Morgunblaðið - 24.09.1948, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 24. sept. 1948.
Fiðlutónleikar Björns
Olafssonar
VETRARHLJÓMLEIKARNIR
byrjuðu óvenju glæsilega með
fiðlutónleikum Björns Ólafs-
sonar í Gamla Bíó síðastliðið
þriðjudagskvöld.
Menn munu hafa beðið þess-
ara tónleika með mikllli eftir-
væntingu, því vitað var, að
Björn dvaldi síðasta vetur vest-
anhafs til að fullkomna sig í
list sinni undir handleiðslu
Adolf Busch. Svo mun mönn-
um einnig hafa leikið nokkur
forvitni á að heyra tóna Gu-
ernarius fiðlunnar, sem Björn
leikur nú á, en er í eigu ríkis-
útvarpsins.
Það skal strax sagt, að tón-
leikar þessir voru hinir merk-
ustu og samboðnir ungum, gáf-
uðum fiðlumeistara, sem hlotið
hefur fullkomnustu mentun og
nýtur þeirrar gæfu, að mega
leggja að hjarta sjer 224 ára
gamla Guernaríus fiðlu!
Efnisskráin hófst með smærri
verkum eftir Geminiani, Ví-
valdi, Veracini og Peter War-
lock. Voru þau öll framúrskar-
andi vel leikin, stílhrein og fág-
uð. Þar næst var d-moll Part-
ita Bach’s fyrir fiðlueinleik. —
Þetta var veigamesta verkið og
um leið erfiðast. Hvernig Björn
levsti þetta hlutverk af höndum
sannaði best, hver afburða fiðlu
leikari hann er. — Hann ljek
fyrsta þáttinn (allemande) að
vísu nokkuð hægt og með var-.
færni, en honum óx ásmegin
með hverjum þætti — Courante
— Sarabande — Gigue — uns
hámarkinu var náð í Chaconne.
Flestir fiðluleikarar láta sjer
nægja að leika hinn síðast-
nefnda þáttinn einan en sleppa
hinum. Chaconnan vegur ekki
aðeins upp á móti hinum þátt-
unum, heldur öllu sem samið
hefur verið fyrir fiðlueinleik,
og það verður alltaf undrunar-
efni hvað Bach tekst hjer að
lokka út úr strengjum fiðlunn-
ar af kyngi, krafti og tónaspeki.
Björn ljek þetta verk af mikl-
um skilningi og innlífan í eðli
hinna margbrotnu tilbrigða,
hvers og eins, en gætti þess jafn
framt að halda sterkum heildar
svip. Þannig tókst honum að
gera verkinu ekki einungis góð
skil, heldur byggði hann það
upp með sterkri skapgerð og
persónuleika og vann þar með
mikinn sigur.
„Systur í Garðshorni“ eftir
Jón Nordal er hlustendum áð-
ur kunnar. Verkið lýsir fyrst
og fremst miklum gáfum og hug
kvæmni hins unga tónskálds.
Hjer er elskulegt æskuverk,
sem lofar miklu. Ása, Signý og
Helga sómdu sjer mjög vel
milli þeirra Bach’s og Mozarts.
Tónleikunum lauk með D-dúr
fiðlukonsert Mozarts, Hjer
þurfti Björn ekki að beita slík-
um átökum sem í Chaconnunni,
heldur ljek hann eins og fugl
syngi á grænni grein, að því er
virtist án fyrirhafnar. Konsert-
inn var skínandi vel leikinn og
naut sín hið besta.
Það er óþarfi að geta þess, að
Guernaríus fiðlan er hinn mesti
kostagripur og með afbrigðum
hljómfögur og einnig hljóm-
mikil. —• Átti hún auðvitað
sinn mikla þátt í sigri Björns
á þessum tónleikum. En það átti
einnig Árni Kristjánsson, sem
var fiðluleikaranum hin mesta
stoð og stytta með frábærum
undirleik sínum.
Aðsókn var góð og fögnuður
áheyrenda mjög mikill.
P. í.
— Pisllar
Frh. af bls. 5.
eins, að land skáldsins er langa
vegu fyrir vestan járntjaldið,
hjer er kapitalistiskt þjóðfjelag
vestrænt lýðræði, yfir því
hvílir bölvun Stalins, fyrirdæm
ing Molotovs. Og með því að höf
undurinn er sanntrúuð kommún
istasál verða allar lýsingar hans
austrænar — allt þjóðlífið skoð
ar hann einungis í rauðu kast-
ljósi frá Moskva. í því ljósi birt
ast þessar kynjamyndir fyrir
hugarsjónum skáldsins.
Hagalagðar.
ÚR Framsóknarblaðinu Degi
á Akureyri: „Sönnu nær væri
að líkja henni (sögu kommún-
istaflokkanna á Norðurlöndum)
við margnotaðan og harla ó-
ræstilegan skeinispappír í kam-
arauga hinnar rússnesku ein-
ræðisklíku“.-----Segið þið svo,
að sálmaskáldið frá Kirkjubóli
sje mesti ritsóðinn í Tímaklík-
unni.
