Morgunblaðið - 08.12.1948, Síða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. des. 1948.
1MVJAR BÆKLR
Skátaitúlkurnar
í blíðu og stríðu
NYLEGA er komin á bókamark-
aðinn unglingabók eftir Astrid
Hald Frederiksen. Er það fram-
h'ald af bók hennar „Æfintýri
skátastúlknanna," sem kom út í
fyrra og heitir: „Skátastúlka í
blíðu og stríðu“. Frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir hefur þýtt bókina
og svo vel tekst henni að túlka
líf og starf skátastúlknanna, að
það er engu líkara en að hún
hafi sjálf verið skáti frá barn-
æsku. Það er skátaflokkurinn
„Úlfljótur“, sem stendur að út-
gáfunni, og verður það seint full-
að þeim, er þar að standa, hve
mikið og óeigingjarnt starf þeir
leggja á sig til þess að efla skáta-
bókmentir okkar, sem áður en
þeir hófu starf sitt, voru af mjög
skornum skamti.
Jeg er nýbúin að lesa þessa
bók, og finst mjer hún í senn,
bæði góð og skemtileg. En það,
sem í mínum augum er þýðing-
armeSt og gofur henni mest gildi,
er sá skátaandi, sem gengur eins
og rauður þráður gegnum alla
bókina. T. d. þegar Sysser, sögu-
hetjan, hættir við að fara í úti-
legu með skátasystrum sínum, til
þess að geta farið með mömmu
sinni og yngri systkinunum í
skógarferð. Hún fann það, að
það mundi gleðja mömmu sína,
að hún færi einhvern tíma með
henni, svo að hún væri ekki altaf
einmana. Og þegar hún fórnar
aleigu sinni — 25 krónum — sem
í hennar augum var feikna fjár-
upphæð. Hún gefur Pjetri litla,
sem liggur slasaður á sjúkra-
húsinu peningana. Hún veit, að
hann er aðalfyrirvinna fátækrar
móður sinnar. Því það var nefni-
lega Sysser, sem hjálpaði honum
og huggaði hann, þegar slysið
varð. Hún átti náttúrlega í bar-
áttu við sjálfa sig, flestir ungling
ar hefðu átt það. En skátaandinn
sigraði og hún gladdist innilega
yfir að geta glatt þennan fátæka
dreng, sem var ennþá fátækari
en hún sjálf.
Svo verður móðir hennar veik
og verður að fara á hæli. Sysser
verður að skilja við bestu vin-
stúlku sína og alla sína góðu
skátafjelaga og fara með yngri
systkini sín út á Jótland til
frænku sinnar. Hún lofar mömmu
sinni, að hún skuli vera þeim í
móðurstað, hjálpa þeim og hugga
þau, þegar eitthvað ami að þeim.
Og hún efnir það Ioforð, þegar
hún 'nafnar boði Hollishjónanna
um að flytja til þeirra, svo að
hún geti lesið undir prófið í ró
og næði: „Skáti efnir loforð sín“(
sagði Sysser og var kyr í öllum
hávaðanum heima. Svona er öll
bókin. Hún ber því nafn með
rentu, þegar hún heitir „Skáta-
stúlka í blíðu og stríðu“. Það er
alveg eins og það á að vera. Það
er enginn vandi að vera skáti,
þegar alt leikur í lyndi. En þegar
mótlætið og erfiðleikarnir steðja
að, þá reynif á kjarkinn. •— Þá
skapast sá skáti, sem er „Hjálp-
arhella öllum öðrum ,altaf fals-
laus, hreinn í lund“. Og það sem
hjálpar skátanum einna mest, er
skátaskapið og sólskinsbrosið sem
feykir burt sorgum og áhyggjum,
gefur honum trúna á guð og sig-
ur hins* góða og styrkir viljann
svo að hann gefst ekki upp. Ein-
mitt svona skáti er Sysser. Ein-
læg og hispurslaus og sjer altaf
sólina á bak við skýin, ef mætti
orða það svo.
