Morgunblaðið - 31.07.1948, Síða 4
MORGVNBLAÐ19
Laugardagur 31. júlí 1948.
r*
ísak Jónsson fimtugur
ÍSAK JÓNSSON er fimtugur
í dag. Hann er fæddur 31. júlí
1898 í Gilsárteigi í Eiðaþinghá.
Foreldrar hans voru þau Jón
Þorsteinsson hreppstjóri og
Ragnheiður Sigurbjörg ísaks-
tíóttir ljósmóðir. Rúmlega tví-
tugur að aldri lauk ísak bú-
fræðinámi á Hvanneyri. — En
annað átti þó fyrir honum
að liggja en búskapur og jarð-
rækt. Veturinn 1920—21 stund
aði hann nám í Eiðaskóla og
haustið 1922 settist hann í 2.
bekk kennaraskólans og lauk
kennaraprófi vorið 1924. Næstu
10 ár var hann kennari við
Barnaskóla Reykjavíkur, en
sefingakenslu við kennaraskól-
ann byrjaði hann 1932 og varð
fastur kennari þar 1935 og er
það enn. Hefur hann haft þar
á hendi æfingar í smábarna-
kenslu og hefur sá mikilsverði
þáttur kensluæfinganna hvílt á
honum að öllu leyti, og
farið fram í einkaskóla hans í
Grænuborg, sem nú er orðinn
þjóðkunnur skóli En smábarna
skólann í Grænuborg stofnaði
ísak 1926 og hefur stjórnað
honum síðan. Aðsókn að þeim
skóla hefur verið geysimikil og
myndi þó enn meiri, ef ekki
skorti fullnægjandi húsnæði.
Hefur ísak þar unnið mikið
verk og rutt braut nýjum að-
ferðum og gert margvíslegar
og ýtarlegar tilraunir um byrj-
endakenslu. Heíur kennara-
skólinn notið þar góðs af og
fengin reynsla verið hagnýtt
jafnóðum í æfingakenslunni.
Auk námsins hjer heima hef-
ur Isak farið margar náms-
ferðir til útlanda, bæði Norð-
urlanda og víðar. Notadrýgst í
starfinu munu honum hafa
reynst þau kynni, sem hann
fekk af smábarnakennslu í Sví-
þjóð, og hefur hann bygt upp
kenslukerfi sitt að nokkru eftir
því. Mörgu þurfti þó að breyta
og víkja við vegna annara stað
hátta hjer og ólíkra skilyrða,
°S Hggur þar á bak við meiri
vinna og fleiri athuganir en
nokkurn getur grunað.
Auk þessa tvíþætta starfs,
skólastjórnar smábamaskólans
og kenslunnar í kennaraskólan
um, hefur ísak unnið ósleitilega
fyrir Barnavinafjelagið Sumar
gjöf. Hefur hann verið í stjórn
þess fjelags síðar, 1929 og for-
maður þess síðan 1940. — Sú
stofnun er hverjum manni
kunn hjer í Reykjavík og víð-
ar. Hefur þar verið hrundið til
framkvæmda stórvirki, mest
fyrir framtak og dugnað ein-
stakra manna. Hefur ísak stað-
ið þar Iengi fremst í flokkj og
barist hlífðarlaust fyrir góðu
málefni, enda þótt mörgu væri
öðru að sinna.
Ritstörf allmikil liggja eftir
ísak. Allir þekkja hina vin-
sælu barnabók Gagn og gam-
an, sem hann er annar höfund-
ur að. Auk þess hefur hann
þýtt margar vinsælar barna og
unglingabækur.
I starfsemi sinni hefur ísak
notið mikillar og góðrar aðstoð-
ar sinnar ágætu konu. Hann er
kvæntur Sigrúnu Sigurjónsdótt
ur fra Nautabúi. Hún er kenn-
ari að mentun og auk þess
gædd frábærum kennarahæfi-
leikum. Hún hefur átt drjúgan
þátt í skólastarfi því, sem fram
hefur farið í Grænuborg und-
anfarna áratugi. Dvelja þau nú
sem áður á sumrin á búi sínu
norður á Ingveldarstöðum í
Skagafirði, ásamt. börnum sín-
um. Þau eru enn á unga aldri,
en efnileg og þroskavænleg.
Þegar ísak lítur um öxl á
þesSum tímamótum, má hann
vel una því, sem áunnist hefur.
