Morgunblaðið - 02.11.1948, Side 8
8
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. rióv. 1948.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15 00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Fjárlagaíium vaipi ð
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur nú lagt frumvarp til fjár-
iaga fyrir árið 1949 fyrir Alþingi. Samkvæmt því er gert
ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs á árinu verði rúmlega
241 milj. kr. en rekstrarútgjöld 213,8 milj. kr. Á sjóðsyfirliti
er gert ráð fyrir að útborganir verði 243,8 milj. kr. og
greiðslujöfnuður á sjóðsyfirliti óhagstæður um tæplega 0,4
milj. króna.
Á fjárlögum yfirstandandi árs voru rekstrarútgjöld áætl-
að rúmlega 221 milj. kr. og tekjurnar sem næst sama upp-
hæð. Á sjóðsyfirliti voru útborganir hinsvegar áætlaðar 247,8
milj. kr. og greiðslujöfnuður óhagstæður um 24,6 milj. kr.
Ef gerður er samanburður á tekjuliðum gildandi fjárlaga
og þessa frumvarps kemur í ljós að tekjuhækkunin kemur
öll fram á einum lið þess, sköttum og tollum. í fjárlögum
þessa árs eru tekjur ríkissjóðs af sköttum og tollum áætlaðar
158,8 milj. kr. í frv. er gert ráð fyrir að þessu tekjuliðui
gefi 177,8 milj. kr. eða 19 milj. kr. meira en á yfirstandandi
ári.
Lækkun sú, sem frv. gerir ráð fyrir á rekstrarútgjöldum
kemur að nokkru leyti niður á 13. gr. þess, framlögum tii
verklegra framkvæmda, þ. e. til vegamála, vitamála og hafn-
argerða. samgangna á sjó og flugmála. Útgjöld samkvæmt
þessari grein eru áætluð 29,2 milj. kr. en eru í fjárlögum
þessa árs áætluð 35,3 milj. kr. En aðallækkunin er á 19 gr.,
óvissum útgjöldum, þ. e. aðallega til dýrtíðarráðstafana, úr
55,5 milj. kr. á fjárlögum þessa árs í 39,5 milj. kr. eða um
16 milj. kr. Hinsvegar hækka útgjöld samkvæmt flestum.
cðrum greinum frv.
Þannig er gert ráð fyrir að vaxtaútgjöld hækki um tæpar
2 milj. kr., útgjöld samkvæmt 11. gr. fjárlaga, dómgæsla og
lögreglustjórn, opinbert eftirlit, innheimta tolla og skatta og
sameiginlegur kostnaður við embættisrekstur um 2,5 milj.
kr., læknaskipun og heilbrigðismál um 3,2 milj. kr. og at-
vinnumál um 3,1 milj. kr.
í greinargerð frv. er gefin sú skýring á hækkun tekna aí
rollum og sköttum að lagt sje til að söluskatturinn, sem á
var lagður á síðasta Alþingi verði hækkaður um helming.
Áætlunin um hækkaðar tollatekjur byggist hinsvegar á því
að gert er ráð fyrir auknum innflutningi á verðtollsvörum
og þá fyrst og fremst ýmsum nauðsynjavörum, svo sem
veínaðarvöru, búsáhöldum o. s. frv.
í sambandi við óviss útgjöld er þess að geta að á 19. gr.
er nýr liður, 6 miljónir kr., sem ætlaður eru til stuðnings
við bátaútveginn vegna veiðibrests á árinu 1948. Er sú upp
hæð bygð á skýrslum, sem safnað hefur verið af nefnd
þeirri, sem skipuð var á s. 1. hausti.
Fjármálaráðherra segir í athugasemdum frv. að ekki hafi
þótt tækt að taka í áætlun frv. hærri upphæð til dýrtíð-
arráðstafana. Sú upph. 33 milj. kr., mundi að vísu ekki nægja
til þess að standa undir niðurgreiðslum og uppbótum sam-
kvæmt reynslu ársins 1947 og yfirstandandi árs. En ráðu-
neytið telji hinsvegai að slík útgjöld til dýrtíðarráðstafana
sjeu ríkissjóði ofvaxin, nema honum sje aflað nýrra tekna
íram yfir það, sem lagt hefur verið til í frv.
