Morgunblaðið - 10.07.1948, Page 10
10
MORGUNBLAÐID
es*»1
KENJA KONA
€flu &* l^Áffcumó
r-Kggimaf&s&xi?<esaat6a>Mi!»
124. dagur
Dan varð skelfdur, þegar
hann sá, hve móðir hans var
orðin breytt. Kinnar hennar
voru orðnar gular. Augun sokk
in í augnatóftirnar og dökkir
baugar í kring um þau. Eina
ánægjan hennar var að sitja
yfir brjefunum frá Will, og
hún las þau öll fyrir Dan. Will
sagði frá öllum erfiðleikunum,
sem hann hefði yfirstigið. En
Dan vissi, að hann var ekki að
stæra sig af velgengni sinni,
heldur skrifaði hann þetta að-
eins, af því að hann vissi, að
það mundi gleðja móður þeirra.
Einu sinni skrifaði hann:
„Læknarnir hjer, sem jeg
þurfti að keppa við, hjálpuðu
mjer. Það er að segja, þeir
mæltu með mjer við sjúklinga,
sem þeir vissu að gátu ekki
borgað. En samt sem áður varð
það mjer að gagni. Mjer tókst
vel £tð lækna illkvittna háls-
ból.S’i sem gekk hjer. Áður en
jeg kom hingað dóu allir úr
henni, sem fengu hana. En eng-
inn heíir dáið úr þessari háls-
bólgu hjá mjer. í fyrstu hafði
jeg ekki marga kvensjúklinga.
En fyrir rúmum 5 ’ mánuðum
tókst mjer að bjarga lífi konu
í barnsnauð, eftir að aðrir lækn
ar voru gengnir frá henni. Síð-
an hefi jeg fjölda kvensjúkl-
inga og læknarnir hjer hafa
fengið mikið álit á mjer. Jeg á
um átta hundruð dali í úti-
standandi fje, og minnst af því
hefir verið borgað enn. En jeg
vinn mikið og mjer gengur
vel.
P.S. Nei, mamma, jeg er ekki
giftur. Fyrir því slysi hefi jeg
ekki ennþá orðið“.
Móðir Dans las fimm brjef
frá WiII fyrir hann. En hann
sneri til föður síns til að fá
frjettir af Tom og Mat. Tom
hafði eignast eitt barn„ lítinn
dreng, og annað barn var á leið
inni. Mat hafði farið beina leið
frá Bangor til Georgía, cg Tom
sagðj, að enda þótt þeir væru
frá Norður-ríkjunum, þá hefði
Mat og hann eignast marga
vini.
„Mat finst líka eins og mjer,
að fólk hjer suðurfrá sje vin-
gjarnlegt í viðmóti. Hjer eru
allir svo glaðir og kurteisir, að
það er ekki hægt annað -en að
dást að þeim. Enginn þeirra
manna, sem jeg þekki, vill, að
Georgía segi sig úr sambandinu
við Norðurlíkin. En þeir segja,
að Georgía verði auðvitað að
gera það, ef önnur Suðurríki
gera það, og í Suður-Carolina
er sagt að menn sjeu því al-
mennt fylgjandi, ef þeir íá ekki
sínu framgengt. Hjer er talað
miklu meira um stjórnmál en
heima. Við vorum alltaf svo
önnum kafnir, eða ef til vill
hefi jeg bara verið svo ungur,
að jeg hugsaði aldrei neitt um
stjómmál. En mennirnir, sem
jeg umgengst hjer, hafa ekkert
annað að gera en ríða um ekr-
xtr sínar, fara á veiðar og heim-
sækja hvorn annan, svo þeir
hafa nógan tíma til að spjalla
saman og aðalumræðuefni
■'þeirra er stjórnmál“.
