Morgunblaðið - 08.12.1948, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. des.i 1948,
Hugleiðingar um útvarpsdagsskrána
OFT, ÞJCCAR *alað er um út-
varpið okkar, í ræðu eða riti,
er vitnað í erlendar útvarps-
stöðvar og þeim talið til gildis
fjölbreytt dagskrá — fram yfir
hina íslensku — þar sem dag-
skráin sje altaf sú saraa.
En ef málið er rannsakað nán-
ar, sjest fljótt, að þessu er mjög
svipað farið erlendis. Jeg mun
í því sambandi aðaliega tala um
BBC (Breska útvarpið), en það
er sú stöð sem best heyrist hjer
á landi, og útvarpar á mörgum
bylgjulengdum, þó við hlustum
aðallega á stuttbylgjuútvarpið.
Það er líka aðallega ætlað öðr-
um löndum — heimaútvarpið,
eins og þeir ka'la það, sendir
aðeins út á mið- og langbylgjum,
og eru það þrjár dagskrár. sem
hlustendur geta valið um, — all-
an daginn, nema sú þriðja, sem
ekki byrjar fyrr en kl. 6 á kvöld-
in. Þessar sendingar heyrast illa
hjer á landi — yfirleitt, en dag-
skrártilhögun má sjá í öðru hinna
tveggja, myndskreyttu vikublaða,
sem BBC gefur út, til kynningar
á dagskrám sínum.
Ef við lítum á þessar dagskrár,
sjáum við að þar eru nákvæm-
lega sömu útvarpsþættirnir á
vissum tímum, á vissum degi, í
viku hverri.
Þó eru dagskrárnar mjög fjöl-
breyttar.
BBC útvarpar allan sólarhring
inn á stuttbylgjum og skiftist
sólarhringurinn h. u. b. jafnt á
miili tónlistarinnar og hins tal-
aða orðs.
Þeir 12 tímar, sem helgaðir eru
frú Musica, skiftast nokkurnveg-
inn jafnt í þrermt, þ. e. klassíska
músik, ljett lög og dans- og jass-
rnúsík'.
Hinn timinn fer í frjettir,
Radio news-reel (útvarps-frjetta-
mynd) frjettaskýringar, frá blöð-
unum, samtöl við fróða menn og
stutt erindi um heima og geyma.
Lengri þættir eru svo íþrótta-
lýsingar, leikrit og hinir vin-
sælu gamanþættir með viðeig-
andi músik og hröndurum.
Heimaútvarpið, á miðbylgjun-
um, er öllu vandaðra, þættirnir
lengri og alvarlegri, einkum leik-
rit og tónlist — þar er líka barna
tími 55 mínútur. — Til gamans
má geta þess, að í byrjun
nóveraber þ. árs, . ljek Phil-
harmoniska hljórrsveitin i Berlín
í þessari dagskrá nokkrum sinn-
um. En hún kom þá til Bret-
lands í fyrsta skifti eftir stríð,
á vegum kristilegs fjelagsskapar,
sem stofnaður var í Oxford fyr-
ir hálfu öoru ári, og hefir það
stefnumið m. a. að auka sam-
starf þjóöa á milli. Wilhelm
Furtwangler og ungur rúmensk-
ur hljómsveitarstjóri, Sergiu
Celibidache, stjórna hljómsveit-
inni.
Dagskrá ríkisútvarpsins hjer,
er að mörgu leyti ág'æt, miðað
við útvarpstímann. Það sem að-
aléga vantar, eru smá-innskot og
viðauliar.
Þó að mikið sje búið að ræða
þetta og margar tillögur hafi kom
ið jfram, langar mig til að benda
á fáein atriði, sem gætu gert
dagskrána hugþekkari en nú er.
Jeg vil byrja á því að skora
á gjaldeyris- og innflutningsyfir-
völdin að leyfa útvarpinu þegar
í stað innflutning á: grammófón
til upptöku, stálþræði og nýju
plðtusafni. — Þegar það er feng-
ið.‘ er fyrst hægt að gefa dag-
skíánni það straumlínulag, sem
svó mjög er í tísku núna, en sem
dagskrána vantar algjörlega.
íforgunútvarpið á að hefjast
með íslensku lagi — þó ekki
vögguvísu — ieiknu af útvarps-
hljómsveitinni.
Eftir frjettirnar ætti' að koma
samfeld músik af stálþræði eða
hljómplötum — leikin af íslensk
um hljómsveitum og lúðrasveit-
um. Hver hljómsveit gæti spil-
að í einu inn á það margar plöt-
ur að þær entust í nokkra slíka
tíma. Hjer á landi eru, nú jorð-
ið, allmargar smáhljómsveitir,
sem að jeg held, fylgjast vel með
tískunni í dægurlagaspili. (Um
leið mundi þeim gefast kostur á
að heyra sjálfa sig spila og mætti
það verða til aukins þroska).