Það er rjett að almennar athugasemdir um þetta frum-
varp til fjárlaga bíði ræðu ijármálaráðherra við fyrstu um
ræðu þess en hann mun þá samkvæmt venju gefa upplýs-
ingar um afkomu ríkissjóðs og stofnana hans á s. 1. ári og
það, sem af er þessu ári. Óhætt er að fullyrða, að frv, eigi
eftir að taka ýmsum breytingum í meðferð Alþingis ef að
vanda lætur. En það er nauðsynlegt að þing og þjóð geri
sjer það ljóst fyrr en síðar að til þess ber brýna nauðsyn
að fjármálaráðherra og ríkisstjórn fái meira vald en nú er
jfir svip fjárlaga á hverjum tíma. Alþingi verður einnig að
vera minnugt þess ef það krefst hækkaðra útgjalda frá þvi,
sem lagt er til í þessu f járlagafrumvarpi, þá verður það jafn-
Lliða að benda á nýja tekjustoína. En í því sambandi verður
þó að vekja athygli Alþingis á því, að það með öllu óhugs-
andi að hækka skatta- og tollaálögur frá því sem nú er. Svc
hátt er búið að spenna bogann í þeim efnum. Æskilegt væri
einnig að það fyndi aðra leið til sparnaðar en að lækka fram-
lög til verklegra framkvæmda.
UR DAGLEGA LIFINU
Sælgætisát
unglinga
BANDALAG kvenna hefur
gert samþykt, þar sem skorað
er á Barnaverndarráð, að gera
ráðstáfanir til að koma í veg
fyrir sælgætisát og gosdrykkja-
þamb skólabarna.
Þeim blöskrar, sem von er
konunum hvað unglingar eyða
miklu fje til kaupa á sælgæti
og gosdrykkjum. Þær ættu að
þekkja þetta best. Það kemur
mest við heimilin hið sífelda
suð barna um peninga til að
hafa með sjer í skólann. Þetta
er eins og faraldur, sem grípur
um sig.
Aðalfundur Bandalags
kvenna vill láta loka verslun-
um fyrir skólabörnum. — Til-
gangurinn er góður, en önnur
ráð eru vafalaust heppilegri til
að stöðva sælgætisátið og gos-
drykkja þambið.
•
Nesti í skólann
ÞAÐ er ekki nema eðlilegt,
að börnin og unglingarnir, sem
eru að vaxa, þurfi að fá bita á
milli mála og þá einnig þegar
þau eru í skólanum. Þá er grip-
ið til þess, að fara í næstu búð
og kaupa sætindi. Ef það væri
föst venja, að skólabörn kæmi
með nesti með sjer í skólann,
myndi þau ekki þurfa að maula
sælgæti-og sætabrauð.
Þá ætti líka að hafa fasta
tíma, sem skólabörnunum væri
ætlaðir til að borða nesti sitt.
•
Annað cnn betra
ráð
HÚSMÆÐUR kunna, að
svara því til, að nóg sje á þær
lagt, aðstoðarlitlar, eða aðstoð-
arlausar á heimilunum, þótt
ekki bætist við, að þær eigi að
útbúa börn sín með nesti í skól
ann. Þær vilji heldur vinna til,
að láta börn sín fá nokkra aura
til að kaupa sjer fyrir.
Þá er til annað og betra ráð
og það er að skólarnir selji
mjólk og brauð við vægu verði.
Víða erlendis hefur sú aðferð
gefist vel.
•
Bönnin ekki altaf
einhlýt
BANDALAGI kvenna gengur
án efa gott eitt til, að vilja
stöðva sælgætisátið. En það er
ekki altaf einhlýtt að banna.
