja Ameríku í form: lags eða sam- eiginlegrar ályktunar begt'ja deilda. V. GREIN Öflun efnivara. 1. Ríkisstjórn íslands mun greiða fyrir afhendingu til Bandaríkja Ameríku, til birgða- söfnunar eða 1 öðru skyni, á efnivörum, sem framleiddar eru á íslandi og Bandaríki Ameríku þarfnast vegna skorts, sem er eða líklegt er að verði á þeirra eigin auðlindum, með sanngjörnum söluskilmálum, skiptum, vöruskiptum eða á annan hátt og því magni og t!l þess tíma, sem samkomulag kann að nást um milli ríkis- stjórna íslands og Bandaríkja Ameríku eftir að hæfilegt tillit hefur verið tekið til sanngjarnra þarfa íslands til eigin notkun- ar og venjulegs útflutnings slíkra efnivara. Ríkisstjórn íslands mun gera þær sjerstöku ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til þess að framkvæma ákvæði þessarar málsgreinar, þ.á.m. stuðla að aukinni framleiðslu slíkra efnivara á íslandi og af- nema sjerhverjar tálmanir á af- hendingu slíkra efnivara til Bandaríkja Ameríku. Ríkis- stjórn íslands mun, þegar ríkis- stjórn Bandaríkja Ameríku, ósk ar þess, hefja samningaviðræð- ur um nánari ákvæði, er nauð- synleg eru til þess að framkv. fyrirmæli þessarar málsgrein- ar. 2. Ríkisstjói n íslands mun, þegar ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku fer þ( ss á leit, taka þátt í samningaumleitunum um viðeigandi ákvæði til að fram- kvæma fyrirmæli 115. gr. (b) (9) laga frá 1948 um efnahags- samvinnu, er varðar fram- leiðslu og afhendingu á efni- vörum, sem Bandaríki Ameríku þarfnast. 3. Ríkisstjórn íslands mun, þegar ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku óskar þess, hafa sam- vinnu, þegar það á við, um að markmiðum 1. og 2. mgr. þess- arar greinar verði náð að því er snertir efnivörur, sem til eru orðnar utan Ísíands. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8. arnir fylgja ekki ætíð sínum stjórnmálaflokki að máli í því efni, getur svo farið að úrslit kosninganna komi mörgum á ó- vart. í landinu er víðtæk hreyfing, Rijkseenheid, sem berst fyrir því að varðveita einingu hoi- lenska konungsríkisins — vill ekki að það verði klofið með því að gefa einstökum nýlenduni aukin völd. Því nær allir hinna atærri stjórnmálaflokka eru klofnir i máli þessu og cgerningur er að segja um það, hvort verður sterkara við kosningarnar, flokkstryggðin eða andúð ein- staklinganna á því, að „kljúfa nýlenduveldið hollenska". Það er samt sem áður viður kennt af allflestum, nema þeirn allra íhaldssömustu, að nauðsyn legt sje að gera einhverja breyí- ingu á stjórnarhögum Indónes íu og hollensku Austur-Indíum. Getur ekki hafa verið bandarískt herskip Kairo í gær. EGYPTAR kvörtuðu nýlega yfir því við Bandaríkin, að bandarískur tundurspillir hefði skotið á stöðvar Araba á Palest ínuströnd. Bandaríska stjórnin hefur svarað þessu og segir, að þetta hljóti að vera á misskiln ingi byggt, því að málið hefur verið rannsakað og er óhugsan legt, að nokkuð bandarískt her skip hafi þar verið að verki. - Berlín Framh. af bls. 1 flutninga fjórar Lancaster flug vjelar, sem notaðar hafa verið í tilraunir við að láta bensín á langferðaflugvjelar í lofti. Hafa þessar vjelar innbygða stóra bensíngeyma. Verða þær hlaðn ar hráolíu eða bensíni, sem nú er orðinn mikill skortur á í Berlín. V-V-Hðið vann Finna 2:0 FINNSKA knattspyrnuliðið ljek síðasta leik sinn í gær- kvöldi. Mættu Finnar nú úrvali knattspyrnumanna úr Val og Víking. Leikar fóru svo, að V-V-liðið sigraði með tveim gegn engu. Finska liðið hefir því sett eitt mark í þeim þrem leikjum, er þeir hafa háð. hjer, en fengið átta. Vissulega var sigur V-V-liðs ins pyiægjulegur, en ekki verð- ur þó hjá því komist að minn- ast þess, að Finnar hafa í öll- um þessum leikjum verið merkilega óheppnir. í gær- kvöldi komst vinstri útherji t. d. fjórum sinnum að opnu marki, en boltinn fór ýmist yf- ir markslána, eða framhjá. — Þótti áhorfendum þetta undr- um sæta. Þegar maður athugar þetta, þá hefðu eðlileg