Hilmar bankastjóri hefur lát-
ið setja næstum fjögurra tonna
þunga hurð fyrir fjárhirslu
bændurnir alveg blankir, sem
Búnaðarbankans. •— Ekki eru
betur fer.
Danir afnema
skömiun á mörgum
vörum
Kaupm.h. í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
VERSLUNARMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ hefir auglýst afnám á
ýmsum vörutegundum, sem
skamtaðar hafa verið og er
þetta stærsti niðurskurður á
skömtun nauðsynja og munað-
arvara, sem gerður hefir ver-
ið til þessa síðan fyrir stríð.
Skömtun hveitibrauðs, hveit
is, grjóna, baðmullarefna og
silkis, verður afnumin með
öllu 1. október.
Tóbaksskömtun verður af-
numin 1. desember. Pappírs-
skömtun verður afnumin, nema
til blaðanna. Sykurskamtur
og feitmetisskamtur verður auk
inn. Súkkulaðiskamturinn verð
ur aukinn.
Útflutningsbann á ýmsum
vörutegundum verður afnum-
ið. Frílisti yfir útflutningsvör-
ur verður sexfaldaður og inn-
flutningur fyrir 40 miljónir kr.
árlega verður settur á frílista.
Vegna Marshallaðstoðarinn-
ar og góðrar uppskeru er búist
við að hægt verði að flytja inn
hráefni fyrir 350 miljónir kr.
meira en gert var ráð fyrir á
þessu ári. — Páll.
— Heimilishagfræði
Framh. af bls. 10.
hafa þegar kjörið sjer lífsstarf.
Verða því vindhöggin færri hjá
okkur. I Bandaríkjunum koma
stúlkurnar heint úr gagnfræða
skóla, 17—18 ára gamlar, og
eiu svo að ákveða sig fyrstu 2
á in hvað þær ætlast fyrir, og
stundum lengur. — Húsmæðra
fræðsla er hjer einnig á mjög
sambærilegu stigi við það sem
sje sá vestra- En erfiðleikar
húsmæðranna hjer eru marg-
fallt meiri — bæði á því að fá
fjölbreyttan mat og nýtisku
heimilistæki sem auðvelda
þeim störfin.
Velkomin heim.
— Og að lokum bjóðum við
Önnu velkomna heim — hjer
er áreiðanlega nóg að starfa
fyrir jafn vel menntaðan og
áhugasaman húsmæðrakennara
og hún er.
M.
Árás-
AÞENA — Skæruliðar rjeðust ný-
lega á vinnubúðir í námunda við
Larissa og námu á brott 50 gríska
verkamenn, sem þar Löfðu aðsetur.
Ánægjuleg
frísiundavinna
LENGI hefur það verið trú
manna að á Islandi mundi ekki
vera hægt að rækta trjágróður
í hkingu við það sem er í ná-
grannalöndum okkar sem sunn
ar hggja. Veðurfarið og jarð-
ve'gurinn hefur skapað þá trú.
Enda hefur stundum árað svo
að bjartar og hlýjar vonir hafa
ekki haft skilyrði til að þrosk-
asi í brjósti þjóðarinnar.
Sterkur vilji er afl flestra
hluta ef sigurvonir eru sterkar.
Nokkrir Reykvíkingar hafa
fengið smálönd í útskæklum
gróðurlendisins, í daladrógum,
hlíðargeirum og heiðabrekk-
um. Bygt þar sumarbústaði og
ræktað í kring. Sumsstaðar er
þessi ræktun með þeirri snild
að vert er að geta þess.
Til dæmis hefur Jón Helga
son kaupm- breitt landi sínu á
svo listríkan hátt að unun er
að skoða. Gert í það hæðir og
lægðir, tjarnir og hólma og
ræktað allt landið skógi og feg-
urstu skrautjurtum. Allt þetta
slarf er mest fristundavinna.
Ef margir hugsa þannig og
starfa megum við vænta þess
að takast muni að klæða land
ið til mikils fegurðarauka, ef
slíkt ræktunarstarf er látið ná
yfir í dagstundavinnuna iíka.
Margir smálandaeigendur
hjer í kringum Reykjavík hafa
prýtt fallega lönd sin og hafið
særfeldar trjáplantanir, allt
upp í 6—7 hundruð trjáplönt-
ur á einu ári. Má segja að það
sje vel af stað farið að klæða
landið. Þessir menn fá óefað
margfalldar þakkir komandi
kynslóða, bæði fyrir skilning á
trjáræktun og í öðru lagi fyrir
ánægjuna, gleðina sem því fylg
ir Ræktunarstarfið ætti okkur
Islendingum að vera kappsmál
sem búum í köldu og gróður-
lausu landi. Skógræktarfjelögin
eru nú hvað óðast að skilja Jón
as Hallgrímsson, Baldvin Ein-
arsson o. fl. að ef ísland á að
verða byggilegt land þarf að
færa það í sinn fyrri upphaf-
lega búning. Allir sannir land
ar þakka þessum framtaks-
mönnum fyrir hollustuna við
landið og gleðina sem þeir öðr-
um veita.