Segja sífelt: ,,Þú mátt ekki" og
heimta að loka.
Börnin myndu án efa hafa
einhver ráð til að ná sjer í sæl-
gæti, þótt verslunum væri lok-
að, eða þau fengju ekki af-
greiðslu. Og varla bætti það úr
skák, þótt börnunum yrði kom-
ið upp á það þegar í barna-
skólunum, að ná því sem þau
sækjast eftir með krókaleiðum.
Það kemur nógu snemma að
því, að þau læri þá þokkalegu
list.
Leiðinlegu hljein
KVIKMYNDAHÚSGESTIR
eiga að krefjast þess, að hætt
verði, að skera kvikmyndir í
sundur með þessum leiðu hlje-
um í miðri mynd. Þau eru öll
um til ama, eru óþörf. Þeir einu
sem á þeim græða, eru þeir, sem
selja sælgæti og gosdrykki.
Þetta er orðinn vani, eða öllu
heldur óvani, sem á að afnema
nú þegar. Tjarnarbíó hefir
ekki hlje og kann fólk ágæt-
lega við það og enginn heyrist
kvarta, en margir þakka stjórn
kvikmyndahússins fyrir að hafa
ekki tekið upp þann leiða sið.
•
Ostundvísin í
byrjun nóg
ÞAÐ er nóg að þurfa að þola
óstundvísi kvikmyndahúsgesta
í byrjun myndar. Það er ekki
langt síðan, að tveir kunningj-
ar fóru í kvikmyndahús og
mættu stundvíslega. En hvor-
ugur þeirra gat fylgst með auka
myndinni, eða byrjun aðalmynd
arinnar fyrir rápi í fólki, sem
hafði komið of seint.
Annar maðurinn tók tímann
og það liðu 17 mínútur fram
vfir 9 þar til allir voru komnir
í sæti sín.
Og sömu óþægindin endur-
tóku sig eftir hljeið. Fólk var
lengi að koma sjer fyrir í sæt-
unum.
Nei, hljein á að afnema með
öllu.
o
Jólasvcinninn í
í Reykjavík
ÍSLENSK kona, sem býr í
Englandi sendi mjer úrklippu
úr ensku blaði sem gefið er út
i Bristol. — Þar auglýsir ein
stærsta verslun borgarinnar, að
Jólasveinninn leggi af stað frá
Reykjavík til Bristol í byrjun
nóvember og sje væntanlegur
til Bristol þanp 13. sama mán-
aðar.
Það er ekki laust við að kon-
an hneykslist á þessari mein-
lausu auglýsingu og telji það
niðrandi fyrir Islendinga, að
það skuli vera sagt í gríni, að
Jóiasveinninn eigi heima á Is-
landi.
Jeg býst við, að flestum þyki
frekar gaman að þessu.
•
Vita lítið um
ísland
KONAN bætir bví við, sem
raunar er vitað fyrir löngu, að
erlendis s.ieu menn ósköp fá-
fróðir um ísland og íslendinga.
Menn viti, að þar sjeu eldfjöll
og heitir hverir, en það sje líka
alt og sumt.
Það er auðsjeð, að þessi kona
hefur ekki dvalið lengi eriendis
úr þyí að hún er uppnæm fyrir
slíku.
Okkur Islendingum hættir
við að halda, að við sjeum eins-
konar miðdepill jarðar.
| MEÐAL ANNARA ORÐA .... |
IMIIMMMIMMIMIIIMIMIIIIIMMMIIMMIMMIMIIIMIIIMIIIMIIIMIIMIMii>ililMIIIIIIIIIMMIIMIIIIIMIIIIIIIIIIItlllMIMIMMm3
Viðrelsnaráætlun Evrópu og kommúnisfar
PAUL HOFFMAN, aðalfram-
kvæmdastjóri viðreisnaráætl-
unar Evrópu, sagði í viðtali við
frjettamenn í New York í síð-
astliðinni viku, að enginn vafi
væri á þvi, að verkfalli kola-
námumanna í Frakklandi væri
stjórnað frá Moskvu. — Taldi
Hoffman líklegt, að hjer væri
á ferðinni úrslitatilraun
franskra kommúnista til að
gera að engu áhrif Marshallað-
stoðarinnar í Frakklandi, en
Kominform hefur sagt þessari
hjálp stríð á hendur og lagt
leppflokkum Rússa þá skyldu
á herðar að tefja framkvæmd
hennar á alla vegu.