Dan þótti gaman að brjefum
Toms og Mats. Þó hugsaði hann
tii þeirra með nokkurri efa-
semd. Frá fyrstu kynnum hans
við Hamlin hafði hann verið á
sömu skoðun og hann, að fyrr
eða síðar hlyti að koma til ó-
eirða milli Norður- og Suður-
ríkjanna. Og honum fanst að
Tom og Mat mundu vera illa
staddir ef til þess kæmi.
Hann hafði verið heima að-
ein nokkra daga, þegar Lincoln
og Hamlin voru kosnir eftir
samkomulagi republikana til
að vera efstir. á kosningalista.
Jenny var þá alveg viss um
sigur republikanaflokksins og
að þrælahald mundi verða af-
numið. En Dan og faðir hans
vðru ekki eins vissir. Tom
hafði skrifað í brjefum sínum,
að ef Lincoln yrði kosinn,
mundu Suður-ríkin segja skil-
ið við Norður-ríkin. Hvað þá
mundi ske, gat enginn spáð
fyrir um.
„Ef til átaka kemur, pabbi“,
spurði Dan eitt sinn, „heldur
þú _þá að Tom og Mat mundu
koma heim?“
John hristi höfuðið. „Jeg
veit það ekki, Dan. Jeg veit það
ekki, Dan. Jeg veit það ekki“.
Dan hætti á það nokkrum
dögum seinna að skrifa bræðr-
um sínum. Hann sagði, að
Jenny liði ekki vel, og stakk
upp á því, að Tom og Mat
kæmu og heimsæktu þau. Tom
gæti komið með alla fjölskyld-
una^ til þess að losna við mesta
sumarhitann þarna suðurfrá.
En það mundu líða margar vik-
ur, þangað til svarið bærist
honum aftur.
n.
c Nokkrum dögum eftir sam-
bandsfundina, hófst kosninga-
baráttan fyrir alvöru. Flokk-
arnir voru fjórir. Demokrata-
flokkurinn klofnaði á milli
Beckenridge og Douglas, og
það gerði það að verkum, að
sigur republikana varð mögu-
legur. Dan fanst grundvallar-
stefna republikanaflokksins
sanngjörn og rjettmæt, þar sem
hverju ríki var gefinn kostur
á að hafa sjálfstjórn á innan-
landsmálum. í því fólst þar
með, að hvert einstakt Norður-
ríki gat bannað þrælahald inn-
an sinna landamæra, eins og
hvert einstakt Suður-ríki gat
leyft.það. Hann var of ungur til
að skilja, að þetta var hættu-
lega einföld úrlausn á málefni,
sem farið var að ræða um með
eldmóði og ástríðu í staðinn
fyrir með röksemdum.
Ritstjórar Suður-ríkjablaða
bölvuðu republikönum í sand
og ösku og kölluðu þá negra-
flennur og ofstækísmenn. Og
þegar Barnwell Rhett sagði í
ræðu, sem hann hjelt í Charle-
ston, að Hannibal Hamlin væri
sjálfur múlatti, mótmæltu jafn
vel Lebbeus í „Stjörnunni“ og
Emery í „Demokratanum“,
enda þótt þeir teldust til and-
stæðinga republikana.
Eftir ræðu Rhetts óx álit
Bangor-búa á Hamlin, og þeg-
ar hann kom til Maine í júní
til að sitja fundi flokksmanna
sinna, var honum tekið með
miklum fögnuði. Á fundinum
var Israel Washburn frá Free-
port kosinn landsstjóri. Hann
var einn af sjö bræðrum, sem
voru hver öðrum merkari
menn. Þrír þeirra höfðu átt
sæti í fulltrúaráðinu á sama
tíma og hver frá sínu ríki. Isra-
el Washburn hafði aðallega
unnið sjer það til ágætis, að
hann hafði verið með þeim
fyrstu til að stofna flokk re-
publikana. Hann hafði kallað á
fund alla þá meðlimi öldunga-
ráðsins, sem voru mótfallnir
þrælahaldi, til þess að ræða
Vilmot frumvarpið. Og upp úr
því var flokkur republikana
stofnaður. John þekti Wash-
burn og dáði hann mjög, og eft
ir að hann hafði verið kosinn
landsstjóri, sannfærðist John
um það, að flokkur republik-
ana væri ákjósanlegasti flokk-
urinn í landinu.