Þessar hljómsveitir, auk lúðra-
sveitanna og Mandólínhljómsveit
arinnar, ættu með góðu móti að
geta skemmt landsmönnum í
tuttugu mínútur til hálf tíma á
liverjum morgni, með danslög-
um, nýjum og gömlum, mörsum
og ljettri tónlist. Þetta mundi
losa hlustendur við það ósam-
stæða snarl, sem morgunútvarp-
ið býður upp á nú.
Hádegisútvarpið má vera eins
og það er, fyrstu tíu mínúturn-
ar, en þá ætti að koma þáttur-
inn: — Hvað segja blöðin? —
(Tvær mínútur á hvert blað?)
Síðan stuttorðar frjettir — og að
loknum lestri tilkynninga (því
tekjustofn útvarpsins má ekki
skerða) —• ætti að leika óska-
lög — klassíska músik. En þar
verða hlustendur að kunna sjer
hóf og ekki óska eftir heilum
symfóníum eða consertum.
Miðdegisútvarpið ætti svo að
hefjast með óskalagaþætti fyrir
jass-unnendur og eftir frjettir
kl. 4 — óskalagaþáttur fyrir
jljetta tónlist. — Nú spyr ein-
ekki — en þá er tónlistarráðu-
hver sjálfsagt. — Hafa nú hlust-
1 endur við að óska? — Kannski
. naut útvarpsins heimilt að taka
við.
Fyrir tilkynningar á kvöldin,
ætti kvenfólkið að hafa orðið:
— Iiúsráð — mataruppskriftir
— tískutal o. s. frv.
! Þá kem jeg að því atriði, sem
oft kemur manni til að bölva í
. hljóði. Það byrjar á því að þul-
urinn er búinn að lesa allt, sem
j hann má. Hann tekur þá plötu,
sem hendi er næst, og lætur á
grammófóninn meðan hann bíð-
ur eftir tímanum. Stimdum er
þetta hávær músik, mjög í ósam-
ræmi við hið talaða orð, á und-
an og eftir, stundum lag, sem
rhann langar til að heyra áfram,
en hættir auðvitað í miðjum
klíðum ....
Það þarf að útbúa plötu —
og það er hægt að gera strax —
sem altaf er spiluð þegar svona
smáhlje verða á dagskránni. Hef-
ur mjer dottið í hug að það
mætti vera fallegt þjóðlag —-
jafnvel rímnastemma — spilað
með einni rödd á eitt hljóðfæri,
— bjöllur, horn eða hnjefiðlu.
Með þessum smáaðgerðum
mundi koma „nýtt andlit" á dag-
skrána, og hjeldi hún sjer þó í
öllum aðalatriðum eins og hún
nú er.
Að lokum vil jeg koma inn
á það atriði, sem er þess vald-
andi, í raun og veru, að jeg
skrifa þennan greinarstúf.
Hinn þungi blær, sem mörg-
um finnst vera á dagskránni, er
oft afsakaður með þeirri stað-
hæfingu, að útvarpið sje menn-
ingartæki — fyrst og fremst
menningartæki. Þetta er vissu-
lega satt. Það sýnir meðal ann-
ars tungumálakennslan. Þess-
vegna — og einmitt þessvegna,
hef jeg von um að háttvirt út-
varpsráð sjái sjer fært að verða
við ósk minni og margra ann-
ara hlustenda, jafnvel þó það
hafi aukinn útvarpstíma í för
með sjer. En óskin er þetta: —
Gefið okkur kost á að læra tón-
fvæði í útvarpinu!
Þið gefið okkur kost á að
læra tungumál, sem kennd eru í
flestum skólum landsins, en
gleymið þeirri fræðigrein, sem
talin er nauðsynleg hverju þjóð-
fjelagi, en er kennd í aðeins
tveim skólum hjer á landi.
Daglega steypið þið yfir okk-
ur slíku tónflóði, að þeir sem
ekki kunna að synda í því, eiga
á hættu að drukna, nema þeir
slökkvi hið bráðasta á tækinu.
Það er margrætt mál, hvað við
íslendingar erum fákunnandi í
þessari grein almennt. Þessi fá-
íræði veldur því m. a., að allur
sá tími og fje, sem útvarpið eyð-
ir í tónflutning, nema ljetta
músik, er gagnslaus — jafn-
gagnslaus og það væri að senda
grískumagister í útvarpið til að
lesa forngrískar bókmenntaperl-
ur —• á grísku
Það er ekki hægt að njóta
málsins nema að læra það.
