Morgunblaðið - 03.11.1948, Page 8

Morgunblaðið - 03.11.1948, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árri Garðar Kristinsson. Ritstjórn, áuglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Sjálfsögð breyting skattalaga FRUMVARP það um breytingu á skattalögunum, sem þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa fyrir nokkru flutt á Alþingi og flokkurinnn stendur einhuga að hefur vakið mikla athygli og vinsældir. Efni þessa frumvarps er það að ekki skuh teljast til tekna sá eignaauki, sem stafar af auka- vinnu er einstaklingar leggja á sig utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigi nafnota. Ennfremur að tekju- skatt fyrir árið 1948 skuli ákveða í samræmi við þetta á- kvæði. Frumvarp þetta er framkomið vegna þess að ýmsir efna minni borgarar haía orðið mjög hart úti vegna þess að skattayfirvöld hafa metið aukavinnu þeirra við eigin íbúða byggingar þeim til tekna og lagt á þá háa skatta vegna hennar Hefur þetta stundum leitt til þess að þegar menn eftir ærið erfiði hafa lokið byggingu húss síns, þá hafa þeir lent í algeru greiðsluþroti vegna skattaálagna á þann eigna- suka, sem aukavinna þeirra hefur skapað þeim. Sumir þess ara manna hafa þá neyðst til þess að selja íbúðir sínar til þess að geta staðið í skilum með greiðslu skatta. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, sem flutningsmenn benda á í greinargerð, sem fylgir frumvarpi þeirra, að þetta skatta- lagaákvæði sje mjög ranglátt. Þeir menn, sem vinna í tóm- ttundum sínum við byggingu eigin íbúða, hafa ekki fengið peningagreiðslur fyrir þá vinnu sína. Þeir hafa aðeins feng- ið þann eignaauka, sem felst í hinu nýja húsnæði þeirra Wú er það svo að í þessu landi ríkja ennþá mikil húsnæðis- vandræði, bæði til sjávar og sveita. Það er því þjóðfjelags- 3eg nauðsyn að úr þessum vandræðum verði bætt. Til þess hníga því öll rök að hið opinbera reyni fremur að örfa sjálfs- tjargarviðleitni einstaklingsins í húsbyggingarmálum en að bregða fæti fyrir hana. ★ Þetta frumvarp Sjálfstæðismanna er þessvegna svo sjálf - sagt að þess verður að vænta að það fái góðar undirtektir á þingi og nái lagagildi. En í sambandi við þetta rjettlæt- ismál, sem flestir eru trúlega sammála um að eigi að ná íram að ganga, má gjarnan minnast á það, sem oft hefur verið bent á hjer í blaðinu að skattalöggjöf okkar Islend- inga er að mörgu leyti á villigötum. Meginstefna hennar er ekki sú að stuðla að hóflegri eignasöfnun borgaranna og gefa þeim kost á efnalegu sjálfstæði. Stefna hennar er þvert á móti sú að koma í veg fyrir löglega eignasöfnun Þessvegna blasir sú staðreynd líka við að skattsvik hafa stöðugt farið í vöxt. Skattránsákvæði löggjafarinnar hafa þannig skapað vaxandi skattsvik og margskonar óheilbrigð; í efnahagsstarfsemi landsmanna. Löggjafinn verður að gera sjer þetta ljóst fyrr en síðar. Ekkert þjóðfjelag getur til lengdar unað við skattalöggjöf, sem leiðir til þess tvenns að draga úr sjálfbjargar viðleitní einstaklingsins og örfa til skattsvika og lögbrota. Einhver kann nú að varpa þeirri spurningu fram, hvort eignakönnunin hafi ekki gert hreint á borði skattborgaranna í þessu landi og lagt grundvöll að auknu rjettlæti í fram- kvæmd skattalöggjafarinnar. Því er þar til að svara að það væri hrein fáviska að byggja slíkar vonir á eignakönnuninni. Hún hefur engin slík áhrif haft. Hún hefur þvert á móti leitt til margskonar gluhd- xoða, brasks og bragðvísi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á henni er þessvegna engar vonir hægt að byggja um aukið heilbrigði á þessu sviði, nema miklu síður sje. Á því er nauðsynlegt að menn átti sig og þá fyrst og fremst þeir, sem fastast sóttu á um að koma henni á. Undanfarið hefur verið unnið að endurskoðun skattalög- gjafarinnar í heild. Um það, hversu því verki sje langt kom- ið, skal ekki fullyrt hjer að sinni. En það verk má ekki drag- ast of