Jón Arnfinnsson.
MIKIÐ ÞÝFI
PARfS — Franska lögreglan hef-
u.' handtekið 10 menn sem sakaðir
eru um að hafa stolir 400,000 sterl.p.
virði af gulli á flugvelli í némunda
við Paris. Gull þetta étti að senda
til Indó Kina.
Þálffaka íslands í
alþjóöasamtökum
ÍSLAND er þátttakandi í eft-
irfarandi alþjóðasamtökum inn
an Sameinuðu þjóðanna:
ILO, FAO, ICAO, BANK,
FUND, WHO, IRO, ITU, UPU.
Hinsvegar er ísland ekki þátt-
takandi í UNESCO.
Skammstafanirnar þýða: —
ILO: Alþjóðaverklýðssamtökin,
FAO: Matvæla- og landbúnað-
arstofnunin, ICAO: Alþjóða
flugmálastofnunin, BANK: Al-
þjóðabankinn til endurreisnar
og fjárhagslegrar þróunar,
FUND: Alþjóða gjaldeyrisstofn
unin, WHO: Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunin, IRO: Alþjóða
flóttamálastofnunin, ITU: Al-
þjóða símamálastofnunin og
UPU: Alþjóða póstmála stofn-
unin.
UNESCO er alþjóða stofnun-
in um kenslumál, vísindi og
menningarmál.
Rannsóknir við Bikini
RANNSÓKNUM á afleiðing-
um atomsprengingarinnar við
Bikini er nú lokið. Verður bráð
lega birt skýrsla um rannsóknir
þessar, en þær voru gerðar á
vegum bandaríska flotans og
atomorkuráðsins.
— Jaröfræðingur
fFramh. á 2. síðu)
Það var því af kynnum mínum
af Heklukvikmyndinni og þeim
merka fyrirlestri dr. Sigurðar
Þórarinssonar, að jeg afrjeð að
eyða sumarleyfi mínu á íslandi.
Og það tel jeg ekki hafa verið
misráðið hjá mjer, sagði Kent.
í Afríku og á íslandi
Hverahiti hjer á íslandi er
mjög frábrugðin þeim sem við
höfum 1 S.-Afríku, sagði Kent.
Þetta stafar af því hve jai’ð-
lögin í Afríku eru miklu eldri
en hjer á íslandi.
Drekka kælt laugavatn
Síðan ræddi hann mjög mik-
ið um þann mikla mun, frá jarð
fræðilegu sjónarmiði, en út í þá
sálma verður ekki farið hjer.
Hann gat þess meðal annars, að
í borginni Windhoek væru 70—
80 gráðu heitar laúgar, sem not
að er til drykkjar, eftir að hafa
verið kælt. Annað vatn er ekki
að hafa. Þar er það því þver-
öfugt við ykkur. Þið notið heita
vatnið til að hita húsin ykkar
með, en íbúarnir í Windboek
nota það til að slökva þorstan-
um.
Markús
A
A A
&
Eftir Ed Dodd
P.FIN AND KlNG, SIDK BV
/V.OVE INTO TWE AAOUi W
C GREAT WAhP.KDP RIVER
E.ELIN THE DANGEP.OUS
JPNEY BACK TO TI IGIR
GPAWNING BEDE.
rYOU’LL FIND OUT, TOWNE-. 45
SAV, WE’VE GOT TP.OUP4 F.f
■QÍL pressure’.s dropmng...
Silfuruggi og Siklingur synda stöðvarnar í Söngá.
— Þú kemst nú bráðum að
inni. Hún er hætt að smyrja
inn í ósa Víkingafljóts hlið við | — Heyrðu Bryan, hvert ertu því, Towne............ en hvað er
hlið og hefja ferðina upp í klak! að fara með mig? þetta. Það er eitthvað að vjel-
sig.
Ferðast um landið
Kent fór í gær austur í Krísu
vík með dr. Sigurði Þórarins-
syni til að skoða jarðboranirn-
ar þar. Þótti ’honum það hin
fróðlegasta för. í dag fer hann
norður til Akureyrar, en þaðan
ætlar hann til Mývatns. Hann
gerir ráð fyrir að dvelja hjer
enn í tæpa viku.
Ein heitasta ósk hans í som-
bandi við dvölina hjer, er að
geta sjeð norðurljós. Hjeðan fer
Kent suður til Spánar til að
kynna sjer hverahita þar í
landi.
FLEIRI HERMENN
AÞENA -—- Gríska stjórnin hef-
uí ákveðið að stækka herinn um
40,000 menn. Gríski herinn verður
þá 25 prc. stærri en hann er nú. .