Morgunblaðið - 03.11.1948, Side 6

Morgunblaðið - 03.11.1948, Side 6
B MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3, nóv. 1948. Hugleiðingor um úætlunurbílu Minningurorð um Jóhunnes B. Sigfússon JEG HEFI verið að bíða eftir því, að einhver góður maður tæki til máls, og gerði athuga- semdir við samgöngur þær á landi milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar eða póstbíla samgöng- urnar yfirleitt, sem starfræktar eru nokkurn hluta ársins, en sú bið hefur orðið árangurslaus. Jeg vil þessvegna taka þetta mál lítillega til athugunar og minnast á nokkra galla, sem þarf að laga svo þessar sam- göngur geti talist sæmilegar, jafnt vetur sem sumar. Svona var það. Jeg er ekki viss um hvenær þessar srngöngur byrjuðu í því formi, sem þær eru nú, því jeg var erlendis á því tímabili. — Árið 1934 virðast þær hafa gengið á óskaplegum trjefótum. Stúlka nokkur tók sjer fari það ár með póstbíl frá Svigna- skarði til Akureyrar. Sætið, er hún fekk þarna var kjaftastóll, sem hún svo þurfti að taka með sjer út í hvert sinn, sem ein- hver fór eða kom. Hún fór til bílstjórans og spurði hann hvort hún gæti ekki fengið betra sæti en þetta, en hann gerði sig að- eins gleiðan og segir að hún sje fyrsta persónan, sem hafi kvartað yfir þessu sæti. „Páll ísólfsson sat í þessu sæti heilan dag og líkaði það ágætlega“. Þar með var þetta mál út- kljáð, en stúlkan fekk samt betra sæti eftir nokkra stund, án þess það væri bílstjóranum að þakka. Þótt kjaftastóllinn sje, sem betur fer, horfinn fyrir löngu, er langt frá því, að alt sje í besta lagi í sambandi við þessi samgöngutæki. Jeg ætla nú að skýra frá, hvað mjer finst að þurfi að gera til þess að koma þessum sam- göngumálum í betra horf. Reykingarnar. Bílstjórinn þarf að hafa ein- kenni-stúning. Það þarf að ein- angra hann (bílstjórann), svo hann sje ekki truflaður þar sem hansi situr við stýrið. Samt þurfa farþegar að geta komist í sambandi við hann, ef á ligg- ur. Rafhnappur þarf að vera sinn hvoru-megin í bílnum, sem svo hringir bjöllu hjá bílstjóra þegar á hann er þrýst. Allar reykingar eiga að vera strang- lega bannaðar. Bílveikin. Við þurfum að hætta þeim •sið, að láta þá, sem bílveikir eru, spú út um gluggann og út- ata bílinn að utan eða þá sjálfa sig og sætisfjelaga. Á hverjum bíl eiga að vera 2 spýjubollar eða önnur tæki, sem bílsjúkir farþegar geta notað í nauðsyn. Þessi tæki eiga að vera geymd þar sem auðvelt er að ná til þeirra, og tilvera þeirra aug- Iýst á áberandi stað. Jeg tók mjer ferð á hendur til Ásbyrgis s.l. sumar með áætlunarbíl. í bílnum var ein stúlka, sem var mjög bílveik alla leið. Auðvitað Var það ætlunin að spú út um gluggann eftir nýjustu tísku, en vindstaðan var þannig, að loft- straumurinn þeytti því öllu til baka í andlit hennar, eða inn jun gluggann framan í okkur,1 sem sátum á næsta bekk fyrir aftan. Keðjurnar. Þegar snjór er kominn á jörð, er það reglan að setja keðjur á afturhjólin yfir heiðarnar. •— Keðjur þær, sem notaðar eru, virðast vera röng stærð, eða svo illa settar á, að þær lemja botninn á bílnum miskunnar- laust. Það vildi svo til, að jeg sat í bílnum rjett yfir öðru aft- urhjólinu. Slíkan helvískan gauragang hefi jeg hvergi kom- ist í kynni við í samgöngutæki. Jeg hefi sjeð marga bíla, sem nota keðjur en gera þó engan hávaða. Því