lengi. Sú skattalagabreyting, sem Sjálfstæðismenn hafa nú beitt sjer fyrir á Alþingi miðar aðeins að því að sníða af einn agnúa þessarar löggjafar. En margra fleiri breytinga á henni er þörf. ÚR DAGLEGA LIFINU Kaffiskamturinn naumi ÞRÁLÁTUR orðrómur gen^ur um það, að yfirvöldin sjeu að hugsa um, að hætta kaffiskamt inum og gefa kaffið frjálst. Það væri ráðstöfun, sem myndi gleðja marga, því sannleikurinn er sá, að kaffiskamturinn er mjög naumur og kemur illa við flesta, sem leyfa sjer þann lux- us að drekka kaffi. Og það er ekki mikill munað- ur, þótt menn fái sjer kaffi- sopa þegar þá langar til og varla getur það talist til bílífis, þótt helt sje upp á könnuna oftar en nú er gert á íslenskum heimilupi. En sökum hins tæpa skamts, sem hverjum og einum er ætlaður verða margir að neita sjer um kaffisopa og jafn- vel þótt sparlega sje farið með skamtinn dugar hann ekki til, að minsta kosti ekki á heimil- um, þar sem börn eru fá. • « Lítill Hður KAFFINEYSLA íslendinga var talsvert mikil á meðan kaffi- sala var frjáls, enda kaffið tal- ið þjóðardrykkur landsmanna. Er talið að hver Islendingur hafi að jafnaði neytt 7 kg. af kaffi á mann árlega, en nú er skamturinn aðeins 3 kg. og auk þess fá''kaffihús, sem svarar 1 kg. á mann, þannig að kaffi- skamturinn er ekki nema rúm- lega helmingur af meðalneyslu, „þegar alt er með feldu“. — Vegna kaupgetunnar mætti reikna með, að hver maður not- aði um 8 kg. árlega af kaffi, ef það fengist frjálst. Loks r er reiknað, að það myndi kosta 675 þús. kr. í gjald eyri árlega, að gefa kaffið frjálst. Það er ekki stór liður í þjóðarbúskapnum. Smáauknin kæmi sjer vel EN látum það vera, þótt kaffi- skamturinn yrði ekki alveg af-1 numinn, heldur rýmkaður, þannig, að hver maður fengi t. d., sem svaraði 5 kg. á mann í stað þriggja. Það myndi strax bæta úr og gleðja margan manninn. Það má vafalaust deila um hvort mönnum sje. holt, að drekka mikið kaffi. En það er þó altaf hollara en brennivínið. En nú er svo komið, að viða geta menn ekki boðið gestum kaffi af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki til og er þá stundum gripið til þess að bjóða glas af víni í staðinn. Rýmkun kaffiskamtsins yrði ekki aðeins vinsæl ráðstöfun heldur blátt áfram þarfleg. Kvikmyndaruslið ÓDÝRUSTU skemtanir, sem al- menningur á Islandi leyfir sjer er að horfa á kvikmyndir og um leið er það sú skemtun, sem allur almenningur leyfir sjer, þegar góðar kvikmyndir eru sýndar. Óvíða í heiminum er aðgangur að kvikmyndahúsum eins ódýr og hjer á landi. En sökum gjaldeyriserfið- leika hefur mjög dregið úr kvikmyndainnflutningi, eink- um frá Ameríku. Er það gert til að spara dollara. Flestir munu og vera þeirrar skoðunar, að erlendur gjaldeyr ir sparist við, að flutt er inn gamalt kvikmyndarusl, sem aðr ar þjóðir vilja ekki sjá lengur. • Ruslið dýrara EN það er ekki rjett. Kvik- myndirnar, sem fluttar hafa verið inn frá Bretlandi og öðr- um Evrópulöndum undanfarið eru dýrari en amerísku kvik- myndirnar, sem vinsælastar eru. Það er staðreynd, að amer- ísku kvikmyndirnar falla al- menningi best í geð. Vitanlega eru þær misjafnar að gæðum, en það eru Evrópukvikmynd- irnar líka. En sökum dollaraskorts hafa leyfi verið veitt fyrir gömlum og ljelegum myndum, en amer- ískar myndir sjást varla leng- ur. 9 Hægt að fá að greiða helming í sterlingspundum MÖRG amerísk kvikmyndafje- lög hafa gefið í skyn, að hægt væri að komast að samkomu- lagi við þau um, að leiga fyrir kvikmyndir yrði að einhverju leyti greidd í sterlingspundum og sum vilja jafnvel taka alt að helming í sterling. Hjer er um atriði að ræða, sem innflutningsyfirvöldin ættu að taka til athugunar. Það er nú svo komið, að kvik myndahúsin sýna ruslið fyrir hálfu húsi og verða sífelt að skipta um kvikmyndir. — Það kostar líka peninga, erlenda peninga. Það er vissulega kominn tími til að gefa þessum málum gaum og taka til rækilegrar yf- irvegunar, hvort ekki sje hægt, að leyfa meiri innflutning á góðum kvikmyndum og nýjum. 