Morgunblaðið - 06.10.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.1948, Blaðsíða 9
Miðvikudagur §. okt, 1948. MORGVNBLÁÐIB 3 SKYGGNST BAK VIÐ JARNTJALDIÐ ÞEGAR mjer sneEhiöa á þessu ári barst boð frá læknafjelag- inu í Budapest, um að koma þangað og flytja erindi á 100 ára afmæli fjelagsins í byrjun september, þótti mjer sjálfsagt að þiggja boðið og fá þannig tækifæri til að skyggnast á bak við járntjaldið. Jeg reyndi að vera eins laus við hleypidóma og mjer var unnt og ætlaði mjer að reyna að meta Ijós og skugga að verðleikum. Við ákváðum að fara í bíl alla leiðina, kona mín og jeg, og með okkur uxðu samferða Friðrik bróðir minn og kona hans. Við ókum í gegn um Frakkland, Sviss og eftir endi- löngu Austurriki inn í Ung- verjaland. Lítið er af bílum á vegum Austurríkis, en þó fækkar þeim enn til muna er inn í Ung- verjaland kemur. Þar sjást mestmegnis hestvagnar á veg- unum, sem eru þó ágætir bíl- vegir. Ferðin gekk greitt inn yfir sljettur Ungverjalands. Margar brýr voru þó brotnar og þurfti að krækja víða yfir bráðabirgða brýr. Við fórum í gegnum mörg fátækleg þorp, þar sem mikið var um gæsa og svinarækt. Landið er frjósamt og mikið sjest af maís á ökrunum. Fallegt er að aka meðfram Dóná, sem er lygn og mikil móða, og veg- urinn liggur lengi með henni, uns byggðin fer að þjettast og vegurinn liggur inn í Buda- pest. Af öllum þeim stórborgum, sem við höfðum sjeð, lítur Budapest verst út. Við höfum ekki farið yfir Þýskaland og sjeð borgimar þar, sem eru miklu ver útleiknar, en eyði- leggingarnar í London eru ekki nærri eins miklar nje áberandi eins og það sem mætir aug- anu í Budapest. Það eru engar ýkjur, eð það sje leitun á húsum, sem engar stríðsmenjar sjást á. Hvar sem gengið er um borgina blasa við rústahaugar og þessi rúðulausu hús, þar sem allt er brunnið að innan, og ekkert eftir nema skrokkurinn með þessum tómu, gapandi gluggum. Þau minna mann á augnatóftir í hauskúpu, sem er allt sem eftir er af því lífi, sem einu sinni var. En þótt flest húsin sjeu heil, sjást merki stríðsins samt á þeim. Langflest þeirra bera sín kaun enn: Smærri og stærri holur inn í veggina, frá fimm- eyrings- til eplisstórar og stærri, þar sem múrsteinninn hefir kvarnast úr veggnum. Flest eru þetta sár eftir sprengjubrot úr flugvjela- sprengjum, sem kastað var á borgina af Ameríkumönnum, Bretum og Rússum. En hroða- legastar eru þó skemmdirnar eftir Þjóðverjana. Yfir Dóná, sem rennur um miðja borgina, lágu sjö brýr, hver annari fal- legri. Þegar Þjóðverjar urðu að yfirgefa borgina vegna sóknar Rússa, sprengdu þeir allar brýrn ar, sem nú lafa eins og drusl- ur út í ána, aðeins til trafala. Allt voru þetta geisimikil mann virki og var von að Ungverj- um þætti hart að sjá slíka með- ferð á þeim. ekki síst þegar Ur íerðalagi til Ungverjalands Eftir Níels Dungsl prófessor. það kom í Ijós, að rússneski her inn komst strax yfir ána á öðr- um stað, svo að sprenging brúnna seinkaði honum ekki nema tæpan klukkutíma. í 56 daga var barist um Budapest, eötu fvrir eötu oe hús fyrir hús, og bað er bví engin forða þótt bess sjéist merki. Þó sev.ia beir sem muna bá tíma. að beirn befði aldrei dottið í bug að borgin ætti