Morgunblaðið - 12.12.1948, Side 8
8
r/ IV B L A Ð I &
Sunmidagur 12. des 1948.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjórj- ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
: t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
5 wi**
Hámark tvöfeldninnar
GOTT er að hafa tungur tvær og mæla sitt með hvorri, segir
gamalt máltæki. Framsóknarmönnum þykir afar vænt um
það og hagnýta sjer stefnu þess iðulega.
Gott dæmi um það er forystugrein í Tímanum þann 2.
ctesember s.l., þar sem ráðist er heiftarlega á Sjálfstæðis-
flokkinn og hann sakaður um að bera alla ábyrgð á vöru-
þurðinni í landinu og því, sem aflaga hefur farið í skömmt-
unarmálunum.
Til þess að almenningur geti gert sjer grein fyrir því,
hversu lúalegur og lítilmannlegur þessi málflutningur að-
alblaðs Framsóknarflokksins er, er nauðsynlegt að það komi
fram að í Fjárhagsráði hafa fulltrúar Framsóknarflokksins
ekki einu sinni heldur oft fellt tillögur, sem fram hafa
komið um nokkru ríflegri innflutning á ýmsum skömmt-
unarvörum. Á það einkum við um þrjá vöruflokka, vefnað-
arvöru, skófatnað og búsáhöld. En á þessum vörum er skort-
urinn hvað mestur og tilfinnanlegastur.
Á þessu ári hafa fulltrúar Framsóknarmanna í Fjárhags-
ráði beitt sjer gegn því að nokkuð yrði rýmkað um inn-
flutning á þessum vörum. Þeir hafa beinlínis fellt tillögur
um það. En svo kemur Tíminn og skellir allri ábyrgðinni
á vöruþurðinni á Sjálfstæðisflokkinn!!!
Er hægt að hugsa sjer tvöfeldnislegri og lúalegri fram-
komu?
Annars er það kjarni þessa máls að skömmtunin hefur
verið sett á vegna þess að þjóðin hefur átt í gjaldeyrisörðug-
Joikum. Núverandi ríkisstjórn stóð að því heil og óskipt að
setja hana. En skammur tími var til undirbúnings henni og
þessvegna hefur ýmislegt farið verr en skyldi í framkvæmd
skömmtunarreglnanna. — Nokkurs ágreinings hefur einnig
gætt um það, hvernig skipt skyldi milli einstakra vöru-
fíokka.
En afstaða Tímans sýnir einstaka lubbamennsku. Hann
veit að fulltrúar flokks hans í Fjárhagsráði hafa beitt sjer
gegn ríflegri innflutningi á þeim vörum, sem tilfinnanleg-
astur skortur er á. En engu að síður hikar hann ekki við
að reyna að kenna Sjálfstæðisfíokknum um hann og gera
ríkisstjórnina sem heild óvinsæla vegna hans.
Það er svo mál út af fyrir sig þegar Framsóknarmenn
halda því fram að vöruþurðin hefði komið eitthvað ljettar
niður á þjóðinni ef skömmtunarmiðarnir hefðu verið látnir
gilda sem innkaupaheimild.
Nú er það vitað að innflutningur á skömmtunarvörum
hefur verið miðaður við gjaldeyrisgetu þjóðarinnar. Sú að-
ferð hefði að sjálfsögðu verið viðhöfð þótt skömmtunarmið-
arnir hefðu verið látnir gilda sem innkaupaheimild.
Vörumagnið, sem til landsins fluttist hefði því orðið ná-
l.væmlega það sama og með núverandi fyrirkomulagi.
Því má svo hver trúa, sem vill, að kapphlaupið um vör-
urnar og svartamarkaðsbraskið hefði orðið minna, ef þúsund-
ir einstaklinga hefðu haft slík innkaupaleyfi milli handa.
Sannleikurinn er sá að þá fyrst er svo var komið hefði mátt
gera ráð fyrir verulegum svörtum markaði. Það er nefni-
lega þannig að það eru alls ekki verslanirnar, kaupmenn eða
kaupfjelög, sem nú standa fyrir svartamarkaðsverslun með
ýmsa hluti. Það eru allskonar braskarar og aðskotadýr, sem
sjá sjer leik á borði að græða á vöruskorti almennings.
Það vakti heldur aldrei fyrir Framsóknarmönnum að
skapa landsmönnum hagstæðari verslunarskilyrði með þess-
um tillögum sínum, heldur hitt að koma á dulbúinni höfða-
toJureglu með almennri smalamennsku skömmtunarmiða.
íJm það hefur heldur aldrei heyrst að Framsóknarmenn
beittu sjer fyrir jafnrjetti í viðskiptamálum. Það hafa þvert
á móti verið þeirra ær og kýr að stuðla að einokun og
niisrjetti.
Ástandið í verslunarmálunum er ekki gott, því fer fjarri.
