Morgunblaðið - 18.07.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 18.07.1948, Síða 8
MORGVNfíLAÐiÐ Sunnudagur 18. júlí 1948. — Meðai annara orða Framh. af hls. 6. fyrra. Og salan fer enn mink- andi. Astæðan, segja framleiðend- ur, er að nokkru leyti Petrillo- bannið, en síðan það gekk í gildi heldur almenningur, að ekki sje hægt að kaupa annað en gamlar plötur. Auk þess eiga vinsældir sjónvarpsins og dýrtíðin mik- inn þátt í hínni síminnkandi sölu. » • VíLJA HELDXJR SJÖNVARP „Fólkið vill heldur eyða pen- ingum sínum í sjónvarp“, kvein aði einn framleiðandinn, og bætti við, „Þ. e. a. s„ þeir sem hafa nokkra peninga. Fæstir hafa peninga til þess, að kaupa annað en mat“. Framleiðendur hafa reynt alt mögulegt, til þess að blása nýju lífi í viðskiftin. Eitt af stærri fjelögunum er um það bil að senda á mark- aðinn nýja gerð af plötum. Þær eru gerðar úr nýju, dularfullu efni. Þær verpast ekki, geta ekki brotnað og eru ódýrar. Columbía býður viðskifta- vinum sínum sex plötur, albúm iil að geyma þær í og safírnál fyrir $ 4,50. En raunar ætti þetta allt að kosta $ 6,75. Þá mun Columbía innan skamms senda á markaðinn nýja gerð af plötum. Þær eru þannig ge ðar, að hægt er að leika heila symfóníu á einni plötu. Önnur bandarísk fyrirtæki láta leika inn á plötur erlendis, en flestir eru samt á því, að það muni ekki leysa aðalvandamál- ið, þ. e. a. s., það muni ekki fá almenning til þess að kaupa plötur í jafnstórum stíl og áður. Bevin fer fil Haag London í gær. BEVIN utanríkisráðherra Breta fer til Haag á morgun og mun hann eiga fund þar með utan- ríkisráðherrum Frakka og Bene- lux-landanna. Meðal annars verð ur rætt um Berlín vandamálið. — Reuter. Verðlanimritgerðir Framh. af hls. 4- Enginn maður, sem með íþrótt um fylgist kemst hjá því, að viðurkenna hollustu þeirra og meta hinn mikilfenglega þátt þeirra „í auknum skilningi og vináttu milli þjóða“. Eru til öllu áhrifameiri sendi fulltrúar til staðfestu á atgerfi, líkamshreysti og manndómi einnar þjóðar en vel vaxnir, fallegir, snjallir og drengilegir íþróttamenn? Er ekki fátt, sem tekur því fram að horfa á millilandakepni í íþróttum eða afburðamenn á ýmsum sviðum þeirra? Eru ekki ótæmandi möguleik ar til aukinnar kynningar, skilnings og vináttu milli ó- skyldustu þjóða, þegar hópar æskumanna þeirra mætast í glæsilegum og djörfum leik og eignast fjelaga og vini með sömu lífsgleði, fórnfýsi og á- hugamál með framandi þjóð? Vettvangur Olympíuleikanna, glæsilegustu íþróttahátíðar mannkynssögunnar, á sannar- lega ekki siður að vera vett- vangur aukinnar kynningar en keppni. Jeg er stundum að hugleiða, hvort hinn sanni íþróttaandi og þau traustu bönd, vináttu og virðingar, sem knýtt eru á al- heimsmóti íþróttaæskunnar, geti skapað tryggingu fyrir al- heimsfriði á ókomnum árum? Er ekki mögulegt að bróður- kærleikur og víðsýni æskunnar vaxi svo mjög á hinum göfuga vettvangi iþróttanna að óveð- ursský styrjalda og tortímingar verði að víkja fyrir björtum geislum vináttu og skilnings? íþróttirnar og hinn sanni í- þróttaandi eigi vissulega ótak- markaða möguleika á að skapa vináttu í stað óvildar, traust í stað tortryggni, frið í stað fjand skapar. Þetta er aðeins sjónarmið Is- lendings, sem er þegn einnar minstu þjóðar heimsins. Þjóð- ar, sem á ekkert vopn, engan her, ekkert öryggi í styrjöld- um, nema yfirlýsingu um ævar andi hlutleysi. Þjóðar, sem því öllum þjóð- um fremur byggir tilveru sína á skilningi og vináttu við aðrar þjóðir. Ýmsar þjóðaríþróttir veita innsýn í æfaforna líkamsment og menningu. Eiga sína sögu. Tala sínu máli. Kynna sína þjóð. Og flestar heimsins íþróttir eiga nær ótakmarkaðan fjölda aðdá- enda. Jer því sannfærður um, að með því að skipuleggja geysi- víðtækar heimsóknir íþrótta- flokka milli landa og þjóða, má vinna ómetanlegt starf til kynn- ingar, skilnings og vináttu. — Margfalt meira gagn en með ýmiskonar kurteisisheimsókn- um á öðrum vettvangi. Lyftið iþróttunum til öndveg- is í alþjóða