Það eru eflaust flestir foreldr-
ar sammála um það, að það er
ekki sama, hvaða bækur börnin
lesa. Góðar bækur hafa ákaflega
mikið uppeldislegt gildi. En það
er margreynt, að það hefur enga
þýðingu að fá barni bók, til lest-
urs, sem er þunglesin og í ræðu
eða fyrirlestrarformi, hversu góð
ar hugsanir, sem þó kynnu að
vera að baki. Nei — en góða og
skemtilega skrifaða frásögn úr
daglega lífinu í söguformi eað
skáldsaga, þar sem söguhetjan er
eða verður góð persóna. Þar sem
viðfangsefnin eru lík þeirra eig-
in áhugamálum, þar sem leikur
og starf er sem líkast þeirra eig-
in leik og starfi. Það eru bækur,
sem þau vilja lesa og hafa líka
gott af að lesa.
Jeg álít að „Skátastúlka í blíðu
og stríðu“ eigi ekki aðeins erindi
til allra skátastúlkna, heldur og
til allra unglingsstúlkna yfirleitt.
Þeir foreldrar og aðrir, sem vilja
kaupa góða og um leið skemtilega
bók handa ungu stúlkunni í fjöl-
skyldunni eða vinahópnum verða
áreiðanlega'ekki fyrir vonbrigð-
um af að kaupa „Skátastúlkuna"
og svo að lokum eitt orð í trún-
aði til ykkar skátastúlkur. Flýtið
ykkur að kaupa eitt eintak áður
en bókin verður uppseld. Hana
má ekki vanta á neitt heimili
skáta.
Vonandi tekst ,,Úlfljóti“ eins
vel með valið á næstu bók sinni.
H. Tynes.
ELY CULBERTSON:
Minningar II. bindi
ÞÁ er síðara bindið af Minn-
ingum Culbertsons bridge-
meistara komið út í þýðingu
Brynjólfs Sveinssonár mennta-
skólakennara. Það er bók, sem
áreiðanlega margir hafa beðið
eftir fullir eftirvæntingar, eft-
ir að hafa lesið fyrra bindið,
sem út kom rjett fyrir jólin
í fyrra.
Það er og skemst frá að segja,
að höf. heldur lesandanum jafn
vakandi frá fyrstu blaðsíðu til
hinnar síðustu. Enda fer þar
saman fjörugur og lifandi frá-
sagnarstíll og fjölbreyttir at-
burðir.
Æfi Culbertsons er frá upp-
hafi ólík æfi flestra manna. —
Hún er í raun rjettri miklu lík-
ari spennandi skáldsögu en
sannsögulegum atburðum. Sá-
ust þess þegar merki í hinu
fyrra bindi, og áframhaldið
bregst ekki í þeim. efnum. Þar
er lýst æfi höf. frá því er hann
flækist um stjórnlaust og stefnu
laust í stórborgum Evrópu og
Ameríku, fjevana og fáum kunn
ur, þar til hann er orðinn heims
frægur maður og viðurkendur
meistari í bridge-spili um heim
allan með fullarhendur fjár. En
einnig greinir þar frá ástum
hans, hjónabandi og heimilis-
lífi.
Ekki getur hjá því farið, að
spilamönnum þyki mikið til
bókarinnar koma, og. í raun
rjettri má segja, að bókin opni
á ýmsa lund nýtt viðhorf gagn-
vart spilamensku. Hún sýnir
mönnum spilamenskuna sem í-
þrótt, er hvílir á ótrúlega mik-
illi þrautseigju, útreikningi og
sálfræðilegum skilningi kepp-
endanna. Og víst er um það,
að frásagnir Culbertsons um
hinar miklu spilakeppnir, sem
hann þreytti, eru ekki síður
læsilegar og hrífa lesandann
með sjer, en lýsingar á íþrótta-
kepni á Olympíuleikum og öðr-
um slikum leikmotum.
Það er annars ekki tilgang-
urinn með þessum línum, að
rekja efni bókarinnar, það er
svo fjölþætt, að stutt blaðagrein
getur enga verulega hugmynd
um það gefið, enda verður les-
andinn að kynna sjer það sjálf-
ur og njota frásagnar höfund-
arins, því að hætt er við, að at-
burðirnir myndu blikna æði-
mikið í endursögn annara.
Þótt Culbertson verði senni-
lega aldrei talinn meðal stór-
menna mannkynssögunnar, þá
er það víst, að hann hefur með
hugkvæmni sinni veitt fleiri
mönnum ánægjustund en flestir
aðrir. Og æfisaga hans er skemti
legur vitnisburður um fjöl-
breytileik mannssálarinnar,
því a, þrátt fyrir allt, er það
ef til vill persónan sjálfs, er
gefur bókinni mestan lit, og
gerir hana svo ánægjulega af-
lestrar, sem raun ber vitni um.
