Morgunblaðið - 22.10.1948, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.10.1948, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. okt. 1948. Söfnunarlisii S í B S Gj AFIR til S. f. B S. * 10 áta afnu»li þt-'SK 1948. Stvðjum sjúk.t til <tijJÉá»jartf»r. s. t IV s. Cieíenilur: y - * t VAÍ SÍOÍUAv! átið 1938. t - . .. . .. VinfiuKejnitli S,r. K. S sÖ Revfc.ja!ufiá: ?ók (i! MírfairÖ 19*5. AöalKyg^inp ví«nu« heitniiisiiM er í smí>'> uo> Oi verður pvi ♦«. »rrj ber»t lil Satr>> bantljioj. WKtft til ljt;ka þvl vetki. T íkniarktð: Utr>inii>g BcrklAvetkitmar á fsian,dí. SAMBAND íslenskra berklasjúklinga hefir sent söfnunarlista út um bæinn og víðsvegar út um land. Geta menn skrifað sig á þá fyrir afmælisgjöfum til sambandsins, en það er nú tíu ára. | Er enginn vafi á því að landsmenn bregðast nú vel við, eins og altaf, þegar SÍBS hefir leitað til þeirra. Gjafirnar þurfa ekki að vera stórar. Það sem mest er um vert er að þátttakan verði sem víðtækust. — Styðjum öll sjúka til sjálfsbjargar. — Mynd- in hjer að ofan er af söfnunarlista SÍBS. Hausfmól faflfje- lagsins _____________________ 10. UMFERÐ í meistara- og l. flokki var tefld s.l. miðviku- dagskvöld. Leikar fóru þannig: ÓIi Valdimarsson vann Svein Kristinsson, Hafsteinn Gíslason vann Pjetur Guðmundsson, Sigurgeir Gíslason vann Krist- ján Sylveríusson. Jafntefli gerðu þeir Áki Pjet ursson og Hjalti Elíasson. Biðskákir urðu hjá Guðjóni M. Sigurðssyni og Steingrími Guðmundssýni, Lárusi Johnsen og Eggert Gilfer. Jón Ágústs- son sat yfir. í fyrsta flokki fóru leikar þannig: Friðrik Ólafsson vann • Ólaf Einarsson, Valur Norðdahl vann Eirík Bergsson, Haukur • Sveinsson vann Eirík Marels- son. Jafntefli gerðu Magnús Vil- hjálmsson og Ingólfur Jónsson. Biðskákir urðu hjá Þórði Jör- undssyni og Þóri Ólafssyni, Margeiri Sigurjónssyni og Kára Sólmundssyni, Lárusi Ingimarssyni og Ingvari Ás- mundssyni. - 11. umferð verður tefld í kvöld kl. 8 að Þórsgötu 1. Kenslubók í hnefa- leik FYRIR nokkru síðan er kom- in út kenslubók í hnefaleik. — í>að er í fyrsta sinn, sem gefin er hjer út kenslubók í þessari íþróttagrein, en útgefandi bók- árinnar er hnefaleikadeild Knattspyrnufjel. Reykjavíkur. ' I formála bókarinnar segir m. a., að markmið hennar sje, að gefa hnefaleikamönnum kost á að kynna sjer þau tæknilegu átriði hnefaleikanna, sem bókin fjallar um. Fyrir byrjendur í hnefaleikaíþróttinni, er bók þessi nauðsynleg. Þeim gefst kostur á að, æfa sig undir hvern æfingatíma, með því að lesa Kafla bókarinnar, en henni er skift í 10 kafla. Bókin er 121 bls., en aftast í henni er skrá yfir nokkur hélstu heiti hnefaleikatækni, en þýðandi bókarinnar Hjörtur Halldórsson hefur þýtt á ís- lensku úr ensku. í bókinni er mikiil fjöldi skýringamynda. — 40.000,000 hílar NEW YORK —- Áætlað er, að meir en 40,000,000 bifreiðar verði í Banda rikjunum í lok þessa árs. Þetta er um 17 prósent fleii bilar en 1941. Símþjónuslukosfn- aðurinn í úlhverf- imum Á FUNDI bæjarstjórnar 'í gær, var lítillega rætt um það misrjetti, sem íbúar úthverf- anna eru beittir