úrslit átt að geta orðið a. m. k. jafntefli. Leikurinn í gærkvöldi var á- kaflega „nettur“. En góð til- þrif mátti sjá hjá liðum beggja. Uppþlaupin voru oft mjög vel uppbyggð. Finnar sýndu þó betri skiftingu í þeim. Fyrri hálfleikur var miklu daufari, en það var í lok hans, á síðustu mínútunum, sem Jó- hann Eyjólfsson, fjekk knött- inn ,og skoraði óverjandi mark. — Jóhann var á vinstri kanti. Þannig lauk fyrri hálfleik, að V-V-liðið skoraði eitt mark, en Finnar ekkert. Seinni hálfleikurinn var miklu fjörlegri. Þá skoraði Jó- hann tvö mörk til viðbótar. í fyrrra sinnið dæmdi Guðjón Einarsson hann rangstæðan. — En seinna markið setti Jóhann nokkrum mín. síðar. Þá var síð ari halfleikur um það bil hálfn aður. Það sem eftir var, voru Finnar í mikilli sókn, en alt kom fyrir ekki. Þeir gátu ekki sett mark. —- Hermann Her- mannsson varði snildarlega tvö skot, sem komu á mark hans. Þetta voru einu snörpu skotin á mark V-V-liðsins. Knattspyrnumenn og velunn arar knattspyrnunnar þakka Finnunum komuna. Þeir hafa sýnt. drengilegan leik og við vonumst til að eiga eftir að sjá þá hjer á ný og þá væri ósk- andi að hægt væri að bjóða þeim til keppni á grasvelli. — Finnar, hafið þakkir fyrir kom una. —Sextíuogsjö. ZJL onaciud hæstarjettarlögmaður. Merfcileg úfgáfu- sfarhemi Norræna fjelapins og Helgafelfs NORRÆNA fjelagið og bóka- útgáfan Helgafell hafa nú hafist handa um útgáfu, sem dregist hefur allt of lengi og mun vekja almenna ánægju. Það eru bæk- ur um lönd og þjóðir Norður- landanna. Fjelögin hafa nú sent frá sjer fyrstu bókina og er vel að byrjað er á minnstu þjóð- inni, Færeyjum. Er sú bók fyr- ir margra hluta sakir hin glæsi legasta og merkileg útgáfa. Efni bókarinnar er skift í átta aðalkafla: Náttúran, þjóðin, fisk veiðar, landbúnaður, hvalveið- ar, fuglatekja, saga Færeyja og merkisstaðir. Hið góðkunna fær eyska skáld, Jörgen-Franz Jacobsen, sem flestir íslending- ar þekkja af skáldsögu hans, Barbara, sem hjer kom út fyr- ir nokkrum árum og varð met- sölubók, hefir einnig skrifað bókina um Færeyjar og er hún listaverk. Jörgen-Franz var mikill ættjarðarvinur og flug- gáfaður. Hann Ijest á hæli í Danmörku fyrir nokkrum ár- um. Aðalsteinn heitinn Sig- mundsson þýddi bókina frá- bærilega vel og bætt nokkrum köflum inní. en hann var eins og kunnugt er nákunnugur Fær eyingum og færeyskri menn- ingu og unni þjóðinni mjög. Formálsorð ritar Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri. En efni bókarinnar er aðeins talið til hálfs, því síðari helmingur bók- arinnar er myndir. hátt á annað hundrað fallegra og glæsilegar myndir frá Færeyjum. Er fyrst heilsíðumynd af einum merk- asta manni, sem sú þjóð hefir alið, Joannes Patursson og því næst af helstu skáldum þjóð arinnar, vísindamönnum og öðr um áberandi mönnum eyjanna og síðan kemur sægur af mynd- um af atvinnulífi, merkum bygg ingum og bæjum og loks mikið úrval ágætra landslagsmynda. Hafa fjelögin látið taka þær flestar sjerstaklega í bókina og hafa þeir Börge Bildsöe-Hansen Kbhvn. og Poul Als, Færeyjum tekið mestan hluta þeirra. Bókin er mjög fallega prentuð og pappír fallegur og frágang- ur allur Helgafelli til sóma. Bókin kostar þó ekki nema 50 kr. í sterku bandi. ■, A Á Eíflr Roberl Sform Me-AUVMHíLE LB7'e> F0R6ET CHAKMAlNc, )'C vmDERFULÍ 1 CH/UWA.NE, S 'i l t / ^^*'*" N ASwJT CUTTINö m 1N ON THI£ HOT-CAK DíAL? * MjÍ|i ._5 &%£ X-9: Hefurou fundiö nokkur fingraför, Bing? Bing: Já, og það greinileg fingraför, þar á meðal eftir Gullaldin. Hann hefur verið hjer að verki. Nú er enginn vafi lengur. — Hvað sagði lögreglan í Detroit um símanúmerið? X-9: Maðurinn, sem hefur það er starfsmaður við bílaverksmiðjurnarnar. Lög reglan ætlar að hlera símtölin við hann. Á meðan. Gullaldin: Karmen, þú ert dásamleg, jeg .... Karmen: Ekki meiri ástarævintýri, en hvað segirðu um, að við skiptum jafnt milli okkar gróð- anum af bílunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.