Morgunblaðið - 10.07.1948, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1948, Side 2
2 MORGUNBLAÐIb Laugardagur 10. júlí 1948* j MENN rífast um allt á þessu landi, meira að segja um það, iivenær lóan og krían komi. — Stefán var síðastur farfuglanna að þessu sinni, en þá var líka farið að rífast um aðgöngumið- ana að söngskemtunum hans í Austurbæjarbíó! Eftir 3—4 tíma fekkst enginn lengur. Sýnir þetta best hinar miklu vin- aæidir Stefáns hjer í ættlandi hans, enda eru þær rjettmæt- ar, því — (eins og oft hefur áður sagt verið) — Stefán er í tölu bestu söngvar Norður- landa og við megum vera stolt- ir af honum. Menn gleðjast yfir „dirrendi“ söng lóunnar enn þann dag í dag eins og listaskáldið góða á sín- um tíma, og líkt er það með Stefán: Hinir mörgu unnend- ur hans, fagna komu hans og njóta sætleika raddarinnar og töframáttar hennar nú eins og áður. Það var óvenju elegiskur blær yfir þessari söngskemtun. — Menn voru eitthvað að tala um þunglyndi og þess háttar, fram á ganginum í hljeinu. En þegar 10 lög af 12 eru í moll, og þess utan margar vögguvísur, ja, þá fer það auðvitað í sálina og snertir viðkvæma strengi. Hluturinn er sá, að pró- grammið var of einhliða. Það vantaði hressandi lög og drama- tískan djöfulgang. sem fær kalt vatnið til að renna milli skinns og hörunds. En Stefán er aðeins að byrja að þessu sinni, hann á þetta allt í pokahorninu, ver- ið viss! Rödd Stefáns er yndisleg. — Hún er þó breiðari og dekkri nú en fyrr, sem er eðlileg af- leiðing þess, að hann syngur margvfsleg hlutverk í óper- tmni og verður að reyna mikið á raddböndin. En hann á til það lýsigull raddarinnar, sem er ómetanlegt og er hans eigin eign. Mégi hann varðvéita það framar öllu öðru. Það er óþarft að geta þess, að blómvendirnir skiftu víst tugum og fagnaðarlátunum ætl- aði seint að linna. — Weiss- happel aðstoðaði ágætlega ,með undirleik sínum. P. í. HeykjawteriMis!- ðramáfið í frjáls- íþróttuHi 14. og 15. júií REYK J AV f KURMEISTAR A- MÓTINU í frjálsíþróttum, sem fram átti að fara á mánudag og þriðjudag í næstu viku hefir vcrið frestað til miðvikudags og fimmtudags vegna ársþings TSÍ sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Á miðvikudag verður keppt » 200, 800 og 5000 m. hlaupi, |400 m. grindahlaupi, lrástökki, í larigstökki, kúluvarpi og spjóh Ikasti. Á fimmtudag verður svo !keppt í 100, 400 og 1500 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi slangarstökki, þrístökki, sleggju kasti og 4x100 m. boðhlaupi. HraSar m hljéðið Amerísk þrýstiloftsflugvjel af gerðinni Xs-1 l eíir sett hraða- met í flugi og komist upp í rúm- lega 1000 km. hraða á klst. Niðurjöinun skatta og úSsyara á áfeureyri NIÐURJÖFNUN skatta og út- svara er lokið á Akureyri. — Stærstu gjaldendur eru (skatt- ar fyrri talar,, útsvar síðari tal- an): Benedikt J. Ólafsson. mál- ari, 7,229, 10,490. Eðvarð Sigur- geirsson, ljósmyndari, 13,698, 15,850. Egill Jóhannsson, skip- stjóri, 15,519, 11,250. Eyþór Tómass., kaupm., 8,165. 11,700. Friðjón Jensscn, tannlæknir, 8,013, 10,570. Friðjón Skarp- hjeðinsson, bæjarfógeti. 7,594, 10,060. Friðrik Magnússon, hdl., 8,151, 10,330. Bjargey Pjeturs- dóttir, kaupk., 5,164, 10,000. Helgi Skúlason, augnlælcnir, 14,982, 16;500. Inariði Helga- son, kaupm., 15,004*, 17,810. Jakob Karlsson, afgr.m., 16,738, 17,790. Jón B. Jónsson, múrari, 10,175, 12,200. Kristinn Guð- mundsson, skattstjóri, 8.952, 11,070. Kristján Jónsson, bak- ari, 11,982, 17,170. Laxdal, Bern harð, klæðsk., 36,559, 30,150. Páll Sigurgeirsson, kaupmaður, 29,860, 28,440. , Sigurður O. Björnsson, prentsm.stj., 11,842, 12,690. Sæmur.dur Auðunsson, skipstjóri, 33,292, 17,760. O. C. Thorarensen, lyfsali, 13,465, 16,920. Válgarður Stefansson, heildsali, 22,138, 23,340. Þor- steinn M. Jónsson, skólastjóri, 9,821, 11,340. Þórarinn Björns- son, skólam., 9,370, 11,560. Amaro h.f., 30,996, 35,780. Bif- reiðastöð Akureyrar h.f., 3,920, 12,340. Bókaf. Þ. M. Jónssonar h.f., 12,248, 18,670. B.S.A., verk- stæði h.f., 5,402, 10,760. Bygg- ingarvöruv. Ak. h.f„ 4,875, 14,270. Byggingarvöruv. T. B. h.f„ 17,622, 28,470.1. Brynjólfc- son & Kvaran 18,830 (úrsv). Kaffibrennsla Ak. h.f., 7,574, 12,060. Kaupfjelag Eyfirðinga, 247,661, 78,650. Prentverk Odds Björnssonar h.f., 4,515, 11,049 S.