af póst- og símamálastjórninni vegna sím- þ j ónu stukostnaðar. Björn Bjarnason bar fram tillögu um það, að bæjarstjórn- in beiti sjer fyrir því að þessu verði kippt í lag og samræm- ingu komið á. Borgarstjóri taldi rjett, að bæjarráð fjallaði um málið, áð- ur en það yrði sent póst- og símamálastjórninni og var það samþykkt með samhljóða at- kvæðum. ISeitar aS fara Iieim CAIRO — Sendiherra Tjekkóslósló- vakíu í Egyptalandi hefur neitað að snúa heim. Skorað á siórveld- in að reyna að semja París í gær. STJÓRNMÁLANEFND Sam- einuðu þjóðanna kom saman til fundar í morgun og ræddi fram komna ályktun frá Mexikó, þar sem skorað er á stórveldin að reyna á allan hátt að jafna deilumál sín og gera nýja til- raun til samkomulags um frið- arsamninga við fyrverandi ó- vinaríki. Fulltrúar allra stórþjóðanna tóku vel í ályktun þessa, og Dulles (Bandaríkin) lagði sjer- staka áherslu á, að Bandaríkja- menn hefðu /rá upphafi beitt sjer fyrir skjótum og rjettlát- um friðarsamningum. Olíuflutningaskip WASHINGTON — Fyrsta apríl í ór voru til í veröldinni 1,863 2,000 tonna eða stærri oljuflutningaskip Ræit um biðsiöðv- arskýlin Á FUNDI bæjarstjórnar í gær, var lítillega rætt um hin fyrirhuguðu skýli, sem reisa á við nokkra viókomustaði stræt- isvagnanna í úthverfum bæjar- ins og á Lækjartorgi. Borgarstjóri sagði, að fram- kvæmd þessara mála hefði dreg ist um of á langinn. En megin orsökin er sú, sagði borgarstjóri, að mikill skortur er á verk- fræðingum og arkitektum. Skoðanakönnun í Berlín Berlín í gærkvöldi. NÝLEGA hefur verið gerð all- víðtæk skoðanakönnun meðal í- búanna á hernámssvæðum Vesturveldanna í Berlín. Meðal annars var fólkið spurt að því, hvort það kysi heldur núver- andi ástand, undir stjórn Vest- urveldanna, ellegar að flutn- . ingabanninu yrði afljett og öll borgin kæmist undir stjórn Rússa. — 88% kusu heldur nú- verandi ástand, 4% vildu kom- ast undir stjórn Rússa og þeir sem eftir voru, höfðu enga skoð un á málinu. Þá voru menn einnig spurðir að því, hvort þeir hjeldu að Vesturveldin myndu geta sjeð hernámshlutum sínum fyrir nægum matvælum á vetri kom- anda. 85% trúðu því, að borg- arbúum myndi sjeð fyrir næg- um matvælum, en 11% hjeldu að þeir myndu ekki fá nóg að borða. — Af þessari skoðana- könnun er ljóst, að almenning- ur í Berlín, hefir alveg snúist á sveif með Vesturveldunum, og hefur því flutningabann Rússa mist marks. — Reuter. Óbreyit lífsafkoma Brela London í gær. BRESKA stjórnin gaf í dag út hvíta bók, þar sem hún m. a. gerir grein fyrir ýmsum fram- kvæmdum í Bretlandi í sam- bandi við Marshalláætlunina. I skýrslu þessari er frá því skýrt, að þrátt fyrir aðstoð Bandaríkjamanna, verði varla hægt að bæta lífsafkomu bresku þjóðarinnar næsta ár. Matvæla skamturinn verði líkur því, er hann er nú og skömtun verði haldið áfram. í laMVfiniMiiiik.'tiiiMiiu’tfiMismiiiMfmnitamiiniinflnnttMM íwm1 Markús & & Eftir Ed Dodd ■P.JDIIIIMI>!llltMlllttltllllllM:iMtlllHlttlllllllllllll<IIIIIIIIIIIIIIIIIM«U NEW PLACE WE'RE Gi_(N6 TO IS CALLED "TME V WITCM'S CAULDRON iiiMruiiiint:Mi'.i