Morgunblaðið - 06.10.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1948, Blaðsíða 14
u MORGUNBLA9l» Miðrikudagur 6. okt. 1948. PILSVARGUR Si áldia^a e^tir amei ■ i l ;t l ■ Inn gekk yfir gólfið þangað sem prestur stóð og beið hjá tilbúnu eltari. Peter varð líka hýrari á Cvipinn þegar hann sá Fern. — Janet tók eftir því og hún fekk cting fyrir hjartað. Henni varð litið á frú Olifant og hafði aldrei sjeð hana jafn ánægða á sviy>. En á næsta augnabliki kom sá skelfingarsvipur á frú Oli- fant að Janet hafði aldrei sjeð annað eins. Þá varð Janet litið á Fern og s.á að hún var að hníga nið- ur. Og um leið og hún fell fórnaði hún báðum höndum eins og í þöguli bæn um hjálp. Það kom undrunarsipur í stóru augun hennar og hún leit til móður sinnar eins og hún vildi spyrja: Hvað er þetta. Hvað er að mjer? Hún lenti með höfuðið á alt- arishorninu og veinaði um leið. Og svo lá hún kylliflöt á gólf- inu. Peter og Lesley hlupu tii hennar samtímis. Þau krupu á knje sitt hvorum megin við hana og litust snöggvast í augu og voru ekki hýr á svip. Peter tók Fern í fang sjer og bar hana burtu úr herberginu. Jp.net rauk þegar í símann íil að ná í lækni. Hún hringdi í fjóra staði en enginn læknanna var heima. í fimta sinn náði hún sambandi við lækni og á meðan hún var að tala við hann heyrði hún að lyftan var á ferðinni og hávaða í gestun- um inni í stofunni. Að loknu samtali fór hún inn til gestanna og sagði þeim að þeir mættu fara. Þeir spurðu í þaula og hún svaraði: Jú, þetta stafar af Cömlu meiðsli hjá Fern. Nei, þökk fyrir, þeir gátu ekkert gert fyrir þær. Og svo þakkaði hún þeirjr í nafni fóstru sinnar fyrir komuna. Hún fylgdi þeim til dyra og þegar seinasti gesturinn var farinn skelti hún hurðinni í lás og hljóp upp á loft. Þar stóðu þau Peter og Lesley á gangin- um fyrir utan dyrnar á heí- bergi Ferns og sneru sjer hvort frá öðru. Þau börmuðu sjer út af því að hjúkrunarkona frú Olifant hefði rekið þau út. „Það er best fyrir ykkur að bíða niðri“, sagði Janet. ,,Frú Olifant er ekkert um það gefið að fólk sje að ráfa á göngun- um“. „Á ekki að ná í lækni?“ „Jú, það er læknir á Ieiðinni“. Og hvað sem þau sögðu þá var hún jafn ákveðin og Norah Og rak þau niður. Þegar þau voru farin barði hún að dyrum á svefnherbergi Ferns. Norah opnaði hurðina í hálfa gátt. — Hún var byrst á svipinn og gerði sig alls ekki líklega til þess að hleypa Janet inn. Hún var með tómt glas í hendinni, en það mátti sjá að einhver hvítur lögur hafði verið í því. Inn um gættina sá Janet hvar Fern lá í rúmi sínu og var breiddur bakstur yfir ,ennið á henni. Hún var með opin augu, en virtist rænulítil. Frú Olifant kom akandi í hjólastól sínum og Norah vjek til hliðar fyrir henni. „Segðu Peter að þetta sje ekkert“, sagði hún við Janet. 8. dagur ingja pilturinn, jeg held að hann hafi orðið hræddur“. „Gifford læknir kemur hing- að innan stundar". „Símaðir þú til hans?“ spurði frú Olifant svo byrst að Janet hrökk saman. „Já, auðvitað gerði jeg það“. ,,Þú hafðir ekkert leyfi til þess. Hringdu uridir eins aftur og segðu honum að hann þurfi ekki að ómaka sig“. „Má hann ekki koma?“ „Stattu ekki þarna og gláptu á mig eins og hálfviti. Símaðu strax til hans og segðu honum að hann þurfi ekki að koma. Þú getur notað símann í herberg- inu mínu“. Svo urðu þær samferða inn í herbergi frú Olifant og hún sat keik í stólnum á meðan Janet hringdi. „Það er sagt að hann sje far- inn“. sagði Janet. „Þú verður þá að taka á móti honum og segja honum að þetta hafi verið misskilningur“. „Ó, frænka, jeg get það ekki“. „Hann má senda mjer reikn- ing fyrir ómakið“. „Finst þjer ekki rjettara að hann líti á Fern?