eft- ir sð iafna sig eins og nú er orðið. því að svo hryllilegt var um að lítast eftir bardagana. Eldar um alla borgina, rústa- haugar um allsr götur, bar sem ekki varð þverfótað fyrir múr- steinshaugum, glerbrotum og likum af mönnum og bestnm. En þetta er borgin þó orðin. Að vísu ekki nema svipur hjá sjón af því sem Budapest var áður. þegar hún var einhver glæsilegasta borg Evrópu. En göturnar hafa verið hreinsaðar og múrsteinunum hefir verið raðað kyrfilega upp í stafla, |Sem víða tefja umferðina,- og er auðsjeð að mikið hefir verið lagað. Mikið átak þurfti til, enda voru bæði konur og karl- menn frá 16 til 58 ára aldurs kvödd í skyldirvinnu til að hreinsa borgina á sínum tíma. Mikið hefir þegar verið byggt upp aftur af húsum og tvær íullgerðar brýr tengja aftur saman Dónárbakkana auk'einn ar flotbrúr, sem taka verður upp á veturna vegna íshætt- unnar. UtHt borgarinnar er því smám saman að færast í sitt fyrra horf. En hvað er með fólkið? Verður maður nokkuð var við þetta svokallaða járn- tjald^ Eða er það aðeins til- búningur pólitískra andstæð- inga? Járntjaldið. Fljótt á litið ber ekki rnikið á járntjaldinu. Lífið gengur sinn gang svipað og áður var. Mikið sjest af vörum í búðar- gluggunum, svo að ekki er út- lit fyrir að um neinn vöruskort sje að ræða og á morgnana má sjá öll torg og margar götur fullar af grænmeti og ávöxt- um og kartöfluhaugar eru sumstaðar svo stórir á götun- um á morgnana að stærstu menn geta ekki sjeð yfir þá. Verðlag er hátt, yfirleitt mjög svipað og í Reykjavík. Hinn nýi gjaldmiðill heitir forínt og er að kaupgildi svipað krón- unni okkar. Fyrir eitt enskt pund fær maður 28 forint. Eitt kíló af svínaketi kostar rúm 20 forint og eitt kíló af smjöri 29 forint. Margt er þó enn dýr- ara en heima, t. d. kosta einir skór 200—400 forint. Þeger þess er gætt, að verka- maðurinn hefir ekki nema 4— 500 forint og fæstir embættis- Reykjavík eru nógir peningar, menn yíir 1000 forint á mánuði, geta menn gert sjer í hugar- .lund, að afkoman sje erfið. í en engar vörur að kaupa. en í Búdaoest eru nógar vörur, en engir peningar til að kaupa fyr- ir. Ungv^rialsndi er nú alger- ipp-a íti,!’'”að af kommúnistum. Þótt srnábo-tfgrpflokkurinn eiei t-''o menn í st’órninni ennþá, hafa þei- ekkert að segjá og aðeins tímasm'rsmál hvenær þp;r verða að hverfa úr stjórn- inni. •* Hve-nig pefst þessi stjórn? H’pr er p-^in frumstæð Aust- urlandaþjóð að reyna nýtt þjóð skÍDulsff. heldur pömul menn- inparþjóð. ?prn lifði við góð efni í frjósömu og suðugu landi. Við töluðum við fiölda manns af öllum stiettum. Yfirleitt bar beim saman um að mikið hefði verið gert og að stjórnin hefði verið framkvæmdasöm við að reisa borgina úr rústum. enda var það sameiginlegur vilji allra Jandsbúa. Við hittum kommúnista, sem lofsungu ástandið eins og það væri, en þeir voru allir nýir embæítismenn, sem komist höfðu að vegna skoðana sinna. Sjálfsagt hafa kjör þeirra batn- að frá því sem áður var. En annars eru það engar ýkjur, að við heyrðum bókstaf- lega engan mæla stjórnarfar- inu bót. Járnt.ialdið er einn ógurleg- ur veruleiki, sem enginn get- ur gert sjer grein fyrir nema sá, sem lifir á bak við það, eða fær tækifæri