Morgunblaðið - 10.07.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 10.07.1948, Síða 6
6 MORGUNBLAÐItí Laugardagur 10. júlí 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ,, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. kr. 12,00 utanlands. M Omurlegt hlutskipti ÞEGAR Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna flutti í fyrrasumar hina frægu ræðu sína, þar sem hann setti fram tilboð stjórnar sinnar um aðstoð við hinar styrjaldar- þreyttu þjóðir Evrópu var sú aðstoð ekki aðeins miðuð við það, að þjóðir Vestur-Evrópu nytu hennar heldur allar Evrópuþjóðir, einnig Rússar. Það var ekki ætlun Benda- ríkjanna að draga Evrópu þjóðirnar í dilka, sem ýmist nytu aðstoðar þeirra eða ekki. En í viðræðum þeim, sem fylgdu í kjölfar ræðu Marshalls kom það fljótlega í ljós að Sovjet stjórnin rússneska ljet sjer ekki nægja að neita allri þátttöku í heildaráætlun um endurreisn Evrópu með aðstoð Bandaríkjanna heldur narð- bannaði hún þeim þjóðum, sem voru á áhrifasvæði hennar að taka þátt í henni. Kom þetta greinilegast í ljós gagnvart Tjekkum, sem raunverulega höfðu tekið ákvörðun um, und- ir forystu hins víðsýna utanríkisráðherra síns, Jan Masaryk, að vera með í samtökum Evrópuþjóðanna um endurreisn sína. En Tjekkar urðu að breyta um stefnu eftir bfinni skipun frá Moskvu. Síðan hafa kommúnistaflokkar allra landa orðið að berjast eins og óðir væru gegn þessari stór- felldu viðreisnaráætlun efnahags Evrópuþjóðanna. Veiður ekki annað sagt en það sje ömurlegt hlutskipti. Hjer á íslandi hefur „Þjóðviljinn“ og önnur blöð komm- únistaflokksins ein allra blaða, barist trylltri baráttu gegn samhjálp Vestur-Evrópuþjóða Að þessu sinni hafa fyrir- sagnir „Þjóðviljans" verið helmingi stærri en þegar hinn erlendi her var fluttur burtu af Islandi. Þá voru landráða- brigslin í annari hvorri línu hans. Nú eru þau í hverri línu. Það verður náttúrlega ekki komist hjá að viðurkenna að slík blaðaskrif um stór og örlagarík mál hljóta að vekja fyrirlitningu. Samt sem áður er nú vorkunnsemin kannske sanngjamari en fyrirlitningin, Sannleikurin er nefnnilega sá að leiðtogar íslenskra kommúnista hafa verið setúr í ægilega klípu. Þeir eru sumir hverjir sæmilega greindir menn. Þeir sjá auðvitað og skilja eins og allir aðrir, að einu gildir frá hvaða sjónarmiði þetta mál er skoðað: Islendingar hljóta að taka þátt í þeirri samhjálp Evrópu þjóðanna, sem Marshall lögin leggja grundvöllinn að, bæði vegna bemna hagsmuna sinna og óbeinna. Það er augljóst mál að sala íslenskra framleiðsluvara veltur algerlega á því, að takast megi að rjetta við atvinnu- líf Evrópuþjóðanna en til þess er Marshallaðstoðin fyrst og fremst ætluð. Hitt er jafn augljóst að jafnvel þótt gert sje ráð fyrir mikilli framleiðslu íslendinga og háu afurðaverði þá hlytum við samt að lenda í algeru dollaraþroti ef við stæðum utan við Marshalláætlunina. Þetta og margt annað sjá og skilja kommúnistaforingj- arnir. Þeir hafa þessvegna, alveg eins og Tjekkar á sínum tíma, tilhneigingu til þess að fagna stuðningi þeim sem Marshall lögin veita Evrópu. En svo koma bara fyrirmælin frá Moskvu um að ráðast á þessa löggjöf með öllum hugsanlegum vopnum. Og skítt þá með alla skynsemi!! Það er kannske ekki rjett að segja að um beint stríð milli holdsins og andans sje að ræða hjá kommúnistaforingj- unum, þeir eru orðnir svo vanir því að hlýða fyrirskipunum frá Moskvu. En vandinn er engu að síður mikill, sá vandi að telja íslendingum trú um það að hvítt sje svart, að fá þjóðina til þess að trúa því, að það, sem 15 aðrar Evrópu- þjóðir telja sjer stórkostlegan feng og ávinning sje ekkert annað en rjettindaafsal og ok, sem þær leggi á sig. Hemaðaraðferð kommúnista er í því fólgin að ásaka ríkis- stjóm Islands og raunar ríkisstjómir 15 annara Evrópu- þjóða um það, sem þær einmitt