samvinnu. Látið íþróttanna máttuga mál hefja raust sína um heiminn. Sigur- inn er yís. Þegár neisti sá, sem tendrað- ur var á Olympíufjalli í örófi alda og ætíð er tengdraður við setningu Olympíuleikanna, er orðinn að eilífu ljósi friðar og frelsis hjá bornum sem óborn- um kynslóðum, mun vissulega engin mannvera efast um „þátt íþróttanna í auknum skilningi og vináttu milli þjóða“. — Nær og fjær Framh. af hls. 7. tækjum, nylonsokkum og vindl- ingum. Út af fyrir sig er það ekki svo fátítt að reynt sje að flytja tískuvarning ólöglega inn í land ið. Hitt er fátíðara að stálþráð- arins verði vart. En það, sem gerir þessa smyglsögu sjerstæða er ýmislegt, sem gerist í sam- bandi við uppgötvun tollvarð- anna um borð í skipi því, sem flutti varninginn. Tollvörðum er þar í fyrsta lagi varnað um all- langt skeið að komast inn í íbúð lögbrjótsins. Á meðan að það gerist sjest pakka fleygt út um kýrauga hennar að því, er sjón- arvottur, sem álengdar stóð tel- ur. í öðru lagi snýr annar smygl arinn, sem er á leið í land, aftur með tösku, sem hann heldur á, þegar hann kemur auga á toll- vörð áður en smygltilraun hans hefur verið uppgötvuð. Þegar hann síðar er spurður um þessa tösku segist hann hafa týnt henni! Þegar svipuð eða sama taska finnst svo í skipinu síðar reyndist hún full af vítissóda!! Allt þetta og ýmislegt fleira hlýtur að gera þetta smyglmál tortryggilegra en venjulegt ny- lonsokkamál. Það er þessvegna fyllsta á- stæða til þess að spyrja: Ilvað er í pokanum? Hvað var upp- runalega í töskunni, sem snúið var við með, var það vítissódi og hversvegna þurfti þá að fara í íelur með ekki tortryggilegri vöru ? Hvað var í pakkanum, sem kastað var út um kýraugað? Það er ekkert að furða þótt þessum spurningum sje varpað fram. Þegar svo við þetta bætist að blað kommúnista, Þjóðviljinn, telur það furðulegan stráksskap að vera að skipta sjer af nylon- sokkasmygli og stálþráðartækj- um, sem þekktir kommúnistisk- ir undirróðursmenn flytja frá útlöndum, þá vcrður sú athygli, sem þetta smyglmál hefur vak- ið ennþá skiljanlegri. Margt bendir til þess að í þessu máli sjeu ekki öll kurl komin til grafar þótt Þjóðvilja- menn vildu gjarnan að svo væri. Á meðan svo er ekki spyr al- menningur: Hvað er í pokan- um, hvað var í pakkanum, sem nú er sennilega orpinn leir og sandi í Reykjavíkurhöfn? Viðræður m fiughernað BANDARÍSK flughernaðar- nefnd kemur til Ástralíu á morgun. Mun hún eiga viðræð- ur við ástralska flugforingja. Viðræðurnar munu snúast um varnir á Kyrrahafi. — Reuter. Vk or L acjntAá ^Sltorlaciuá hæstarjettarlögmaSur. elmsókn frá Neregl Aðalritarinn, ofursti L. B. JARNES OG FRtJ frá Oslo tala á samkomu í Hiálpræðishernum, sunnudag 18. júlí kl. 11 f. h., 4 og 8*4 U- h. Hinn nýi deildarstjóri Islands og Færeyja brigader BERNHAR PETTERSEN ásamt foringjum og hermönnum aðstoða. — Söngur og ldjóðfærasláttur. — Allir velkomnir. — ÓLYMPÍIÍDAGURINN ER A MORGUN i ■ Kl. 8,30 hefst íþróttamótið. Keppt verður í 11 íþróttagreinum. — Áður en keppui hefst ganga allir íslensku ' Olympíufararnir inn á vöilinn. I Dregið verður í Happdrætti Olympínefndarinnar á íþróttavcllinum í leikslok. I, Kaupið happdrættismiða. — Fjölmennið á völliim. _ ■ ■ ' Ólympíunefndin j ............................................................................................I * * Efílf Roberf Sfarsi SOTTA telu phil 4BSUT THAT DPTROIT PHOMp CAli'. MASBE v;e cah cloze this v CAZE /VI0RMIN6 í AT THi5 IN5TANT, OUTélDE, A FAMlLlAR ff\C£ WHILE AT THE RNESVIEW CLU3, UNDA : I -I FEEL $HAKV 1 WHY ^HOULD ANYBOpy WANT T0 WRITE A $OMö CALLED "WILDA"? AND IT'5 ÖOING T0 BE f INTKOPUCBD TONISHT Bing: Jeg verð að íara og segja Fhil frá símtalinu. klúbbnum við íljotið er Linda: O, jeg er eitthvað syngja í kvöld er kallað Wiida. — En fyrir utan er Hver veit, nema við getum leyst úr þessu í nótt. í svo hrædd. Hvernig stendur á því, að lagið sem á að náungi, sem við könnumst við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.