Dan gekk í flokk, sem kall-
aði sig „Wide Avakes“, og
hafði það starf að undirbúa
kosningarnar og vinna sem
flest atkvæði fyrir Washburn. í
júní var skemtiferðaskipi
hleypt af stokkunum í skipa-
smíðastöð Isacs Dunning í Bre-
wer. Skipið var kallað „Ævin-
týradrotning hafsins“ og „Wide
Awakes“-flokkurinn leigði það
í ferðalag niður eftir ánni. Skip
ið var allt fánum skreytt og
um það bil fimttán hundruð
manns hópaðist um borð. Hljóm
sveit frá Bangor ljek allan dag
inn á þilfarinu og menn sungu
flokkssöng republikana hástöf-
um.
Beth Pawl varð fjórtán ára
um sumarið. Hún hafði laglega.
söngrödd og var að læra að
leil^ á píanó hjá frú Zimmer-
mann. Á einum opinbera kosn-
ingafundinum söng hún ein-
söng, í vísu, sem ort hafði ver-
ið í tilefni kosninganna. Það
var lofsöngur um Lincoln og
Hamlin og allir fundarmenn
tóku undir í viðlaginu. Hún
stóð uppi á háum palli 1 hvít-
um kjól. Framkoma hennar var
hispurslaus og hún var ekki
vitund feimin. Eftir sönginn
voru ræðuhöld og síðan var
sungið aftur. Dan horfði á Beth
þar sem hún stóð uppi á pall-
inum, og honum varð eitthvað
undarlega innanbrjósts. Að
fundinum loknum leitaði hann
Beth uppi og fylgdi henni heim.
Hann bauð henni arminn, rjett
eins og hún væri fullorðin
stúlka, en ekki fjórtán ára
barn Hann brosti með sjálfum
sjer, þegar hann sá hve hátíð-
leg og ánægð hún gekk við hlið
hans.
Meg var komin heim á und-
an þeim og Beth fór upp á loft
til að skifta um kjól.
„Henni hefir þótt afskaplega
gaman að því, að þú skyldir
fylgja henni heim, Dan“, sagði
Meg, þegar þau voru orðin tvö
ein. „Þú veist að henni finnst
þú vera eini maðurinn núlif-
andi, sem er nokkurs virði“.
„Hún er afskaplega indæl
stúlka“,
Meg horfði á hann. Það var
ekki laust við áhyggjusvip á
andliti hennar. „Hún tekur
þetta alt ósköp alvarlega. Hana
dreymir um þig á næturnar, og
hún skrifar um þig í dagbókina
sína“. Hún brosti. „En auðvitað
kemst hún yfir þessa vitleysu11.
„Jeg vil alls ekki að hún
komist yfir það“, sagði Dan og
hló við. „Mjer þykir svo vænt
um hana“.
„Þú ferð að verða ástfang-
inn bráðlega", sagði hún. „Þú
finnur einhverja góða stúlku
og giftist henni. Jeg vona, að
húíj verði búin að átta sig þeg-
ar að því kemur“.
Laugardagur 10. júlí 1948.
Svört og hvít
Austurlenskt ævintýri.
3,
Bræðurnir þrír tókust í hendur til að sýna, að þeir hlýddu
vilja gamla konungsins, en þegar þeir voru orðnir einir
sagði Fírus við bræður sína.
Jeg hef enga ró í mínum beinum fyrr en jeg hef komist
að því, hvað áletrunin á miðanum þýðir. Jeg fer í ferða-
lag, jeg ætla að grafa það upp, hvað hún þýðir, þótt jeg
svo þurfi að ganga allt út á heimsenda.
Ákmed sagði.