hafa forðast að gera. Yfir þessum svikum, sem þeir segja að framin hafi verið og reyna að telja fólkinu trú um, hamast svo kommúnista- blöðin eins og blótneyti í flagi. En sem betur fer hefur þetta engin áhrif. Islendingar og aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa bundist samtökum um ' endurreisn sina á grundvelli Marshall laganna og bæði ís- leriskir kommúriistar og kommúnistar annara landa munu sitjá' eftir með skömmina og fyrirlitningu almennings UR DAGLEGA LIFINU Glæsilegur flugfloti. ÞAÐ MUN mörgum hafa hlýnað um hjartaræturnar í fyrradag er flugfloti Flugfje- lags íslands flaug í „skrúð- flugi“ yfir borgina með „Gull- faxa“ í fararbroddi. Það var glæsileg sjón og hrífandi. Þeir, menn, sem unnið hafa að flugmálum okkar hafa sýnt lofsverðan dugnað, því við marga erfiðleika hefir verið ,að etja. Það er í sannleika sagt eins og lygasaga, að hin fá- menna íslenska þjóð skuli eiga þrjár millilandaflugvjelar af skymastergerð. Nágrannaþjóðir okkar, sem eru fólksfleiri og auðjigri en við, standa okkur ekki á sporði í þessum efnum. Heill og hamingja fylgi flug málum okkar og flugförum. Menn eru nú alment að komast á þá skoðun, að íslendingar eigi mikla framtíð fyrir hönd- um í millilandaflugi. Ef rjett er á haldið getur það orðið og við höfum sjeð, að það er hægt að treysta þeim ungu mönnum, sem hafa gert flug að sínu ævi- starfi. Olympíuleikarnir og ísland. ÞÁ ER BÚIÐ að velja liðið, sem við ætlum að senda til þátt töku í Olympíuleikunum í London í sumar. Það er fríður hópur, sem við væntum okkur mikils af. Það býst víst eng- inn við því, að þeir komi heim með marga gullpeninga. En þátttaka okkar í þessum al_ þjóðaleikum er mikils virði. Við þurfum sannarlega ekki að skammast okkar fyrir fólkið, sem við sendum til I.ondon. Það verður tekið eftir því, þótt enginn þeirra verði fyrstur að marki. Þátttaka okkar í Olympíu- leikunum er einhver besta land kynning, sem við eigum völ á eins og er og þessvegna er gaman að sjá, að vel er til far- arinnar vandað. Við sem heima sitjum eigum, að styðja og styrkja þessa för eftir megni. Merki og happdrælti. ÞAÐ KEMUR FYRIR, að í þessum dálkum er mælt með happdrættum og merkjum, en oftar þó hitt, að þessi faraldur er víttur. En þegar um góð málefni er að ræða, eins og Olympíuför ís- lenskra íþróttamanna, þá eru merkí og jafnvel happdrætti rjettlætanlegt. Þessvegna vil jeg hvetja alla að nota Olympíumerkið á brjef sín og kaupa happdrætt- ismiða í happdrættinu, sem haldið er til ágóða fyrir för íslenskra íþróttamanna til London. Kvikmyndahúsin. UNDANFARNA mánuði hafa hin vinsælu kvikmyndahús þessa bæjar og Hafnarfjarðar neyðst til að sýna oft gamlar og áður sýndar kvikmyndir, en gjaldeyrisvandræðum mun þar um að kenna eins og á fleiri sviðum. Það er nú einu sinni svo, að kvikmyndahúsin eru ein hin besta skemtun bæjarbúa, og um leið sú lang-ódýrasta. Við eigum líka orðið hjer kvik- myndahús, vel úr garði gerð og sem sómi er að. Það hefir líka verið til mik- illa vonbrigða fyrir bæjarbúa að sjá hversu úrvali kvik- mynda hefir hrakað undanfar- ið, sem að sjálfsögðu mun að kenna hinum erfiðu tímum. Hin ^ágætu samkomuhús hafa því stundum verið í hróplegu ósamræmi við það, sem oft hef ur verið á boðstólum, enda virðist aðsókn að þessum skemtistöðum vera oft og tíð- um mjög strjál, enda kvik- myndahúsin nú fimm að tölu. • Breyting í vændum. ÞAÐ ER ÞVÍ nokkur ástæða til þess einmitt nú, er búið að veita leyfi fyrir sjötta kvikmyndahúsinu, sem mun ætla að innrjetta bragga við Skúlagötu — sem að vísu af illri nauðsyn áður hefir verið notaður til slíkra hluta — að vera vonbetri um að mikil breyting sje í vændum hjá fjár festingar- og gjaldeyrisyfir- völdum gagnvart rekstri og fjölgun kvikmyndahúsanna, gefi til kynna aukinn innflutn- ing kvikmynda. Er gott til þess