Í.S. 31,120 (útsv.). Smjörlík's- : gerð Akúreyrar h.f., 9,580. 16,910. Útgerðarfjelag Akurevr inga h.f., 246, 18,000. Útgerðar- fjel. K.E.A. h.f, 11,584, 16,780. Viktor & Snorri s.f., 12,505, 12,320. Verslunin Eyjafjörður h.f., 4,456, 16,880. Vöruhúsið h.f., 22,201, 29,550. — Notaður var sami útsvarsstigi og 1947, en þá var bætt ofan á útsvörin 5%. Nú hafa öll útsvör yfir 1000 kr. verið iækkuð um 10% frá útsvarsstiga og útsvör 1000 og minni verið lækkuð um 20%. Framhaldsskóiakennarar stofna landssamband og gera ályktanir um skólamál A STOFNFUNDI Landssam- bands framhaldsskólakennara, sem háð var í Reykjavík 17.— 19. júlí s.l., voru ýmis fræðslu- og hagsmunamál rædd og álykt anir gerðar. Verður hjer getið þeirra helstu: i Aukin bókmenntakennsla. Að auka bæri kennslu í framhaldsskólum landsins í ís- lenskum bókmenntum og samn ingu ritgerða, en stafsetningar- nám sje gert auðveldara, m.a. með því að nemendum leyfist að nota stafsetningarorðabæk- ur. Nýjar kennslubækur. Endursemja þurfi kennslu- bækur í fjölmörgum greinum og frumsemja í sumum, m.a. í íslenskri bókmenntasögu. — Mannkynssaga sje stytt, en ís- landssaga og fjelágsíræði auk- in að miklum mun. Skrift sje skyldugrein í öllum aldurs- flokkum gagnfræðastigsins. Sjerskólar vangæfra unglinga. Nauðsynlegt sje, að sem allra fyrst komist á fót skólar fyrir unglinga, sem að dómi skóla- stjóra og kennara reynast ó- hæfir til venjulegrar skólavist- ar. Námsstjórar. Ráða þurfi hið fyrsta náms- stjóra fyrir gagnfræðastigið, eins og lög gera ráð fyrir. Reglusemi og siðprýði. Áfengisneysla og reykingar sjeu algjörlega bannaðar í skóla húsum bæði við nám 'og fje- lagsstörf, og hvetur þingið kenn ara til góðs fordæmis í bind- indismálum. ( Fjelagslíf. Kennarar hafi eftirlit með fjelagslífi og ferðalögum nem- enda og leiðbeini þeim á því sviði. — Fræðslumálastjórn gefi hið fyrsta út handbók með leið beiningum um háttvísi og góð- ar fjelagsvenjur. Launaskcrðingar. Þingið lýsir óánægju sinni yfir lækkun á launum stunda- kennara, skv. reglugerð frá 29. sept. 1947, og mótmælir þeirri launaskerðingu, sem ákveðin var í reglugerð 20. febrúar 1948, og telur, að með henni hafi skapast misræmi á launa- greiðslum fyrir svipuð störf. — Þingið lýsir stuðningi sínum við samþykktir fuiltrúaþings S.Í.B. viðvíkjandi löggjöf um dýrtíðarráðstafanir o. fl., og telur nauðsyniegt, að bætt verði hið bráðasta úr misrjetti því, Útsvör er námu 100—120 verið felld niður. Rekstursútsvör hafa verið lækkuð um 5% frá 1947. sem þessi löggjöf veldur launa- starfsmönnum. Skipun kennara. Kennarar sjeu settir og skip- aðir samkvæmt lögum, cn ekki ráðnir einungis eins og mjög hefur tíðkast síðari ár. j Samsíarf allra kennai'a. Nauðsynlegt sje að náið sam starf takist milli allra kennara landsins, og standi þeir saman að útgáfu tímarits. Þingið samþykkti að lokum að leita upptöku í B.S.R.B. fyr- ir hönd L.S.F.K. Þá fól það stjórn sambandsins að skipa nefnd manna til vand- legrar athugunar á námsbók- um og námsefni framhalds- skóla, og leiti hún samstarfs við sem flesta lcennara. — Tillögur nefndarinnar verði síðan lagð- ar fyrir sambandsþing á næsta ári. FRAMHALDSSTOFNFUND UR Húsmæðrakennarafjelags Islands var haldinn í Reykjavík 1- júlí 1948. Allmargir skóla- stjórar