Morgunblaðið - 22.10.1948, Síða 2

Morgunblaðið - 22.10.1948, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. olct. 1948. ~j ) æ|as:’ Á k ~ej arstjórnarfundi, er hald- inn ve.L 1 gær, var samþykt með 8 atkv. gegn 7 svohlj. rökstudd dágskrá, er Gunnar Thoroda- sen borgarstjöri flutti fyrír hön d Sjálfstæðisflokksins: Bæjarstjóm Reykjavíkwr telur, að öruggur og vel gerð iir vegur milii Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisius sje eitt nauðsynlegasta og m.est aðkallandi samgöngu- mál landsins, til þess að : tiryggja mjólkurflutninga ©g aðrar samgöngur. I nær tvo áratugi hefur það verið cin- ' -rótma álit hinna fróðustu og færustu manna um vcgagerð að þessar samgöngur yrðu ! hest leystar með því að leggja veg fró núverandi vegl í Svínahrauni um svo- kölluð Þrengsli austur í Ol- ' fus. Þessi skoðun hefur tví- vegís verið staðfest af Al- ' þingi með lögum frá 1932 og ' 1946. Bæjarstjórnin harmar 1 það, að ekki skuli enn byrj- ' að á þessari sjálfsögðu og ■ hiráðnauðsynlegu vegargerð. líæjarstjórnin lýsjr óánægju ' simii yfir, að samgöngumáia jáðuneytið hefur í 3 sumur vaurækt að framfylgja bein um lagafyrirmælum um Aust ' urveg. Skorar bæjarstjórnin 1 eindregið á Alþingi og ríkis- 1 síjórn að hefjast þegar ' bánda um framkvæmdir við Æusturveg, er reiðubúin til viðræðna um það, á hvern hótt bærinn gæti greitt fyr- 'ir þeim framkvæmdum, og tektar fyrir næsta mál á dag- ' skrá. Borgarstjóri fylgdi þessari tillögu úr hlaði með ítarlegri ræðu. Hann kvað mikla áróð- umherferð hafa verið hafna í málgögnum allra minnihluta- flokka bæjarstjórnarinnar síð an að Krýsuvíkurvegurinn he'fðí. fcorið þar á góma. Væri hann borinn hinum verstf brigslyrðum og jafnvel dróttað um að stefna að þvi. að leggja reykvísk börn í mjólk- ursvelti! — Jeg tel ,af þessum orsöfcum rjett, sagði borgarstj., sðu Jíða þetta mál nokkru nán- ar-og minnast á samgöngumál F.' iftu f ■ uidsundirlendisins og íteylqavíkur. Góðar 'íaiBgöngux- við sveitirnar Jtfiuö'synlegar. Miiií sveitanna á Suðurlands- undirjlendinu og Reykjavíkur. væruymikil viðskifti. En þessar blórojegu sveitir eru hafnlaus- ar Tií þess ber þessvegna brýna nauðVyn að skapa skilyrði sem boijírá samgangna á landi milli þojj-rj, og bæjanna við Faxa- flóa. begar Hellisheiðarvegur- injj var gerður um síðustu alda móí. ,vir að honum afarmikil bót En síðan hafa margvíslegar broykngar orðið. Nú er þörf greiðra daglegra samgangna TnilU ]:• -srara landshluta. Hversu mii.Tii fh tningarnir eru um þov .leið má marka af áætl- un ;;err. ,erð var árið 1943 um flul.aínc.skostnað þann. er Sunn lendmr.-r og Reykvíkingar greidu , fyrir flutning. er um hnii-i f:eru. Samkvæmt þeirri áæílvar talið að þessir að- j]j„, • . eiddu hátt á 4. miljón í f’v - ingskostnað á ári. — Það ci j /í Ijóst, að það er mjög vikisr k kvsemda við Ausiyrve ur kákstefnu Framsóknar- og Alþýðuflokksins sla Gunnars Thoroddsen borgarsfjéra. þýðingarmikið að sem bestur og sem stystur vegur liggi milli þessara- landshluta. Itætt um varanlega lausn í 3 áratugi. í þrjá áratugi hefur verið rætt um varanlega lausn í sam- göngumálum þeirra. Arið 1921 samþ. Alþingi till. um að rann- sökuð vrðu skilyrði fyrir lagn- ! ingu járnbrautar austur vfír fjall. Gerði norskur verkfræð- ingur síðan áætlun um slíka frarnkvæmd. Var það álit hans að ein ieið kæmi fyrst og fremst til greina í þyí sambandi, leið- in um Þrengsli austur í Ölfus. En ekkert varð úr fram- kvæmdum. Á árunum 1930—31 hefjast aftur umræður um málið. Þá eru menn komnir á þá skoðun, að ekki eigi að leggja járnbraut heldur bílveg- Á grundvelli álits verkfræðinga, samþ. Al- þingi að nýr vegur skuli lagð- ur austur í sveitir frá Lækjar- botnum um Þrengsli austur í Ölfus. Með þeim lögum sló Al- þingi því föstu í fyrsta sinn, að öruggasta leiðin austur væri um þrengslin. En þyí miður