þarf þetta endi- |lega að vera svona? Kuldinn og myrkrið. Langferðabílar þessir, sem jeg rita hjer um, eru eiginlega ekki nothæfir, sem slíkir, nema yfir sumarmánuðina eða hlýj- asta tíma ársins, því farþegarn ir fá þar hvorki ljós nje hita, þó þörfin sje brýn. Annað eins ástand í samgöngumálum er örð ugt að finna nokkurs staðar annars staðar. Jeg skrapp til Reykjavíkur í október s.l. Kalt var í veðri, svo rúðurnar í bílnum stokk- frusu og enginn hiti fáanlegur. Mjer er óhætt að segja það, að allir í bílnum þjáðust meira og minna af kulda. Þegar komið var að Bakkaseli á norðurleið, var orðið aldimmt fyrir nokkru og setið í myrkrinu. Nokkrir farþegar áttu eftir að borga far gjald-sitt, svo kveikt var, með- an það var gert, en strax og það var búið, voru ljósin slökkt og setið í myrkrinu það, sem eftir var ferðarinnar. — Skítt veri með það hvernig farþegun- um líður, ef gjaldið er greitt að fullu; það virðist vera hugs- unin, sem á bak við liggur. Jeg hefi ekki ferðast með strætisvögnum Reykjavíkur nema að degi til í góðu veðri. Á jeg að skilja það svo, að far- þegarnir þar hafi hvorki ljós nje hita? Mjer finst það næsta ótrúlegt, að þar Sje aðeins brugðið upp ljósi meðan verið er að borga fargjaldið, þegar orðið er of dimmt til að þekkja krónuna. Hví skyldi ástandið vera verra á langferðabílunum? Annars er það ef til vill gott að það sje dálítið skuggalegt, þegar farið er fram hjá Bakka- seli. Húsið, sem þar var byggt fyrir fáum árum, sem greiða- sölustaður fyrir farþega, virðist vera í þann veginn að halla sjer á vangann. Gallagripirnir. Svo er það eitt enn i sam- bandi við þessa póstbíla. Öft- ustu sætin eru hreinustu galla- gripir. Sá, sem þar situr, má búast við því á hverju augna- bliki, að hendast upp i þakið, ef brautin er ósljett, því það er blátt áfram ómögulegt að halda sjer niðri. Við verðum að láta fólk, sem situr í þessum öftustu sætum, hafa spennur eða eitt- hvað svipaðar þeim, sem not- aðar eru í flugvjelum, eða ein- hver önnur öryggistæki, því það er hægt að fá slæmt högg af því að hendast upp í þakið. Far-þegaskipið. Við þurfum að hafa eitthvert sjerstakt skip með farþegaplássi til að annast farþegaflutning milli Akraness og Reykjavík- ur. — Okkur er sagt, að Lax- foss eigi að annast þennan flutn ing. En hvað skeður? Ef við förum að athuga þetta kemur í ljós, að hann er þar ekki nema stundum. í staðinn fyr.ir að láta eitthvert annað skip taka að sjer ýmsar snattferðir, er Lax- foss tekinn til þess, og svo ein- hver skitinn síldardallur, eða línuveiðari algerlega óhæfur til farþegaflutnings settur í hans stað. Við verðum að hætta öll- um hringlanda á þessu sviði. — Þarna á ávalt að vera sama skipið; sæmilega gott skip með farþegaplássi, þar sem farþeg- arnir geta haft hita ef þörf gerist. Á ferð minni til Reykjavíkur s.l. haust, komst jeg í kynni við einn þennan dall. Allt þilfarið var fljótandi í vatni, þegar við komum úr bílnum. Jeg spyr einn af þessum, sem var við þilfarsþvottinn, hvar farþegum sje ætlað pláss, og bendir hann mjer á opnar dyr undir hval- bak. Dyrum þessum var ekki til neins að loka, því þarna var stöðugt ráp út og inn í þennan hálfa klukkutíma, sem við sát- um þarna og biðum eftir að farið yrði af stað. Pláss þetta mun vera ætlað sjómönnum þeim, sem eru á bakborðsvakt, þegar