dom't woRpyiJ THAT'S ONiE TWIN6 I CAN DO. TRAii- SWIMM1N6 DOESN'T HELP.. IF you SET CAU6WT 1N THE "CAULDRON/' » THERE'S NO GETTIN6 OUT/ — Þessi nýi staður, sem við erum að fara til, heitir Norna- kleyf. — Hversvegna er það svo hættulegur staður? iðum og booaföllum og síðan hverfur það oían í kleyfina und ir fjallinu. — Menn verða að vera var- ekki í hana. — Og allt í lagi, jeg er þó að minnsta kosti góður sund- maður. — Gagnar ekkert að synda. Ef maður dettur í Nornakleyf. þá er engrar undankomu auðið Maöur hryggbrofn- ar í Hæringi í GÆR vildi það slys til um borð í síldarbræðsluskipinu Hæringur, að einn verkstjór- anna, Vilberg Einarsson, Njáls- götu 15, fjell niður í lest og hryggbrotnaði. Vilberg var að koma úr eft- irlitsferð í þriðju lest, sem er miðskips og gekk hann fram af timburstafla, á „milli dekki“ og datt niður á lestarbotn. Var fallið um fimm metrar Þar sem hann gekk fram af timbur- staflanum mun hafa verið svarta myrkur. Vilberg stóð strax upp aftur eftir fallið og gekk upp stigann. að „milli-dekkinu“. Þá kvart- aði hann um þrautir í taakinu og einn af starfsmönnum hans gerði þá sjúkraliðinu aðvart og var Vilberg fluttur í Landsspit- alann. Við rannsókn á meiðsl- um Vilbergs kom í ljós, að hryggurinn hafði brotnað. í gærkvöldi var líðan hans eftir atvikum góð. Umferð um Kefia- víkurffugvöi! eyksf enn í SEPTEMBERMÁNUÐI s.L var umferð flugvjela um Kefla víkurflugvöll miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Þó aðeins 415 flugvjelar lentu á vellin- um, til samanburðar við 421 lendingu í ágúst mánuði, voru þar af 328 millilandaflugvjel- ar, en aðeins 265 millilandaflug vjelar í ágúst mánuði. Aðrai lendingar voru: íslenskar flug- vjelar á leiðinni Reykjavík- Keflavík, æfinga og leitarflug björgunarvjela vallarins, svo og íslenskar einkaflugvjelar. Með millilandaflugvjelunum voru 9774 farþegar, sem ei 4128 farþegum fleira en í ágúsl mánuði. Stór hluti farþeganns voru innflytjendur frá Evrópu- löndum á leið til Suður-Ame- ríku og Kanada. Hingað komu 246 farþegar, en hjeðan fóru 274 farþegar. Með millilandaflugvjelunurr. var einnig meiri flutningur er nokkru sinni fyrr, eða 24.475 kg., þar af 15.755 kg. til ís- lands. Hjeðan var flutningui 2045 kg. Flugpóstur var alU 28.386 kg., þar af 986 kg. hing- að og 315 kg. hjeðan. Með flestar lendingar voru flug-fjelögin: Trans Canada Aii Lines 72 (62 í ágúst), American Overseas Airlines 65, British Overseas Airways Corporation 28, Air France 26 og Trans- Ocean Airlines 25. Hr. G. R. McGregor, forseti Trans Canada Air Lines, kom. hingað í stutta heimsókn þann 19. sept. Hann ljet svo um mælt að T. C. A. mundi hafa hjer að staðaldri áhafnir tveggja flug- vjela, þegar smíði nýju farþega- afgreiðslunnar líkur. Vegna stöðugt vaxandi um- ferðar, er Keflavíkurflugvöllur þegar orðinn kunnur ferða- mönnum og flugfjelögum víða um heim og ýmsir aðilar sem komið hafa við á Keflavíkur- flugvelli hafa látið í Ijósi ánægju sína yfir vinsamlegum og góðum móttökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.