Viðreisnaráætlun Vestur
Evrópu er eitur í augum komm-
únista allsstaðar um heim. Hún
ógnar tilveru þeirra, getur koll-
varpað allri áætlu þeirra um
heimsyfirráð grundvölluð á
upplausn og hörmungum stríðs
áranna.
• •
STRÍÐ
Sannleikurinn er sá, að með
Marshalláætluninni eru lýð-
ræðisríkin að segja heimsveldis
herferð Kominform-kommún-
ista stríð á hendur. Styrjöldin
gaf kommúnistum tækifæri,
sem jafnvel hinir bjartsýnustu
meðal þeirra höfðu ekki látið
sig dreyma um.1 •— Milljónir
manna urðu heimilislausar, en
aðrar milljónir töpuðu aleigu
sinni og síðustu voninni um
sæmilega afkomu og sæmilegt
líf.
Hjer var frjór jarðvegur fyr-
ir kommúnismann.
® o
STEFNAN
Kominform og Stalin höfðu
í raun og veru aðeins eitt við-
fangsefni að glíma við. Forustu-
menn hinnar kommúnistisku
heimsveldisstefnu urðu að
ganga þannig frá hnútunum, að
styrjaldareymdin hyrfi ekki
með stríðslokunum og fátæktin
og þjáningarnar 1950 yrðu
engu minni en þau voru á há-
marki styrjaldarinnar 1943 og
1944. Þá fyrst, sáu Stalin og
fylgifiskar hans, gat komrnún-
isrhasýkillinn notið sín að fullu,
að vonleysi húsarústanna rjeði
ríkjum.
o ®
JARÐVEGURINN
Stefna kommúnista var
mörkuð af þessari skoðun. Húsa
rústirhar máttu ekki hverfa og
upplausninni og glundroðanum
| varð að halda við. Herstjórnar-
tilkynningarnar hljóðuðu því á
þennan veg: Með verkföllum,
samningsrofum og ,,taugastríði“
átti að koma í veg fyrir við-
reisn Evrópu og steypa álfunni
allri út í þá niðurlægingu fá-
tæktar og vonleysis, að lepp-
flokkar kommúnista gætu fyr-
irhafnarlítið tekið við stjórn í
! löndum sínum, og lagt þau að
því loknu undir alveldi Stalins
einræðisherra og hirðmanna
hans.
Þetta tókst að nokkru leyti.
Austur Evrópa fjell fyrir her-
bragðinu og jafnvel lýðræðis-
þjóðir á borð við Tjekkósló-
vakíu urðu að lokum að lúta
Jíommúnistaherskaranum,
,,hjálpræðisbernum“, sem lof-
aði fólkinu farsæld og friði. eft
ir að hafa vandlega gætt þess
alt frá ófriðarlokum, að ala á
fátækt off örvffgisleysi.
© e
V^STTTR EVRÓPA
Sama leikinn átt.i að fara að
leika í V.-Evrópu, er vi&reisnar
áætlunin. sem kend er við Mars
hall, utanrikisráðherra, kom til
sögunnar. Kommúnistar þar
þóttust hafa undirbúið.jarðveg-
inn vel. — Ræðurnenn þeirra
höfðu hrópað hátt og lengi um
„fátækt almúgans“ og ,,svik yf^
irstjettprinn?r“, og -gætt þess
vel að leyna því, að það voru
einmitt kommúnistar • sjálfir,
sem með svikráðum sínum
höfðu gert þá fátæku fátækari
Frh. á bls, 12.