skipið er á veiðum. Jeg hefi ekkert á móti þessu plássi sem slíku, en sem farþegaplássi er það óhaf- andi. Kolakassi vænn var þar inni, fullur af kolum, en það hitaði harla lítið, því það er fengin reynsla fyrir því, að kol eru köld nema í þeim sje kveikt. Við og við voru opnaðar dyr að plássi skipshafnarinnar stjórnborðsmegin, og maður með kolaausu í hendi birtist, ausan rekin niður í kolakass- ann og fylt, snúið svo til baka og hurðinni vandlega lokað, svo ekki 'skyldi tapast hiti yfir um til ol|kar. — Hví var skips- höfninni :meiri þörf á hita en farþegunpm? Handahófið. Eitt er það enn sem mjer lík- ar ekki 1 sámbandi við þessa póstbíla. jÞað virðist ekki vera til neinn igjaldtaxti fyrir flutn- ing, seméer fram yfir 10 kg„ sem farþteginn má hafa í fari sínu; heldur er það greitt af handáhdf; r.iett- eftir því hvað bílstjóradúm dettur í hug. Jeg vár á ferð frá Svigna- skarði til Akureyrar fyrir nokk urum árum. Með mjer hafði ieg poka: með kartöflum í. — Þegar kemur að því að borga fargjaldið, stendur svo á, að jeg á að fá 9 krónur til baka. „Jæja, það er best að þessar krónur komi upp í flutnings- gjald fyrir pokann“, segir bíl- stjórinn og þar með var það mál útkljáð. Við þurfum að leyfa farþegum að hafa 15 kg. í fari sínu, en sje flutningur meiri á hann að vera viktaður á annari hvorri endastöð, og borgað visst gjald fyrir hvert kg. Frh. á bls. 12. MORGUNINN 14. október setti marga hljóða, þegar sú sorgar- frjett barst út um Hafnarfjörð að Jóhannes Sigfússon hafi látist snögglega, eða orðið bráðkvadd- ur kvöldið áður. Það Var hvorutveggja, að menn vissu ekki til að hann væri neitt veikur, því Jóhannes var við vinnu sína daginn áður, og hitt, að það voru svo margir sem þektu hann, og allir að góðu einu, svo það var ekki furða þótt þessi dánarfregn kæmi mönnum á ó- vart og illa fyrir. Jóhannes var fæddur 24. júlí 1894 að Nýjabæ í Njarðvíkum í Gullbringusýslu, og voru for- eldrar hans þau Sigfús Jónsson útvegsbóndi þar, og Sigríður Jó- hannesdóttir, bónda í Arnarnesi. Föður sinn misti Jóhannes meðan hann var fyrir innan ferm ingu, og flutti eftir lát föður síns frá Njarðvíkum til Hafnarfjarð- ar árið 1906 ásamt móður sinni og systkinum, og dvaldi þar síð- an til dauðadags. Systkini Jóhannesar voru, Helga sem nú býr í Njarðvíkum ásamt manni sínum Elís Olafs- syni, og Asgrímur Sigfússon fram kvæmdastjóri í Hafnarfirði, þjóð kunnur dugnaðar og mannkosta- maður, en hann andaðist 15. febr. 1944, og hefur því Hafnarfjörður mist þessa tvo ágætu bræður á besta aldri, enda er þeirra beggja sárt saknað. Með Jóhannesi, móður hans og systkinum var mikið ástríki og samheldni, enda áttu þau syst- kini góða og mikilhæfa móður. Ungur byrjaði Jóhannes sjó- mennsku, var mörg ár á togur- um, og var þar eftirsóttur því hann var duglegur sjómaður, og öll verk Ijeku í höndum hans á því sviði, sem og öllu öðru er hann tók sjer fyrir hendur. Árið 1924 hætti Jóhannes sjó- mensku, og gjörðist verkstjóri hjá S.f. Akurgerði í Hafnarfirði. — Þar vann hann í mörg ár, en eftir að það fjelag hætti störfum, vann hann við verkstjórn hjá H.f. Sviða og víðar, en síðást hjá Tryggva Ófeigssyni útgerðar- manni. Verkstjórnin fórst honum svo vel úr hendi sem best mátti verða, og ávann sjer traust og hylli hús- bænda sinna, ekki síður en þeirra sem unnu