og kennarar húsmæðra- skólanna voru mættir á fund- inum. Gengið var frá stofnun fjelagsins, samþykkt lög fyrir það og kosin stjórn, en hana skipa: Halldóra Eggertsdóttir skólastjj. á Laugarvatni, form. Guðrún Jónasdóttir, vefnaðar- kennari í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, gjaldkeri, Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri áTarma- landi, ritari, Elsa Guðjónsson, heimilishagfræðingur og Dag- björt Jónsdóttir húsmæðrakenn ari, Reykjavík, meðstjórnendur. Rjett til að vera i fjelaginu hafa þær, se'm lokið hafa kenn araprófi í hússtjórn, handa- vinnu eða vefnaði, eða hafa á- unnið sjer rjett húsmæðrakenn ara með starfi samkvæmt 12- grein laga frá 1946 um hús- mæðrafræðslu, og starfai .di fast ir kennarar við húsmæðraskól- ana. Tilgangur fjelagsins er: A: Að vinna að alhliða fram förum húsmæðrafræðslunnar í landinu. B: Að gæta hagsmuna hús- mæðrakennarastjettarinnar og stuðla að aukinni menntun kennara. iingverjar senda engan fulttrúa Budapest í gærkveldi. UNGVERSKI kommúr.ista- flokkurinn tilkynnti í dag, að hann myndi ekki senda neinn fulltrúa á þing júgóslavneskra kommúnista 21. júlí n. k. —Reuter. „Kréimiinin" í Kroit ------ ;. ' Tf Sigfús Sigurhjartarson l skýst á bak við ,hátísetta F ramsóknarmemia SIGFÚS Sigurhjartarson, form, KRON, hefir lýst því yfir í Þjóð viljanum s.i. fimtudag, að ,,hreinsunin“ meðal fjelaga' KRON sje nú í fullum gangi og sjeu „háttsettir Sramsóknar- menn“ í vitorði með hinni kom- múnistisku stjórn fjelagsins tun þá ;,hreinsun“. DÓMSTÓLLINN VFIR FJE- LAGSMÖNNUNUM Sigfps Sigurhjartarson hefir í Þjóðviljanum gagnrýnt fjeiaga tölu kaupfjelaganna og tckið undir þær athugasemdir, sem komu fram í Morgbl. um það atriði. KRON hefir farið inn á þá braut að greina í sundur hvaða fjelagar „á hverjum tíma fela fjelaginu sín aðalviðskifti“, eins og Sigfús orðar það, og hverjir gera það ekki. En þeir, sem „fela fjelaginu sín aðaiviðskifti“ eiga að teljast raunverulegir fjelagar, en hinir ekki. Sigfús heldur því fram, að kommúnistar sjeu alls ekki1 einir um að ákveða hverjir eiga að teljast raunverulegir fjelag- ar í Kron, hvað teljast „aðal- viðskifti“ o. s. frv., heldur sjeu Framsóknarmenn með í þess- um dómstóli yfir fjelagsmönn- unum. Sigfús telur að þó sje ekkert athugavert við hreinsunina, „enda hafa háttsetíir Framsókrt armenn tekið þátt í að undir- búa hana“, segir hann. HVER.TIR ERU HINIR „HÁTTSETTU?“ Ekki greinir Sigfús frá því, hvaða Framsóknarmenn- þetta eru, en ef slíkum mönnum er á annað borð til að d.reifa, má ætla að þeir sjeu úr þeirn armí Framsóknarmanna, sem binda pólitískar framtíðarvonir sínar við fylgilag með kommúnist- um. „Þjóðviljinn“ hefir undan- farið lagt mikla stund á að prenta upp það, sem birtst hef- ur í „Tímanum“ frá þessari óá- nægðu deild flokksins og ætlað er til þess að gera núverandil stjórnarsamstarf tortryggilegt. Þetta bræðralag hluta af Fram- sóknarflokknum og kommúnisfi anna, hefir verið hátíðlega inn- ritað í ,.Þjóðviljanum“ og felst ef til vill í þessu einhver skýr- ing á því, þegar Sigfús segir að „háttsettir Framsóknarmenn11 starfi að því með kommúnist- um að yfirfara fjelagaskrá KRON. En þess má geta, að engir slíkir „háttsettir“ menn eru í stjórn KRON og hafa kom múnistar, eins og kunnugt er, bolað Framsóknarmönnum ræki lega burt. Sigfús reynir að skjóta sjer bak við einhverja Framsóknar- rrienn, í sambandi við hreins- unina í KRON, en trúlegast er, að þessi hreinsunardómstóll sje al-kommúniskt fyrirbrigði. Er heldur óskemtilegt fyrir þá fjelaga, sem ekki aðhyllast stefnu og starfsaðferðir kom- múnista, að vita af bollalegg- ingum slíkra kumpána um það, hverjir skuli teljast gildir fje- lagar og hverjir ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.