hefur ekkert orðið úr framkvæmd þessarar vegagerðar. Framsókn og Alþýðuf 1 okk ur - inn eyðilögðu málið. Nokkrir áhrifamenn úr Fram sóknar- og Alþýðufl. gei'ðu nú samkomulag um að fresta vegagerðinni. í stað hennar bundust þeir samtökum um vegalagningu um Krýsuvík. •— Vegurinn um Þrengsli var 61 km langur, en Krýsuvíkurveg- ur 100% eða um 40 kc lengri en Þrengslaleiðin. Menn geta gert sjer í hugarlund, hvaða þýðingu það hefur, bæði í ben- síneyðslu., gúmmísliti og tíma- eyðslu. Eir.u rökin sem færð hafa verið fyrir þessum vegi, er að hann sje snjóljettari en vegur- inn yfir Hellisheiði. Má vera að það sje rjett. En hann hefur að þessu leyti aldrei verið bor- inn saman við Þrengslaveginn, sem sjerfræðingarnir hafa mælt með að lagður yrði. Það getur vel verið að Krýsu víkurvegurinn verði góður skemtiferðavegur. hann getur líka orðið góður engjavegur fyr ir Hafnfirðinga. Árnessýsla getur líka haft af honum nokk- uð gagn vegna sambandsins við Þorlákshöfn. En hann er engin lausn á samgönguþörf Suður- landsundirlendiains og Reykja- víkur. Samkomulag Framsóknar og Alþfl. mikið óheillaspor. Samkomulag Framsóknar og A!bvðuflokksins ,um að hafa ráð sjerfræðinga að engu, var þessvegna mikið óheillaspor. — En því miður hefur sjónarmið þeirra ráðið. Stórfje hefur ver- ið varið í Krýsuvíkurveginn. — Síðan árið 1940 hefur verið greitt. til hans hátt á fjórðu milj. kr. En látum vera þótt ríkissjóð- ur hefði eytt í þetta stórfje. — Hitt var miklu verra, að með þessari ráðabreytni var raun- hæf lausn málsins stöðvuð. — Lögin frá 1932 urðú pappírs- gagn eitt. Máiið tekið upp á ný. En árið 1944 er m.álið tekið upp á Alþingi enn á ný. Þá er skipuð í það 5 manna nefnd til þess að gera till. um raun- hæfa lausn samgöngumála Sunnlendinga og Reykvíkinga. I þessari nefnd áttu upphaf- lega sæti vegamálastjóri og einn maður frá hverjum þing- flokki. Voru það þessir menn: Arni Snævarr verkfræðingur, Emil Jónsson vitamálastjóri, Jón Gunnarsson verkfræðingur og Gunnar Benediktsson rit- höfundur. í stað Emils Jónsson- ar, sem nokkru síðar varð ráð- herra kom svo Ingimar Jónsson og Árni Eylands í stað Jóns Gunnarssonar, sem fór til Ame ríku. Þessi nefnd skilaði svo áliti. Og niðurstaða hennar varð hin sama og hinna fyrri sjerfræðinga. Lausnin varð hin sama og árið 1932. Vegur um Þrengslin austur í Ölfus. Um þetta álit var enginn ágreiningur í nefndinni. Þó áttu þar sæti menn ixr öllum stjórnmálaflokkum. Nefndin skilaði ýtarlegu á- liti þar sem gerð var grein fyr- !r hinum fjórum leiðum sem til greina komu, Hellisheiði, Þrengslum, Krýsuvíkurleið og Þingvallaleið. En nefndin lagði einróma til að nýr vegur yrði lagður um Þrengsli og að fyrst verði byrj- að á honum. Þó vegagerðinni um Krýsuvík yrði haldið áfram megi hún þó ekki tefja fyrir Þrengslaveginum. Lögin um Austurveg, Þetta álit var síðan lagt fyr- ir Alþingi. Þar voru síðan sam- bykkt lög um Austurveg. — -Autningsmenn þeirra voru Eiríkur Einarsson, sem um lang an aldur hefur haft forystu um umbætur í samgöngumálum Sunniendinga, Bjarni Benedikts son, Brynjólfur Bjarnason og Magnús Jónsson. Efni þeirra laga var byggt á sjerfræðingaálitinu. Nýr vegur er nefndist Austurvegur skyldi lagður frá Lækjarbotnum um Þrengsli og niður í Ölfus. — Skyldi framkvæmdir miðaðar við það að vegagerðinni lyki á 7 árum. Ríkisstjórninni var heimilað að taka fje að láni til hennar Alþingi hafði þannig í ann- að skipti slegið því föstu að þessi leið væri framtíðarlausn- in í samgöngumálum Sunnlend inga og Reykvíkinga. En síðan er uliðin þrjú sum- ur og ekkert hefur gerst. Það hefur verið ákaflega illa haldið á þessu þýðingarmikla máli. í viðbót við þær villigötur, cem Framsókn og Alþýðuflokk urinn leiddu það inn á hefur svo komið þrjóskan gegn því, að framfylgja ákveðnum laga- fyrirmælum Alþingis. Krýsuvíkurvegiu- snjóljettari? Borgarstjóri