Hann hefur margc góðs að minn
ast frá heilladrjúgu starfi. —
Okkur vinur hans og samverka-
mönnum þykir líka gott að
minnast þess, hvílíkur dreng-
skaparmaður hann er, hreinn
og beinn og undirhyggjulaus,
brennandi í anda fyrir áhuga-
málum sínum og dugnaðurinn
ódrepandi. Hann er góður fje-
lagi, sem um munar á annatím-
um, og ljúfur og kátur á gleði-
stundum. Megi honum endast
starfsgleði og starfsþróttur enn
um langan aldur.
Freysteinn Gunnarsson.
^aabóh
213. dagur ársins.
ÁrdegisflóS kl. 1,15.
SíSdegisflóS kl. 13,40.
Næturakstur annast bifreiðastöðin
Hreyfill, simi 6633.
NæturvörSur er í Ingólfs Apóteki,
sími 1330.
Næturlæknir er á læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Söfnin.
LandsbókasafniS er opið kl. 10—
12, 1—7 og 8—10 alla virka daga
nema laugardaga, þá kl. 10—12 og
1—7. — ÞjóSskjalasafniS kl. 2—7
alla virka dága. — ÞjóSminjasafniS
kl. 1—3 þriðjudaga, fimtudaga og
sunnudaga. — Listasafn Einars
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. — BæjarbókasafniS kl.
10—10 alla virka daga nemi laugar-
daga kl. 1—4. NátturugripasafniS
opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju
daga og fimtudaga kl. '2—3.
Tískan
Gengið.
Sterlingspund
26,22
650,00
Fjölmenn jarðarför frú
Sfefaníu Arnórsdóffur
JARÐARFÖR Stefaníu Arn
órsdóttur, sýslumannsfrúar á
Sauðárkrók, fór frám s.l. þriðju
dag að viðstöddu fjölmenni,
bæði frá Sauðárkróki og öllum
hreppum Skagafjarðarsýslu.
Síðasta spölinn til grafar-
innar báru kistuna 6 synir
sýslumannshj ónanna.
Jarðarförin bar þess órækt
vitni hversu mikilla vinsælda
sýslumannshjónin hafa notið
í Skagafirði.
100 bandariskir dollarar
100 kanadiskir dollarar ..- 650,50
100 sænskar krónur ...... 181,00
100 danskar krónur ------ 135,57
100 norskar krónur ------ _ 13'.,10
100 hollensk gyllini ..... 245,51
100 belgiskir frankar _____ 11,86
1000 franskir frankar .... 30,35
100 svissneskir frankar —.- 152,20
Messur á morgun:
Dómkirkjan. Messað kl. 11. Hr.
biskupinn Sigurgeir Sigurðsson.
Hallgrímsprestakall. Engin messa
í Austurbæjarskólanum.
í kaþólsku kirkjunni í Reykja-
vík hámessa kl. 10; í Hafnarfirði
kl. 9.
Afmæli.
Frú Vigdís Þorvarðardóttir, Varma
dal, Rangárvallasýslu, á áttræðis-
afmæli í dag.
6G ára er í dag Guðfinnur Þórðar-
son frá Vestmannaeyjum nú til heim
ilis að Melahúsum við Sandvíkur-
veg í Reykjavík.
Brúðkaup.
Gefin verða saman í hjónaband í
dag, af sr. Jóni Auðuns, ungfrú Guð
riður Lilja Jónsdóttir og Karl Pjetur
Stefánsson, rafvirki. Heimili þeirra
verður fyrst um sinn Hringbraut
137.
1 dag verða gefin saman í hjóna-
band í Eyrarbakkakirkju ungfrú
Dóra Jóhannesdóttir, Breiðabóli og
Kristinn Hannesson starfsmaður hjá
SlS. Sr. Árelíus Nielsson gefur brúð-
hjónin saman.
Nýlega vþru gefin saman í hjóna
band ungfrú Elsa Magnúsdóttir,
Þverveg 2, Reykjavik, og Ásmundur
Hjer sjáið þið nýjustu hattatísku frá París. Haítinum er haklið á
höfðinu með svörtu flauelsbandi, sem bundið er undir hökuna.
Daníelsson frá Syðri-Ey, Skaga-
strönd. Heimili þeirra er á Þver-
veg 2.
Hjónaefni.
Nýlega opinberuðu trúlofun sina
ungfrú Fríða Jónsdóttir, Vesturgötu
59, Reykjavik og Gustaf Hjeðinn Jó-
hannesson, flugvallarfræðingur, Kefla
vik.