Frágangur bókarinnar er all-
ur hinn vandaðasti, og mun hún
áreiðanlega verða kærkominn
gestur núna í skammdeginu.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
Nýjar bækur frá
Norðra
BÓKAÚTGÁFAN „Norðri“ á
Akureyri hefir nýlega sent frá
sjer eftirtaldar bækur:
„Svipir og Sagnir“. Eru það
þættir úr Húnaþingi, útgáfa
Sögufjelagið Húnvetningur.
Formála skrifar Gunnar Árna-
son, en aðrir höfundar, sem
leggja til efni í bókina eru
Magnús Björnsson, Jónas Illuga
son og Bjarni Jónasson.
„Drengurinn þinn“ er bók
eftir sænska þrestinn og skáta-
leiðtogann Fridthiof Dahlby í
þýðingu Freysteins Gunnars-
sonar skólastjóra.
m
för Viyfúsar SiprSs-
sonar
ÚT ER komin bók, sem nefn-
ist „Um þvert Grænland 1912
—1913“, eftir Vigfús Sigurðs-
son, sem kunnastur er undir
nafninu Vigfús Grænlandsfari.
Vigfús fór til Grænlands með
leiðangri þeirra J. P. Koch höf
uðsmanns og Dr. A. Wegener
og ferðuðust þeir um þvert
Grænland og höfðu íslenska
hesta með. Var þetta hin ævin-
týraríkasta ferð, sem margir
hafa heyrt um, en ekki sjeð
sögu Vigfúsar í heild fyr en nú.
Er í bókinni gríðarlega mikill
fróðleikur um ferðina um þvert
Grænland og Vatnajökulsferð
hjer á landi sem farin var sum
arið 1913.
Bókin er 220 blaðsíður að
stærð, prýdd fjölda ljósmynda
og uppdrátta. Útgefandi er Ár-
sæll Árnáson. Skrifar útgefandi
formála fyrir bókinni. Vigfús
er nú 73 ára og býr hjer í
Reykjavík. Hann hefir þrisvar
farið til Grænlands, 1912 og
1929 með Gottu og loks 1930
með dr. Wegener.
Þarf ekki að efa, að mörg-
um mun þykja fengur í þess-
ari bók.
Strand breska togar-
ans „Sargon"
Dýptarmælirinn var bilaður.
Patreksfirði, þriðjud. frá frjettaritara vorum.
SKIPSBROTSMENNIRNIR sex eru ennþá í Öflygshöfn og
iiefir ekki ennþá tekist að ná þeim yfir fjörðinn vegna brims,
nje heldur líkunum úr togaranum, þrátt fyrir tilraunir.
Eftirfarandi er samkvæmt símtali við stýrimanninn:
Dýptarmælir í ólagi. 4
Dýptarmælinn var ekki í lagi
og var notast við handlóð, er
farið var inn Patreksfjörð. —
Eftir aÓ skipið strandaði voru
fimm undir hvalbak, en hinir
allir í brúnni og í svarta
myrkri. Við sáum aldrei línuna,
sem björgunarsveitin skaut um
borð um nóttina, enda hefði ver
ið ógerningur að hætta sjer út
á þilfarið, þar sem ágjafirnar
voru látlausar frá brú og fram-
yfir.
Gáfust upp í brúnni.
Kl. 4 um nóttina voru allir
hressir í brúnni, en svo um
klukkustund síðar skall brot-
sjór yfir hana og braut allar
rúður og loftpípur. Frá þeim
tíma mun mótstöðuafl þeirra
gegn hinum látlausa brotsjó
hafa dvínað og þeir dáið hver
á fætur öðrum. Stýrimaðurinn
fór upp í brúna, er búið var að
bjarga hinum fimm, til þess að
athuga hvort nokkur væri þar
lifandi, áður en hann færi sjálf
ur í land. Taldi hann níu menn
hreyfingarlausa með öllu, en
aðeins einn með lífsmarki. —
Stýrimaður reyndi að lyfta hon
um á axlir sjer, en var of þjak-
aður til þess. Einnig reyndi
hann að losa hendur hans, er
hjeldu krampataki um glugg-
karminn, en einnig árangurs-
laust. Hjer lýkur frásögn stýri-
manns.
Þess má geta, að kunnugir
menn hjer telja, að verra veður
hafi ekki komið hjer við Pat-
reksfjörð síðustu 28 árin, er
geisaði þessa daga.