Sama geri jeg bróðir. Jeg ætla út í veröldina og leita að
örinni minni. Það er ekki eðlilegt, hvernig hún hvarf. Og
örina og leyndardóminn, sem er á bak við þetta skal jeg
finna, þótt jeg þurfi að fara allt út á heimsenda.
Svo að þeir tóku gæðinga sína og riðu af stað út i ver-
öldina. Þeir hjeldu í sitt hvora átt. Akmed hjelt til vesturs,
en Fírus fór niður með fljótinu. Hann ætlaði að finna negra
stúlkuna, sem hafði gefið honum þetta undarlega ráð. Hver
veit, nema hún gæti ráðið þessa gátu.
Var það ekki hjerna? sagði Fírus og hann stóð á sama
stað og þar sem hann hafði stokkið út í ána eftir bcitan-
um. Þá var svarað inn milli pálmaviðargreinanna: Jú, þao
var hjer, og skyndilega stóð negrastúlkan fyrir framan
hann og spurði hlæjandi:
Jæja, þú villt finna mig, Fírus prins.
Hann leit á hana, en hrökk við. Þessi stúlka var svo
hrukkótt og ljót, að jafnvel hesturinn ókyrrðist.
Þarna hef jeg þá fundið þig aftur Mjallhrein, sagði Firus.
Jeg heiti ekki Mjallhrein, heldur er jeg kölluð Fagurrós
vegna þess, hvað jeg er falleg.
Þetta var allt svo undarlegt, að prinsinn langaði mest
til að skellihlægja, en hann vildi ekki móðga hana og sagði
alvarlegur við hana.
Jæja, þú heitir Fagurrós, en segðu mjer þá Fagurrós,
hversvegna gafstu mjer þetta ráð, að skjóta örinni beint
upp í loftið, og hversvegna fjell hún til jarðar með pappírs-
miða föstum við hana. Eða geturðu sagt mjer, hvað letrið
á henni þýðir?
Kvenofurstinn er nú farinn
að vinna að friðsamlegum
störfum.
★
— Pabbi, gekkstu í sunnu-
dagaskóla, þegar þú varst lít-
ill?
— Já, á hverjum sunnudegi.
— Þarna sjerðu mamma, að
það er alveg tilgangslaust.
★
í dönskum kvikmyndahúsum
hefir alt fram til þess síðasta
verið leyfilegt að reykja, en
nýlega hefir það verið bailnað.
★
— Það eru til menn, sem
drekka til þess gleyma, en þess
ir menn hafa aldrei gleymt að
drekka.
★
Nýja þjónustustúlkan: — Má
jeg fá frí næsta laugardags-
kvöld til þess að fara út með
kærastanum mínum?
Frúin: — Hver er þessi kær-
asti yðar?
Stúlkan: — Jeg veit það ekki
enn, því að jeg hefi aðeins ver-
ið einn dag í bænum.
★
Kenslukonan: — Til hvaða
dýraflokks telst jeg.
Jonni: — Ja, jeg veit ekki.
Pabbi segir, að þú sjert gömul
púta, en mamma gömul rotta.
★
— Gekk þjer vel á tígris-
dýraveiðunum í Indlandi.
— Já, ágætlega, jeg mætti
ekki eínu einasta tígrisdýri.
★
Heyrt í Prag.
— Hvað er líkt með komm-
únistaflokknum og kirkjugarð-
inujji?
— Enginn vill fara í flokk-
inn og enginn vill fara í kirkju-
garðinn, en einhverntíma lenda
allir þar samt.
★
— Hvað, þú dansar dásam-
lega Hefirðu sótt danstíma?
— Nei, en jeg æfi glímu.
'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIMIIillflBlllllllllllllllllinSIV*
| helst vön garðyrkýustörfum
I óskast að gróðrastöð í Borg
1 arfirði. Uppl. í síma 5818.
BEST AÐ AUGLÍ'SA
t MORGUNBLAÐINU