til að skyggnast inn fyrir það. Allir eru hræddir, og það var áreiðanlega engin tilviljun, að sama setningin mætti okkur af munni svo margra: .,Við lifum í dag. en við vitum ekkert hvað morc'undagurinn ber í skauti sínu“. Ef menn segja eitthvað á móti stjórninni eiga þeir á hættu að vera teknir af lögreglunni og hverfa s.iónum. Margir fá langa fangelsisdóma, aðrir eru barðir svo að á þeim sjeí- (við töluð- um við fólk, sem sagðist hafa sjeð á'verkana á þeim og jafn- vel beinbrot! og það versta er að pólitískir embættismenn hafa verið settir vfir dómstól- ana. svo að riettaröryggi er ekki lengur til i landinu. Það er erfitt að fá menn til að tala um bessa hluti í Ung- verjalandi,’ þar sem allir eru bræddir og enainn þorir að seaia neitt af ótta við að vera tekino. en sf sjerstökum ástæð nm fiekk jeg tækifæri til að tala við menn, sem voru ekki bræddir við að það sem þeir seöðu kæm:st til lögrealunnar. Læknarnir fvlgjast oft manna best með nöeum almennings og frá þeim fiekk jeg margan fróðleib. Þ°im kom saman um. að verkalýðurinn væri allur á móti stjórninni. Sjálf heyrðum við verkafólk tala mjög illa um stjórnina. Hvernig er mögulegt að stjórn geti haldist við í landi þar sem allur almenningur er á móti hennj og verkalýðurinn líka? Svo varð mjer á að spyrja og jeg býst við að sú spurning j hvarfli að mörgum. Svarið var ofureinfalt: „Við vituu*. að þótt það sje aðeins 1 lítið brot af þjóðinni, sem styð- ur þessa stjórn, þá þýðir ekk- ert að gera tilraun til stjórn- arbyltingar. Rússneskt hervald er að baki kommúnistunum og það mundi undir eins grípa inn, ef við ætluðum að hreyfa okk- ur“. Síðustu löglegar kosningar, sem haldnar voru (fullyrt er að þær síðustu bafi verið fals- aðar) sýndu 16% kommúnista, en þeir sem jeg talaði við full- yrtu að fylgi kommúnista hefði minnkað síðan þeir tóku að sjer stjórnina. ,,Fyrir okkur er ekkert ann- að framundan en vaxandi á- nauð og engin von nema ný styrjöld, sem Rússar bíða ósig- ur í, því að annars getum við ekkj losnað við kúgara okkar. En ný styrjöld þýðir enn meiri eyðileggingu og vafalaust hvort þjóðin lifir hana af. Ameríku- menn eru okkar eina von, en þeir eru svo langt í burtu“. Þannig talaði fólkið og þetta mun vera skoðun almennings, eftir því sem jeg gat komist næst. Mjer var sagt að stjórn- in væri raunverulega leppstjórn Rússa, því að hún tæki við fyrirskipunum frá Moskva og þyrði ekki frá þeim að víkja. Tito hefir ekki rejmst alveg eins þægur. Lögreglan. Ungverjaland er að verða lögregluríki, á því getur eng- inn vafi leikið. Á hverjum degi sáust hópar af ungum lögreglu- lærlingum ganga í fylkingum um göturnar, syngjandi söngva, rjett eins og SS og SA fylk- ingarnar í Þýskalandi forðum. Mjer var sagt að lögregluliði hefði verið fjölgað stórkostlega og að þegar væru til 15 mis-. munandi tegundir af lögreglu. .Bráðum verður helmingur af þjóðinni lögregla til að fylgjast með hinum helmingnum“, sagði einn maður við mig, þegar við sátum tveir einir inni í bíl. Og hann hjelt áfram og sagði: „Jeg bíð aðeins eftir tækifæri til að komast út úr landinu, því að hjer er engum frjálsum manni vært lengur“. Svo virðist sem verið sje að bvggja lögregluna