Fn gjaldeyrisörðugleikarnir og hinar ört vaxandi þarfir
þjóðarinnar eru frumorsök þeirra. En það situr illa á Fram-
sóknarmönnum að setja upp vandlætingarsvip yfir því. Til
þess er saga þeirra að fornu og nýju of kunn alþjóð manna
? þeim málum.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Slórt framfaraspor
NÚ FARA MENN að hafa ráð
á því að deyja. — Það er meira
en hægt hefir verið að segja
hingað til, því eins og haft
hefir verið að orðtaki hjer í
borg undanfarin ár, þá hefir
verið dýrt að lifa, en þó dýr-
ara að deyja.
Útfararkapellan í Fossvogi
er nú tilbúin og um leið eru
komnar þær breytingar á útfar
arsiði, sem lengi heíir vantað
Menn þurfa nú ekki lengur að
stofna til stórskulda til að
koma ættingjum og vinum á
virðulegan hátt til hinstu hvíld
ar og með tímanum munu jarða
farastrollurnar hverfa af
helstu umferðagötum bæjarins.
Hjer er um mikið og stórt
framfaraspor að ræða. Og eng
inn fagnar þessari breytingu
meira, en höfundur þessara
dálka, sem árumm saman hef-
ir hamrað á því, að breyting-
ar ætti að gera á hinum gömlu
og úreltú útfarasiðum.
•
Útfarir einkamál
HJER EFTIR geta útfarir
manna verið einkamál ætt-
ingja og vina hins látna, en
ekki opinber sýning og pro-
sessía. Syrgjendur þurfa ekki
að ganga.um götur bæjarins
innan umm bilskrölt og annan
hávaða umferðarinnar. — Þeir
geta kvatt ástvini sína i virðu
legri ró og næði utan við
skarkala' götunnar.
Það þarf ekki lengur að láta
lík standá uppi í þröngum húsa
kynnum svo dögum skiftir.
Þökk sje þeim mönnum, sem
staðið hafa í broddi fylkingar
fyrir því, að þessar umbætur
komust á.
•
Hætt við fortlómum
EINS OG ÁVALT, þegar eitt-
hvað nýtt er á ferðinni, má
búast við fordómum frá íhalds
sömu fólki, sem ekki getur felt
sig við breytingar. Það má ekki
búast við, að jarðarfarastroll-
urnar hverfi með öllu af göt-
um borgarinnar næstu mán-
uðina, eða jafnvel næstu árin.
En menn munu bráðlega kom
ast að því, að útfarirnar verða
virðulegri þar sem syrgjendur
geta verið í friði frá skarkala
daglega lífsins er þeir kveðja
ástvini sína í hinsta sinni.
Og fleiri og fleiri munu hall
ast að því, að útfarir eigi að
íara fram á þann hátt, sem nú
er hægt að hafa í Fossvogskap-
ellunni.
Ógleymanleg
kveðjustund
KUNNINGI MINN, sem var
viðstaddur jarðarför í haust,
þar sem kveðjuathöfnin fór
fram í kirkjunni, sagði mjer, að
þessi kveðjustund verði sjer á-
valt minnisstæð, sem hin hug-
þekkasta stund. Það var engin
jarðarför um göturnar. Kirkj-
an var samt troðfull af fólki,
því hinn látni var merkur og
vinsæll maður. Ræða prestsins
falleg og söngur og hljómlist
yndæl.
„Jeg sje það núna fyrst hvað
þú hefir átt við, þegar þú hef-
ir verið að skrifa um þessi mál“,
bætti hann við. Jeg er sann-
færður um, að fleiri munu finna
þetta.
•
Ágæt hugmynd
HJER ER ágæt hugmynd frá
Á. J., sem er þess verð, að
henni sje gaumur gefin. Hann
segir:
„Góður Víkverji!
Mjer datt í hug í gærkveldi
er jeg hlustaði á tungumála-
kenslu útvarpsins, hvort ekki
væri hægt að stórauka kenslu
í útvarpi og jafnvel að flytja
alla kenslu í almennum fræð-
um í útvarpið, þegar um bók-
nám er að ræða?
Eins og kunnugt er gera hin
nýju fræðslulög ráð fyrir því
að samræma alla bóklega
kenslu í framhaldsskólum. Er ,
þá nokkuð því til fyrirstöðu
að kenna í útvarpi s. s. sögu
íslensku, stærðfræði, eðlisfræði,
náttúrufræði o. fl. námsgrein-
ar?
Jeg vil skjóta þessu til þín
og annara er hafa þekkingu á
þessum málum.“
•
Stórkostlegur
sparnaður
„MJER FINST að hjer sje um
stórmál að ræða. Eru nokkrar
líkur til þess að við íslending-
ar höfum ráð á því að verja
árlega úr ríkissjóði til fræðslu
mála um 30 miljónum króna?
Það hlýtur að vera ofvaxið fá-
mennri þjóð í strjálbýlu landi.
Jeg veit ekki hversu margir
nemendur eru í framhaldsskól
um landsins nje heldur hversu
margir kennarar eru starfandi
við þá„ en nemendur skipta
vafalaust þúsundum og kenn-
arar hundruðum.