Hjer á landi eru nú starfandi
hátt á annað hundrað söngkóra,
íæstir söngstjóranna hafa næga
kunnáttu í raddfærslu, til að geta
búið smálag til söngs í kór svo
sómasamlegt geti talist.
Þúsundir landsmanna leika á
hljóðfæri án þess að hafa hug
mynd um þau lög og reglur, sem
gilda við byggingu þeirra verka,
sem þeir með misjöfnum árangri
en vísum vilja, túlka fyrir á-
heyrendur sína.
Þetta fólk er á vegi statt eins
og hagyrðingur af guðs náð, sem
ekki hefur lært stafkrók í mál-
fræði nje bragfræði — en læs
þó. Með lítilli viðbótarkunnáttu
gæti hann sýnt öðrum inn í töfra
heima málsins og ljóðagerðar-
innar, sem hann er allsóhæfur
til, eins og er.
Ef útvarpið fengi sjer nú góð-
an tónlistarkennara, sem væri
ekki síðri á því sviði, en mála-
| kennararnir á sínu sviði, er jeg
: sannfærður um að eftir stuttan
tima yrði sá hópur stór, sem
hlustaði á tónlistarkennsluna
útvarpinu. Og með þessu mundi
það áorka meiru við að tón-
mennta landsmenn en með allri
hinni fögru, klassisku tónlist.
| Nokkur hundruð áhugamanna
.á víð og dreif um landið (þar
Jer yfirleitt ekki um annað að
tala en áhugamenn) geta gert
. meira — hafi þeir hlotið undir-
stöðumenntun í tónfræði — til
að allur almenningur fái notið
tónlistarinnar og starfað að
henni, — en hundrað symfóníuj-.
í höfuðstaðnum — já, jeg leyfi
mjer að segja í útvarpinu, eru
tónlistarmenn, sem aldrei fá tæki
færi til að veita almenningi af
gnægtabrunni visku sinnar —
nema útvarpið gefi þeim kost á
því?
Kennsluna tel jeg heppilegast
að hafa á kvöldin, á sama tíma
og tungumálakennsluna. En sje
ekki rúm þá, yrði að láta hana
byrja hálftíma fyrr, þ. e. kl. 6.
En jeg tel þetta heppilegri tíma
fyrir þá, sem nota mundu kennsl
una, en tímann að lokinni dag-
skrá, — það er þó ekki nema
ágiskun frá minni hendi.
Jeg vil að lokum biðja hátt-
virt útvarpsráð að athuga þessa
tillögu mína náið, ásamt tónlist
arsjerfræðing sínum, — ef það
mætti verða til að sú staðhæfing,
sem jeg gat um áðan, yrði enn
sannari — að Ríkisútvarpið sje
fyrst og fremst menningartæki.
Steingrímur Sigfússon.
Kaupiogseipelsa )
Kristinn Kristjánsson \
. Leifsgötu 30. Sími 5644. \
Viðtalstími 1—6. i
Hrossam.arkaðir í
HúrLavatnssýslu síh-
astlihih haust
AÐ VONUM hefir fram komið
skrifþóf og orðahnippingar um
eða út af hrossamörkuðunum
síðustu hjer í Húnav. og Skaga-
fjarðarsýslum, einkum Húna-
vatnssýslu. Ber þar mest á sak-
sókn á hendur hrossaræktar-
ráðunaut og markaðshaldara,
Gunnari Bjarnasyni. Veit ekki
um hvort G. B. markaðshaldari
hefir þar hreinan skjöld eða
ekki, því bregð jeg ekki vopni
gegn honum. Læt aðra um það,
sem betur þykjast vita. Að
hinni hliðinni er snýr að okk-
ur bændum — hrossaseljend-
um, vildi jeg sveigja nokkrum
orðum.
Þótt svo væri, sem jeg full-
yrði ekkert um, að G. B. hefði
láðst, þegar hann auglýsti þessa
hrossamarkaði og gaf fyrirmæli
um aldursmörk, stærð og útlits
kröfur frá hálfu kaupenda, að
taka það fram, að hross skyldu
öll aljárnuð, þá verður að telj-
ast víst og ætti að vera óhætt
að gera Þá skýlausu kröfu til
hrossaseljenda í Skagafirði og
Húnavatnss., að þeir viti og
skilji, án sjerstakra fyrirmæla
að haustþung hross, sem geng-
ið hafa á hinum grasmjúku hög-
um heiða og fjalllenda, eru það
hófmeyr að hausti, að ekki gat
komið til mála að reka þau
ójárnuð á malarvegum alla leið
til Akeaness. — En það vissu
menn alment, held jeg, að þang-
að skyldu þau rekast. — í það
minsta fylgdi það fyrstu mark-
aðsfregn, í mín eyru.