upp, og er allt útlit fyrir að það sem menn hafa reynt af henni hirigað til, sje ekki nema rjett að eins byrj unin af því sem eftir á að verða, því að slíku stjórnarfari er ekki unnt að halda gangandi nema með sínjósnandi og síkveljandi lögreglu. Enginn þorir að segja neitt á móti stjórninni af. ótta við að verða tekinn af lögreglunni og misþyrmt, og mjer var sagt að fjöldi fólks hefði fengið 15 mánaða fangelsi fyrir það eitt að andmæla stjórninni í einka- samtölum. Lögreglan hefir eftirlit með því að engir nema rjetttrúaðip kommúnistar fái atvinnu og embætti og hefir tugum þús— unda manna verið vikið frá störfum af pólitískum ástæðum. Sem dæmi má nefna vel þekkt- an lækni, í Budapest, sem jeg kynntist vel er jeg kom þang- að 3 931. Hann var þá ungur maður, forstöðumaður belstu beilbrigðisstofnunar ríkisins. Hann var talinn einhver gáf- aðasti læknir jUngverjalands, duglegur maður og var jata'3 af öllum að honum var sjer- staklega sýnt um að skipu- leggja heilbrigðismál. Nú var mjer sagt, og það-aí mörgum læknum, að þessi Tnh'O ur hefði verið rekinn frá em- bætti sínu vegna þess að hann hefði þótt vera of hlyntur nas- istum í styrjöldinni. Ekki heyrði jeg samt einn einasta lækni mæla tiltæki stjórnarinnar bót, en alla harma það, að ‘nkið skyldi ekki fá að njóta starfs- krafta þessa manns. Einn próf. við ungverskan háskóla, sem þekkti þenna lækni vel, sagði mjer að hann hefði fengið stöðu hjá verslunarfyrirtæki, sem býr til bóluefni, og þar befði hann verið byrjaður að framleiða penicillin. Þegar stjórnin komst á snoðir urn það Ijet hún taka fyrirtækið eign- arnámi og reka lækninn frá. Síðan er ekkert penicillin fram leitt í Ungverjalandi, af því að enginn kann til þess, en þerir vilja heldur kaupa það frá út- löndum en láta mann, sem þeir telja andstæðing sinn gera það. Slíkar sögur dundu í eyrun- um á manni dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Einn háskóla prófessor utan af landi, sem var sjerstaklega viðfeldinn maður, sagði mjer, að jeg gæti ekki imyndað mjer hve hræðilegt á- standið væri. Tugir þúsunda, ef ekki hundruð þúsunda manna af öllum stjettum, hefðu verið reknir frá störfum og þetta fólk gæti enga björg sjer veítt, því að það fengi enga atvinnu og mætti enga tilrauiv gera til að afla sjer lífsviður- væris. Það selur eignir sínar, föt og húsgögn, svo lengi sem það endist og síðan sveltur það. Það er mjög illa sjeð ef aðrir hjálpa þeim, því að þá verða þeir tortryggilegir um rangan hugsunarhátt. Trúin á Marxismann. Jeg hitti prófessora viJ læknadeildirnar í Budapest og víðar, sem sögðu mjer að þeir yrðu að fara að læra kenningar Marxismans og vera færir um að standast próf í því „kveri", því að annars misstu þeir stöð- ur sínar. Við hittum aðra menn í öðrum störfum, sem höfðu orðið aS ganga í kommúnista- flokkinn til að fá atvinnu. Einn- þeirra sagði að hann hefði hing- að til sloppið við próf í marxist- iskum fræðum, en að nú hefði honum verið tilkynnt að hanrv yrði að ganga undir próf, svo að nú yrði hann að fara að læra kverið. Þessi maður vann aðeiris við músik og hafði aldrei skift sjer neitt af pólitík. Auð- Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.