Væri ekki skynsamlegt að
reisa skólaútvarpsstöð, í stað
þess að reisa framhaldsskóla-
hús víðsvegar um landið fyrir
miljónir króna, því þá mætti
án efa fækka kennurum um 80
—90 prósent og nemendur gætu
haldið til heima hjá sjer og
hefðu allir jafna aðstöðu til
framhaldsnáms hvar sem er á
landinú'.
Alveg sjálfsagt að
reyna
ÞETTA ER með betri hug-
myndum, sem komið hafa fram
lengi um mentamál okkar og
sjálfsagt að gera tilraun með
útvarpsskóla. Það mætti reyna
t. d.,: að hafa gagnfræðanáms-
skeið í útvarpi og halda síðan
próf þar sem útvarpsnemend-
ur kæmu til að sýna hvað þeir
hefðu lært af kenslunni.
Ef til villi er hjer á ferðinni
hugmynd, sem gæti verulega
lækkað þann mikla, en nauðsyn
lega kostnað, sem ríkið hefir
af fræðslumálunum.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
•iiiinifm
nmnuiMini
iiiini
Forseti Bandaríkjanna kosinn é morgun
Eftir Paul Scott Rankie,
frjettaritara Reuters.
WASHINGTON — Kosning
næsta forseta Bandaríkjanna
fyrir fjögurra ára tímabilið
1949—1953 fer fram á morg-
un, mánudag.
Enda þótt allir gangi út frá
því sem vísu, að Truman for-
seti hafi verið kosinn þegar
Bandaríkjamenn gengu á kjör-
stað 2. nóvember síðastliðinn,
var það í rauninni ekki svo.
Annan nóvember síðastliðinn
kaus bandaríska þjóðin 531
kjörmann, en kjörmennirnir
höfðu áður lýst yfir fylgi sínu
við Truman, forsetaefni demo-
krata, Thomas Dewey, fram-
bjóðanda republikana, eða
Thurmond, frambjóðanda
„Dixiekrata“.
• •
DEWEY GÆTI
SIGRAÐ, EF . . .
FORSETAKOSNINGIN hef-
ur því ekki formlega farið
fram fyr en kjörmennirnir
hafa komið saman í höfuðborg
um allra hinna 48 fylkja og
greitt atkvæði um hinn nýja for
seta.
Þar sem meirihluti kjörmann
anna noiúu íyrir kosningarn-
ar 2. nóvember lýst yfir fylgi
sínu við Truman forseta, er
harla ólíklegt, að hann hreppi
ekki meirihluta atkvæða
þeii'ra. Þó er það staðreynd,
að ef kjörmennirnir vildu og
dirfðust að svíkja loforð sín,
og ef fylgismenn Deweys þá
vildu fallast á að beita siíkum
aðferðum, gætu þeir fellt Tru-
man og kjörið Thomas Dewey
næsta forseta Bandaríkjanna.
• •
ÁTTI AÐ ÞRÖNGVA
TRUMAN?
FYRIR nokkru voru uppi
raddir um það í Bandaríkjun-
um, að vissir stjórnmálamenn
í Suðurríkjunum hefðu hótað
því að reyna að koma í veg
fyrir, að Truman fengi meiri-
hluta atkvæða kjörmannanna,
ef forsetinn hjeldi fast við
kröfur sínar um algert jafn-
rjetti hvítra manna og svartra.
Bandarísku blöðin fordæmdu
þegar í stað allar slíkar til-
raunir, enda gátu þessir stjórn
málamenn vænst lítils fylgis
meðal Bandaríkjamanna.
Þá kom einnig fyrir skömtnu
fram tillaga um það, að telja
að nýju atkvæðin í þeim fylkj
um, þar sem minnstur var
munurinn á atkvæðamagni
Trumans og Deweys. — Fylgi
frambjóðendanna var ákaflega
líkt í Ohio, Caiiforniu og Illi—
nois, en ef Dewey hefði tekist
að sigra í þessum fylkjum
(Truman hafði þarna samtals
aðeins 40,000 fleiri atkvæði en
Dewey), þá hefði forsetaefni
republikana fengið meirihluta
kjörmannanna og verið kosinn
næsti forseti Bandaríkjanna.
BREYTT KOSNINGA-
FYRIRKOMULAG
SÖKUM hins úrelta kjör-
mannafyrirkomulags við for-
setakosningar í Bandaríkjun-
um, hefði Dewey getað orðið
sigurvegarinn í síðustu kosn-
ingum, jafnvel þótt Truman
hefði fengið samtals meir en
2,000,000 fleiri atkvæði en
Dewey. Þessi staðreynd hefur
haft í för með sjer háværar
kröfur um, að kjörmannaað-
ferðinni verði gjörbreytt eða
hún þá lögð niður með öllu.
Þessar kröfur eru meðal annars
byggðar á því, að það hefur
þrívegis komið fyrir í sögu
Bándaríkjanna að frambjóð-
andi hefur náð kosningu, enda
þótt fléiri kjósendur hafi greitt
atkvæði með andstæðingi hans
en honum sjálfum.