9 1100 kr. fyrir 2. herbergja íbúð MAÐUR nokkur, sem er í hús- næðisleysi, segir mjer, að sjer hafi verið boðin tveggja her- bergja íbúð til leigu fyrir 1100 krónur á mánuði. Varla hefur húsaleigunefndin samþykt þá leiguskilmála? spurði jeg. Nei, maður talar nú ekki við húsaleigunefndina um svoleið- is lagað og enda tók jeg ekki íbúðina. Jeg sagði þjer þetta bara til þess, að sýna þjer hvað fólk getur látið sjer detta í hug, að bjóða okkur þessum hús- næðislausu, svaraði maðurinn. ............................................................................................................................................................IIIIIIIIIIIIIIUMII iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiii '• MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 'iiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiiimiiimiiimmiiiiiimiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiimiimMiiimmiim? Aflantshafsbandalaciið. 25. og 26. október hjeldu með limalönd Vestur Evrópu banda- lagsins (Frakkland, Bretland og Beneluxlönd) fund með sjer í París, sem eflaust reynist mikilvægur fyrir framtíð Evr- ópu og veraldarinnar allrar. — Það varð sem sagt að samkomu- lagi á fundi þessum, að hefjast handa um undirbúning að stofnun hervarnarbandalags landanna við Norður Atlants- haf, en meginlandið í slíku bandalagi hlýtur óhjákvæmi- lega að verða Bandaríkin. 9 9 SAMKOMULAG Utanríkisráðherrarnir, sem þátt tóku í Parísarfundinum, voru Bevin fyrir Bretland, Schuman fyrir Frakkland, Paul Spaak fyrir Belgíu, dr. Stikker fyrir Holland og Beck fyrir Luxembourgh. Mikil leynd var yfir fundinum, en að honum loknum var gefin út tilkynning um árangur hans. I henni kem- ur meðal annars frám, að ut- anríkisráðherrarnir hafa rætt um öryggi landanna við Norður Atlantshaf „og þær umræður um þetta mál, sem fram hafa farið í Washington í sumar“. Og árangur fundarins varð sá, að samkomulag náðist um grundvöll Norður Atlantshafs sáttmála og næsta skrefið, sem taka á í því máli. Kemur í ljós, að ætlunin er, að Vestur Evr- ópa, Kanada og Bandaríkin taki upp samvinnu um hervarnir. 9 9 MÖRG LÖND Eins og greinilega kemur fram í hinni opinberu tilkynn- ingu um árangur fundar með- limalanda Vestur Evrópu banda lagsins^" hafa þegar farið fram umræður í Washington um möguleika á stofnun nýs her- varnarbandalags. Enda þótt ekkert hafi enn opinberlega verið skýrt frá árangri við- ræðnanna, telja margir fuilvíst, að Bandaríkin sjeu þess hvetj- andi, að sem flest lýðræðisríkj- anna við Atlantshaf verði tekin í bandalagið, það er að segja lönd eins og Portúgal og skandinavisku ríkin. 9 9 MARSHALL Líklegt er talið, að Marshall, utanríkisráðherra, sje einn af aðalhvatamönnum bandalags- stofnunarinnar. Er -ekki ólík- legt, að hann og aðrir áhrifa- miklir bandarískir stjórnmála- menn sjeu því fylgjandi, að bandalagið nái til Afriku og ríkjanna í Suður Ameríku, eða með öðrum orðum til allra þeirra landa, sem liggja að At- lantshafi. Kjarni bandalagsins yrðu auðvitað Bandaríkin, en hinar meginstoðir þess Bret- land og Frakkland. 9 9 „HERNAÐARLEG MARSHALLHJÁLP“ Á fundi sínum í París ræddu utanríkisráðherrarnir fimm ítar lega fjárhagsgrundvöll væntan- legs Atlantshafs bandalags. — Þykir sýnilegt, að Bandaríkin mundu að miklu leyti verða að leggja bandalagslöndunum til hergögn, og mundi sú aðstoð að öllum líkindum verða á borð við láns og leiguaðstoðina svo- kölluðu, sem Bandaríkjamenn ljetu bandamönnum sínum í tje á stríðsárunum. 9 9 Þess er vænst, að bandalags- málið verði lagt fyrir Banda- ríkjaþing skömmu eftir áramót. Má gera ráð fyrir því, að þingið samþykki það fyrir haustið 1949, og að hugmyndin um „hernaðarlega Marshall- hjálp“ verði þannig að raun- veruleika fyrir lok næsta árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.