undir hans stjórn, en þeir urðu margir, og sem allir báru hlýjan hug til hans, en það gjörði ekki síst hvað Jóhannes var glaður og viðmótsþýður í allri umgengni, sem líka hvað honum var lagið að segja fyrir verkum, enda var hann sjálfur bæði verklaginn og verkhygg- inn. Hinn 14. október 1926 giftist Jóhannes eftirlifandi konu sinni, Helgu Jónsdóttur, hinni ágætustu konu, sem bjó honum vistlegt heimili sem hann unni öllu frem- ur. Þau hjón eignuðust tvær dæt- ur, Sigríði, sem er gift Sigurði Jónssyni yfirvjelstjóra við síld- arverksmiðjuna á Djúpuvík og Guðrúnu sem var fermd síðast- liðið vor. Það er með innilegri samúð og hluttekningu, sem hinir mörgu vinir Jóhannesar, nú hugsa til konu hans og dætra, og þá líka til hins aldraða tengdaföður hans, sem syrgir hann eins og hann væri hans eigið barn, því Jó- hannes var honum sem besti son- ur. Vinum Jóhannesar er það sannarlega Ijóst hve mikið þær mæðgur hafa mist, enda sást sam úð þeirra glögglega við hina fjöl- mennu jarðarför Jóhannesar sem fram fór föstudaginn 22. þessa mánaðar frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, en þótt söknuður þeirra sje sár, er það huggun harmi gegn hversu góðan maka og föður þær áttu, og hve Ijúfar minningar þær eiga um hann, og trúin á það, að skilnaðurinn sje aðeins um stundarsakir. Alstaðar þar sem Jóhannes vann, eignaðist hann marga kunn ingja og góða vini, því glaðlyndi hans og góðvild varð til þess. Iíann ^ gladdist með glöðum, en viðkvæmur og nærgætinn þegar eitthvað amaði að, og jafnan hinn besti fjelagi sem hægt var að bera traust til, og þótt liðin sjeu tuttugu og fjögur ár síðan hann hætti sjómensku, átti hann frá þeim tímum vini sem hann hjelt tryggð við, og þeir við hann til hins síðasta. Meðan Jóhannes hafði á hendi afgreiðslu togaranna, sem starf- ræktir voru frá S.f. Akurgerði, hlaut hann að kynnast fjölda mannanna sem á skipunum voru, og flestir ár eftir ár, endá urðu þeir honum mjög samrýmdir, og margir svo, að með þeim og Jó- hannesi myndaðist algjör vin- átta. Við sorglegt slys, köm því mið- ur stórt skarð í þann vinahóp, en það vita ekki nema þeir sem nánust kynni höfðu af Jóhannesi, hvað vinátta hans var einlæg, og hve mikið sá missir fjekk á hann, eða svo að hann bar þess aldrei bætur, enda höfðu þá margir um sárt að binda. Af þeim vinum Jóhannesar, frá þeim tímum sem hann vann við S.f. Akurrerði, en þar vann hann lengst eftir að hann hætti sjó- mensku, bundust sex þeirra sjer- stökum fjelagsskap um að hittast allir á afmælisdegi hvers þeirra þegar hann bæri upp á.fimm ár eða heilan tug. — Af þeim fjel- ögum hvarf Jóhannes fyrstur, en við fráfall hans, sem bar svo brátt að, efast jeg ekki um, að þeim sem eftir lifa, hefur öllum fundist þeir ættu svo margt ótal- að við Jóhannes, og staðið sem steinilostnir við þenna vinamissi. Svo fer oss satt að segja öll- um, þegar dauða vina vorra ber að höndum á jafn sviplegan hátt og hjer varð, en þó er það hið eina, sem við vitum fýrir víst, að slíks má vænta á hvaða stundu sem er. Jeg kveð þig svo Jóhannes, og þakka þjer innilega fyrir sam- vinnuna þau mörgu ár sem við unnum saman. Guð blessi þig og ástvini þína. Þórarinn Egilson. Einar Ásmnndsson hœntaréttarlfigmaflur Bkrlf■!•(»! TJuurritf »• — Wal iui

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.