Áður hafði blaðinu borist eft-
irfarandi skeyti um strandið og
björgun mannanna sex:
Björgunin.
Patreksfirði, laugardag.
BÁTUR var sendur yfir um
fjörð til Örlygshafnar í morgun
og tókst að ná flöskubrjefi frá
landi þrátt fyrir haugabrim, en
símsamband er ennþá slitið
þangað. Frásögn Einars Guð-
jbjartssonar, kaupfjelagsstjóra á
Gjögrum er í stuttu máli þessi:
I Kl. 10 á miðvikudagskvöldið
heyrðist sterkur eimpípublást-
ur þrátt fyrir stórviðri og ótt-
aðist jeg strax að um skips-
strand væri að ræða og rjett
|á eftir sást raketta frá Hafnar-
múla að sjá og fjell rjett hjá
! mjer, en jeg skundaði til bæja
j til þess að fá aðstoð, en fátt
manna er yfirleitt á bæjum í
Örlygshöfn, mest unglingar.
Ferðalagið til strandstaðarins
Jgekk mjög seint vegna bils og
. veðurofsa. En er skipið fannst
var maður sendur til bæja til
að tilkynna um strandstaðinn
og fregna um frekari aðstoð,
og vorum við því aðeins fjórir
eftir að bera björgunartækin. líriunni um borð nú sem þá.
Veðurofsinn felldi okkur marg-
oft og seinkaði okkur það, að
kl. var orðin 3 um nóttina, er
við komumst á strandstaðinn
með björgunartækin og höfðu
þá bætst í hópinn tveir menn
ásamt ungling með fatnað og
mat.
Við ákváðum að reyna að
skjóta línu fram í skipið, þó
aðstæða væri erfið, ofsarok,
svarta myrkur og bilur. Auk
þess var komið aðfall og við
alltof fámennir. Við fundum
strax að línan hafði fallið á
skipinu, en engin merki sáust
þess, að skipverjar reyndu að
ná henni, en um það leyti
kynntu þeir bál á stjórnpalli.
Við reyndum eftir getu, að
vekja athygli þeirra á línunni,
en árangurslaust, og álitum við
að þeir treystust ekki til þess
vegna roks og myrkurs, og
skömmu seinna sleit rokið lín-
una.
Töldum við það þýðingar-
laust að reyna frekar að sinni,
enda var tekið að falla mikið
að og lítil von að ná mönnunum
lifndi gegnum brimið og stór-
grýtið, þó björgun gæti hafist.
Við vorum orðnir allþrekaðir og
blautir af sjórokinu, en þó biðu
nokkrir til kl. 6 um morgun-
inn, en þá fjell sjór í klettana
og var ekki vært lengur.
Með morgninum fór veður
batnandi, en brim og flæði orð-
ið með mesta móti. En er út
fjell hjeldum við aftur á strand
staðinn, en rjett á eftir komu
menn frá Hvallátrum, Kollsvík,
Hænuvík og Kvígindisdal. Skip
ið hafði þokast hærra upp í
fjöruna og sjórinn lægt ofur-
lítið. Þórður Jónsson frá Hval-
látrum stjórnaði nú björguninni
og skaut hann línunni um borð
um 11 leytið og tókst greiðlega
að bjarga þeim sex mönnum,
sem þá voru eftir á lífi, og voru
tveir þeirra mjög þrekaðir.
Að sögn skipverja dvöldust
fimm þeirra undir hvalbak og
hjeldu allir lífi, en hinir voru
allir í stjórnpalli og af þeim
lifði aðeins einn.
Hjer lýkur frásögn Einars,
en einn skipbrotsmannanna
skrifaði umboðsmanni togara-
fjelagsins, en í því brjefi fólst
ekkert nýtt, og ekki voru nöfn
skipbrotsmannanna skráð þar.
Þess er vert að geta, að Ör-
lygshafnarbúar hafa sýnt mikla
brautseigju og þol þar sem hjer
er mest um unglinga að ræða.
Einnig er um fádæma dugnað
þeirra að ræða, sem komu frá
Hvallátrum og Kollsvik, að
brjótast yfir heiðina í veðri
sem þá var, en þar voru á ferð-
irini hinir vöskustu kappar fi'á
björgun manna af Dhoon í
fyrra, og Þórður Jónssoy skaut