fór þessu næst nokkrum orðum um Krýsuvík- urveg. Því hefur verið haldið fram að hann væri snjóljettari en hin leiðin. En fyrir því liggja engar sannanir. Hitt er vitað að hann verður 40 km. lengri. Um fram- kvæmd vegagerðarinnar til Krýsuvíkur væri það að segja, að að henni hefði verið unnið þannig að vegurinn meðfram Kleifarvatni hefði stórskemmst. Því er haldið fram nú að það sje um tómt mál að tala að hefja framkvæmdir við Aust- urveg. Það sje ekki byrjað á honum og það muni taka ára- tugi að ljúka honum. Allt þetta er herfilegustu blekkingar. í nefndaráliti sjerfræðing- anna er ráðgert að öll vegagerð in taki 6 ár (þ. e. fullgerður steinsteyptur vegur alla leið). En samkvæmt þeirri áætl- un er einnig gert ráð fyrir, að fyrsta árið verði lagður vetrarvegur frá Svínahrauni u mÞrengslin niður í Ölfus. En þar með væri sigrast á verstu örðugleikunum sem snjóalög valda. Þessi kafli leiðarinnar er áætlaður að kosta um 4 milj. króna eða sömu upphæð og varið hefur verið til Krýsuvíkurvegar frá árinu 1940. Ef skynsemin hefði ráðið--------- Ef skynsemin hefði ráðið þá væri kominn vetrarvegur þessa leið fyrir sömu upphæð og KrýSuvíkurvegurinn hefur kostað til þessa. Grundvöllur hefði verið lagður að framtíð- ;rlausn í þessum þýðingarmiklu málum. Þegar hinir seinheppnu sam- göngumálavitringar hafa í einn og hálfan áratug eyðilagt fram- ‘íðarlausn þessara mála, — þá má gjarnan koma til Reykja- víkurbæjar og Sjálfstæðisflokks ins og krefjast þess að bær- inn leggi fram fje til þess t fraan að leggja síðasta Krísuvíkur*? spottann. Svo segja þessir menn að nú- verandi borgarstjóri í Reykja- /ík sje ábyrgur fyrir því ef snjóalög stöðva mjólkurflutn- . nga til bæjarins!! Það þarf feimnisleysi af þeim, sem stöðvað hafa raunhæfa lausn samgöngumálanna til þess að geta sagt þetta. Með skynsamlegum að- ferðum. — Móti káki. J Því er nú haldið fram nð það sje þýðingarmikið atvinnumál fyrir Reykvíkinga að vinna stöðvist ekki við Krýsuvíkur- veg. Því er þar til að svara að ^ samkvæmt upplýsingum frá vinnumiðlunarskrif stofun um j hjer i bænum er ekki um neitt atvinnuleysi að ræða meðal j reykvískra verkamanna Hitt er annað mál aft hjá vörubifreiðastjórum er þröng jfyrir dyrum af völdum lítillar atvinnu. En jeg vil segja þaoi að það væri meira vit í því að lána fje til þess að hefjast handa um vegagerðinn um Þrengsli og það væri árciðan- legu miklu hagkvæmar;: fyrir vörubifreiðastjóra hjer í Beykja vík. Jeg vil að lokum segja þetta, sagði borgarstjóri: — Ef farið er fram á atbeina Reykjavíkur til skynsamlegra lausna á samgöngumálum Suð- urlandsundirlendisins og bygða laganna við Faxaflóa, þá er jeg reiðubúinn til að athuga það mál. En jeg er mótfallinn því að Reykjavíkurbær leggi xrana stórfje í það kák og mistök, sem ráðið hafa í þessum mál- um síðasta áratug. Að lokinni hinni ítarlegu ræðu borgarstjóra var sem dregið hefði allan mátt úr mál- svörum mmnihlutaílokkanna, Sögðu þeir örfá orð hver ua sig, Jón Axel, Pálmi Hannes- son og Björn Bjarnason, Sagö’- ist Björn í rauninni vera .meS till. Sjálfstæðisflokksins, eit greiddi atkvæði á móti henni með afsökun. Till. Sjálfstæðisflokksins /ar síðan samþ. með 8:7 atkv. Bók Eisenhowers um slyrjöldína Washington. BÓK Dwight D. Eisenhowers hershöfðingja, „Krossferð i Evrópu“, mun koma út samtls- is í Bandaríkjunum og Bret« landi, 22. nóvember næstkom* andi. — Bókin er 576 bls. aS stærð, og fyrir áramót mun húrs meðal annars koma út i þýö- ingu í Ítalíu, Frakklandi, Sví- þjóð, Hollandi, Danmörku og Grikklandi. Viðræður við Nr- leiðioga Belgíu Lonaon í gær. YFIRMENN flughers og landh Vestur-Evrópu bandalagsini komu til Bryssel í dag. — Þa: munu þeir eiga viðræður vii hermálaráðherra Belgíu og yú irmann belgíska herforingja- ráðsins. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.