að vita, að hin háu gjaldeyris- og inn- flutningsráð virðist ætla að minka höft sín gagnvart þess- um vinsælu skemtunum bæjar- búa. en sum kvikmyndahúsin hafa boðað stöðvun á rekstr- inum nú nýlega, vegna kvik- myndaskorts. Eftir frjettaritara Reuters í Stokkhólmi. FREGNIR, sem hingað hafa borist úr nágrenni Porkkala, gefa í skyn, að Rússar vinni að því að koma upp mikilli flota- stöð þar á skaganum, sem þeir hafa „á leigu“ samkvæmt samn ingi við finsku stjórnina. Porkkala-skaginn teygir sig fram í finska flóann, vestan við Helsingfors. Beint á móti, hin- um megin flóans, er flotastöðin Tallinn. Frá þessum tveim stöðvum geta Rússar ráðið yfir öllum ferðum inn á finska fló- ann og komið í veg fyrir, að nokkurt óviðkomandi skip nálg ist hina miklu Kronstadt-flota- stöð, rjett utan við Leningrad. • • ENGAR SAMGÖNGUR. Engar samgöngur eru mlili Porkkala-svæðisins og annara hluta Finnlands. Þess er vandlega gætt, að enginn óviðkomandi fái þangað að koma og í raun rjettri vita menn ekki með neinni vissu um, hvað þar fer fram. En það leynir sjer ekki, að Rússarnir eru að byggja þar — reisa mannvirki, sem um mun- ar. Fiskimenn, sem búa í ná- grenninu, segjast daglega heyra miklar sprengingar frá Pork- kala. „Þeir hafa nú verið að sprengja þar í þrjú ár“, sagði einn fiskimannanna. „Þeir hljóta að vera að búa til skrambi djúpar holur“. Fiskimennirnrir kvarta yfir því, að þessar sprengingar fæli fiskinn frá ströndunum og brjóti rúðurndr í húsum þeirra. Hinar mjög svo nákvæmu varúðarráðstafanir Rússa ná einnig til aðaljárnbrautarlín- unnar milli Helsingfors og hafn arbæjarins Turku, við Botn- eska flóann. Hluti af þessari línu liggur um Porkkala-svæð- ið, sem Rússar hafa „á leigu“, og þegar farið er þar um, eru járnhlerar settir fyrir gluggana og öllum dyrum vandlega lok- að — svo að það sje nú alveg öruggt, að enginn fái neitt að sjá. • • SKIP HVERFA. Síðastliðinn vetur bönnuðu Rússar allar skipaferðir í ná- muijþa við Porkkala-skagann. Síðan hefir bannsvæðið orðið gildra fyrir smábáta, sem ver- ið hafa á siglingu meðfram ströndinni. Stærri skip fara sjaldnast svo nærri henni. Fjórtán fiskiskútur hurfu nýlega á leiðinni frá Helsing- fors til Hango, hinum megin við Porkkala. Fiskiskúturnar voru alls 48 í hóp, en þessar fjórtán urðu viðskila við hin- ar og hefir ekkert spurst til þeirra síðan. Daginn eftir hurfu tvær skemtisnekkjur á sömu slóð- um. Nærri því á hverjum degi berast fregnir um skip, sem týnast á þessum slóðum. Rússar hafa heilan flota af hraðskreiðum mótorbátum, sem gæta þess, að enginn fari inn á bannsvæðin. Þessir bátar eru málaðir svartir og hafa vjel- byssur á hvalbaknum. Fólk þarna-í nágrenninu kall ar bátana „sjóræningjana“. Tortryggni Rússa er sögð hafa farið vaxandi upp á síð- kastið, eftir því sem fram- kvæmdum þeirra á Porkkala- skaganum miðar áfram. • o ENGIN SKÝRING. Skipshafnir báta þeirra, er handsamaðir hafa verið, eni fluttar til Porkkala og þar eru mennirnir yfirheyrðir. Yfir- heyrslan tekur oft heilan mán- uð. Síðan er mönnunum sleppt, án noltkurrar skýringar á því, hvers vegna þeir hafi verið handteknir — og hvers vegna þeim hafi síðan verið sleppt. Meðferðin á þessum föngum á Porkkala-skaga er mjög mis- jöfn. Sumir þurfa að hýrast í lítt vistlegum kjöllurum og er þar haft strangt eftirlit með hverri hreyfingu þeirra. Aðrir dvelja í þægilegum einbýlis- húsum, þar sem ýmsir af betri borgurum í Helsingfors dvöldu í sumarleyfum sínum, áður en Rússar lögðu plássið undir sig. Það sem þeir, er handteknir hafa verið af Rússum á Pork- kala-skaga, kvarta sárast yfir, er að þeir fá ekki að gera sín- um nánustu aðvart um veru- stað sinn og vita því ættingj- arnir. ekki, hvort þeir hafa orð- ið Ægi að bráð, eða hvort þeir hafa komist heilir í höfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.