Stúdentaráð Háskólans
heldur dansleik í Breiðfirðingabúð
í kvöld og hefst hann kl. 9. Aðgöngu
miðar eru seldir á sama stað kl. 6—7
V ef naðarvörureitirnir
gilda áfram
Viðskiftanefndin hefir ákveðið, að
vcfnaðarvörureitirnir númer 51—150
skuli gilda til 1. september. Jafn-
framt hefir verið ákveðið, að reitir
númer 151—200 skuli ekki taka gildi
1. ágúst eins og áður hafði verið
tilkynnt.
Skipafrjettir.
Dagtkrá Olympíuleikanna.
í DAG keppa íslensku þátttakendurnir í eftirtöldum íþrótta-
greinum: Finnbjörn í langstökki, Torfi í stangarstökki, undan-
keppni og Ari í 400 m. sundi, frjáls aðferð. — Dagskráin á mánu-
dag (ekki keppt á morgun, sunnudag):
Frjálsar íþróttir:
Kl. 10,00 Kringlukast, undankeppni.
10 km. ganga.
— 13,30 200m. hlaup, undanrásir.
Stangarstökk, úrslit
— 14,30 Kringlukast, úrslit.
100 m. hlaup, konur, semifinal.
— 15,00 800 m. hlaup, úrslit.
— 15,30 200 m. hlaup, milliriðlar.
— 15,45 100 m. hlaup, konur, úrslit.
— 16,00 5000 m. hlaup, úrslit.
Sund:
Kl. 8,00 Dýfingar, konur.
— 13,00 Dýfingar, karla.
4X200 m. hoðsund, karla.
— 18,00 100 m. frjáls aðferð, konur.
400 m. frjáls aðferð, karla, úrslit.
Jeg er að velta
því fyrir mjer —
Hvort menn kæri sig
nokkuð um að sljetta
f jeþúfur.
5 mínútna krossgáta
Bruarfoss er í Leith. Fjallfoss fór
frá Hamborg í fyrrakvöld til Ant-
werpen. Goðafoss er í New Y jrk.
Lagarfoss kom til Leith í gærmorg-
un frá Gautaborg. Reykjafoss fór frá
Reykjavík í fyrrakvöld til Hull. Sel-
foss kom til Hull í fyrrinótt frá Ant-
werpen. Tröllafoss er í Reykjavík.
Horsa fór frá Reykjavík í gærkvöldi
til Vestmannaeyja og Hull. Suther-
land fór frá Hull 28/7 til Reykja-
víkur.
(Jtvarpið.
Kl. 8,30 Morgunútvarp. 10,10 Veð
urfregnir. 12,10—13,15 Hádegisút-
varp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,25
Veðurfregnir.. 19,25 Veðurfregnir.
19,30 Tónleikar: Samsöngur (plöt-
ur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frjett-
ir. 20,30 Tónleikar; Þættir úr klarí-
nett-triói op. 114 eftir Brahms (plöt-
ur). 20,45 Upþlestur og tónleikar:
a) „Lóssinn“, bókarkafli eftir Björg-
úlf Ölafsson; fyrri hluti (Höfundur
les). b) Anna Guðmundsdóttir leik-
kona les. c) tJr endurminningum
Sigurðar Þorsteinssonar frá Flóagafli
(sjera Ámi Sigurðsson flytur). —
Ýrris lög. 22,00 Frjettir. 22,05 Dans-
lög (plötur). (22,30 Veðurfregnir).
24,00 Dagskrárlok.
Finnbjörn
SKÝRINGAR
Lárjett: — 1 marra — 6 fóru — 8
hljóðstafir — 10 leyfist — 11 strýk-
ur — 12 frumefni — 13 guð — 14
læt af hendi — 16 lokur.
Lóðrjett; ■— 2 friður —- 3 kaup-
staður — 4 hvað — 5 undrandi — 7
hryggar — 9 fyrir utan — 10 sjór
— 14 leit — 15 tónn.
Lausn á seinustu krossgátu:
Lárjett: — 1 brott — 6 ári — 8 óó
— 10 sú —-11 staupið — 12 at
13 ni. — 14 ana — 16 blika.
Lóðrjett: — 2 rá — 3 orkunni
4 ti — 5 bósar — 7 Súðin — 9 ótt
— 10 sin — 14 al — 15 A.K.
nanu bimiiihhimhmm
Til sölu
j Chevrolet 6 manna, model
| 1940, í góðu standi, með
j nýrri vjel og gearkassa.
{ Skipti á jeppa koma til
{ greina. Verður til sýnis á
j verkstæðinu Hrísateig 5,
: á milli kl. 2—4 í dag.
iiiniiimeiiiiiiiiMuiiiiiiiiiiiiiio
Ari
Blóm - FlÓra - Blóm