“ „Jeg mundi ekki hafa skipað þjer að snúa honum aftur ef mjer fyndist það. Farðu nú nið ur og hughreystu Peter“. „Já, frænka“. Hún sagði þetta blátt áfram en undir niðri var hún reið. Um leið og hún gekk niður heyrði hún að fóstra hennar hringdi í símann. Hún fór inn í lesstofuna og lyfti heyrnar- tólinu þar. Heyrði hún þá að fóstra hennar sagði: „Langlín- una“, og eftir nokkra bið: „Get jeg fengið New Haven“. Janet fanst það nú skammarlegt að standa á hleri, svo hún lagði frá sjer heyrnartólið. Þegar hún sneri sjer við stóð Peter þar hjá henni. Hann var með hendur í vösum og þungur á svip. „Stundum tala menn tóma vitleysu“, sagði hann. „Þú átt við það að þú hafir nú fengið samviskubit út af því sem bú varst að tala við mig um Fern?“ „Fern er yndisleg stúlka. — Hún er allt of góð handa mjer“. „Ekki efast jeg um það“, sagði Janet. „En við skulum ekki tala um það. Deborah frænka bað mig að segja þjer að þú skyldir ekki vera hrædd- ur um Fern. Henni líður nú vel“. I sama bili kom Lesley í dyrnar og var ekki hýrri á svip en Peter. „Hvernig stendur á því að læknirinn kemur ekki?“ sagði hún. „Hann á langa leið að fara. En svo verður það ekki annað en ómakið því að fóstra bað mig að snúa honum aftur þegar hann kæmi“. „Snúa honum aftur?“ „Já, hún sagði það. Það þýðir ekki að ásaka mig fyrir það. Jeg geri aðeins eins og mjer er sagt“. „Skipaði frú Olifant svo fyr- ir?“ ..Hver annar hefði átt að gera það?“ Nú heyrðist dynur í bifreið fyrir utan og Janet flýtti sjer til dyra. Gifford læknir kom hlaupandi upp tröppurnar með stóra tösku í hendi. Hann bauð henni gott kvöld og spurði hvernig sjúklingnum liði. „Þetta voru leiðinleg mistök, læknir. Hún er ekkert veik“. „Það er þó best að jeg líti á hana úr því að jeg er kominn hingað“. Hún fór í veg fyrir hann. Hann sperti brýrnar. „Fern hefur fengið svefn- skamt og sefur nú“, sagði hún. ,,Og frænka vill ekki að hún sje ónáðuð“. „En hvað sögðuð þjer í sím- anum áðan-----------?“ „Jeg veit hvað jeg sagði. En það var vegna misskilnings og mjer þykir fyrir því“, sagði Janet. Læknirinn skelti hattinum á höfuðið með þeim þjósti er ein- kennir menn, sem mikið hafa að gera þegar tíma þeirra er eytt til einkis. Það var auðsjeð á ho.num að hann ætlaði aldrei framar að ómaka sig hingað, hversu mikið sem á lægi. Hann þusti út og skelti vagnhurðun- um hranalega á eftir sjer. Hann steig hvað eftir annað á ræsir- inn, svo að hvein í bílnum, en gleymdi í bræði sinni að opna fyrir bensínið. Seinna vorkendi Janet hon- um, en þessa stundina stóð henni svo sem á sama, því að hún var sár og hugsaði mest um það. Hún skildi við þau Peter og Lesley og fór upp á loft. Svo sem klukkustund síðar heyrði hún að annar bíll ók heim að húsinu. Henry tók á móti gestinum og fylgdi hon- um upp á loft. Henni var forvitni á að vita hver þetta væri svo að hún opn aði hurðina ofturlítið og gægð- ist fram. Sá hún þá að þarna var kominn lágur maður og var honum vísað inn í svefnher- bergi Ferns. Þegar Henry var orðinn einn eftir á ganginum, gekk hún fram og spurði: „Hver var þetta?“ „Læknirinn“-. „Læknir?“ „Já, læknir frá New Haven“, saeði Henry og fór. Hún gekk aftur inn í her- berei sitt og furðaði sig nú enn meira en áður á hinu undar- le<*a háttalagi fóstru sinnar. — Hvers vegna vildi hún ekki að Gifford kæmi til Ferns, oe saeði að hún þyrfti ekki á lækni að halda? Og hvers vp?na símar hún svo til New Haven og fær læknir handa henni alla leið þaðan? Þetta var henpi óskilianlegt. Og hún var pð hrióta heilann um það þang- að tíl kominn var matmálstími. Þegar hún kom niður í borð- stnfiina var Henrv bar og hann spgði henni að Peter væri far- inn bnim til sín, en fóstra henn- ar n« læknirinn sætu á tali inni ’ 1c><!stofunni. — Hann var að i"'"*’a á horð fvrir þrjá: frú A,:faT1t. Janet og Lesley. Kggen Claessen (iústaf A Sveinssort '♦eilowhúsið Símj ll'7 „Fern hefur fengið róandi með- al 0£ henni líður nu vel, Áum- Jjfisley var ekki rótt, ep hún sagði ekki meira. næstarjettarlögmen n 'lclroTia- FÁTÆKI KLÁUS 5. -1 rtáð yðar og vorkunnsemi er víðþekkt. Þjer hafið einnig gert mjer góðverk með því að gefa mjer mat og húsaskjól á þessari köldu nóttu, því annars hefði jeg án efa orðið úti í hríðinni, sem nú gengur yfir, eða einhver villidýr hefðu ráðist á mig. Fullkomið nú góðverk yðar með því að gefa mjer aðeins milljónasta hlutann af þeim fjársjóðum. sem eru allt í kringum yður. Það er nóg fyrir mig og myndi gera mig einn hamingjusamasta mann veraldarinnar. Þjer munuð sjá, að jeg mun nota gjöf yðar vel og alla ævi mína mun jeg verða þakklátur. Konungurinn sneri sjer að einum þjóna sinna og gaf hon- um fyrirskipun. Hann hvarf á brott en kom bráðlega aftur aftur með lítinn stokk, sem hann rjetti konunginum. Álfa- konungurinn opnaði stokkinn og það kom í ljós að í honum voru aðeins þrír venjulegir tinnusteinar, eins og stundum finnast á ströndinni. Hann tók þá upp, rjetti Kláusi og sagði: Ef þú ert í nauðum staddur skaltu taka einn þessara steina, kasta þeim inn í arinstæði og segja: Litli steinn, litli steinn, hjálpaðu mjer nú. En notaðu auðæfi þín á rjettan hátt. Það eitt vil jeg ráð- leggja þjer. Konungurinn kinkaði vingjarnlega kolli og Kláus gekk burt frá honum. Leiðsöguálfurinn, sem hafði komið með hann inn í álf- hamarinn kom nú aftur á móti honum og vísaði honum út. Síðan fylgdi hann honum eftir styttri leið út úr skóg- inum, svo að Kláus var bráðlega kominn heim til sín. Skósmiðurinn var tæplega kominn inn úr dyrunum á húsi sínu fyrr en hann vildi fara að reyna tinnusteinana. Hann mætti konu sinni, sem spurði hver ósköpin gengju á, en hann svaraði: Góða mín, nú hef jeg það. Nú hef jeg loksins fengið það, sem jeg hef svo lengi óskað mjer. Trúðu því eða trúðu því ekki, en á morgun verðum við orðin rík, já, ríkasta fólkið í sveitinni. — Svona vasaútgáfu af flóð- hesti hefi jeg aldrei sjeð fyrr. * Constance Murrey, 19 ára stúlka, og meðerfingi að 50 milljónum dollara, gekk í s.l. mánuði í klaustur og gerðist nunna. Móðir hennar varð fyrst til að tilkynna þetta, þegar Con- stance kom úr ferðalagi frá Evrópu fyrir nokkru. Skýrði hún þá frá því að hún myndi ganga í „The Holy Child“- j klaustur á Sharxon Hill í Penn sylvaníu 15. sept., þremur dög- um eftir að hún hefði verið brúðarmær systur sinnar, Cha- retina. Constance er ljóshærð og falleg stúlka og einn af erfingj- um hins auðuga Thomasar Ed- ward Murrays, sem var afi hennar. Hann var einn af for- stjórum New York Edison Com þany. Constance á fjórar systur og er ein þeirra gift Alfred Kwynne Yanderbilt. Unga stúlk an ákvað að gerast nunna, þeg- ar hún var 14 ára gömul og fór þá í klausturskóla. Þegar hún kom úr skólanum var hún enn ákveðin í að vilja ganga í klaústur, en móður hennar þótti rjett að hún biði með það, þangað til hún hefði kynnst samkvæmislífinu og far ið í ferðalag til útlanda. Nú er sú ferð á enda, sagði frú Murray, og dóttir mín er ákveðnari en nokkru sinni fyrr að ganga í klaustur. Þetta hef- ur verið draumur hennar í mörg ár, og okkur þykir öllum vænt um að hann er nú að ræt- ast. ★ Hjónaefni í Los Angeles sigu í kafarabúningi niður á hafs- botn og voru þar gefin saman í heilagt hjónaband af presti, sem einnig var í kafarabúningi. Síðan marsjeruðu þau eftir hafs botninum til lands. 1929 voru hjónaefni frá New York gefin saman í flugvjel, en að vígslunni lokinni stukku þau út í fallhlíf. í Suður-Afríku lögðu brúð- hjónin og gestirnir eitt sinn land undir fót og gengu á Table fjall við Höfðaborg þar sem vígslan fór fram. AVGLÝSING ER GVLLS IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.