Það veit hver, sem kunnur
er hestlífi, að á haustdegi má
ekki hross reka ójárnuð eftir
malarbrautum lengri veg en 35
—40 km., eigi þau ekki að bíða
fótsæri og kvöl af.
Nú hefir í þetta skiftið skeð
sú herfilega vanræksla frá
hendi sumra okkar hrossaselj-
anda að skila einhverju af sölu
hrossum til markaðs án járn-
ingar eða hálfjárnuðum.
Afleiðing þessarar vanrækslu
verður sú, að sumt af hrossun-
ium verður svo hart úti, að lóga
þurfti áður en á leiðarenda kom.
Við bændur verðum að gera
okkur ljóst, að með slíkri ónær-
gætni, slíkum mannúðarskorti,
höfum við skapað þessum dýr-
um sem með sjálfsfórn sinni,
eru að færa okkur fje í pyngju,
þjáningu og ómælda kvöl.
Annað það, sem skeði við
þessa síðustu markaði og kast-
ar þungri sök í fang þeirra
manna, er frömdu það, er að
lóga folöldum undan hryssum
rjett fyrir markaðsdag og reka
mæðurnar síðan á markað. —
Þótt ekki takist svo til, að hryss
urnar bíði.klums af, þá er hitt
víst, að hryssur með troðjúgur
líða mikil óþægindi og þrautir
á Iöngum, erfiðum rekstri, þann
ig á sig komnar. Slík hörku-
meðferð má aldrei framar
henda neinn seljanda. Að jeg
ekki nefni þá durnalegu fúl-
rpensku, að selja á markað
| hryssur er kasta á fyrsta eða
! öðrum degi eftir sölu. Slíkar
hryssur sýna með kviðlagi og
stokkhörðu stálmajúgri ástand
sitt og hlýtur hver sá seljandi,
sem grípur undir hryssuna, að
finna hvað í efni er.
Það mætti ekki til minna ætl
ast af okkur markaðshrossaselj
endum, en þess, að við reynd-
um að gera þessum burtseldu
dýrum sem ljettastan viðskiln*-
aðinn, við land sitt, og elskuðu
heima haga. Við verðum oft,
óhjákvæmilega að bjóða hross-
um okkar óvægna og harða
brúkun undir hnakk eða klöf-
um. Við látum stóðið okkar
standa margan dag og marga
nótt, skjálfandi og hjálparvana
í hörkubyljum norðlenskra
vetra. Það ætti sannarlega að
vera okkur nægilega þung
byrði að þannig skuli það vera,
þótt ekki bættum við þar á ofan
því, er skeði s.l. haust og að
framan er lýst að nokkru.
Jón kaupfjelagsstj. á Blöndu
ósi hygst með skrifum í
Tímanum, að bera í bætifláka
fyrir húnvetnska hrossabænd-
ur, snertandi þær ávirðingar,
er jeg hefi að framan á minst.
Hann hefur upp kjassmæli og
skjallyrði til húnvetnskra stór-
bænda, og telur þá enga sök á
eiga mistökunum. Hann segir:
„Þeirn þykir vænt um hross
sín“. I hverju skyldum við sýna
það flestir? ,.Þeir eiga ræktuð
hross“, segir hann einnig. —
Heldur ljelega ræktuð viðast,
held jeg. Og enn segir hann:
„Þeir eiga falleg hross“. í því
er nokkuð, því flest hross eru
falleg á haustdegi. En það er
ekki okkur að þakka, þótt und-
angengnir vetur hafi mildir
verið og grasdrjúgir, svo úti-
gangshross hafa skilast vel und
angengin frá vetri til vors. Nei.
Við bændur skulum reyna að
gera okkur grein fyrir hlutun-
um í þessum tilfellum og fleir-
um, eins og þeir eru. Svo best
fáum við úrbætt ágöllunum. Og
ekki horfir skörulega eða væn-
lega um mannúðar og menning-
armál, ef við seljum okkur
þeirri hættu á hönd, að ljá eyru
lofmælum, er við í engu höfum
innlagt fyrir.
Þorbjörn Björnsson,
Geitaskarði.
Síra Halldór á Reyni-
völlum 75 ára
Sjera Halldór heiðursmaður,
hafinn yfir fánýtt hjal.
Þjónað hefur guði glaður,
göfgað bæði sprund og hal.
Fegurð lífsins finnst í þinni
fögru sál og rjettu mynd,
bæði í orði og breytni þinni
birtist fögur himinlind.
Drengskapinn og dáðríkt hjarta
drottinn hefur lánað þjer,
gengna lífs um götu bjarta
göfugt starfið unnið hjer.
Árs og friðar óska’ eg þinni
ókominni lífsins braut,
farsæld, gleði, friðsælt inni,
fögnuð gúðs við náðarskaut.
B. G.